Tíminn - 09.12.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.12.1993, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 9. desember 1993 Islensk þjóðlög með Hamrahlíðarkómum HUÓMDISKAR Ot er kominn hljómdiskur sem íslensk tónverkamiðstöð gefur út í samvinnu við Rúdsútvarpið og með stuðningi frá Eimskip. Á þessum diski syngur Hamrahlíð- arkórinn undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur 31 íslenskt þjóðlag. Meðal þeirra, sem útsettu lögin, eru Róbert A. Ottósson, Jón Ás- geirsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Þórarinsson, Hafliði Hall- grímsson, Hróðmar I. Sigur- bjömsson, Jómnn Viðar og John Heame. Bæklingur á þremur tungumál- um fylgir disknum, en þar eru textar allra Iaganna og grein um íslensk þjóðlög eftir Jón Þórar- insson. Meðal þess, sem hann nefnir í grein sinni, er að merkir erlendir fræðimenn hafa talið að íslensk þjóðlög hafi að geyma einhverja elstu og þá um leið merkustu tónhefð, sem varðveist hefur meðal Evrópuþjóða. Jón nefnir ýmsa flokka innan íslenskra þjóðlaga, s.s. rímnalög og sálma, en meira en helmingur laganna í safni Bjama Þorsteins- sonar, merkasta safni íslenskra þjóðlaga, er við sálma eða trúar- Ijóð. „Meðal söngtextanna em einn- ig kankvísleg gamankvæði, hressilegar drykkjuvísur, við- kvæm ástarljóð og annar lýrísk- ur kveðskapur, að ógleymdum nokkrum fornum dönsum. Margvísleg hughrif ljóðanna enduróma í lögunum ef rétt er með þau farið." Enginn vafi er á því að Hamra- hlíðarkórnum og stjórnanda hans er treystandi til að „fara rétt með' þær perlur, sem mörg íslensk þjóðlög em. Hamrahlíðarkórinn var stofn- aður árið 1967 og er því nýbú- inn að eiga aldarfjórðungsaf- mæli. Þorgerður Ingólfsdóttir hefur verið stjómandi kórsins frá upphafi og hefur hún hlotið mörg verðlaun og viðurkenning- ar fyrir starf sitt að tónlistarmál- um. Árið 1985 var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir tónlistarstörf og árið 1992 veitti STEF henni við- urkenningu fyrir flutning ís- lenskrar kórtónlistar. Kórinn og starf hans hefur verið mikil lyfti- stöng fyrir íslenskt tónlistarlíf og aflgjafi í íslenskri tónsköpun. Hamrahlíðarkórinn hefur' haldið fjölmarga tónleika hér á landi. Einnig hefur kórinn haldið tón- leika víða erlendis, s.s. á Norður- löndum, Bretlandi, Þýskalandi, Sviss, Belgíu, Frakklandi, ísrael og Japan. Hann hefur oft tekið þátt í samkeppni á erlendri gmnd og verið þátttakandi í fjöl- da erlendra hátíða. Árið 1993 var kórinn tilnefndur til tónlist- arverðlauna Norðurlandaráðs. Hamrahlíðarkórmn hefur gert margar upptökur fyrir útvarp og sjónvarp og einnig sungið með Sinfóníuhljómsveit íslands. Hann hefur gefið út þrjár hljóm- plötur: Ljós og Hljóma (1978), Öld hraðans (1982), en báðar þessar plötur em nú ófáanlegar, og Haustmyndir (1985). Fyrsti hljómdiskur kórsins kom út árið 1988 á vegum íslenskrar tón- verkamiðstöðvar (Kveðið í bjar- gi). Næsti diskur kom árið 1990 með þjóðlögum frá ýmsum löndum (Turtildúfan, jarðarberið og úlfaldalestin) og nú kemur hinn þriðji með íslenskri þjóð- Iagatónlist. (Fréttatilkynning) Laufey og Ölafur Ragnarsson kynna hollar matarvenjur. Tímamynd Ámi Bjarna Hollustan í fyrirrúmi Manneldisráð, Krabbameinsfé- lagið, Hjartavernd og Vaka- Helgafell hafa í sameiningu gefið út matreiðslubókina „Af bestu Iyst". Þessir aðilar hafa aldrei áð- ur staðið saman að viðlíka verk- efni, en tilgangurinn með bók- Martial Nardeau á hljómdiski HUÓMDISKAR Út er kominn hljómdiskur sem fslensk tónverkamiðstöð gefur út í samvinnu við Ríkisútvarpið og með stuðningi frá Kópavogsbæ. Á þessum diski leikur Martial Nardeau Qautuleikari átta íslensk verk fyrir þverflautu og eru sum verkin samin sérstaklega fyrir Martial. í fjórum verkanna Ieik- ur Örn Magnússon píanóleikari með Martial. Verkin á hljóm- disknum eru: Fjögur íslensk þjóðlög eftir Árna Bjömsson. Við stokkinn eftir Mist Þorkels- dóttur. Berging eftír Atla Ingólfsson. Þrjár andrár eftir Atla Ingólfsson. Tuttugu og ein tónamínúta eftir Atla Heirni Sveinsson. Intermezzo úr „Dimmalimm" eftir Atla Heimi Sveinsson. Calculus eftir Kjartan Ólafsson. Grænn snjór eftir Jónas Tómas- son. Martial Nardeau er af frönskum ættum, en hefur verið búsettur hér á landi síðan 1983. Hann hefur verið mjög virkur í ís- lensku tónlistarlífi og er löngu orðinn landsþekktur fyrir frá- bæran flautuleik. Martial hefur haldið fjölda tónleika hérlendis og spilað einleikskonserta með Sinfóníuhljómsveit íslands. Hann hefur einnig ferðast tölu- vert sem tónlistarmaður og kom- ið fram víða um Evrópu. Martial hefur sýnt íslenskri tónlist mik- inn áhuga og unnið ötullega að flutningi íslenskrar tónlistar. Hið sama má segja um Öm Magnús- son píanóleikara, og hefur ís- Iensk tónverkamiðstöð gefið út geisladisk þar sem hann leikur eingöngu íslensk verk. Öm hefur komið víða fram sem einleikari, bæði hérlendis og erlendis, og hefur hann unnið sér sess sem einn af okkar bestu píanóleikur- um. Bæklingur á fjómm tungumál- um fylgir diskinum. Á framhlið bæklingsins er mynd eftir Erling Pál Ingvarsson. (Fréttatilkynning) inni er að sýna fólki fram á að hollur matur geti líka verið góð- ur. Laufey Steingrímsdóttir nær- ingarfræðingur hjá Manneldis- ráði segir að uppskriftirnar séu miðaðar við íslenskar matarvenj- ur og að í þeim sé hráefni, sem auðvelt sé að nálgast í matvöm- verslunum. Hún leggur áherslu á að bókin sé ekki nýr megrunar- kúr. „Það var ekki sérstök áher- sla lögð á að hafa sem fæstar hitaeiningar í réttunum, en reynt er að nota sem minnsta fitu og sykur og um leið fækkar hitaeiningunum auðvitað. Það er algengur misskilningur að þeir, sem séu grannir, þurfi ekki að borða hollan mat, en með bók- inni viljum við ná til sem flestra. í henni em líka upplýsingar um hvernig megi breyta algengum réttum þannig að þeir verði holl- ari." Hverri uppskrift í bókinni fylgja upplýsingar um hitaein- ingafjölda og magn mettaðrar og ómettaðrar fitu. Einnig er að finna í bókinni fróðleik um mat og mataræði. -GK Silfur til Hafnarfjarðar FRÍMERKI Sigurður H. þorsteinsson Frímerkjasýningin „SOL-PHIL 93", sem haldin var í Solna-sýn- ingarhöllinni í miðbæ Solna norð- austur af Stokkhólmi, hafði meðal annarra sýningarefna herma- byggðarsafn Jóns Egilssonar í Hafnarfirði. Jón hefir unnið að þeSsu heima- byggðarsafni árum saman og dregið að sér efni frá öllum þeim tíma er pósthús hefir verið starf- andi í Hafnarfirði. Hann hefir sýnt þetta safn á sýningum bæði heima og erlendis. Verður að segjast sem er að oftast hefir hann fengið heldur léleg verðlaun fyrir safnið hér heima, enda enginn spámaður í sínu heimalandi. Aft- ur á móti hafa frekar erlendir dómarar kunnað að meta verk hans og skilið hversu takmarkað svið er um að ræða. í vísindum þykir það allténd góð latína að takmarka svið sitt og afmarka það greinilega og vinna svo vel innan þess ramma. Það virðist ekki alltaf duga við söfnun og sýningu frí- Merki sýningarinnar í Solna. merkja. Nú fékk Jón Egilsson hinsvegar silfurverðlaun og þau að því er undirrituðum finnst fullkomlega maklega. Er honum óskað til hamingju með þennan árangur. Sýningin stóð dagana 3.-5. sept- ember síðastliðinn og var vel sótt. Þarna var bæði frímerkjasýning og sölusýning póststjóma Norður- landanna, kaupmanna og auk alls þessa fyrirlestrar um hin ýmsu svið frímerkjasöfnunar. Var mjög góður rómur gerður að því sem fram fór. Meðal skemmtilegra hluta, sem Jón sýnir í safni sínu, er þjón- ustufylgibréf frá bæjarfógetanum í Hafnarfirði til hreppstjórans í Bessastaðaþreppi, á Brelðabóls- stöðum. Það fer frá Hafnarfirði þann 8.XII. 1943 og kemur til Reykjavíkur með „Bflpósti', sem er skrifað á fylgibréfið, og fer svo vafalítið áfram með bflpósti út á Álftahes. Annaðhvort fer það með Áætlunarbflum Hafnarfjarð- ar, eða Halldóri á Vífilsstaðarút- unni. Böggull númer 37 frá Hafnar- firði, sem fylgir þessu bréfi, er 1,500 grömm á þyngd, eða eitt og hálft kíló. Burðargjald er krónur 4,75 fyrir 1-3 kfló á þessum tíma. Fylgibréfið er því frímerkt með 4 einnar krónu Heklufrímerkjum, en þar sem um þjónustusendingu hefir verið að ræða, eru 5 frí- merki á 15 aura til viðbótar og eru það þjónustufrímerki með mynd Kristjáns tíunda. Því er um svokallaða blandaða frímerkingu að ræða. Þá er átt við að frímerk- in séu af fleiri gerðum, úr mis- munandi samstæðum eða jafnvel frímerki og stimpilvél á sama um- slagi, eða frímerkingarmiðar og frímerki á sama bréfi. Meira að segja geta verið frímerki frá fleiri • - 'íiinn^ ■ 19 STjS&JuÍLÍíÍ-i.--'; ■ ■ . ••• • ' Þjónustufylgibréfið fró Hafnarfirði til Breiðabólsstaða. en einu landi á sama bréfi, bæði vegna vanborgunar og vegna áframsendingar. Áritunin „Bílpóstur" er ekki mjög algeng á íslenskum bréfum, eða fylgibréfum. Þó eru til nokkrir stimplar með orðinu og þá er það ýmist með hástöfum, eða aðeins B er hástafur. Einnig er til útskor- ið orðið í linoleumdúk og nokkuð haglega gert, til dæmis frá Birni Blöndal á Hvammstanga. Mun hann að öllum líkindum hafa skorið stimpilinn út sjálfur. Heillaóskir Jóni til handa skulu hér með endurteknar og vonandi á hann enn eftir að gleðjast lengi yfir safninu sínu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.