Tíminn - 02.11.1993, Qupperneq 8

Tíminn - 02.11.1993, Qupperneq 8
12 Tíminn Þriðjudagur 2. nóvember 1993 Félagsvist Þriggja kvölda félagsvist Framsóknarfélags Amessýslu veröur I Þingborg, Hraun- gerðishreppi, föstudagskvöldin 5., 12. og 19. nóvember klukkan 21. Aöalvinningun Utanlandsferö að eigin vali aö verömæti kr. 70.000. Góö kvöld- verölaun. Stjómki Aðatfundur miðstjómar Framsóknarflokksins AöaHundur miðstjómar Framsóknarflokksins veröur haldinn I Borgartúni 6, Reykjavlk. Dagskrá veröur sem hér segin Föstudagur 5. nóvember 1. K1. 20.30 Setning. 2. Kl. 20.35 Kosning starfsmanna fundarins: Tveir fundarstjórar. Tveir ritarar. Fimm fulltrúar I kjömefnd. 3. Kl. 20.45 Yfiriitsræöa formanns. Lögö fram drög að stjómmálaályktun. 4. Kl. 21.45 Almennar umræöur. Skipun stjómmálanefndar. 5. Kl. 00.00 Fundarhlé. Laugardagur 6. nóvember 6. Kl. 8.30 Nefndarstörf. 7. Kl. 9.30 Sveitarstjómarkosningar 1994. Undirbúningur og framkvæmd. Sameiginleg mál. a) Atvinnumál — nýsköpun. b) Umhverfismál. c) Fjölskyldumál. Almennar umræöur. 8. Kl. 12.00 Matarhlé. 9. Kl. 13.00 Kynning á mismunandi kosningalöggjöf. Inngangur — Steingrimur Hermannsson. Framsöguerindi. Almennar umræöur — fyrirspumir. 10. W. 15.00 Kaffihlé. 11. Kl. 15.30 Kosning niu manna i Landsstjóm. 12. Kl. 15.45 Stjómmálaályktun, umræöur og afgreiösla. 13. Kl. 17.30 Önnurmál. 14. Kl. 17.30 FundarsliL SUF-klúbbur veröur I gangi á laugardagskvökl. FramsóknaifioMajrinn Mosfellsbær — Félagsvist — 3ja kvölda keþpni Framsóknarfélag Kjósarsýslu heldur félagsvist I samkomusal félagsins aö Háholti 14, Mosfellsbæ, föstudagana 29. okL, 5. nóv. og 12. nóv. kl. 20.30 hvert kvöld. Verölaun veitt eftir hvert kvöld. Heildarverölaun: Iriandsferö. Spilastjóri: Agúst Öskarsson. Sfómki Miðstjómarfundur SUF veröur haldinn 5. nóv. á Fógetanum (efri hæö), Aöalstræti 10, og hefst hann stundvlslega kl. 18.00. Dagskrá: 1. Kosning embættismanna fundarins. 2. Skýrsla stjómar. 3. Alit landbúnaöamefndar SUF. 4. Alyktanir. 5. Önnur mál. Framkvæmdasijóm SUF Kjörskrá til kosninga um sameiningu sveitarfélaga, er fram eiga að fara 20. nóvember nk., liggur ffammi almenningi til sýnis á Bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Hlégarði, á opnunartíma skrifstofunnar, virka daga kl. 8.00-15.30, til 20. nóvember nk. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist Bæjarskrif- stofum Mosfellsbæjar eigi síðar en kl. 12 á hádegi laug- ardaginn 6. nóvember nk. Menn eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Fyrirtæki í fiskiðnaði Stöplafiskur hf. í Reykjahreppi, S- Þing., auglýsir eftir samstarfsaðilum um starfsemi sína, sem er harðfiskverk- un, áformuð framleiðsla á gæludýrafóðri og önnur tengd starfsemi. Um getur verið að ræða útgerðarfyrirtæki eða sjómenn, sem lagt geta til afla, söluaðili, aöili, sem vill vera með- eigandi og/eða sjá um rekstur fyrirtækisins. Til greina kemur að leigja út starfsemi fýrirtækisins. (búðarhús er laust á staðnum sem stendur. Þeir, sem hafa áhuga, geta snúið sér til Þorgríms í síma 96-43918 og Þorsteins í síma 96-43926. Magnús Þór Þórbergsson og Bryndís Blöndal I hlutverkum slnum. Að bera bera menn Hugleikur ÉG BERA MENN SA. Höfundan Anna Krisb'n Kristjánsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Tónlist og söngtextan Aml Hjartarson. Leikstjóri: Bjami Ingvars- son. Dansan Lára Stefánsdóttir. Leikmynd og Ijós: Ami Baldvinsson. Fmmsýnt i Tjamarbíói 30. október. Hugleikur er búinn að starfa upp undir áratug og virðist því alveg ljóst að þörf er fyrir slíkt starf hér — og markaður. Þetta eru samtök áhuga- fólks í leiklist og viðfangsefnin eru heimasmíðuð, alþýðleg, nokkuð frumstæð gamanleikrit, rétt eins og áhugafélög úti á landsbyggðinni spreyttu sig gjaman á hér fyrrum, og gera kannski enn. Þó er vísast að smekkur lærðra leikstjóra „að sunn- an“ sé farinn að ráða miklu hjá slíkum félögum og er það gott á sinn hátt. En hinn alþýðlegi skemmtunarleikur, sprottinn af áhuga, leikgleði og galsa þess fólks sem finnur sér lífsfyllingu í tómstundum, hann á vonandi eftir að halda velli. Að því stuðlar starfsemi Hugleiks hér í Reykjavík og myndi leikhúslíf höfuðstaðarins fátæklegra að verulegum mun ef hans nyti ekki við. Ég bera menn sá er í áþekkum stfl og sumt annað sem ég hef séð frá Hug- leik, en síðustu árin hef ég reyndar ekki fylgst með honum. I leikskrá stendur um verkið: „Óleikur þessi er tileinkaður öllum Þjóðskáldum og sauðum þessa Iands.“ — Óleikur. Það er einmitt það, eins og Fríða blinda í leiknum segir sífellt og reynist hafa ýmsar merkingar. Annars veit ég svei mér ekki hvað er leikur og hvað óleik- ur, ef út í það er farið. Auðvitað blasir við að Ég bera menn sá er ekki samið eftir neinum viðteknum kokkabókum — kannski er þetta bara hinn eini og sanni „póstmódemismi"? Eftir því sem ég skil það hugtak í umræðu um list merkir það nánast hvað sem mönnum dettur í hug að gera nú á tímum. Eins og við vitum er nútím- inn mjög frábitinn „forsjárhyggju" sem svo er nefnd, og af því leiðir að allir telja sig mega gera hvað sem er á þann hátt sem þeim sjálfum sýnisL Þetta frjálsræði leiðir að vísu einatt til þess að enginn greinarmunur er gerð- ur á því sem nær máli og hinu sem ekki gerir það — enda er mælikvarð- anum afneitað. En nóg um það. Þessi hugleiðing á ekki að vera neinn áfellisdómur um leik Hugleiks, enda er sannast mála að vel má hafa af hon- um töluvert gaman, eins og hann er. Uppistaðan er álfasaga. Konungsdóttir í álfheimum leggur hug á ungan svein sem henni er ekki ætlaður, og leggur móðir hennar þá á hana að hún skuli fara til mannheima. Á hverri jólanóttu megi hún koma aftur með því að gandríða sauðamanni, en sá skuli hafa bana af nema hann geti sýnt með jar- teikni að hann hafi gist álfheima. Álfamærin ræðst til Þorbjamar bónda í Gröf og þangað kemur svo sveinninn úr álfheimum sem hún elskaði. Og getur nú hver og einn reynt að ráða í framhaldið. Það er hið kynlegasta bland úr ís- lenskri menningu sem í leikritið er sett. Þorbjöm bóndi í Gröf er búri mikill. Kona hans ræður öllu, synir þeirra, Bölvar og Ragnar, em miklir afglapar, kveðast á jafnan og er það hinn mesti leirburður. Faðir hús- freyju, dauður, gerir vart við sig og þarf að vökva bein hans. Enn er þama á ferli Meyvant munkur og veltur upp úr honum alls konar guðsorð. Yfir bænum voka svo tvær tröllskessur, sí- svangar og láta margt fjúka, orðaleiki ótæpilega. Þetta er hinn kostulegasti samsetn- ingur, textinn gripinn upp héðan og þaðan, úr bókmenntum, og töluvert tekið beint úr samtímaumræðunni eins og í revíu. Kennir hér áhrifa frá alræmdum sjónvarpsþáttum Baldurs Hermannssonar um sauðkindina og fæðuöflun hennar, kalkúnalæri og skinka koma einnig við sögu. Allt er þetta heldur í þeim stfl sem tíður er nú, að skopast að sveitalífi, hallæris- bragur sveitafólksins á víst ekki að fara á milli mála. Skemmtilegt atriði er það að Þorbjöm bóndi og húsfreyja hans raunar líka liggja jafnan með sjónauka á hlaðinu og njósna um ná- grannana sem þau hafa hinn mesta ímugust á. Sumt hér minnir allmikið á þá ágætu sögu, Svaninn eftir Guðberg Bergs- son. Skopfærslan er í öndvegi. Þetta tekst auðvitað misjafnlega. Höfúndar geta ekki stillt sig um það bragð að rjúfa leikritið til þess að benda á eigið háttemi. „Við stelum öllu steini létt- ara, eins og höfundar þessa leikrits," segir Bölvar bóndasonur. Sprettur þá upp Fríða blinda, amman sem annars segir ekkert nema Jamm og jæja, það held ég, og mælir með miklum þjósti að þeir bræður skuli skammast til að halda áfram með leikritið! Það var auðséð að Ieikendumir höfðu mikla ánægju af þessu og fóm með það af hjartans lyst. Rúnar Lund var lúnkinn í hlutverki Þorbjamar bónda í Gröf. Hulda Hákonardóttir fór sköm- lega með Steinunni húsfreyju, og bræðuma léku Sævar Sigurgeirsson og Gunnar Gunnarsson. Jónína Björg- vinsdóttir var hin skoplegasta sem amman. Elskenduma Bryndís Blöndal og Magnús Þór Þorbergsson, eins og Indriði og Sigríður úr Pilti og stúlku. Furðulegasta hlutverkið er þó munk- urinn Meyvant sem Stefán Gunnars- son lék, þar er öllu hrært saman, kannski eina hlutverkið sem er vem- lega hallærislegt. Það er raunar teflt á tæpasta vað smekkvísinnar í notkun á kristnum skírskotunum í leiknum. Þó var sálmasöngurinn á jólanótt hinn skemmtilegasti, hæfileg paródía á kunnuglegum kirkjukómm. Unnur Guttormsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir Ieika skessumar Auðlegð og Ástríði. Einhverjir leikendur em ótaldir, nokkrir fara í gervi sauða og tekst vel. Sviðsetningin er í stfl við efnið, fremur fmmstæð en fór allvel. Nokkurs konar sýnigluggar baksviðs vom notaðir í sumum atriðunum sem var haglegt Tónlist og textar Áma Hjartarsonar áttu góðan þátt í sýning- unni. Leiknum var vel tekið í Tjamarbíói, sem raunar er skemmtilegt leikhús nú orðið. Þama er því hægt að eiga býsna góða kvöldskemmtun á næstunni. Gunnar Stefánsson 70 ára: Jón Bjamason bóndi í Dufþaksholti Engirm er, Drottirm mirm, Duíþekjubóndanum líkur, að dugnaði er hann á við tvo eða þrjá. Með hamar og sög við húsasmíð er hann slíkur að hæfari fork er ekki til verka að fá. Já, þó að við eigum fjölmarga af hæfum og högum. Ég hugleiði stundum þann kraft sem í honum bgr. Því hann hefur smíðað íjárhús á fáum dögum, og fjósið hans rúmar eitthvað um hundrað kýr. Við heyskapinn er ekkert hálfkák, hik eða dundur og hvítir staflar af rúlluböggum, sem fjöll. Fúamýrunum flettu gröfur í sundur, hann fræinu sáði og rœktaði töðuvöll. í Dufþaksholti bæjarhús stæðileg standa, hin stóru dagsverk og manndómur fylgjast að, hjá bóndanum, sem er baráttuglaður að vanda, bjartur hið innra með hjartað á réttum stað. Pálmi Eyjólfsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.