Tíminn - 18.08.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.08.1993, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 18. ágúst 1993 Timinn 9 nDAGBÓK Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Göngu-Hrólfar og aðrir félagarl Mætum öil við Elliðaámar klukkan 19.30 á morgun og fylgjum Stefáni sfð- asta spölinn þar sem opnunarhátíð GYM f NORDEN verður sett kl. 21.00. Dansað f Risinu næstkomandi sunnu- dagskvöld klukkan 20.00. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur fyrir dansi ásamt söng- konunni Ellý Vilhjálmsdóttur. Þeir félagsmenn sem eiga pantaða miða í Básinn 21. ágaúst nk., vitji farmiðanna á skrifstofu féiagsins sem fyrst Kammertónleikar Árlegir kammertónleikar verða á Kirkjubæjarklaustri helgina 20.-22. ág- úst og flytjendur eru að þessu sinni: Auð- ur Hafsteinsdóttir, fiðla, Bergþór Páls- son, baritón, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Edda Eriendsdóttir, píanó, Stein- unn Bima Ragnarsdóttir, píanó og Zolt- an Toth, víóla. Allir fslensku hljómlistarmennimir eru íslendingum að góðu kunnir en þetta er í fyrsta skipti sem Zoltan Toth leikur á fs- landi. Hann er prófessor í kammertónlist við Tónlistarháskólann í Lyon og er í Ra- vel- strengjakvartettinum. Tónleikamir hefjast á föstudegi kl. 21.00 með sónötu eftir Hummel fyrir ví- ólu og pfanó. Þá eru 4 Ijóðasöngvar eftir Schubert fyrir baritón og píanó, 8 þjóð- lagaútsetnigar fyrir baritón og píanótríó eftir Beethoven, Elegie eftir Fauré og Requiebros eftir Cassado fyrir selló og pí- anó. Á laugardeginum hefjast tónleikamir kl. 17.00 og þá er m.a. á dagskrá Playera eftir Sarasate og ungverskur dans eftir Brahms fyrir pfanó, sónata fyrir víólu og píanó eftir Brahms og sónata fyrir fiðlu og selló eftir Ravel. Að lokum verða 3 ljóðasöngvar eftir Duparc. Tónleikamir á sunnudag em kl. 15.00 og þá er á efnisskrá svíta f. víólu eftir Re- ger, Conte f. selló og píanó eftir Janacek, píanókvartett eftir Mozart f. pfanó, fiðlu, víólu og selló og loks fjögur lög eftir ís- lenska höfúnda f. baritón og píanó. Tónlistarunnendur em hvattir til að láta ekki þetta einstæða tækifæri fram- hjá sér fara og að venju er aðeins um þessa þrenna tónleika að ræða. Þjónustuhandbók VÍS fyrir ðku- tækjaeigendur Vátryggingafélag íslands hefur gefið út Þjónustuhandbók fyrir þá sem tryggja ökutæki sín hjá VÍS. Reynslan sýnir að mörgum ökumönnum er ekki ljóst hvað þeir eiga að gera, lendi þeir í umferðaró- happi. Þjónustuhandbókinni er meðal annars ætlað að bæta úr því og hefur einnig að geyma greinargóðar upplýs- ingar og leiðbeiningar um hvemig bregðast skuli við þegar umferðaróhöpp verða. Þá em f þjónustuhandbókinni margskonar upplýsingar sem nýtast ökutækjaeigendum vel. Þjónustuhand- bókin er í handhægu formi því ætlast er til að hún sé geymd í bflnum. Þannig er auðvelt að grípa til hennar þegar þörf er á. Meðal efnis í þjónustuhandbókinni er; 1. Hvað skal gera ef þú lendir í umferða- róhappi. 2. Heimilisföng og símanúmer lögreglu og sjúkrabifreiða víðsvegar um landið. 3. ökutækjatryggingar sem í boði em hjáVÍS. 4. Akstur erlendis. 5. Bónusreglur VÍS. Skipulag skoðunarmála VÍS um land allt Heimilisfóng og símanúmer svæðis- skrifstofa og umboða VÍS. 7. Dráttarbfiaþjónusta VÍS um land allt. 8. Hvers ber að gæta við kaup á notuðu ökutæki? Þjónustuhandbókinni er dreift ókeypis til þeirra sem tryggja ökutæki sín hjá VÍS. fBLAÍERA VÁNTaT) BYGGÐARENDA Lynghálsi 9. Sími 686300 - kl. 9 til 17 M EN NTAMÁLARÁÐU N E YTIÐ Stöðupróf í framhaldsskólum Stöðupróf I framhaldsskólum I byrjun haustannar 1993 verða sem hér segir: Mánudaginn 23. ágúst Þriðjudaginn 24. ágúst Miövikudaginn 25. ágúst Fimmtudaginn 26. ágúst Enska Spænska, italska Norska, sænska Franska, stærðfræði, þýska Prófin hefjast öll kl. 18.00. Innritun ferfram á skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlið i sima 685155. Siöasti innrit- unardagur er 20. ágúst 1993. Athina erfingi On- assis - auðæfanna: Vernduö af fjöl- skyldu Athina Onassis er orðin átta ára, rengluleg og íhugul lítil stúlka, sem ekki virðist ýkja upptekin af þeirri staðreynd að hún er erfingi milljarða svoleiðis að hún mun teljast í framtíðinni ein ríkasta kona heims. Hún Ieikur sér við hálfsystur sínar tvær Sandrinu og Jóhönnu og hálfbróður sinn Erik og lætur sér fátt um finnast um auðæfin. Nógur er tíminn fram- undan til að hafa áhyggjur af af- leiðingum hins óvenjulega hlut- skiptis. Pabbi hennar og stjúpa sjá til þess að hún fái að lifa sem eðli- legustu fjölskyldulífi og sé í vari fyrir athygli umheimsins. Engu síður tókst ljósmyndara að festa þessar myndir á filmu á eyjunni Ibiza þar sem fjölskyldan hefur fest kaup á sumarhúsi við Puig Roig. Athina meö fjölskyldu og vinum Isólinni á Ibiza. Hún er alvarleg í bragði og virðist ætla að verða löng og mjó Stjörnur í sumarsól Nú þegar sumri fer að halla er ástæða til að skoða stjörnurnar sem spóka sig á ströndinni í Saint TVopes í Suður-Frakklandi. Þangað flykkj- ast þær til að sýna sig og sjá aðra. Hér er til dæmis hin síunga sextuga Joan Collins með vini sínum og dótturinni Katie og Sylvester Stallone sólar vöðvastæltan kroppinn milli hetjudáða á kvikmyndatjaldinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.