Tíminn - 20.07.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.07.1993, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 20. júlí 1993 Tíminn 13 1PAGBÓK Námskeið RKÍ í skyndihjálp Eins og mörg undanfarin ár gengst Reykjavíkurdeild RKÍ fyrir námskeiöi í skyndihjálp fyrir verslunarmannahelg- ina. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 21. júlí. Kennsludagar verða 21., 22., 26. og 27. júlf. Kennt verður frá kl. 20 til 23. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir. Það verður haldið f Fákafeni 11,2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Þeir, sem hafa áhuga á að komast á þetta námskeið, geta skráð sig í síma 688188 frákl. 8-16. Námskeiðsgjald er kr. 4000. Skuldlaus- ir félagar í RKÍ fá 50% afslátt Hægt verð- ur að ganga f félagið á staðnum. Einnig fá nemendur í framhaldsskólum 50% af- slátt Þetta gildir einnig um háskóla- nema, gegn framvísun á skólaskírteini. Meðal þess, sem kennt verður á nám- skeiðinu, er blástursaðferðin, endurlífg- un með hjartahnoði, hjálp við bruna, blæðingum úr sárum og mörgu öðru. Einnig verður fjallað um það hvemig koma megi í veg fyrir helstu slys. Að námskeiðinu loknu fá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýms- um skólum. Tekið skal ffam að Reykjavfkurdeild RKÍ útvegar leiðbeinendur til að halda nám- skeið í fyrirtækjum og hjá öðrum sem þessóska. SkálhoHshátíð 1993 Skálholtshátíð verður haldin næstkom- andi sunnudag 25. júlf. í ár eru liðin 30 ár frá vígslu Skálholtskirkju og því er sérstaklega vandað til dagskrár hátíðar- innar. Þess er einnig minnst á hátfðinni að í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu Páls ísólfssonar. Auk hefðbundinnar dagskrár á sunnudeginum eru sérstakir tónleikar á laugardag þar sem flutt verður Skál- holtshátíðarkantata Páls ísólfssonar, haldið verður málþing um helgisiði fostudag og laugardag og opin verður sýning á fomum munum úr Skálholts- kirkju. Segja má að dagskráin hefjist þegar á föstudag með því að biskup Islands, herra Olafur Skúlason, og Kirkjuráð Þjóðkirkjunnar funda f Skálholti. M. 18 föstudaginn 23. júlf, að afloknum aftan- söng, verður opnuð sýning á munum úr Skálholtskirkju sem varðveittir eru í Þjóðminjasafninu, en einnig eru á sýn- ingunni munir sem Skálholtskirkja á og varðveitir sjálf. Sýningin verður opin til sunnudagskvölds, en í október verður haldin stærri og viðameiri sýning f til- efni afmælisins. Föstudagskvöldið 23. júlí opnar biskup íslands málþing undir heitinu „Samræð- ur um helgisiði", þar sem fagmenn á því sviði bera saman bækur sínar. Málþingið er öllum opið, en gistirými er talönark- að. Því lýkur um kl. 1430 á laugardag. Eftir morgunmessu á laugardegi 24. júlí verður málþinginu framhaldið, en kl. 15 eru tónleikar f Skálholtskirkju. Þar flytja Skálholtshátfðarkórinn, einsöngv- arar og hljóðfæraleikarar undir stjóm Hilmars Amar Agnarssonar Skálholtshá- tfðarkantötu Páls ísólfssonar, sem hann samdi við ljóð sr. Sigurðar Einarssonar í Holti fyrir Skálholtshátfðina 1956. Karl Guðmundsson leikari flytur þann hluta Ijóðaflokksins sem lesa skal á milli hinna sungnu þátta. Þessi kantata hefur aðeins einu sinni verið flutt áður, auk frum- flutningsins. Hlutar úr verkinu verða síðan fluttir á hátíðardagskrá sunnu- dagsins. Sunnudaginn 25. júlí kl. 10 er kaþólsk biskupsmessa f Skálholti, en 23. desem- ber em liðin 800 ár frá dauða Þorláks biskups Þórhallssonar hins helga í Skál- holti. Kl. 14 er hátíðarmessa í Skálholti, en 20 mín fyrir messu leikur Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri verk eftir Pál ísólfsson á orgel kirkjunnar. í mess- unni predikar sr. Jónas Gíslason vfgslu- biskup, en fyrir altari þjóna sr. Tómas Guðmundsson prófastur, sr. Guðmundur Óli Ólafsson og biskup íslands, herra Ól- afur Skúlason. Eftir messukaffi í skólanum verður há- tíðarsamkoma í kirkjunni kl. 16.30. Þar flytja ávörp kirkjumálaráðherra, Þor- steinn Pálsson, og biskup fslands, herra Ólafur Skúlason. Sr. Guðmundur ÓIi Ól- afsson minnist Skálholtskirkju 30 ára með erindi sem hann nefnir: „Hús mitt skal vera bænahús". Helga Ingólfsdóttir leikur einleik á sembal og fluttir verða þrír þættir úr Skálholtshátfðarkantötu Páls ísólfssonar, undir stjóm Hilmars Amar Agnarssonar. Allir eru velkomnir á Skálholtshátíð. Vinningshafar í fjölskyMuleik Ölgeröannnar Egils Skallagrímssonar Nú er fjölskylduleik ölgerðarinnar, Jíáðu þér í strik“, lokið og úrslit komin í ljós. Mjög góð þátttaka var í leiknum, enda glæsilegir vinningar f boði. Jíáðu þér í strik“ gekk út á að þátttak- endur söfnuðu 10 strikamerkjum af Pepsi og/eða 7-Up plastflöskum og svör- uðu þremur léttum spumingum á sér- stökum þátttökuseðli, sem þeir síðan sendu ásamt strikamerkjunum til öl- gerðarinnar. Vinningar í leiknum voru: 1. Conway tjaldvagn frá Titan hf. að verðmæti 330.000 kr. með fullkomnum viðlegubúnaði, samtals verðmæti 405.000 kr. Vinningshafi: Málmfríður Sigurðardóttir, Búhamri 29, Vestmanna- eyjum. 2.10 7-Up fjallahjól og seglbrettanám- skeið í Seglbrettaskólanum Hafravatni. Vinningshafar Agúst Hlynur Hólmgeirs- son, Hvassaleiti 157, Reykjavík. Kristín Gunnþórsdóttir, Austurvegi 6, Grinda- vík. Fjóla Bláfeld Stefánsdóttir, Hlíðar- vegi 27, Ólafsfirði. Guðmundur Oddgeir Þorgeirsson, Smárabraut 2, Höfh í Homafirði. Hákon Rúnarsson, Rimasíðu 23G, Akureyri. Sig. Fjóla Jóhannsdóttir, Skólabraut 2, Heilissandi. Fjóla Ævars- dóttir, Túnbraut 5, Skagaströnd. Guðrún L. Níelsdóttir, Garðarsvegi 22, Seyðis- firði. Soffía G. Magnúsdóttir, Laugarás- vegi 31, Reykjavík. Sigríður Svavarsdótt- ir, Barmahlíð 11, Sauðárkróki. 3. 100 heppnir vinningshafar hlutu geisladiska með stórsveitunum SSSól og GCD. Hf. ölgerðin Egill Skallagrímsson þakk- ar öllum þeim, sem tóku þátt, fyrir að vera með og hvetur íslendinga til að halda sínu striki. Sjötti Norræni textílþríæringurinn Laugardaginn 24. júlf n.k. kl. 16 opnar að Kjarvalsstöðum sjötti Norræni textíl- þríæringurmn. Að þessu sinni eru sýnd 52 verk eftir 36 listamenn frá fimm Norðurlöndum. Fulltrúi íslands á sýningunni er Guðrún Gunnarsdóttir og á hún 3 verk. Guðrún er fyrir löngu orðin viðurkennd textíl- listakona og hefur haldið einkasýningar á íslandi og tekið þátt f fjölda samsýn- inga erlendis, m.a. þremur norrænum textílþríæringum, Scandinavia Today í Japan o.fl. Hún á verk í opinberri eigu m.a. hjá Listasafni íslands, Reykjavfkur- borg (Ráðhús Reykjavíkurborgar) og Sa- varia-listasafninu í Ungverjalandi. Norræni textílþríæringurinn á rætur sínar að rekja til ársins 1974, þegar nor- rænir textíllistamenn rufu einangrun landa sinna og settu saman sýningu sem átti eftir að verða fyrirmynd annarra textflsýninga á Norðurlöndunum. Fyrstu fjórar sýningamar voru skipulagðar og reknar af listamönnunum sjálfum, sem eins og gefur að skilja kostaði mikið erí- iði. Það var því töíuverður sigur fyrir textíllistamenn þegar Norðurlandaráð mælti með því að Norræna ráðherra- nefndin úthlutaði styrkjum til að styðja við bakið á samnorrænum sýningum á borð við Norræna textílþríæringinn. Þetta komst í gagnið fyrir fimmta Nor- ræna textílþríæringinn, sem var einnig sá fyrsti sem skipulagður var af Norrænu listamiðstöðinni og hefur hann nú unnið sér fastan sess meðal þeirra sýninga sem Norræna listamiðstöðin skipuleggur. Fyrir löngu hefur hinn hefðbundni „vefnaður" vikið fyrir hugtakinu „texill", sem spannar yfir miklu fjölbreyttara svið og er sýningin að Kjarvalsstöðum gott dæmi um það. Textíllistamenn hafa markvisst unnið að því að skilja sig frá bæði vef-hönnun og nytjalist og færast þannig nær „fagurlist". Textílþríæring- urinn hefur ekki heldur farið varhluta af þeim breytingum sem átt hafa sér stað f landafræði og stjómmálum í Evrópu á síðustu árum, en til marks um það þá kemur sýningin til Reykjavíkur frá Vilni- us, Riga og Tallin, en hin nýfrjálsu Eystrasaltsríki eiga ef til vill jafnmikla kröfu á því að vera kölluð „norræn" og Ld. Finnland. Sýningin að Kjarvalsstöðum stendur til sunnudagsins 15. ágúst og verður opin daglega frá kl. 10 til 18. Augtýslngarímar Tímans 680001 & 686300 Veiöimenn, athugið! Stórír og sprækir laxa- og silungamaðkar til sölu. Upplýsingar í síma 91-673212 og 91-672822. Litla stúlkan ætlaöi bara aö færa prinsessunni sinni bióm. Tilviljun réöi öllum þessu hvítu og svörtu lóöréttu rðnd- um, meö giröinguna í baksýn. Röndótt í tísku! Díana, prinsessa af Wales, þarf víða að vera og oft að koma fram. Það er hennar starf og skylda og alltaf er sauðsvartur almúginn jaftihrifinn af prinsessunni sinni. Vafalaust gilda einhverjar reglur um klaeðaburð hverju sinni og enginn efi leikur á að flestir vilja fylgja þeim. Hvort litlu stúlkunni á myndinni varð eitthvað á, vitum við ekki, en auðséð er að hún hef- ur klæðst sínu fi'nasta þegar hún rétti Díönu prinsessu blóm, hneigði sig og brosti sínu blíð- asta. Díana var að koma úr móttöku í Spencer House, sem haldin var til ágóða fyrir Þjóðarráðið fyrir heilsu barna, en hún er verndari ráðsins. í hópi gesta voru fleiri stórmenni, en að venju féllu flest- ir í skugga prinsessunnar, jafnvei sjálf barónessan Margaret Thatc- her, sem þó hefur látið að sér kveða að undanförnu eins og endranær. Laföi Margaret Thatcher var vissulega klædd viö hæfi. En hún passaöi sig á hvltu og svörtu röndunum. Mark Thatcher, sonur Margaret og Denis, var á staön- um meö bandarfsku konunni sinni, Diane. Þar viröast rendur ekki hafa komiö til álita.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.