Tíminn - 02.11.1993, Síða 5
Þriðjudagur 2. nóvember 1993
Tíminn 5
Ingibjörg Pálmadóttir:
Að bæta þjónustu
við almenning
Undanfarnar vikur hefur farið fram um allt land mikil og öflug umræða
um mikiK’ægi sameiningu sveitarfélaga. Rökin fyrir sameiningu eru
margvísleg: aukin hagkvæmni, verkefni heim í héruð, aukin atvinna og
bætt þjónusta við almenning. Þetta eru þau markmið sem flestir eru til-
búnir að líta á með jákvæðu hugarfari.
Því skýtur það nú skökku við
þegar á sama tíma menn eru
beðnir að horfa til nýrra tíma
með nýjar valdastofnanir út á
land ér samtímis boðað, að rúst-
að skuli þá daglegu þjónustu sem
fýrir er á stöðunum. Nú er það
boðað að menn skuli aka um
langan veg til að njóta þjónustu
sýslumanns, sem ekki er einung-
is mikill kostnaðarauki fyrir al-
menning heldur er verið að gera
stöðu þeirra sveitarfélaga, sem
hafa haft þessar stofnanir, allt
aðra og lakari.
Tökum Borgames sem dæmi. Á
sýsluskrifstofunni í Borgamesi
eiga um 50 manns daglegt er-
indi. Um leið og Borgfirðingar
nálgast þessa þjónustu nálgast
þeir í leiðinni verslun og ýmiss
konar þjónustu. Má slíkt byggð-
arlag við því að færa þessi við-
skipti yfir í annað bæjarfélag?
Mega þeir í Búðardal, sem hafa
mátt heyja langa varnarbaráttu í
atvinnumálum, við því að missa
spón úr aski sínum hvað varðar
verslun og þjónustu? Hér er ver-
ið að riðla alvarlega þeirri þjón-
ustu, sem byggð hefur verið upp
í samræmi við þau umsvif sem
em á stöðunum. Skyldi sú niður-
sveifla, sem yrði vegna þessara
breytinga, ekki kosta ríkissjóð
eitthvað?
í fjárlagafrumvarpinu sem hér
er vitnað í, sem gerir ráð fyrir að
loka alfarið sýsluskrifstofúnni í
Borgamesi og sýsluskrifstofunni
í Búðardal, er ekki orð um að
flytja skuli nýjar stofnanir út á
land, eins og nefnd á vegum rík-
isstjómarinnar gerði tillögu um í
(WETTP«MCPH'
sumar. Við þetta verður ekki un-
að.
Langtímamarkmið
Með þessum orðum er ég ekki
að segja að ekki sé eðlilegt að
endurskoða sýslumannsembætt-
in sem slík. Það er mjög eðlilegt
vegna þeirra breytinga sem orðið
hafa á umfangi þessara embætta
á s.l. árum, að nákvæm endur-
skoðun fari fram, en það tekur
tíma. Eflaust gæti komið til
greina að einn sýslumaður ann-
ist stærra svæði og lögregluum-
dæmi séu endurskoðuð. En dag-
Ieg þjónusta t.d. almannatrygg-
inga og ýmissa leyfisveitinga,
þinglýsingar og innheimtur get-
ur vart talist eðlilegt að flytja
lengra frá þeim, sem þessa þjón-
ustu þiggja, en nú er. Varla getur
það talist til mikilla búvísinda,
eins og ríkið hefur stundað, að
byggja glæsibyggingar út um
landið til þess eins að láta þær
síðan standa sem draugahús eng-
um til gagns.
í þessum málum sem svo mörg-
um öðrum virðist skorta öll lang-
tímamarkmið. í Borgamesi og
Búðardal er búið að byggja mjög
myndarlega yfir þessi embætti,
sem nú eiga að hverfa. Á sama
tíma og hætta á að nýta húsnæð-
ið þar, skrifar fjármálaráðherra
undir nýja byggingu á Akranesi
yfir sýslumannsembættið. Ef allt
verður í takt við það sem nú
horfir, sækja Akurnesingar trú-
lega þessa þjónustu til Reykjavík-
ur þegar búið er að byggja yfir
embættið á Akranesi. Það er sí-
fellt verið að spara eyrinn og
kasta krónunni. Því er ég ekki
ein um þá ósk að vandaðri vinnu-
brögð séu höfð í heiðri, þegar
slíkar ákvarðanir em teknar, og
slagorðin „Þjónustan nær fólk-
inu“ gerð marktækari.
Höfundur er alþingismaður.
Jónas Engilbertsson:
Siðbótarmaður endurborinn
og vitrun Guðmundar
Mikil umræfta hefur átt sér staft í fjölmiðlum undanfarift um verk Guft-
mundar Áma, sem kemur úr álfabyggðum Hafnarfjarftar. Ekki hefur sú
umræfta verið síftur spennandi en kalkúnakabarettinn eða skinkurevían.
Ekki hefur sú umfjöUun verið ráðherranum beint hUðhoU. Jafnvel svo
að fólk spyr hvers íslensk þjóð eigi að gjalda aft Guðmundur Árni ætU aft
verða svo slæmur heilbrigöisráftherra að Sighvatur fari að þykja góður.
Hins vegar er ég ekki viss um að
fólk hafi áttað sig á að í Guðmundi
Áma höfum við eignast stórkost-
legan hugmyndafræðing, kenn-
ingasmið og höfund nýjafnaðar-
stefnu, sem felst í því td. að verja
velferðarkerfið með því að afnema
það að mestu. Þá má nefna kaskó-
kortahugmyndina, þar sem byrðin
vex hlutfallslega eftir því sem tekj-
umar eru minni. Já, kenninga-
smiðurinn Guðmundur Árni er
fljótur að finna breiðu bökin og
ekki gleymir hann vistmönnum
Gunnarsholts; við þeim eiga sveit-
arfélögin að taka, að sögn ráðherr-
ans, og verður það fín rós (krata-
rós) í hnappagat Guðmundar Áma
að hefja hreppaflutninga til vegs
og virðingar á ný, og getur hann
stært sig af því á þingum bræðra-
flokka í Skandinavíu eða Evrópu.
Sennilega er endurbót
Guðmundar Árna á
jafnaðarstefnunni ein
mesta bylting á kenn-
ingarsviði allt frá sið-
bótLúthers, enda ekki
útilokað að hann hafi
notið ráðgjafar Hey-
dalaklerksins við sið-
bót sina.
Ekki ætla ég að tíunda öllu nánar
ráðherraafrekin. Heldur snýst mál-
ið um að markaðssetja kenningar
ráðherrans, því hér er í raun á
ferðinni hugmyndaiðnaður sem
full ástæða er til að koma á fram-
færi erlendis, t.d. á EES-svæðinu,
því efvel tekst til um markaðssetn-
ingu, getur hér verið um að ræða
milljarða tekjur fyrir þjóðarbúið.
Sennilega er endurbót Guðmund-
ar Árna á jafnaðarstefnunni ein
mesta bylting á kenningarsviði allt
frá siðbót Lúthers, enda ekki úti-
lokað að hann hafi notið ráðgjafar
Heydalaklerksins við siðbót sína.
Það er því full ástæða til að þing og
framkvæmdavald vinni að fram-
gangi þessa máls, þ.e. markaðs-
setningu og kynningu á hugmynd-
um Guðmundar Áma erlendis með
gjaldeyrisöflun í huga. Sennilega
væri heppilegast að markaðsskrif-
stofa iðnaðarins tæki verkið að sér
í ljósi árangursríks starfs seinustu
árin. Þá mætti hugsa sér að koma
málinu á framfæri á Evrópuþing-
inu í Brussel, og þó við eigum ekki
þingmenn á Evrópuþinginu, gæti
Össur Skarphéðinsson áreiðanlega
komið boðskapnum á framfæri af
r
Ama
áheyrendapöllum Evrópuþingsins,
vegna reynslu sinnar af ræðuflutn-
ingi af áheyrendapöllum. Markaðs-
átakið mætti kosta með sölu á inn-
fluttri skinku, ef ekki löglega inn-
fluttri þá smyglaðri og gæti tiltek-
in ráðherrafrú tekið það að sér.
Hér hefur verið Ieitast við að
koma mikilvægu máli á framfæri
og vonandi að það fái ekki sama
endi og áldraumurinn.
Að síðustu er óskandi að Guð-
mundur Árni nái árangri f sparn-
aðarhugmyndum sínum á sjúkum
og öldruðum, þannig að svigrúm
skapist til annarra mikilvægra
verkefna, svo sem bílakaupa emb-
ættismanna og til utanlandsferða,
dagpeninga og risnukostnaðar
embættismanna og ráðamanna. Þá
mun þjóðin sátt sitja í landinu í
anda jafnréttis, bræðralags og rétt-
lætis.
Höfundur er bílstjóri hjá SVR, sem eru
ekkl orðnir hf., en verða frá 1. desem-
ber.
Harold Laski
Harold Laski: A Political Biography,
eftir Michael Newman. Macmillan, xvi1
— 438 bls., E45.
Harold Laski: A Ufe on the Left, eftir
Isaac Kramnick og Barry Sheerman.
Hamish Hamilton, 669 bls., £ 25.
Á Bretlandi hafa í ár komið út
tvær ævisögur Harolds Laski, þess
minnisstæða manns. f History To-
day, september 1993, sagði Micha-
el Foot, fyrrum leiðtogi Verka-
mannaflokksins, um þær: ,Á ár-
unum fyrir 1914, en þá var hann
ungur og uppreisnargjam, urðu
fyrstu afskipti Laski af stjómmál-
um. Hann losaði um tengslin við
hina ríku Gyðingafjölskyldu sína í
Manchester og giftist hinni
kristnu Frida, ákafri kvenréttinda-
konu. Þau töldu hvort annað á
sósíalisma þann, sem George
Lansbury prédikaði í austurhluta
London. Lansbury hafði stofnað
pólitískum frama sínum í hættu
fremur en að snúa baki við kven-
réttindahreyfingunni, en af þeim
sömu heilindum vann hann líka
málstað verkamanna.
Lansbury sýndi Laski, hvemig að
sósíalisma yrði unnið, og vissu-
lega hafði hann þá ekki lélegan
kennara, og varð það fordæmi
honum minnisstætt. Lansbury,
eins og hann hafði hann þá fyrir
sjónum, áleit hann annan tveggja
hinna mestu manna, sem hann
hafði kynnst. Hinn var H.W. Ne-
vinson, frjálslyndur blaðamaður
... sem veitti líka málstað kvenna."
„Sem pólitískum hugsuði var
Laski áleitið umræðuefni, hvert
væri eðli fullvalda ríkis og hvemig
það yrði aðlagað, eða umbylt, til
að svara til sanns lýðræðis. Bæði í
Bandaríkjunum, þar sem hann
var við kennslu, og heimkominn
til Bretlands á þriðja áratugnum,
sá hann, að nauðsynlegt væri að
heyja og vinna baráttuna á vinnu-
markaði fyrir sakir pólitísks frels-
is. Hann mat mikils hlut Ernests
Bevin í ýmsum þeim átökum, og
síðan, og öðm fremur, hlut hans
að því að bjarga stjórn Verka-
mannaflokksins úr ófömnum
1931“
„Bitrasti ágreiningurinn á milli
Laski og Bevins, þá utanríkisráð-
herra, og Attlee, þá forsætisráð-
herra, og sá sem særði hann
dýpst, var hið hróplega fráhvarf
Verkamannaflokksins 1945 frá yf-
irlýstri stefnu sinni gagnvart Pal-
estínu ... Að sjálfsögðu jók það á
í BÆKUB )
biturleik Laski, að hann var af
gyðingaættum og enn frekar, að
vinfengi var með honum og for-
ystumönnum Gyðinga í Banda-
ríkjunum. En gagnstætt flestum
þeirra, hafði hann aldrei verið zí-
onisti. Eins og margir aðrir, hafði
hann tekið upp málstað Gyðinga í
Palestínu sakir ógnarstjórnar
Hitlers."
„Hann var sannfærður um, að
Bretlandi yrði ekki fært að fara til
lengdar með stjórn Indlands. Og
hvenær sem færi gafst, — í
„hringborðs-umræðunum" 1931,
allan fjórða áratuginn og fyrstu ár
heimsstyrjaldarinnar síðari, þegar
ríkisstjórn Churchills hneppti
leiðtoga Indlands í fangelsi, —
boðaði hann friðsamlegt framsal
valda á Indlandi, eins og því var
svo mikil nauðsyn á. ... Hann átti
góða bandamenn, á Indlandi Ja-
waharlal Nehm og Krishna Men-
on, á Bretlandi nokkra blaða-
menn, einkum þó H.N. Brails-
ford.“