Tíminn - 09.12.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.12.1993, Blaðsíða 12
TiMINN Fiirantudagur 9. desember 1993 Ræðst fyrir lok vikunnar hvort samkomulag næst í stjórnarflokkun- um um sjávarútvegsfrumvörpin Porsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir alls óvíst hvort frum- vörpin um stjóm fiskveiða og þróunarsjóð sjávarútvegsins komi fram fyrir áramót. Það muni skýrast í lok vikunnar. Hann útiiokar ekki að hann muni sjálfur flytja frumvarp um breytingar á Hagræðingarsjóðn- um ef ekki næst samkomulag um það milli stjómarflokkanna. Mikill ágreiningur er innan stjómarflokkanna bæði um þró- unarsjóðsfrumvarpið og fmm- varpið um stjóm fiskveiða. Und- anfama daga hefur sjávarútvegs- ráðherra leitað leiða til að jafna ágreiningsefnin. Hann sagði við Túnann að það væri með öllu óvíst hvort það tækist, en hann gerði ráð fyrir að það lægi ljóst fyrir í lok þessarar viku hver nið- urstaðan yrði. Alþýðuflokkurinn stendur heilshugar að baki þróunarsjóðs- fmmvarpinu og vill að það verði lagt fram á Alþingi hið fyrsta. Þorsteinn hefur verið ófáanlegur til þess að leggja frumvarpið fram nema Alþýðuflokkurinn sam- þykkti frumvarpið um stjóm fisk- veiða. AlþýðuÐokksmenn eru ekki tilbúnir til þess nema gerðar verði á því ýmsar breytingar, ekki síst ákvæðum sem snúa að smá- bátum. Innan Sjálfstæðisflokks- ins er andstaða við ýmis ákvæði í báðum frumvörpunum. Ljóst þykir að ekki næst sam- komulag um að leggja fmmvarp- ið um stjóm fiskveiða fram nema ákvæðum um smábáta verði breytt. Þokast hefur í samkomu- lagsátt um þetta atriði. Ef ekki næst samkomulag um fmmvörpin em mestar líkur á að þau verði sett í salt um ótiltekinn tíma. Stjómvöld geta hins vegar ekki frestað því að leggja fram fmmvarp um hagræðingarsjóð. Stjómvöld hafa lofað að útdeila kvóta sjóðsins til skipa endur- gjaldslaust. Samkvæmt gildandi lögum á að selja kvóta sjóðsins og að auglýsa eigi kvótann til sölu í upphafi fiskveiðiársins, en það byijaði í september. Þorsteinn sagði að það yrði að breyta lögum um hagræðingar- sjóð og það yrði gert. Andstaða er við það í Alþýðuflokknum að breyta hagræðingarsjóðnum ef hin frumvörpin tvö verða skilin eftir. Þess vegna hefur Þorsteinn ekki útilokað að leggja fmmvarp- ið fram í eigin nafni en ekki í nafni ríkisstjómarinnar eins og venja er þegar um stjómarfrum- vörp er að ræða. -EÓ Vetur í Reykjavík. Tímamynd Árni Bjarna Lenti öll tekjuhækkun síðasta árs í vasa miðaldra fólks og lífeyrisþega? Leggur Þorsteinn fram frnmvarp um Hagræðingarsjóð? Launatekjur yngri en þrítugra lækkuðu en 65-75 ára hækkuðu Atvinnu- og heildartekjur eftir aldri 1992 -20 26-30 3 640 4650 5660 6670 76 21-25 31-35 41-45 51-55 61-65 71-75 9 Heildalckjur ■ Atvinnulekjur Glöggt má sjá af þessu línuriti tekjur landsmanna i hverjum aldurshóp á sí&asta ári. Svarta súlan sýnir atvinnutekjurnar einar en sú gráa heildartekjurnar. Athygli vekur a& allir aldurshópar ellilífeyrisþega hafa úr mun hærri me&alfekjum að spila (130-150 þúsund krónur á mán.) heldur en unga fólkið, sem margt hverter þó að byrja búskap og allflest þarf a& standa undir háum húsnæðiskostnaði, námsskuldum og barnauppeldi. Tekjutoppi ævinnar nær fólk jafnaðarlega á fimmtugsaldrinum, um 1.600 þúsund króna atvinnutekjum (135 þúsund á mán- u&i) og 1,7 milljóna króna heildartekjum á ári. Ágúst Þór Árnason Tímamynd Arni Bjarna Nýr ritstjóri Stjóm Mótvægis hf., útgáfufé- lags Tímans, hefur falið Ágústi Þór Ámasyni ritstjóm blaðsins um stundarsakir. Ágúst nam heimspeki og stjómmálafræði við Die Freie Universitat í Berlín á árunum 1985- 1988 og réttarheimspeki við sama skóla til 1990. f Þýska- landi starfaði hann sem fréttarit- ari Bylgjunnar og síðar frétta- stofu Ríkisútvarpsins en þar hóf hann störf sem fréttamaður eftir heimkomuna. Auk þess hefur Ágúst sinnt ritstörfum og dag- skrárgerð. Meðal verka hans em þættir um stjómarskrá íslenska lýðveldisins og sögu stjómar- skráa sem fluttir vöm á Rás eitt haustið 1991 og bók um mann- réttindi sem kemur út í byijun næsta árs. Ágúst ritstýrir nú bók um stjómlagarétt þar sem birtar verða þýðingar á stjómarskrám Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Þýskalands og Bandaríkjanna. Þeirri takmörkuðu hækkun sem varð á tekjum landsmanna milli áranna 1991 og 1992 virðist þar á ofan hafa verið mjög svo mis- skipt. Af úrvinnslu Þjóðhags- stofnunar úr skattskýrslum landsmanna virðist mega ráða, að hækkun tekna milli þessara ára hafi að mestu (ef ekki öllu) leyti komið í hlut miðaldra og aldraðs fólks. Rýrar tekjur yngsta fólksins lækkuðu hins vegar stór- um milli ára. Samanlagðar at- vinnutekjur þeirra sem eru 30 ára og yngri lækkuðu til dæmis um nærri milljarð króna milli þessara ára, eða um 2% að með- altali. Á sama tíma hækkuðu atvinnu- tekjur 65-70 ára hópsins um nærri 5% og um 3,4% hjá fólki á áttræðisaldri. En þetta eru þeir aldurshópar sem þar á ofan hafa fengið bróðurpartinn af 10% hækkun greiðslna frá lífeyrissjóð- unum og 5% hækkun á greiðsl- um Tryggingastofnunar. En sam- tals hækkuðu þessar lífeyris- greiðslur um tæpa 1,4 milljarða milli áranna 1991 og 1992. Ætli það sé nokkuð svo fráleitt að bróðurpartur 66% hækkunar nettóeignatekna hafi einnig að stórum hluta komið fram á skatt- skýrslum þessara aldurshópa. Atvinnutekjur þeirra 20.000 ungmenna sem töldu fram tekjur af vinnu lækkuðu aftur á móti um nærri 8% að meðaltali á sama tíma, eða úr 511 þús. kr. að meðaltali árið 1991 niður í 472 þús.kr. á síðasta ári. Lækkunin nemur um 39.000 kr. að meðal- tali á mann — eða samanlagt hátt í 800 milljónir króna fyrir allan hópinn. Fólk á aldrinum 20-30 ára varð einnig fyrir nokkurri lækkun at- vinnutekna milli ára. Meðaltekj- ur þessa hóps voru 1.016 þús.kr. á síðasta ári og höfðu þá lækkað um 0,4%, eða um fjögur þúsund krónur að meðaltali milli ára. Dtjúgur helmingur alls vinnandi fólks (70.600 manns) er á aldrin- um 31-65 ára. Atvinnutekjur þessa hóps voru um 1.491 þús.kr. að meðaltali í fyrra. Hækkun milli ára var um 1,6% að meðal- tali milli ára. Miðað við tekjuþró- un þeirra sem yngri eru og eldri virðist ekki ólíklegt að megin- hluti þessarar tekjuhækkunar hafi komið í hlut eldri helmings þessa hóps. Það var, sem fyrr segir, 65-70 ára fólkið sem best gekk að bæta kjör sín á árinu. Atvinnutekjur þessa aldurshóps voru 1.075 þús.kr. í fyrra, eftir tæplega 5% eða nær 50.000 kr. hækkun milli ára. Benda má á að árið 1991 hafði þessi hópur aðeins 6.000 kr. hærri meðaltekjur en fólk á þrí- tugsaldri. Árið 1992 hafði sá launamunur hækkað í 59.000 kr., eða nærri tífaldast. Allar Iaunatölur hér að framan miðast við fólk sem stundar laun- að starf og atvinnutekjur þess einar. Unga fólkið hefur mjög litl- ar tekjur umfram launatekjumar. Eftir að sextugsaldrinum er náð fara aðrar tekjur hins vegar stór- um vaxandi. Þannig em t.d. „aðr- ar tekjur" orðnar um fjórðungur heildartekna hjá fólki á aldrinum 66-70 ára. - HEI dagar til jóla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.