Tíminn - 07.10.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.10.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tfminn...Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48. Miðvikudagur 7. október 1993 189.tbl.77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 125.- Hæstiréttur tók sér 40% launahækkun í fyrra eftir að löggjafarvaldið hafnaði hækkun. Forsætisráðherra kvittar nú upp á reikningana: Hæstaréttardómarar hafa dæmt sjálfum sér 100 þúsund króna launahækk- un. Annað værl óeðlllegt, segir varaforseti Hæstaréttar. Hæstaréttardómarar hafa nú í tæpt ár sent forsætisráðuneytinu reikn- inga fyrir fasta yfirvinnu, sem tryggir þeim ríflega 100 þúsund króna launahækkun á mánuði. Ráðuneytið kvittar á reikningana og Launaskrifstofa ríkisins borgar. Forsætisráðherra segir að hæsti- réttur hafi ákveðið að hækka sín laun sjálfur, beðið ráðuneytið að sjá um framkvæmdina og hann deili ekki við réttinn. í fjárlagafrumvarpi þessa árs kem- ur fram að fjárveiting vegna Iauna haestaréttardómara og starfsfólks Hæstaréttar hækka úr 29,2 milljón- um króna á yfirstandandandi ári í 41,2 milljónir á því næsta. Þetta er liðlega 40% hækkun. Með þessu hækka Iaun hæstaréttardómara úr rúmum 250 þúsund krónum á mán- uði í liðlega 360 þúsund. Þetta kom fyrst fram í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudag. Kjaradómur ákvað að hækka laun hæstaréttardómara verulega síðast- liðið haust en sú hækkun var tekin til baka með lögum í kjölfar al- mennra mótmæla. Laun hæstaréttardómara hafa und- anfarin ár dregist afturúr launum annarra dómara og segir í texta fjár- Iagafrumvarps þessa árs að ákveðið hafi verið að samræma laun hæsta- réttardómara og annarra dómara í dómskerfmu og þess vegna sé hækk- unin til komin. Davíð Oddsson for- sætisráðherra segir að Hæstiréttur hafí túlkað niðurstöðu Kjaradóms á ákveðinn hátt og hækkað sín laun sjálfur í kjölfarið. „Þetta er ekki ákvörðun forsætis- ráðherra," sagði Davíð í samtali við Tímann í gær. „Þetta er ákvörðun réttarins sjálfs. Rétturinn sendi bréf og komst að þeirri niðurstöðu að túlka bæri þann kjaradóm sem þá hafði fallið á tiltekinn hátt. f fram- haldi af því var forsætisráðherra beðinn að sjá til þess að þessi greiðsla ætti sér stað, færi fram og fengist aukafjárveiting fyrir henni. Þannig að þetta var ekki ákvörðun forsætisráðuneytisins, þetta var ákvörðun réttarins sjálfs. Ég deili ekki við réttinn um það.“ Samkvæmt upplýsingum frá Iauna- skrifstofu ríkisins fa hæstaréttar- dómarar greidda 48 yfirvinnutíma á mánuði. Hver yfirvinnutími reikn- ast 1,0385% af mánaðarlaunum, sem eru um 250 þúsund samkvæmt ákvörðun Kjaradóms og kostar þannig rúmlega 2.500 krónur. Sam- kvæmt því fá hæstaréttardómarar greiddar 120 þúsund krónur í fasta yfirvinnu á mánuði. „Þetta var ákveðið fyrir einu ári síð- an og ekki um neina hækkun að ræða núna,“ segir Hrafn Bragason, varaforseti Hæstaréttar. „Það var ákveðið að greiða hluta af unninni yfirvinnu samkvæmt reikningi. Það er ekkert annað sem þetta gengur útá, þetta er bara ósköp einfait mál.“ — Finnst ykkur eðlilegt að þið tak- ið þessa ákvörðun sjálfir? „Það er óeðlilegt að nokkur annar taki hana. Það er vegna þess að dóm- stólar í landinu eiga að vera sjálf- stæðir og óháðir framkvæmdavald- inu og lagasetningarvaldinu. Og þegar svo er komið að það verður að greiða einhverja sérstaka aukavinnu svona, þá á það ekki að þurfa að vera komið undir framkvæmdavaldinu heldur á dómsvaldið sjálft að taka af skarið með það. Fjárlagafrumvaip, endur- skoðun samninga og skattsvik. Miðstjórn ÁSÍ: Miðstjóm Alþýðusambands ís- lands telur að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjómar séu ýmis ákvæði sem ekki sé hægt að meta öðruvísi en svo að ríkisstjÓmin hyggist hlaup- ast undan merkjum og ganga á bak orða sinna frá því í vor. ítrek- uð er sú skoðun að yfirlýsing rík- isstjómar frá því þá var helsta for- senda þess að samníngar tókust lafnframt telur miðstjórnin að ef ekki verði gerðar verulegar breyt- ingar á fyrirhuguðum áformum ríkisstjórnar um leggja á 0,5% skatt á tekjur launafólks vegna lækkunar virðisaukaskatts á mat- vælum, útgáfu heilsukorta og frestun fjármagnstekjuskatts og skerðingu á framlaga til atvinnu- skapandi aðgerða, muni það óhjá- kvæmilega hafa áhrif á niður- stöðu við endurskoðun kjara- samninga. Auk þess geti það vald- ið verulegum trúnaðarbresti í samskiptum aðila og dregið úr stöðugleika á vinnumarkaði og í efnahagslífinu. Þá fagnar miðstjómin frarnkom- inni niðurstöðu skattsvikanefnd- arinnar, sem skipuð var að frum- kvæði ASÍ, BSRB og KÍ. Mið- stjómin vekur athygli á því að í niðurstöðum nefhdarinnar er í ölium aðalatriðum tekið undir málflutning samtakanna um skattsvikamál á undanfömum ár- um. Þetta á sérstaklega við um að- gerðir gegn svartri atvinnustarf- semi, nauðsyn fyrir haekkun á reiknuðu endurgjaldi einyrkja og fiölgun starfsmanna f beinu skatta- eftirliti. -grh Læknum bent á leiðir til að spara 100-200 milljónir með pennum sínum: Læknar kjósa dýrustu magasárslyfin fslenskir læknar ávísa nærri þrisv- ar sinnum meira af magasárslyfj- um en norrænir starfsbræður þeirra og viðbótin er öll, og meira en það, í dýrustu fyifjunum. íslendingar átu magasárslyf fyrir um 340 milljónir króna í fyrra — eða sem svarar 5.200 krónum að meðaltali á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Það gæti sparað um eða yfir 200 milljónir króna (t.d. um helminginn af kostnaði heilsukort- anna) ef íslendingar neyttu maga- sárslyfja í svipuðum mæli og aðrir Norðurlandabúar. Ekki nóg með að íslenskir læknar hafi í fyrra ávísað hlutfallslega um þrisvar sinnum meira af magasárs- lyfjum en norrænir starfsbræður þeirra, heldur eru aðeins um 10% af ávísunum þeirra á ódýrystu lyfin borið saman við hátt í 40% hjá öðr- um norrænum læknum. Ranitidín, sem er dýrt lyf, virðist vera í sér- stöku uppáhaldi hjá íslenskum læknum, því þeir ávísuðu hlutfalls- lega sex til sjö sinnum meira af því en norrænir starísbræður þeirra. Alls tóku íslendingar inn tæplega 1.640.000 dagskammta af ranitidín- lyfjum á síðasta ári, sem á núgild- andi apótekaverði kosta rúmlega 0 Címetdín H Famótidln @ Ramtidín 88 Ómerprazól Fyrsta súlan sýnir meðalnotkun ann- arra Norðurlandabúa á magasárslytjum 1992 maelt i fjölda dagsskammta á hverja 1.000 íbúa á dag og skipt eftir Meðaltal N Island (sl.2.fj.'93 tegundum. Miðsúlan sýnir samsvarandi upplýsingar fyrir fsland og þar með að notk- un magasárslyfja var hátt I þrisvar sinnum meiri hér á landi. fslendingar nota samt minna af ódýrustu lyfjunum, en hins vegar margfalt magn af þeim dýrari. Síðasta súlan sýnir lyfjanotkunina hér á 2. ársfjóröungi þessa árs. Notkun á nýjasta og dýrasta lyfinu haföi þá aukist um þriðjung frá ár- Inu áður. (Heimild: Landlæknir) 273 milljónir króna. Þetta svarar til þess að um 4.500 landsmenn hafi tekið þessi lyf inn að jafnaði hvern einasta dag ársins. En heildarsala magasárslyfja gefur til kynna að um 5.800 manns hafi tekið inn magasárslyf alla daga árs- ins, sem á núgildandi verði kosta kringum 340 milljónir króna. Það virðist því að vonum að lyfja- nefnd Landsspítalans skuli hvetja lækna spítalans til að nota ódýrustu lyfin, címetidín, og þannig spara spítalanum um 1,5 milljónir árlega í lyfjakostnað. Ennfremur mælist lyfjanefndin til þess að læknar spít- alans noti ómeprazól (nýjasta og dýrasta) lyfið mjög sparlega vegna kostnaðar. Heilbrigðisráðuneytið og land- læknir benda á að notkun maga- sárslyfja sé um helmingi meiri hér en í Svíþjóð, sem kemur næst á hæla íslandi í þessu tilliti, en nærri þrisvar sinnum meiri en á hinum Norðurlöndunum að meðaltali. „Fullnægjandi skýringar á þessum mikla mismun hafa ekki fundist," segir landlæknir, sem virðist þann- ig efast um að magasár sé þrisvar sinnum algengara á fslandi en hin- um Norðurlöndunum. „Sennilega eru þessi lyf að ein- hverju leyti ofnotuð," segir Helgi Sigurðsson lyfjafræðingur sem hef- ur kannað notkun magalyfja meðal íslendinga. „Við vitum að ekki eru gefnir of stórir skammtar. Hins veg- ar er raunveruleg tíðni magasjúk- dóma hjá Norðurlandaþjóðunum ekki þekkt og þess vegna er erfitt að gera samanburð." Landlæknir segir athyglisvert hve mikil notkun er hér á ranitidínlyfj- um þrátt fyrir að bæði íslenskir og erlendir sérfræðingar telji flesta H2-blokkara svo til jafngilda og að verð þeirra mætti gjarnan ráða lyfjavalinu meira en nú er. (H2- blokkarar draga úr sýrumyndun í maga til að magasárinu gefist frið- ur til að gróa). Bent er á, að þeir rúmlega 1,6 milljónir dagskammta af ranitidíni sem notaðir voru hér á landi í fyrra mundu kosta rúmlega 273 milljón- ir króna miðað við útsöluverð apó- teka í ágúst sl. Samkvæmt því kost- ar dagsskammturinn um 166 kr. og mánaðarskammturinn um 5.000 krónur. Samkvæmt sömu verðskrá kostar ódýrasta címetidín um helmingi minna eða 81 krónu dagskammtur- inn. Hefði það verið notað ein- göngu þýddi það rúmlega 140 millj- óna verðmismur.. „Þótt ekki sé hægt að gera ráð fyrir einhliða notkun címetidíns er ljóst að eftir miklum sparnaði er að slægjast," segir landlæknir. Og miklu meiri yrði sparnaðurinn vitanlega ef landsmenn hresstust svo í „mallakútnum“ að þeim dygði álíka magn magasárslyfja og frænd- um þeirra á hinum Norðurlöndun- um. „Já, við höfum vísbendingar um að magabólgur séu algengari hér en t.d. hjá Dönum," segir Helgi Sig- urðsson lyfjafræðingur. „En það er borðleggjandi að magalyf hafa borgað sig, t.d. með færri innlögn- um á sjúkrahús vegna magasára og skeifúgarnarsára. I því felst heil- mikill sparnaður." - HEI/ÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.