Tíminn - 18.08.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.08.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 18. ágúst 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Skrtfstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Síml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1368,- , verð I lausasölu kr. 125,- Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 r Oþolandi launamunur Síðustu kjarasamningar byggðust á því að taka stöð- ugleika í efnahagsmálum og aðgerðir til þess að halda uppi atvinnu framyfir launahækkanir. Fyrirheit voru frá stjórnvöldum um að stuðla að vaxtalækkun- um og leggja fram fé til atvinnumála. Þessi afstaða er framhald af þeirri ábyrgu afstöðu verkalýðshreyfing- arinnar sem kom fram í þjóðarsáttinni á sínum tíma. Eins og nærri má geta hefur það reynst erfitt fyrir forustumenn verkalýðshreyfingarinnar að sætta launfólk við þessa niðurstöðu. Samhliða samdrætti í atvinnu hefur orðið samdráttur í tekjum almennings og kaupmáttur hefur lækkað. Ekki bætir það úr skák að nú er kominn sá árstími sem skattskrárnar koma út og upplýsingar liggja fyrir um tekjur einstaklinga í þjóðfélaginu. Það er skemmst frá því að segja að í þeim upplýsingum kemur fram slíkur launamunur að undrun sætir. Þegar fjölmargir aðilar í mörgum starfstéttum hafa frá 500 þúsund krónum til milljón- ar króna á mánuði þá er of langt gengið. Slíkur launamunur leiðir til þess að stéttaskipting vex í þjóðfélaginu og bilið milli hálaunamannsins og þess sem varla hefur í sig og á, verður óbrúanlegt, hugsunarhátturinn og allar lífsvenjur ósambærilegar með öllu. Milljónkrónamaðurinn á stöðugt erfiðara með að setja sig inn í vandamál þeirra sem þurfa að lifa af 50-60 þúsund krónum á mánuði. Stéttarskipt þjóðfélag er staðreynd. Raunveruleikinn sem launafólk stendur frammi fyr- ir í sumar er hækkandi vextir. Þeir auka skuldir heimilanna og gera fólki erfiðar fyrir að standa í skil- um, meðan þeir skila hálaunamanninum, sem er í að- stöðu til að leggja fyrir af launum sínum, auknum tekjum ofan á háu launin. Bilið á milli ríkra og fá- tækra, hálaunamanna og láglaunamanna vex því jafnt og þétt. Jafnframt veikja háu vextirnir grund- völl fyrirtækjanna 0g minnka atvinnuöryggið. Lág- launamaðurinn á erfitt með að þola slík áföll. Viðbrögð stjórnvalda við vaxtahækkunum hafa verið máttlítil. íslandsbanki komst upp með það að lyfta vöxtunum upp á verðbólguöldu sem þau fullyrða að sé tímabundin og muni hjaðna í haust. Engin trygg- ing er fyrir því að vextir lækki þótt hraði verðbólg- unnar minnki. Allt þetta tryggir hálaunamanninn á meðan skuldugir láglaunamenn berjast í bökkum. Við íslendingar höfum hælt okkur af því að okkar þjóðfélag sé stéttlausara en önnur. Miðað við þá þró- un sem nú er hraðfara er óhætt að hætta að stæra sig af því. Skipting þjóðarkökunnar er ekki réttlát á með- an allt að tífaldur launamunur er í landinu. Það er tímanna tákn, þegar svo háttar til sem nú, að ýmsir skriffinnar ryðjast nú fram völlinn og telja tímabært að berjast gegn verkalýðshreyfingunni. Þetta byggist á þeirri köldu staðreynd að ótti um samdrátt og atvinnumissi sé gerandinn í launabar- áttu í landinu og í skjóli þess ótta sé hægt að sundra samstöðu launafólks í landinu. Það er full ástæða fyr- ir launafólk að halda nú saman og vera á verði gegn þeim lævíslega áróðri að samtök þeirra séu úrelt fyr- irbrigði. Samtakamátturinn hefur komið mörgu til leiðar og hætt er við að það öryggisnet sem þó er fyr- ir hendi í þjóðfélaginu væri ekki jafn þéttriðið ef verkalýðshreyfingarinnar hefði ekki notið við. Pótt ótrúlegt kunni að virðast þá bendir allt tíl þess að Hafnartjarðar- kratinn, sem hvað háværastur var vegna aðforar flokks síns að velferð- arkerfinu í fyrra og árið þar áður, sé nú að undirgangast pólitíska um- myndun og steypast í sama mót og forveri hans. Guðmundur Ámi Stef- ánsson er ekki eingöngu kominn í skóna hans Sighvats í heilbrigöis- ráðuneytinu heldur ætlar hann beinlínis að gerast Sighvatur og klaeðast öllum gömlu stefnumálun- um hans, líka þeim sem Sighvatur var búinn að hjsa yfir, að ekki væri hægt að notast lengur við! Svo bregðast krosstré... Þessi pólitísku hamskipti núver- andi heflbrigðisráðherra eru eflaust þungt áfall fyrir þá feryggu jafhaðar- menn sem enn bundu vonir við sinn gamla flokk, einkum þá sem vonast höfðu til að bæjarstjórinn ungi úr Hafriarfirði tæki að sér forustu við endrurreisn jafriaðarstefriunnar í flokknum. En í stað ferskra vinda sem menn vonuðu að myndu blása í heilbrigðisráðuneytinu, þar sem sjónarmið sjúklinga fengju uppreisn á ný, þá heyrist nú sama gamla tugg- an sem meira að segja Sighvatur var búinn að gefast upp á að tyggja ofen í landsiýð: Sjúldingaskattar. í Morguriblaðinu í gær er frá því greint að hugmyndir nýja heilbrigð- isráðhenans f tengslum við fjárlaga- gerð snúist í auknum mæli um tekjutengirigu í heilbrigðiskerfínu og að ný þjónustugjöld verði tekin upp. íslenskir launþegar og sjúkling- ar þekkja orðið vel þetta orðaJag, enda hefúr það reynst fslensku al- þýðuflólki dýrt þegar það hefur lent f þeirri ógæfú að veikjast og þurfe á I BRWKI j læknisþjónustu að halda. Sjálfsagt hafe fleiri en Garri tekið trúanlegar yfiriýsingar Sighvats frá því f fyrra um að nú væri fúllreynt með það að ekki væri hægt að auka frekar kostnaðarhlutdeild sjúkiing- anna, enda búið að ganga mjög langt á þeirri braut Þess vegna heföi mátt búast við að röðin væri komin að þeim sem hirða arð af heiibrigðis- rekstrinum og sérfraföingar ogýms- ir miililiðir aðrir, sem stóðu í eldlfnu spamaðarins áður en þessi ríkis- stjóm tók við, yrðu á ný krafriir um sinn skerf í spamaðinum f heilbrigð- iskerfinu. Það virðist því miður ekki á dagskrá og engra raunhæfra breyt- inga að vænta á útgjaldaþörfinni. Hins vegar verður haldið áfram á þeirri braut að láta nýja aðila borga reikningana fýrir heilbrigðisþjónust- una, f stað þess að þeir séu greiddir úr sameiginlegum sjóðum lands- manna þá greiða sjúklingamir sífellt stærri hluta þeirra. Stefnubreytíngar Þegar nýir menn settust í ráðherra- stóla í sumar var því haldiðfram að það myndi ekki hafe í för með sér stefriubreytingu hjá ríkisstjóminni. Þá þótti mönnum það frekar vond tíðindi því vonir vom bundnar við menn eins og Guðmund Áma. Nú hefur komið í Ijós að með tíikomu nýja heilbrigðisráðherrans hefúr orðið mikilvæg stefriubreytíng í heil- brigðismálum og er sú stefriubreyt- ing ekki tii hins betra. í stað þess að fylgja eftir loforðum Sighvats um að nú skyldi hætt að íþyngja $árhag sjúkiinga með sjúklingasköttum hefur nýi ráðherrann ákveðið að halda þvf áfram. íslensk máltæki em tfl um næralltmiilí himinsog jarð- ar og geta átt vel við 0ölmörg tæki- feeri. Eitt slíkt máltætó á sérlega vel við um þessa stefriubreytingu ríkis- stjómarinnar: Lengi getur vont versnað. Ganri Don Hannes Kíkóti ngin þörf á að ast við vindmj riUtjóri wuouiu, *tl»r tkki »6 »UÞ U frjílihyt^utínmUi lUnn Jólnutrim CUiunnonar »«n ■gcri rið fyrir bonum þ"-- ■ vil ekki vtra í ritráði tímariU kki er hiynnt Uunþegasamtök- »g hefur mér virst sem *vo aft ■ritið vtrði f andstöðu við þau. ler varU réttí tfminn til þess nú lr sumir hafa varU í sig og í," I Matthfas. »Þaft getur þó vel ver- I ég skrifi í tímaritift enda hef ég \riíaft(blðftsMnéghefekki ver- Imíla. Meðal annars hef ég birt |[ínuriti Mils og menningar.” m ‘ is kveftst aldrei hafa verift gefiö út. Þá átti borgai ingarsUrfsemi undir híj og vift ittum í barittui kommúnismann. Ég le I frjílshyggjuna sem g<| vaegt mótvaegi í þeirril er aftur i móti engin þl móti því sem ekki tr. ÉJ minni í baríttunni vií mann og hyggst ekki t eftir er í baráttu vift segir Matthías. Hann segist jafnfrair verift harftur frjálshyft hafi Hannes gagnrýnt I jUnn hefur kallað 1 legan frjálshyggjumaij sé réttl Eftir gjaldþrot heimskommún- ismans hefúr heldur dregið úr ölduhæð hugmyndafræðilegra umræðna víðast hvar í þjóðfélag- inu. Trú manna á gildi ídeólógí- unnar í pólitískri umræðu hefúr beðið mikla hnekki, en það eru ekki einvörðungu hinar altæku kommúnísku kenningar sem fallið hafa heldur teygja áhrifin sig miklu víðar og ná yfir til and- stæðrar hugmyndafræði líka. Ástæðan er einföld. Fólk er ekki lengur móttækilegt fyrir pólit- ískum ,stóra-sannleik“ og gildir þá einu hvort sá stóri sannleikur er sagður vera díalektísk fram- vinda mannkynssögunnar sem fullkomnist í kommúnísku þjóð- skipulagi eða ósýnileg hönd markaðsbúskaparins sem öllu stýri á besta mögulega veg. Gjaldþrot kommúnismans hefur með öðrum orðum þýtt stór- fellda gengislækkun frjálshyggj- unnar á almennum pólitískum vettvangi. Veruleikinn og fírr- ingin Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, er sennilega kunnasti frjáls- hyggjumaður á íslandi og hann hefur fundið til fulls á sjálfum sér áhrifin af hruni kommún- ismans og gengisfellingu frjáls- hyggjunnar. Hannes Hólmsteinn er þó ekki alveg einangraður í flokki sínum og þar á hann enn harðan kjarna viðhlæjenda, „stuttbuxnakarlana“, sem svo hafa verið nefndir eftir að þeir komust á miðjan aldur, sem hafa verið lengur en aðrir að átta sig á þeim breytingum sem orðið hafa á heimsmynd hins venjulega ís- lendings. Þess vegna hefur orðið vart vandræðalegar veruleika- firringar hjá þessum mönnum, firringar sem er ekki ósvipuð því þegar unglingur hlustar á tónlist í heyrnartólum en syngur há- stöfum með - nokkuð falskt - án þess að gera sér grein fyrir að söngurinn hljómi afkáralega fyr- ir alla sem á hlýða. Veruleikafirring af þessu tagi myndi í flestum tilfellum ekki vekja mikla athygli nema vegna þess að ýmsir áhrifamenn í land- stjóminni og Sjálfstæðisflokkn- um tilheyra þessum vinahópi Hannesar Hólmsteins og em æf- ¥itt og breitt" ir yfir því hversu fáum finnst söngur þeirra fagur. Er reiði þeirra yfir því hversu lítinn hljómgmnn hugmyndafræðileg- ir tónleikar þeirra fá, orðin slík að Hannes Hólmsteinn hefur ákveðið að stofna sérstakt pólit- ískt tímarit til að dásama söng- inn og gefa um leið skít í allt það sem vanþakklátur pöpullinn sem gengisfelldi frjálshyggjuna með áhugaleysi sínu, telur sig várða um. Vindmyllumar Einn þeirra manna sem nefnd- ir hafa verið í tengslum við þetta tímarit þeirra stuttbuxnakarla, Hannesar (og Davíðs), Matthías Johannessen ritstjóri Morgun- blaðsins, sver af sér þátttöku í pólitíska tímaritinu í viðtali við Tímann í gær. Ummæli Matthíasar em athygl- isverð, því lengi vel taldi hann sig eiga nokkra samleið með Hannesi Hólmsteini og þeim fé- lögum til að skapa borgaralegt mótvægi við vinstriöflin og kommúnismann. Matthías bend- ir einmitt á breyttan heim og breytta heimsmynd, sem blasi við landsmönnum og hann kveðst hafa annað betra við tím- ann að gera en að berjast við vindmyllur - heimskommúnism- inn sé dauður. Það er ánægjulegt til þess að vita að Matthías hefúr tileinkað sér óbeit Karls Poppers á alls- herjarlausnum og pólitískum stóra-sannleik, ólíkt því sem virðist eiga við um stuttbuxna- karlana sem þó telja sig stundum hafa einkarétt á Islandi á hug- myndum Poppers. Á sama hátt er það sorglegt að heyra heyma- tólasöng Hannesar Hólmsteins og vita að enn á hann sér sam- herja innan Sjálfstæðisflokksins. Greining ritstjóra Morgunblaðs- ins er því bæði rétt og nákvæm. Hannes Hólmsteinn er og verður „riddarinn sjónumhryggi“ í vina- hópi sínum. Hann er og verður Don Hannes Kíkóti, sem stendur í fararbroddi baráttunnar við vindmyllurnar. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.