Tíminn - 10.08.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.08.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48... Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48—Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48 + IHH Þriðjudagur 10. ágúst 1993 147. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 125.- Dularfullur hrossadauði á Mýrum: Atta hross fúnd- ust dauö í haga Eituráhrif í vatni og gróðri vegna þurrviöris eru nefnd sem hugsan- leg orsök dauöa 8 hrossa undanfarinn hálfan mánuð á nokkrum bæjum á Mýrunum. „Þetta er maga- og gamabólga og hrossin finnast dauð án nokkurra einkenna áður,“ segir Gunnar Óm Guö- mundsson, héraðsdýralæknir á Hvanneyri. Hann segir það frekar óalgengt að hross drepist af þessum ástæðum og veit ekki til þess að slíkt hafi gerst áð- ur hér á landi. Sfðasta hrossið var krufið á föstudaginn og er búist við niðurstöðum úr vefjarannsóknum næstu daga að sögn Gunnars. Gunnar telur að bakteríusýking valdi maga- og gamabólgunni og segir að verið sé að leita að orsökum þessa. „Okkur hefur helst dottið í hug einhvers konar eitrun," segir Gunnar og vísar til sérstakrar veðr- áttu á þessum slóðum í sumar sem hefúr einkennst af þurru og sólríku veðri. Það segir hann að hafi leitt til þess að minna hafi verið af vatni á mörgum stöðum og það hafi jafn- framt fúlnað. „Þetta er ein kenningin en önnur gengur út á það að sveppir og jurtir í flórunni hafi dafnað betur en venjulega en þó eru ekki þekktar svona eitraðar jurtir hér á landi," segir Gunnar. Hann segir að þó sé vitað að elfting geti verið eitmð fyrir hross en segir að ekki sé vitað um ástæður þess. Gunnar segir að þarna sé um nokkra bæi að ræða á afmörk- uðu svæði og veit ekki til þess að önnur tilfelli af sama toga hafi komið upp í öðmm landshlutum, hvorki nú í sumar né áður. Hann telur því að ekki séu miklar líkur á að einhvers konar faraldur sé í aðsigi. Gunnar telur jafnframt að ekki sé ástæða til sérstakra varnaraðgerða þar sem hrossin séu vistuð í lokuð- um girðingum. „Við höfum látið færa þau hross þar sem flest hrossin drápust yfir í aðra girðingu. Þá hafa þau verið undir eftirliti og reynt hef- ur verið að fylgjast með breytingum á stóðinu en ekkert hefur komið í ljós,“ segir Gunnar og telur að þarna sé ekki um smitsjúkdóm að ræða. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, um dauða hrossanna á Mýrum: Sýklar sem valda yfirleitt ekki sýkingu hér á landi „Það virðist sem að þama hafi orðift nokkurs konar blóðeitmn," segir Sigurður Sigurðarson, rann- sóknadýralæknir á Keldum, sem vann að því að kryfja hrossin sem drápust Atvikið sé óvenjulegL Þarna sé um umhverfissýkla að ræða sem yfirieitt valdi ekki sýk- ingu hérlendis. Sigurður telur sennilegt að um- hverfissýklar þessir hafi magnast af völdum hita og þurrka og komist í hrossin úr drykkjarvatni þeirra. Sýklamir hafi náð að fjölga sér í kyrrstæðu vatni. „Það er ekki að sjá að þama sé um eitruð grös að ræða eða sýkingu í gróðri." Sigurður segir að það sé spuming hversu miklar ályktanir eigi að draga af dauða hrossanna. „Ef það em sárindi í meltingarvegi þá gæti það greitt leiðina fyrir þessa sýkla," segir hann. Sýklamir virðist hins vegar hvorki vera hættulegir fyrir Rekstur Útvarps Kántríbæjar gengur með ágætum segir Hallbjörn Hjartarson á Skagaströnd: Bæti endurvarpið Haiibjöm Hjartarson kántrísöngvari hefur rekið útvarpsstöð á Skagaströnd fá því í október 1992 og nefnist hún Útvarp Kántríbær. Hallbjöm Hjartarson f útsendingu. Tlmamynd sð Hann vill samt ekki fúllyrða neitt fyrr en búið er að rannsaka hrossin betur. Þau hafa verið kmfin og vefjasýni úr þeim rannsökuð á Keldum og býst Gunnar við niðurstöðum allra næstu daga. Aðspurður segir Gunnar að bakter- íusýkingin snerti eingöngu hross. „Þau em viðkvæm fyrir sýkingu og sérstaklega í meltingafærum. Það er þekkt að það verður að fóðra hross með gætni og beita þeim með gætni,“ sagði Gunnar að lokum. -HÞ Lögreglan í Vestmanna- eyjum stendur í shröngu: Lögreglan í Vestmannaeyjum tók sig til í gær og hellti niður 40 lftrum af ólöglegu bruggi sem hún hafði safnað saman á meðan þj óðhátíðin stóð yfir. Bruggiö hafði lögreglan tekið af fölki sem hún þurfti að hafa afskipti af til dæmis vegna gruns um að hafa fíkniefni í fórum sínum. -GKG. fólk né búfénað. Hann segir að helst beri að tryggja að nægjanlegt vatn sé á beitarhólf- um hrossa og jafnvel sé ástæða til að veita vatni til þeirra, komist þau ekki í hreint og tært vatn. Sigurður telur að ekki sé hætta á smiti þótt ekkert sé hægt að fullyrða um slíkt. „Ég held að þetta sé úr umhverfinu og aðeins skaðlegt þeim skepnum sem neyta vatnsins," segir Sigurður Sig- urðarson á Keldum. -HÞ Hallbjörn útvarpar frá kl. 14:00 á daginn til kl. 2:00 á nætumar. Hann situr þó ekki við tækin allan þann tíma því milli kl. 18:00 og 20:30 er sjálfvirkur geislaspilari í gangi. „Stöðin stendur ekki undir sér fjárhagslega enda var hún ekki sett á stofn til þess heldur er hún liður í að auglýsa matsölustaðinn Kántríbæ," segir Hallbjöm. „Nú er ég að bæta við endurvarpi á Blönduósi. Eins og er nær stöðin ágætlega austur yfir Húnavatnssýsluna og af og til vestur yfir hana, alla leið inn að Víðihlíð en það koma göt inn á milli þar sem ekki heyrist í henni,“ segir Hall- bjöm. Hlustun stöðvarinnar hefur ekki verið mæld ennþá en ekki segist Hallbjöm verða var við annað en að hún sé með ágætum. -GKG. Á slysstað á laugardag. Timamynd Slgurstelnn Flugslys á Sandskeiði: Maður lést þegar sviffluga hrapaði Ekki liggur ljóst fyrir hvað varft til þess að vélsviffluga féll til jarðar á laugardaginn á Sand- skeiði með þeim afleiðingum að flugmaðurinn lésL Sjónarvottar segja vélina hafa spunnist í 3-4 hringi áður en hún hrapaði til jarðar. Hinn látni hét Hörður Hjálmarsson og var á sex- tugsaldri. Það vekur athygli að alvarlegt slys átti sér einnig stað á Sand- skeiði í fyrrasumar þar sem flug- maðurinn komst naumlega lífs af. „Þá missti sviffluga flugið á hægri ferð en ég vil ekki lfkja þessum slysum neitt saman," segir Eiríkur Karlsson, formaður Flugslysanefndar sem kannar nú tildrög slyssins sem varð á laug- ardaginn. -GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.