Tíminn - 20.07.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.07.1993, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 20. júlí 1993 Tíminn 5 Ami Benediktsson: 9? Svar“ Guðna Ágústssonar íslenskur landbúnaftur á í miklum vanda þessi árin. Neysla margra helstu afurftanna fer minnkandi og vaxandi þungi er í kröfunni um verð- lækkun, eriendur markaður hefur dregist saman og er varia svipur hjá sjón. Þar aft auki stendur hann frammi fyrir vaxandi samkeppni vift inn- fluttar landbúnaftarafurðir. Þetta kemur flárhagslega niður á flestum bændum og barátta þeirra, sem valist hafa til forystu, verftur harðari. Það er því síst á bætandi og er þaft mikiU óvinafagnaður að efna tfl inn- byrðis ófriðar, en forysta bændasamtakanna hefur nú í vor orftift fyrir óvægnum árásum fyrir þátt sinn í niðurstöftu sjömannanefndar um vaxtamál og fleira. Þessar árásir hafa lítið byggst á rökum, fremur á upp- hrópunum, blekkingum og þó umfram aUt á ofstopa. fram- Hákoni Sigurgrímssyni, kvæmdastjóra Stéttarsambands bænda og fulltrúa í sjömannanefnd, þótti rétt og skylt að skýra málið og síðar tók ég undir í grein í Tíman- um þann 29. júní. Þetta var gert í þeirri von að hægt væri að færa um- ræðuna nær rökum málsins, færa hana í þann farveg að gera mönnum auðveldara um vik að meta kosti og galla þess sem sjömannanefnd lagði til. Nú hefur Guðni Ágústsson, al- þingismaður og stjómarformaður Stofnlánadeildar landbúnaðarins, „svarað mér“ með grein í Tímanum þann 9. júlí. Eftir atvikum þykir mér rétt að sýna lesendum Tímans í hverju „svar“ hans er fólgið, ef ein- hver skyldi hafa lesið það án þess að vera áður búinn að kynna sér grein mína. Þetta er ekki gert til þess að halda þessari umræðu áfram, enda enginn umræðugmndvöllur sýni- legur eftdr þetta „svar“. Tilvitnanir í grein Guðna em í gæsalöppum: 1. „Ámi finnur að því að sá er þetta ritar hafi hafið umræðu um tillögur sjömannanefndar eins og þær væm óaðfinnanlegar og einhver ný speki sem enginn mætti segja álit sitt á.“ Þessum orðum er ekki hægt að finna neinn stað í því sem ég skrif- aði og getur hver sem er gengið úr skugga um það með því að lesa grein mína. Þetta em því ósannindi. 2. „Hér á Ámi við það að neytenda- og jöfhunargjaldið, sem lagt er á heildsölustig landbúnaðarvara og er 2%, hækki verð til neytenda." Ég hef hvergi gefið neitt slíkt f skyn. Þvert á móti var það aðalatriði í grein minni að neytenda- og jöfnun- argjaldið væri tilfærsla og hefði ein- göngu áhrif sem slík. Hér hefur stjómarformanninum láðst að lesa í réttu samhengi. Það gefur honum tilefni til að ætla að ég hafi látið í ljós vafasama skoðun. Hann lætur það ekki liggja í þagnargildi, þó að þar með verði hann að taka til baka allt sem hann hefur áður sagt um að tillögur sjömannanefndar verði til þess að gera Stofnlánasjóð Iandbún- aðarins gjaldþrota, ef framkvæmdar verði. Hann segin „Um leið og þessi gjöld hverfa vega vextir að fullu í út- reikningi á verði landbúnaðarvara." Auðvitað vega vextimir að fullu. Annað hefur aldrei komið til greina og Stofnlánadeildin stendur því jafn rétt eftir. Þetta er mergurinn máls- ins. 3. „Ámi vill burt með alla jöfnun og félagslega samhjálp...." Þessu er hvergi hægt að finna stað í orðum mínum, enda er þetta rakalaus upp- spuni. 4. „Ennfremur er líklegt að það vaki fyrir aðilum vinnumarkaðarins að sjóðagjöld verði felld niður og vextir fáist ekki teknir inn í verðútreikn- ing Iandbúnaðarvara." Þessar dylgj- ur em án minnsta tilefnis og em ósæmilegar. f sjömannanefnd hefur verið unnið af fyllstu heilindum. Þar hefur vissulega verið tekist án, en aðilar vinnumarkaðarins hafa virt þær niðurstöður, sem þar hafa náðst, og munu vafalaust gera það Afþessum athugasemdum má vertt (jóstað varta er nokkurs staðar gripið á þvi sem máti skiptir og að það varengan veginn útíhðtt það sem ég sagði i fyrri grein minni, að:„Stjómar- formaðurinn gerir nokkuð erfítt um vik að reeða málið á vitrœnan hátt“ Ég sé þvi ekki að frekari blaðaskrif muni verða neinum til gagns og mun ekki taka frekari þátt íþeim. fjárfestingu‘7' Þegar vitnað er í um- mæli manna innan gæsalappa þýðir það að orðrétt sé haft eftir. Nú vill svo til að þessi tilvitnuðu ummæli er hvergi að finna í grein minni. Þetta er því bein fölsun. 7. „Dylgjur Áma Ben. — Ekki nenni ég að elta ólar við ýmsar glós- ur Áma Benediktssonar í garð Stofnlánadeildar." í grein minni er hvorki að finna dylgjur né glósur í garð Stofnlánadeildar. Hún gengur Ámi Benediktsson talar ekki fyrir þeim tillögum sem Stéttarsam- bandið fellst á." Hvaða máli skiptir þetta? Hvers vegna ætti ég að tala íyrir tillögum sem Stéttarsamband- ið fellst á? Hlutverk mitt var að skýra tillögur sjömannanefndar. En þetta sýnir enn og aftur vanhæfni Guðna til þess að halda sig við það sem skiptir máli í þessari umræðu. Þar að auki misskilur hann algjör- lega það sem verið er að fjalla um, áfram. 5. „Raunvextir í Iðnlánasjóði em nú 12.5%; og sjóðagjöld þar notuð í styrki; þetta er fyrirmyndin sem sjö- mannanefnd hampar." Það er upp- spuni frá rótum að sjömannanefnd hampi Iðnlánasjóði sem fyrirmynd, enda hefur nefndin ekki gert minnstu tilraun til þess að meta hvort hann er góð fyrirmynd eða slæm. Allar tillögur, sem snerta Stofnlánadeild landbúnaðarins, em gerðar út frá hennar eigin forsend- um. 6. Stjómarformaðurinn vitnar í mig um „að hinir lágu vextir Stofn- lánadeildar hafi kallað á „óvarkámi í Árni Benediktsson. út á að sýna fram á, að gefnu tilefhi, að Stofnlánadeild stafi ekki hætta af tillögum sjömannanefndar. Sé Stofnlánadeild í hættu, sé það af öðmm orsökum. Þetta er eitt meg- inatriðið í umræðu um áhrif til- lagna sjömannanefndar á Stofnlána- deildina. En stjómarformaður hennar nennir ekki að elta ólar við það sem máli skiptir. En reyndar em „dylgjur" og „glósur" um hugsan- legt gjaldþrot Stofnlánadeildar frá honum komnar og engum öðmm. 8. Þá er aðeins eitt eftir þar sem mfn er getið í svari stjómarfor- mannsins: „Þannig að ljóst er að Guöni Ágústsson. þegar hann dregur ofannefnda ályktun. En út í það verður ekki far- ið nánar hér. Af þessum athugasemdum má vera ljóst að varla er nokkurs staðar grip- ið á því sem máli skiptir og að það var engan veginn út í hött það sem ég sagði í fyrri grein minni, að: „Stjómarformaðurinn gerir nokkuð erfitt um vik að ræða málið á vitrænan hátt.“ Ég sé því ekki að frekari blaðaskrif muni verða nein- um til gagns og mun ekki taka frek- ari þátt í þeim. Höfundur hefur starfað I sjömannanefnd. Þorsteinn Antonsson: Vanþróun Fásinni og einangrun um aldir gerði mannfólkið í landinu sériega næmt á leikaraskap, aft enginn kemur heili fyrir annan. En að sama skapi tor- næm á að mannlegt samfélag á allt undir hugarfari þeirra sem þaft byggja á líftandi stund. Samfélag er hugarfóstur sem ýmist er nauögaft upp á menn eða getift með viðkunnanlegri forieik. Samfélag er ekki fremur hlutlægt en aft skáldverk sé pappír og prent Lagabókstafurinn og þing- húsift eru áminning og tæki, en ekki samfélagið sjálft Gagnrýni er skipaður reitur í lýð- frjálsu samfélagi og þessi reitur dregst saman, sé ekki spymt á móti. Hið virka viðhaldsafl á rétt manns og skilyrði til sjálfræðis, gagnrýnin, hlýtur að berast um samfélagið óháð reglum þess, bylgjukennt en ekki samfellt Lýðræði þarfnast ófyrir- séðra hugarfarsbyltinga til að endur- nýja tengsl við rætur sfnar og líf á líðandi stund; hvorug tengslin mega visna eða rofna. Slfk endumýjun sprettur af gagnrýni sem ekki er vak- in af ríkjandi hugarfari í samfélaginu þá stundina. Gagnrýnin svarar til þjóðarþarfar, en hinni íslensku var sniðinn stakk- urinn þegar þjóðfélagið var annarrar gerðar en nú er. Hun vísar til hlut- bundinna siðferðisreglna, reglna af því tagi sem kristilegt hugarfar eitt getur réttlætt. Algeng er sú fullyrð- ing að siðleysi einkenni gerðir opin- berra aðila jafnt sem einstakra manna, en siðferðið sjálft er ekki til umræðu og þá ekki réttlætingar fyr- ir slíkum kröfum yfirleitt Bölmóður og hneykslun einkennir álit margra á gerðum einstakra hagsmunahópa, stjómmálaflokka og jafnvel oft og tíðum allrar þjóðarinnar. Bent er á margskonar athæfi þessu áliti til stuðnings: bmðl, ósamlyndi, fjár- festingar í skýjaborgum, ofbeldis- hneigð og sjálfseyðingarhvöt ung- dómsins, vaxandi drykkjuskap, til- finningasljótt viðmót o.m.fl. En hver er mynd mannsins sem ekki má hafa f frammi einhvem þessara lasta eða alla? Langt er síðan borgarar hættu að taka ofan hver fyrir öðmm á götum úti; slíkt siðferði er nú grínhattur ráðherra. Meðalunglingurinn sér 20.000 manndráp á sjónvarpsskjá og í bíó áður en hann nær tvítugu, segja heimildir. Siðfræði, þessi heimspeki- grein, er ekki kennd í skólum vegna þess að sanna þarf fyrir nemendum tilvist botnlangans. Biskupinn gerir að blaðaefni að hann afþakkaði utan- landsboð; hann er varla til stórræð- anna. Þjóðin gúmmar í sífellu hjá Seðlabankanum og hann hjá þeim erlendu. Samskipti almúgans em á sama stigi og árið 1874, þegar gleymdist að bjóða Jóni Sigurðssyni á Alþingishátíðina. En nýjustu frétt- ir af uppmna mannsins bera að for- Frankensteln eftir Mary Shelley. Plcker- ing, 266 bls., £ 24,95. Pickering hefur bætt Frankenstein í ritröð sína Women’s Classics. í for- mála greinir Marilyn Butler frá breyt- ingum Mary Shelley á texta sögunnar í síðari útgáfu hennar 1831, en frá til- urð sögunnar sagði Mary Shelley þá í inngangi: „Sumarið 1816 fómm við (ath. hún, þá á 20. aldursári, og Shelley, að því sinni gift) til Sviss og urðum grannar Byrons lávarðar. í fyrstu áttum við ánægjulegar stundir á vatninu eða gengum um bakka þess og Byron lá- varður, sem var að semja þriðja canto af Childe Harold, var sá eini okkar, sem festi hugsanir sfnar á blað ... En sumarið varð vætusamt og óblítt og f linnulausri rigningu héldum við okk- ur dögum saman innan dyra. Okkur áskotnuðust nokkur bindi drauga- feðumir hafi verið hræætur í ár- milljón eða svo. Hvers vegna að hneykslast? Bænarskrár og karp heima í héraði vom aðfinnsluháttur þjóðarinnar um aldir. Á tíma sjálfstæðisbarátt- unnar beindist samlyndið að einu málefni án þess að menn sæjust fyr- ir um rökleysur. Frá upphafi íslensks flokkakerfis hafa menn verið svo önnum kafnir við að gera þingræði virkt í landinu að öll gagnrýni hefur orðið að flokkspólitísku málefni, — þess utan einræður um stíltilþrif í heimi lista. Gagnrýnisefnin em talin einskis verð nema á borðum stjóm- málaforkólfa. Menn taka sér stöðu, hver í sínum flokki, og láta svo flokksbundna sannfæringu slfta í sundur og gera að ómynd málefni sem varða ekki ónöguð bein heldur sálarheill. Ekki tilvistarkjör skoð- anabræðranna heldur tilvistarrétt allra manna. Einstaklingurinn á sér rétt, óskil- orðsbundinn öllu öðm en sjálfum honum, til að meta aðstæður sínar. Gagnrýna. Skelin, sem hlífir persón- unni, er óhjákvæmileg og það á að láta hana í fríði. Séu mikil brögð að hinu gagnstæða, eins og verið hefur hérlendis, verða úrræðin ófélagsleg og þessi vaxtarmeiður lýðræðislegs samfélags, gagnrýnin, vex aldrei úr grasi. Með vaxandi íslenskri velmeg- un samþætti flokkapólitíkin fmm- læg réttindi manna dægurmálefn- um, gerði þessi réttindi að burðar- efni sem engan tilgang hafði í sjálfu sér. Mannréttindi kvenna urðu að stéttarfélagsmálum, samþættust verkalýðsbaráttu og vinstri pólitík. Vanhugsuð eftiröpun íslenskra kvenna á baráttuháttum kynsystra þeirra erlendis, þar sem hlutskipti kvenna hefur verið allt annað en hinnar sjálfstæðu íslensku konu; þessi vanhöld leiða til þess að kvennabaráttan hérlendis á líðandi stund finnur sér ekki önnur mark- mið en rifrildi um peninga og karl- mannlegan hrottaskap. Þrástagl um hið síðara er komið áleiðis með að sannfæra karlpeninginn f landinu um að bamanauðgarinn sé hin sanna ímynd karlmanns. Rithöfund- ar deildust í hægri og vinstri með fé- lagssamtökum og boðuðu þeir til hægri innihaldsleysi og tilfinninga- hjal, en hinir til vinstri innihald í stöðluðu formi. Höfundar sjálfir urðu að leggjast í spennitreyju flokkapólitíkur á hvom veginn sem var eða eiga ella á hættu klofið Iff, klofið sjálf, samfélagshöfnun. Eftir að allt pólitískt starf gekk undir einn hatt, eitt kerfi, hefur gagnrýni ís- lenskra rithöfunda verið ýlfur úr homi þegar verst gegnir. Þess utan er hún skjall um bókmenntir og list- ir við flokkspólitfskan taktslátt Höfundur er rithöfundur. Frankenstein sagna, þýddra á frönsku úr þýsku..." „Við skulum öll setja saman drauga- sögu,“ sagði Byron lávarður og á uppástungu hans var fallist. Sá há- bomi höfundur byrjaði á sögu og er brot úr henni prentað á eftir kvæði hans Mazeppa. Shelley, sem betur Iét að setja fram hugmyndir og tilfinn- ingar í ljóma af glæstum líkingum og í hljóman þýðustu hrynjanda, er tungu okkar prýðir, heldur en að búa sögu gangþráð, tók til við aðra, dregna af reynslu hans á unga aldri... Ég reyndi að hugsa upp sögu... „Hef- ur þér komið saga í hug?“ var ég spurð á hverjum morgni og morgun hvem blygðaðist ég mín og svaraði neitandi..." J4argar og langar voru samræðum- ar á milli Byrons lávarðar og Shelleys, sem ég í andakt hlýddi á og nær þög- ul. Eitt sinn ræddu þeir ýmsar heim- spekilegar kenningar, á meðal þeirra eðli lögmáls lífsins og hvort það yrði nokkru sinni ráðið og numið. Þeir ræddu um tilraunir dr. (Erasmus) Darwin... Liðið var fram á nótt, er þeir slitu því tali, og komið var fram yfir miðnætti, þegar við tókum á okk- ur náðir. Þegar ég lagði höfuðið á koddann, sofnaði ég ekki né hugsaði, að sagt verði. Fyrir hugskotssjónum sá ég ósjálfrátt hjá líða svipmyndir, miklu gleggri venjulegum draumsýn- um, sem gagntóku mig og hrifu. Sá ég — með lokuðum augum, en í skýrri hugsýn — fölan iðkanda svart- listar krjúpa við hlið skapnaðar, sem hann hafði saman sett Ég sá óhugn- anlega eftirlfkingu manns liggja endi- langa, en fyrir tilverknað einhvers konar vélar sýna sfðan Iífsmark og titra stirðlega eins og af sjálfu sér að hálfu..." „í skelfingu opnaði ég augun. Hug- myndin fangaði mig svo, að hræðslu- skjálfti fór um mig... Um morguninn skýrði ég frá því, að ég hefði hugsað mér sögu. Ég hóf hana þá um daginn á orðunum: „Það var drungalegt kvöld í nóvember..."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.