Tíminn - 02.11.1993, Qupperneq 4

Tíminn - 02.11.1993, Qupperneq 4
4 Tíminn Þriðjudagur 2. nóvember 1993 Tíininn Ritstjóri: Þór Jónsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Stefán Ásgrfmsson Útgefandi: Mótvægi hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Auglýsíngastjóri: Guðni Geir Einarsson RltsQóm og skrifstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavlk. Póstfang: Pósthólf 5210, 125 Reykjavík. Aðalsími: 618300. Auglýslngasími: 618322. Auglýsingafax: 618321. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1400- , verð I lausasölu kr. 125,- Gmnnverð auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 61-83-03 Mannorðsmissir innan EES Enn og aftur er deilt í ríkisstjórninni um Iandbúnað og enn á ný ætla íslendingar að verða berir að því að virða ekki alþjóðlega samninga. Nú er ekki rifist um skinku eða kalkúna heldur meðlætið, grænmetið. Munurinn á þessu máli og innflutningnum á skinku, sem héraðsdómur dæmdi ólöglegan, er að nú liggur fyr- ir skýr og afdráttarlaus milliríkjasamningur um þennan innflutning. Þessi samningur, sem var gerður hinn 15. apríl í ár, er hluti af EES-saniningnum og felur í sér að á tímabilinu frá 1. nóvember til 15. mars hvert ár skuli innflutningur á tilteknum grænmetistegundum vera frjáls.óg án álagningar tolla. Þessar grænmetistegundir eru tómatar, gúrkur, salathöfuð og paprika. Þegar þjóðir gera með sér milliríkjasamninga öðlast samningsaðilar tiltekin réttindi og takast einnig á hend- ur skyldur. Með EES-samningnum fengu íslendingar umtalsverð tollfríðindi á mikilvægustu útflutningsvöru þjóðarinnar, sjávarafurðum. Ýmsir aðrir möguleikar opnast fyrir atvinnufýrirtæki og almenning, en á móti verður samkeppnin harðari en verið hefur. Þegar þingmenn þjóðarinnar greiddu atkvæði með EES-samningnum voru þeir að takast á herðar allar þær skuldbindingar sem honum fylgdu. Þeim sem greiddu at- kvæði með samningnum mátti vera það Ijóst. Einn af þeim var Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra sem með já- atkvæði sínu skuldbatt sig bæði að þjóðarrétti og sið- ferðilega til að gera nauðsynlegar breytingar á íslenskri löggjöf til þess að EES- samningurinn og fylgisamningar hans næðu fram að ganga. Það þýðir ekki fyrir landbún- aðarráðherra að reyna að skýla sér á bak við Alþingi og segja að búvörulögum hafi ekki verið breytt. Ráðherra ber stjórnskipulega ábyrgð á landbúnaðarmálum og hon- um bar skylda til að tryggja lagasetningu til samræmis við EES- samninginn og fylgisamninga hans í tæka tíð fyrir gildistöku þeirra. Til þess hafði hann ýmis úrræði, ýmist í vor, sumar eða haust, svo að íslendingar gætu virt alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Ætla má að jafnvel bráðabirgðalög hefðu fengið samþykki á Alþingi. Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af afleiðingum pólitískrar (og persónulegrar) stælu landbúnaðar- og ut- anríkisráðherra, sem birtist í þessu grænmetismáli. Af- leiðingar deilunnar geta orðið mun alvarlegri en hefð- bundnar krytur á milli stjórnarflokkanna, því að erlendir samningsaðilar, sem telja á sig hallað, geta gripið til gagnaðgerða af einhverjum toga. í þessu sambandi er ekki úr vegi að benda á að hátt í 70% af vöruútflutningi íslands fer til ríkja EB, þess aðila sem „grænmetissamn- ingurinn" er brotinn á. Það er einnig ljóst að samnings- brot íslendinga á þessu sviði flýtir ekki fyrir því að EB felli niður tolla á saltfiski, en við íslendingar höfum óskað eftir því að þeirri tollaniðurfellingu verði flýtt um- fram samningsskyldu EB. Enn verra væri þó ef samningsaðilar okkar ís^ndinga telja að við séum vísvitandi að reyna að komast undan samningsskyldum. Slíkur mannorðsmissir í samfélagi þjóðanna er mun alvarlegri en tæknileg formsatriði sem deilt er um í persónulegri og pólitískri refskák íslenskra stjórnmála. Menn skulu minnast þess að „orð skulu standa“, þegar þeir greiða atkvæði með alþjóðlegum skuldbindingum í framtíðinni; samningsskyldur ber að efna. Og Halldór Blöndal skyldi muna það næst, þegar hann greiðir atkvæði á Alþingi, að í upphafi skyldi endir- inn skoða. í fíærkvöldi stóð enn yfir \iötæk leit að ungum manni sem ráðist hafði á 16 ára gamlastúlku síðastliðið föstudags- kvcild og nauðgað henni. Stúlkan vará gangi á leiðheim til sín úr Breiðholts- hverfi í Kópavoginn. Hún gekk í gegn um undirgöng undir Reykjanesbraut og virðist maðurinn hafa setið fyrir henni, því hann réðist á hana þegar hún kom út úr undirgöngunum, ógn- aði henni með hnífi og kom síðan vilja sínum fram í skjóli við vörugám í iðn- aðarhverfinu við Skemmuveg. Maður- inn hafði gert sér grímu úr plastpoka til að hajin ekki þekktist aftur og fennst pokinn á staðnum. Pessi árás urlagi. í báðum tilfellum voru árásar- Garrivonar aðböm,unglingarogfor- var óvenju rætin og andstyggileg og mennimir tveír. Þeir veittu fómar- eldrar fari senn að draga lærdóm af samúð Garra er öll með fómarlambi lömbum sínum eftirför og veittust að þessumsíendurteknuatvikumoghagi mannskepnu þessarar og fjölskyldu þeimmeðhöggumogspörkum. ltfi sínu samkvæmt því. Ekki væri nú stúlkunnar. Fregru'r af grófum nauðgunum, lík- verraefyfirvöldlöggæslulegðueinnig {framhaldi af þessum atburði telur amsárásum, slagsmálum og morðum sittlóðávogarskálamar ogbeittulög- Garri rétt að allir borgarbúar, böm, að undanfömu eru skelfilegar og reglunni á þann veg að betur dugði til unglingar sem og fullorðnir verði að hljóta að ýta við öllum þeim sem eldd að vitleysingar og ofbeldismenn haldi fara að gera sér grein fyrir því að þeir kæra sig um að misindismenn vaðí sigámottunni. Gottværi efungarsem búa í borg, en ekkí í sveit eða sveita- uppiogtrúiþvíaðþeirséuherrarjarð- gamlar fyllibyttur og ,gleðifólk“ þorpi þar sem allir eru kunningjar og arinnar. Lítumánokkurdæmi: gengju af þeirri trú að linka gagnvart vinir og þar sem ekkert illt er á ferli Eldd er langt síðan tvær stúlkur veitt- óæskilegri hegðun þeirra sé í raun við- nema þá kannski draugar, álfar og ust að þeirri þriðju með höggum og urkenningþjóðfélagsinsáaðframferði huldufólk sem láta okkur dauðlega í spörkumímiðbæReykjavíkuraðnæt- þeirra sé gott og blessað og að æskan friði. Borgarbúar hljóta að verða, urlagi um helgi og veittu fomariambi séþráttfyriralltvoðagóðogefhilegog sjálfra sín vegna, að fara að haga sér ---------------------------- allt [rað. En á meðan svo er ekki ættu samkvæmt þvf að höfuðborgarsvæðið ( f* AD||| j foreldrar að sjá til þess að böm þeirra er hreint ekki ðruggt og margur mis- ^ liHllIII J séu ekki að flækjast á götum úti að jafh sauður á ferli. næturlagi, enda vandséð hvaða erindi Reykjavík var f eina tíð talin ein fárra sínu slíkahöfuðáverka að efamál erað þau eiga þar, nema þá til að læra lest- borga þar sem fólk gat verið sæmilega hún nái sér nokkru sinni. Þá em hnífa- ina af sér eldri fyrirmyndum. öruggt um síg. Hafi það einhvem tíma árásir þar sem afleiðingamar em allt Þurfi böm og unglingar hins vegar að verið raunin, þá er það löngu liðin tíð. frá smáskeinum til bana orðnar svo fara á milli staða í borginni eftir myrk- Garrí vinnur á fremur litlum vinnu- margar undanfarna mánuði að engu ur hvetur Garri þau til þess að vera stað þar sem vinna ríflega 20 manns. tali tekur. Ennfremur má minna í aldrei ein á ferð og vonar að foreldrar Tveir vinnufélagar hans, báðír full- þessu sambandi á smávægilegri glæpi, fylgist með þeim, viti ávallt hvar þau hraustir karlmenn, hafa orðið fyrir lík- svo sem innbrot, rúðubrot og önnur em stödd og gefi þeim fyrir leigubfl amsárásum að tiiefhislausu á undan- skemmdarverk sem iðkuð eru kapp- fremur en að þau gangi einsömul. fömum 14 mánuðum þegar þeir voru samlega af stórum hópi folks, einkan- Reykjavík er því miður orðin stórboig. ágangiáleiðheimeftirvinnuaðnæt- lega í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Höfum það í huga. Garri Jarðarfarir á útsölu Lengstum hefur það þótt merki um efnahagslegt sjálfstæði að eiga fyrir útförinni sinni. Fólk sparar sér gjaman að láta sitthvað eftir sér til að innistæðan í sparisjóðsbókinni dugi fyrir kistu og ræðu í fyllingu tímans. Að láta kostnað af útförinni lenda á hreppnum er skömm sem ekki verður afborin, jafnvel þótt maður sé dauður. En það er eftir öðm á tímum frjáls- hyggju og samkeppni að jarðarfarir fást á útsölu. Opinberir útfararstjór- ar rífast við óopinbera útfararstjóra um niðurgreiðslur og opinbera styrki til útfararþjónustu og nær deilan um þá hugmyndafræði langt út yfir gröf og dauða. Nú hefur þessi samkeppni náð svo langt að líkin fa þjónustuna fyrir svo lágan prís að starfsfólk kirkjugarð- anna í Reykjavík verður að lifa við lækkandi laun og þar með versnandi lífskjör. Herma fréttir að þeir, sem starfa við að veita samferðafólkinu síðustu handtökin sem það þarf á að halda, séu svo illa settir að skerða þurfi kaup þeirra til að halda at- vinnuveginum gangandi. Samkeppnin ræður launum Nú segir markaðslögmálið að fram- boð og eftirspum eigi að ráða verð- lagi. En eftir því sem næst verður komist, munu jarðarfarir vera nokk- uð stöðugar og dugir hvorki að setja á þær kvóta né örva eftirspum- ina. Því ætti verðlagið að vera nokk- uð stöðugt og kjör þeirra, sem við greinina starfa, að vera í jafnvægi. Svo er þó ekki og mun samkeppnin trúlegast ráða því að starfsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur búa við Iaunalækkun og hafa samið um það við vinnuveitendur sína. Þetta er ekki einsdæmi, því þeir, sem starfa við hrömandi atvinnu- vegi eins og skipasmíði, hafa einnig samið um kjararýmun og er nú launþegabaráttan farin að snúast upp í andhverfu sína. Bersýnilegt er að þar sem útfararþjónusta stendur Starfemetm KirKluffarðanna ge&eftir Takatilboðium fimm prósenta launalækkun - ok cndursltoöun þeirra verst setlu ekki undir umsömdum launakostn- aði, að margar aðrar atvinnugreinar, sem eru enn háðari markaðslögmál- um, eiga erfitt með að borga kaup. Má því búast við að fleiri fyrirtæki en Stálsmiðjan og Kirkjugarðamir feti í sömu slóð og neyði starfsfólk sitt til að semja um faunalækkun, en hóti ella atvinnumissi. Lítið heyrist frá berserkjum verka- lýðshreyfingarinnar um þá nýstár- legu kjarasamninga sem verið er að gera. Enda er þess varla von, þar sem Vítt og breitt þeir eru í sigurvímu vegna smáskít- legrar vaxtalækkunar sem enginn veit enn hvort stenst til langframa eða ekki. Kaup og kjör launþega skiptir sjóðastjóra launamanna ekki miklu, miðað við þær óskaplegu áhyggjur sem það fólk hefur af vaxtastigi frá degi til dags. Ofaldir ríkisstarfs- menn Niðurskurður á vinnutíma og samningar um launalækkun em að verða daglegt brauð láglaunastétt- anna. Samtímis því keppast há- launamenn við að bera kaupið sitt saman við laun annarra hálauna- manna og þykjast illa sviknir. Alþingismenn eru enn eina ferðina að býsnast yfir sínum bágbomu kjörum og velja sér ráðuneytisstjóra eða aðra háembættismenn sem við- miðun. í tímans rás hafa þær stéttir náð að skammta sér margföld Iaun miðað við aðra og er því einstaklega hagstætt fyrir aðra ríkislaunamenn, eins og þingmenn, að bera sig sam- an við þá sjálftöku gráðugra og ósvífinna ríkisstarfsmanna. Aldrei heyrist að eðlilegt væri að lækka kaup þeir sem mest bera úr býtum fyrir vinnu sína. Það eru bara þeir, sem taka grafir og kunna að logsjóða, og aðrir á svipuðum lág- launatöxtum sem neyddir eru til að semja um kjararýmun. Þingmönn- um dettur aldrei í hug að hákarlam- ir, sem gera út á ríkiskassann, séu oflaunaðir og að það sé vandalítið að semja við þá upp á nýtt. Annars er þingmönnum og öðrum þeim, sem fara með málefni almúg- ans, áreiðanlega ekki hollt að vera ofaldir í launum. Það veldur því að- eins að þeir verða blindir á annarra kjör og fjarlægjast umbjóðendur sína þeim mun meira sem launabil- ið breikkar. Ef ráðamenn ríkis og stofnana þess meina eitthvað með því að alvarlega horfi í efnahagsmálum og að það þurfi að spara og skera niður, ætti það gengi allt að byrja einu sinni á sjálfu sér og skrúfa kaup sitt og kröf- ur niður, í stað þess að bæta ofan á kúfinn með brjálæðislegum samlík- ingum. Ráðuneytisstjóra, ríkisbankastjóra og hæstaréttardómara má vel senda heim til sín og segja þeim að veisl- unni sé lokið. Að öðrum kosti hlýtur að vera hægt að semja við það fólk eins og starfsmenn Kirkjugarðanna og Stálsmiðjunnar um kauplækkun. Það er til nóg að vel menntuðu og hæfileikaríku fólki, sem gæti sem best tekið störfin að sér fyrir helm- ingi lægri laun og komist samt takk- bærilega af. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.