Tíminn - 07.10.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. október 1993
Tíminn 7
Verkamannafélagið Hlíf telur uppsögn kjarasamninga koma vel til
greina. Átelur harðlega vaxandi launamisrétti og síendurteknar árásir
á bág kjör launafólks:
Minni tekjur og
auknar byrðar
Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar í
Hafnarnrði, segir að launamisréttið í landinu sé sífellt að vaxa.
Hann segir að svonefndum hálaunamönnum sé alltaf að fjölga,
sem kalla sig stjómendur, og þeir réttlæti sín háu laun með því að
þeir berí svo og svo mikla ábyrgð.
„En þegar til á að taka, eru þeir
aldrei sóttir til þeirrar ábyrgðar sem
þeir þiggja sín laun fyrir. Hins vegar
er ekkert lát á því að alþýða manna
sé látin greiða fyrir mistök í útlán-
um banka með háum vöxtum og
mistökum annarra, eins og t.d.
stjómmálamanna, með auknum
álögum f mismunandi formi.“
Stjóm Verkamannafélagsins Hlífar
mótmælir harðlega sífelldum árás-
um stjómvalda á bág kjör launafólks
og telur vel koma til greina að kjara-
samningum verði sagt upp.
Stjómin gagnrýnir harðlega að
minnkandi tekjur og vaxandi til-
kostnaður sé hlutskipti verkafólks
og innheimt séu þjónustugjöld af
nær hverju smáu viðviki, á sama
tíma og nánast ekkert sé gert til að
stemma stigu við skattsvikum upp á
tugi milljarða króna. Að sami skapi
sé launafólki gert að greiða skatta af
Iaunatekjum sem duga ekki til eðli-
legrar framfærslu, á meðan skatti á
fjármagnstekjur sé frestað frá ári til
árs.
Þá telur félagið það „vægast sagt
lúalega aðferð og siðlaust uppátæki
hálaunamanna" þá ætlan heiibrigð-
isráðherra og fyrrverandi bæjar-
stjóra Hafnarfjarðar að selja áskrift-
arkort að heilbrigðisþjónustunni.
En að mati félagsins greiða þeir
hlutfallslega mest fyrir kortin sem
minnst mega sín. -grh
Samhliða uppstokkun á stjórnkerfi sveitarfélaga við sameiningu
þeirra á að endurskipuleggja starfsemi vinnumiðlana til samræmis við
breytta tíma. Suðurnes:
Hugað að nýsköpun
atvinnu á Vellinum
Jóhann Geirdal, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og
formaöur sambands launafólks á svæðinu, segir að með samein-
ingu sveitarfélaga gefist tækifærí til aö endurskipuleggja alla vinnu
að vinnumiðlun i landinu, þannig að vinnumiðlunin verði grunnur-
inn að allrí félagsmálaþjónustu í hverju sveitarfélagi.
Auk þess eru forystumenn verka-
lýðsfélaga á Suðumesjum famir að
huga að því hvemig bregðast eigi við
fyrirhuguðum niðurskurði á starf-
semi bandaríska hersins á Miðnes-
heiði og framtíð þess fólks sem þar
kann að missa atvinnuna.
Jóhann Geirdal segir að núverandi
vinnumiðlanir séu bam síns tíma,
þegar atvinnuleysi var nánast
óþekkL Þeirra hlutverk sé nánast
ekkert annað en að skrá þá sem
missa atvinnuna, en þær geri lítið
sem ekkert til að bæta ástandið. Við
uppstokkun á stjómkerfi sveitarfé-
laga í tengslum við sameiningu
þeirra sé því lag til að breyta núver-
andi skipulagi á störfum vinnumiðl-
ana í samræmi við þær breytingar
sem orðið hafa á atvinnuástandinu.
Jóhann telur það einnig koma vel
til greina að þegar atvinnurekandi
segir upp starfsmanni þá sendi hann
Fjör-
mjólk
Ný mjólkurafurð frá
Mjólkursamsölunni
Mjólkursamsalan hefur sett á mark-
að nýja tegund mjólkur, sem hefur
hlotið nafnið Fjörmjólk. Þetta er
nær því fitulaus mjólk, sem búið er
að bæta í A- og D-vítamínum. Þetta
er fyrsta nýjungin á mjólkur-
drykkjamarkaðinum frá því að létt-
mjólkin kom fram fyrir 12 árum og
bætist við þær tegundir sem fyrir
eru, þ.e. nvmjólk, undanrennu og
léttmjólk. A myndinni heldur Guð-
laugur Björgvinsson, forstjóri
Mjólkursamsölunnar, á fernu með
Fjörmjólk við formlega kynningu
nýju afurðarinnar í gær.
Tímamynd: Arni Bjama
afrit af uppsagnarbréfinu til viðkom-
andi vinnumiðlunar. Þá hafi miðl-
unin venjulega þrjá mánuði til að
reyna að útvega viðkomandi ein-
staklingi atvinnu.
Til að skylda atvinnurekendur til
þess þarf trúlega lagabreytingu, en
Jóhann telur að það sé hægt að ná
þessari breytingu fram með því að
semja um það við atvinnurekendur.
Á undanfömum árum hefúr at-
vinnuleysið bitnað einna harðast á
launafólki á Suðumesjum og viðbú-
ið að það eigi eftir að harðna enn á
dalnum ef Bandaríkjamenn skera
enn niður framlög sín til herstöðv-
arinnar á Miðnesheiði.
Til að leysa vanda þess fólks, sem
kann að missa atvinnuna uppá Velli,
hafa heimamenn m.a. bent á nokkr-
ar leiðir sem vert væri að huga að. í
því sambandi hefur m.a. verið bent á
að leitað verði eftir samstarfi við
Upplýsingaþjónustu Háskóla íslands
um möguleika á nýjum atvinnu-
tækifærum þar sem fólkinu verði
gert kleift að skapa þarna ný at-
vinnufyrirtæki. Jafnframt ætti að
verða hægt að útvega því ódýrt hús-
næði á Vellinum undir starfsemina,
sem yrði afgjaldslítil fyrstu tvö árin,
auk atvinnuleysisbóta í sex mánuði á
meðan það væri að koma undir sig
fótunum á ný. -grh
Pétur Einarsson í hlutverki sínu sem Leifur Muller f leikritinu „Býr ís-
lendingur hér?“.
íslenska leikhúsið frumsýnir í Tjarnarbíói leikritið
„Býr íslendingur hér?“. „Ekki samur á eftir,“ segir
Pétur Einarsson sem leikur Leif:
Réttlaus þræll í útrým-
ingarbúðum nasista
Það leikur eflaust mörgum forvitni að sjá leikritið „Býr fslend-
ingur hér?“ — Minningar Leifs Muller, sem íslenska leikhúsið
frumsýnir í dag, fimmtudaginn 7. október, í Tjarnarbíói.
Höfundur handríts og leikstjórí er Þórarínn Eyfjörð, en verkið
er unnið upp úr samnefndrí metsölubók eftir Garðar Sverris-
son sem kom út áríð 1988; minningum Leifs Muller, sem hafa
sterka skírskotun til samtímans. Leikendur eru aðeins tveir,
þeir Pétur Einarsson sem leikur Leif og Halldór Bjömsson
sem leikur hlutverk læknisins. Leikmynd gerir Gunnar Borg-
arsson, Elvar Bjarnason sér um lýsingu og tónlistina við verk-
ið samdi Hilmar Öm Hilmarsson.
í minningum Leifs Muller er sagt
frá einhverri mestu þolraun sem Is-
lendingur hefur lifað á seinni tím-
um. Þegar Þjóðverjar hemámu
Noreg varð Leifur innlyksa þar og
svikinn í hendur Gestapo. Hann var
síðan sendur í hinar illræmdu
Sachsenhausen-útrýmingarbúðir í
Þýskalandi þar sem hann var rétt-
laus þræll númer 68138.
Pétur Einarsson, sem leikur Leif,
segir að þetta sé mjög manneskju-
legt leikrit, ef svo má að orði kom-
ast.
„Þótt það sé ógnvekjandi, þá er það
líka spennandi og áhugavert að
skoða manneskjuna í þeim kring-
umstæðum og álagi sem Leifur
lendir í. Þetta er leikrit sem hefur
sterka skírskotun til samtímans og
raunar á öllum tímum, því það sem
henti Leif er því miður að gerast
enn þann dag í dag.“
Pétur segir að það fari ekkert á
milli mála að hlutverkið hafi dýpk-
að skilning hans á hlutskipti þeirra
fjölmörgu, sem sífellt eru að lenda í
sömu sporum og Leifur.
„Þetta er þannig efni að maður er
ekki samur á eftir. Ég tel mig einn-
ig vera ríkari að hafa fengið hlut-
deild í þessari reynslu Leifs. Á því er
ekki nokkur vafi,“ sagði Pétur Ein-
arsson leikari. -grh
Smábátaeigendur á Akranesi:
Þorsteinn býður
uppá kapphlaup
um aflann
Almennur félagsfundur smábátaeigenda á Akranesi hafnar alfarið
þeim hugmyndum sjávarútvegsráðherra að afnema núverandi fýr-
irkomulag á krókaveiðum smábáta og línuveiðum allra skipa.
Jafnframt telur fundurinn að sú
hugmynd ráðherra að skipta fisk-
veiðiárinu niður í tímabil og setja á
heildarþak bjóði uppá kapphlaup
um aflann. Að mati smábátasjó-
manna mundi það hafa ófyrirsjáan-
legar afleiðingar, þar sem hætt er
við að kapp verði meira en forsjá.
Þá skorar fúndurinn á Alþingi að
rétta nú þegar hlut smábáta á afla-
marki og þeirra báta sem eins er
ástatt um.
Ennfremur er þeirri áskorun beint
til ráðherra að dragnótaveiðar í
Faxaflóa verði tafarlaust bannaðar.
Fjölmenni var á þessum fundi
smábátaeigenda á Skaganum, þar
sem mál fundarins var hin alvarlega
staða sem upp er komin um veiði-
rétt smábátaeigenda og um frum-
varp sjávarútvegsráðherra um end-
urskoðun fiskveiðilaganna. Til fund-
arins voru m.a. boðaðir þeir alþing-
ismenn sem búsettir eru á
Skaganum.
-grh