Tíminn - 09.12.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.12.1993, Blaðsíða 3
Fiirantudagur 9. desember 1993 VerÖld & Eiturlyfin streyma enn til B andaríkj anna Árið 1989 ríkti ógnaröld í Kólombíu. Eiturlyfjabarónar sölluðu niður forsetaframbjóð- endur og heilu farmarnir af kókaíni streymdu á markað í Bandaríkjunum. Bush forseta fannst nóg komið og boðaði hertar aðgerðir til að spyrna gegn eiturlyfjaflóði frá Suður- Amerfku. Til að takast mætti að draga úr frcimboði eiturlyfja fór Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, fram á að þingið samþykkti auknar fjárveitingar til að koma í veg fyrir framleiðslu eiturlyfja í Perú, Kólombíu og Bólivíu. Nú eru liðin fjögur ár. Fjár- veitingar nema um 2 billjónum dollara og sérfræðingar í þess- um málum eru á einu máli: .Ekkert hefur dregið úr inn- flutningi á fíkniefnum frá Suð- ur-Ameríku til Norður- Amer- íku, nema síður sé.' Ekkert dregið úr framboði Pað er ekki hægt að segja annað en að ýmislegt hafi verið gert til að spyrna við fótum. Reynt hefur verið með valdi að uppræta uppskeru kókaín- plantna, en árangur hefur ver- ið rýr. Ekki hefur betur tekist til með aðgerðir sem áttu að fækka hreinsiverksmiðjum kókaíns. í stað stórra verk- smiðja, sem lágu tiltölulega vel við höggi, hafa eiturlyfjabarón- ar komið á fót mörgum smáum verksmiðjum og falið þær inni í skógarþy kkninu. Þá hefur ekki tekist að hindra flugferðir lítilla flugvéla, sem hafa verið notaðar til að flytja afurðirnar á markað í Banda- ríkjunum. Þessar aðgerðir hafa því lítinn árangur borið. Á markaði, sem stjórnast af framboði og eftirspurn, hefur allt þetta erfiði orðið til þess að framleiðslukostnaður eitur- lyfjabarónanna hefur lítillega aukist. Ekkert hefpr hins vegar dregið úr framboði eiturefn- anna á strætum Bandaríkjanna og markaðsverð helst tiltölu- lega stöðugt. Stjórnvöld í Washington, með Clinton for- seta í fararbroddi, íhuga að breyta um stefnu og beina at- hyglinni að því að hafa upp á vöruflutningabflum sem flytja kókaín í framleiðslulöndunum. Á sama tíma hefur Banda- ríkjaþing ákveðið að draga úr fjárhagsaðstoð við her og lög- reglu í Perú, Bólivíu, Kólombíu og Ekvador, sem miða að því að hindra útflutning eiturlyfja með skipum. Það sama gildir raunar um fjárveitingar til þessara mála um gjörvalla Suð- ur-Ameríku. Framleiðslan færist á önnur svæði Santa Luaa er hálendissvæði í Perú og þar er aðalræktunar- svæði kókaínplöntunnar þar í landi. Á síðustu fjórum árum Bandaríkjamenn hafa eytt hátt í 2 billjónum dala til að hindra eitur- lyfjainnflutning frá Suð- ur- Ameríku hafa bandarískir skattgreiðend- ur þurft að kosta til um 100 millj. dollara til aðgerða sem áttu að uppræta uppskeruna þar. Aðgerðirnar hafa verið taldar dæmigerðar um gagns- lausa viðleitni Bandaríkja- manna til að spoma gegn flæði eiturlyfja frá álfunni. í fyrstu fengu Bandaríkja- menn stjórnvöld í Perú í lið með sér og sameiginlegt lið þeirra beitti skyndiaðgerðum með þyrlum, réðst á akrana og hjó niður plöntumar. Þá gripu skæruliðasamtökin Skínandi stígur til sinna ráða og hófu árásir á þyrlumar, sem leiddi til Hér má sjá liðsmann fluahersins i Perú gæta þotu frá Kólombiu, sem neydd var til lendingar nýlega með stóran farm af kókaíni. Þrátt fyrir liðstyrk Bandarikjamanna nefur aðeins tekist að ná átta flugvélum af hundruðum á þessu ári, sem sjá um flutninga á efninu til Bandarikjanna. þess að aðgerðunum var hætt. Þá reyndu Bandaríkjamenn að úða eiturefnum á uppsker- una. Stjómvöld í Perú höfnuðu þessari aðgerð, þar sem þau óttuðust að þar með myndi at- vinnuleysi aukast og örvænt- ingarfullir bændur myndu ganga til liðs við Skínandi stíg. Árangur aðgerðanna virðist minni en enginn og til marks um það rækta nú fleiri bændur á svæðinu kókaínplöntur en nokkru sinni fyrr. Talið er að allt að 200.000 bændur rækti nú plöntuna á landi sem var regnskógur fyrir fjómm ámm. Haft er eftir sérfræðingum að aðgerðimar hafi einungis orðið til þess að ræktun kókaín- plantnanna hafi færst á ný svæði og framleiðslan nái ætíð að anna eftirspum. Á næstunni munu síðustu bandarísku ráðgjafarnir yfirgefa svæðið í kjölfar minnkandi fjárveitinga. Líklegast kemst forseti Perú, Það hefur ekkert dregið úr framboði kókaíns í Bandarikjunum undanfarin ár, þrátt ryrir mikið streð yfirvalda til að koma í veg fyrir að efnið berist pangað. Bandaríkjamenn hafa gert árangurs- lausar tilraunir til að uppræta kókaín- uppskeru í Perú. Alberto Fujimori, næst því hvað þarf að gera, en hann hefur harðlega gagnrýnt stefnu Bandaríkjamanna. Hann segir að árangursríkast væri að veita bændum efnahagsaðstoð með þeim skilyrðum að þeir hæfu að rækta aðrar plöntur. ,Það fást fjármunir til vopnakaupa, en til nýsköpunar í landbúnaði fást engir," segir forsetinn. Kókaín er helsta útflutningsvaran Útflutningur á kókaíni heldur því áfram að vera helsta út- flutningsvara ríkja eins og Kól- ombíu, Bólivíu og Perú. í síð- astnefnda landinu er talið að ræktaðir séu um tveir þriðju allrar heimsframleiðslunnar. Eftir margra ára rannsóknir hefur stjórnvöldum í Perú og Bandaríkjunum mistekist að finna afurð sem kemur í stað kókaínplöntunnar eða gefur bændum svipaða þóknun í aðra hönd. Það myndi kannski heldur ekki duga til, því í áranna rás hefur stjórnkerfi þessara landa ekki farið varhluta af mútum og spillingu, sem ætíð virðist tengjast glæpastarfsemi. »Okkur hefur tekist að koma í veg fyrir að landið falli eitur- lyfjabarónum í skaut, en ef við förum þaðan mun spillingin ná yfirhöndinni í öllu landinu," er haft eftir talsmanni Bandaríkja- stjómar í Bólivíu. Það er samt hætt við að eiturlyfjabarónar í álfunni geti andað rólega að minnsta kosti í bráð. Ef þeir hafa þá á annað borð fundið fyrir andbymum, en fátt bendir til þess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.