Tíminn - 02.11.1993, Page 6

Tíminn - 02.11.1993, Page 6
6 Tíminn Þriðjudagur 2. nóvember 1993 Skipakaup og innflutningur stóriðju minnkað um þrjá milljarða milli ára: Níu milljarða afgangur af útflutningstekjunum Útflutningur landsmanna var hátt í tveim milljöröum meiri í sept- ember en innflutningurinn, enda var hann um þriðjungi minni en í sama mánuöi (fyrra. Þrátt fyrir meira en 3% samdrátt í útflutningi frá áramótum var verðmæti útflutningsins samt orðiö nærri 9.300 milljónum meira í septemberiok en búið var að eyða í vörukaup til landsins. Þetta er rúmlega þrisvar sinnum hærri upphæð en fyrir ári, þegar vöruskiptajöfnuður var hagstæður um 2.900 milljónir. Innflutningur fyrstu níu mánuði ársins er um 13% minni en í fyrra ef reiknað er á föstu gengi. Þetta fellst í fyrsta lagi í 2.440 millj- óna samdrætti í skipakaupum, í öðru lagi um 500 milljóna minni innflutningi ísal og síðast en ekki síst í 9% samdrætti almenns inn- flutnings, eða sem svarar 4.200 milljónum króna reiknað á föstu gengi. Verðmæti vöruútflutningsins frá áramótum var um 68,3 milljarðar en vöruinnkaup námu tæpum 59 milljörðum króna á sama tíma. þar af nam almennur vöruinnflutningur annar en olía um 49,6 milljörðum. Það var rúmlega 9% „sparnaður" miðað við sama tímabil á síðasta ári, en þá var innflutningur samt um 8% minni en fyrstu níu mánuði árs- ins 1991. Reiknað á föstu gengi hef- ur innflutningur það sem af er þessu ári verið álíka og hann var sama tímabil árið 1990. Meðalverð erlends gjaldeyris var 12,6% hærra nú í september en í sama mánuði í fyrra, miðað við meðalgengi á viðskiptavog. Fyrir tímabilið janúar-september er verð- hækkunin 7,5% milli ára. - HEI Eriendur A Garðarsson handsalar samvinnusamning vlð fulltrúa hollenska fyrírtæklslns Kees Reimerlng. Tímamynd Áml Bjama Formaður Náttúruverndarráðs á Náttúruvemdarþingi: Votlendis- og lághitasvæði í mestri hættu „Þau svæði sem eru í mestri hættu nú eru votlendis-, lághita og hvera- svæði. Þama eru örverur og gróður sem menn vita ekki um,“ sagði Arnþór Garðarsson, formaður Nátt- úruverndarráðs á þingi ráðsins í gær. Hann telur því einna brýnast að friðlýsa þessi svæði ásamt því að setja almennar reglur um strand- lengju landsins. „Friðlýsingar eru sérstaklega brýn- ar en einnig þarf að skilgreina betur almennar reglur," segir Amþór. Þar nefnir hann sérstaklega almennar reglur um meðferð strandlengjunn- ar. „Strandlengjan við landið er um 7.000 km löng. Sá sem á strand- lengju ræður því hvort hann hefúr hana óbreytta eða fer að fikta eitt- hvað í henni,“ segir Amþór og telur að betur fari á því að eigendur við- kvæmra svæða þurfi að sækja um leyfi til breytinga. Amþór segir að umgengni um landið hafi batnað mikið undanfarin tuttugu ár og á þar helst við frágang rusls. Hann segir að akstur utan vega sé þó mikið vandamál nú sem fyrr en bindur vonir við nýútkomna reglugerð um akstur utan vega. A þinginu var rætt um svokallaðan almannarétt í drögum að stefnu ráðsins segir að þegar lög um nátt- úruvemd verði endurskoðuð þurfi þau að tryggja að allir geti átt þess kost með góðu móti að njóta útiveru á þann hátt sem hverjum henti án þess að skerða tækifæri annarra til sama réttar. „Það er mikil tíma- skekkja og öfug stefna í 11. laga- grein núgildandi náttúruvemdar- laga. Samkvæmt henni má í raun hvergi fara yfir girðingu,“ segir Am- þór og telur að lög eigi ekki að vera út í hött eins og hann kemst að orði. Hann segir að miðhálendið sé framtíðarsvæði fýrir þjóðgarða. Það verður samt ekki alveg í bráð og tal- ar Amþór um áratugaferli í því sam- bandi. „Við teljum engu að síður brýnt að ákveða hvað eigi að gera við landið," segir Amþór að lokum. -HÞ Nýtt fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu: Bs. Sorpeyðing Eyjafjarðar Stofnað hefur verið nýtt byggða- samlag á Eyjafjarðarsvæðinu sem annast móttöku og förgun úrgangs fýrir sveitarfélög í Eyjafirði. Aðilar að samlaginu eru þau sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu sem umdæma- nefnd um sameiningu sveitarfélaga gerir tillögu um að sameinist, að undanskildu einu. Þetta eru sveitarfélög og hreppar allt frá Grímseyjarhreppi til Eyja- fjarðarsveitar og því mun samlagið annast móttöku sorps frá um tutt- ugu þúsund manns. Stofnfé byggðasamlagsins er tutt- ugu milljónir króna, en auk þess að annast móttöku sorps frá heimilum þá verður verkefni samlagsins að reka móttökustöðvar fýrir brota- málma, setja upp og reka eða semja um rekstur móttökustöðvar fýrir spillilefni, skipuleggja svæði til förg- unar á salernisúrgangi, stuðla að aukinni endurvinnslu og fleira. Móttöku- og geymslustöðvar fýrir brotamálma verða í Krossaneshaga, en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvort slíkur staður annar verði á Ólafsfirði. Móttöku- stöðvar fýrir spilliefni verða á Akur- eyri, Dalvík, í Grýtubakkahreppi og á Ólafsfirði. —Þórgnýr Dýrfjörð, Akureyri íslenskt lambakjöt markaðssett með nýjum hætti erlendis: Selt ásamt heilsteik- ingarofnum Kaupsýslan hf. gengst nú fýrir markaðsátaki í samvinnu við tvö hollensk fýrirtæki, Ifö Kampri og Kees Reimering. Átakið er tvíþætt: Ifö Kampri framleiðir ofna fýrir veitingahús og hótel sem sérstak- lega eru hannaðir til þess að heil- steikja lambaskrokka. Kaupsýslan selur síðan í sam- vinnu við kjötsölufýrirtækið Kees Reimering veitingahúsunum lambakjöt í heilum skrokkum til þess að steikja í ofnunum. Að sögn Erlends Á. Garðarssonar, framkvæmdastjóra Kaupsýslunnar, er íslenska lambakjötið í þessu átaki kynnt sem gæðavara fýrir veitingastaði og hótel í Evrópu og víðar um heiminn. Ofnamir verða seldir með sérstökum greiðslukjör- um ef kaupandi gerir jafnframt langtímasamning um kaup á lambakjöti frá íslandi. „Við teljum að seljist 100 ofnar þá geti það þýtt 60-120 tonna kjötsölu á ári,“ segir Erlendur. Það sem vinnst með þessu er m.a. það að sala á kjöti í heilum skrokk- um verður til þess að verðminni skrokkhlutar verða ekki eftir í land- inu. Með því að selja beint til veit- ingastaða verður komist hiá 2-3 milliliðum og skilaverð til Islands verður hærra. Erlendur segir að sérstök áhersla sé lögð á það að hér sé um fágæta gæðavöru að ræða sem framleidd er án allra aukaefna í mengunarlausu umhverfi. „Við vitum alveg sjálf hvemig hráefni ís- lenska lambakjötið er. Við þurfum hins vegar að koma erlendum neyt- endum upp á bragðið og kynna þeim hvers vegna þessi vara er svo sérstök. Ef það tekst, er þetta kom- ið,“ segir Erlendur Á. Garðarsson. Hollensklr grillofnar sérstaklega hannaðlr tll þess að heilgrilla fslenskt lambakjöt

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.