Tíminn - 29.12.1993, Side 4
4
tínnlTin
Miðvikudagur 29. desember 1993
Eðvald Hinriksson
er látinn
Verður bilið brúað
með láni erlendis?
Stjóm Húsnæðismála-
stofnunar á fundi með
félagsmálaráðherra
Sigurður E. Guðmundsson, for-
stjóri Húsnæðismálastofnunar, er
bjartsýnn á að nægilegt fjármagn
fáist til stofnunarinnar í janúar, eftir
fund með félagsmálaráðherra í
fyiTadag. Hann segir að erlend Ián-
taka sé ein leið sem er til skoðunar,
en ekki fengust nema um 162 millj.
kr. af þeim 2 milljörðum, sem stefnt
var að með útgáfu húsnæðisbréfa,
þar sem 5% vaxtakjör þóttu of lág.
Ríkissjóður veitti stofnuninni
lán upp á um 700 millj. kr. fyrir jól,
með 5% vöxtum, en eftir er að
semja um lánstímann. Sigurður
segist vona að lánið verði veitt til
langs tíma, en það verður greitt út í
dag, að sögn Sigurðar.
Ekki fengust nema um 160 millj.
af þeim 2 milljörðum, sem stefnt
var að með útboði bréfanna, og því
verður ekki annað séð en að um
1.140 millj. vanti upp á að stofnun-
in fái það fjármagn sem hún þarf á
að halda.
Sigurður talar um gagnlegan
fund með félagsmálaráðherra þar
sem skipst var á skoðunum og mál-
in rædd. „Þar var skeggrætt um
framhaldið og það er ljóst að mikil
vinna verður lögð í framhaldið, þ.e.
að leggja línumar fyrir næsta ár,'
segir Sigurður.
Sú leið að taka erlent lán til að
brúa bilið, segir Sigurður að hafi
verið lengi inni í myndinni.
Hann óttast ekki að stofnunin
geti ekki staðið við skuldbindingar
sínar. „Við höfum staðið við okkar
skuldbindingar í um tveggja mán-
aða skeið, án þess að hafa fengið
neitt teljandi fjármagn annars stað-
ar frá, og ég er ekkert svartsýnn á að
okkur takist ekki að halda það út,'
segir Sigurður.
Eðvald Hinriksson (Mikson)
sjúkraþjálfari lést í fyrradag á St.
Jósefsspítala í Hafnarfirði, 82 ára
að aldri.
Eðvald fæddist í Tartu í Eist-
landi 12. júlí 1911. Hann kom til
íslands árið 1946 og hugðist að-
eins hafa hér viðkomu á leið til
Bandaríkjanna. Hann flentist hins
vegar hér og bjó á íslandi til
dauðadags. Eðvald kvæntist árið
1949 Sigríði Bjamadóttur og
eignuðust þau þijú böm. Sigríður
léstárið 1990.
Eðvald tók virkan þátt í íþrótta-
starfi á íslandi og þjálfaði bæði
knattspymu- og körfuknattleiks-
menn. Hann opnaði fyrstur
manna sauna-nuddstofu í
Reykjavík og starfaði sem nudd-
ari og sjúkraþjálfari fram á elliár.
Ferðamenn sndi sér
til Tryggingastofminar
Tek ekki undir hræðsluáróður bænda
Nýjar reglur um aðstoð við
ferðafólk við gildistöku EES
Með gildistöku EES-samnings-
ins um áramótin geta þeir, sem
eiga lögheimili á íslandi, átt rétt á
aðstoð vegna skyndilegra veikinda
eða slysa í öðm EES-landi, í sam-
ræmi við reglur t viðkomandi
landi.
Tryggingastofnun ríkisins hvet-
ur því allá þá, sem ætla að ferðast
til EES-lands, að snúa sér til stofn-
unarinnar eða umboða hennar áð-
ur en lagt er af stað og fá þar sér-
staka staðfestingu á því að þeir séu
sjúkratryggðir. Framvísun á við-
komandi staðfestingu tryggir fram-
angreinda aðstoð. Eyðublöð þar að
lútandi liggja frammi á ferðaskrif-
stofum og á söluskrifstofum Flug-
leiða. Þau þarf að koma með til
Tryggingastofnunar eða umboða
hennar til staðfestingar fyrir brott-
för. Staðfesting er hinsvegar óþörf,
sé ferðast til Bretlands eða Norður-
landa.
Áður var greitt fullt verð fyrir
aðstoð vegna veikinda eða slysa
erlendis og síðan endurgreitt þegar
heim var komið, miðað við þær
reglur sem giltu hérlendis um
greiðsluþátttöku sjúklings.
Frá áramótum þurfa erlendir
ferðamenn hér á landi að greiða
aðstoð vegna skyndilegra veikinda
eða slysa fullu verði, framvísi þeir
ekki samsvarandi staðfestingu frá
heimalandi sínu.
Þau lönd, sem eru aðilar að
EES-samningnum, eru Belgía,
Danmörk, Þýskaland, Grikkland,
Spánn, Frakkland, írland, ftalía,
Lúxemborg, Holland, Portúgal,
Bretland, Austurríki, Finnland, fs-
land, Liechtenstein, Noregur og
Svíþjóð.
-GRH
— segir Jóhannes Gunn-
arsson, formaður Neyt-
endasamtakanna
Neytendasamtökin fagna nið-
urstöðu GATT-samninganna. Jó-
hannes Gunnarsson, formaður
samtakanna, segist trúa því að
GATT-samningurirm muni skila
sér í aukinni hagsæld fyrir íslend-
Sala á æðardún hefur gengið
treglega í ár þriðja árið í röð.
Vegna þessa tók aðalfundur Æðar-
ræktarfélags íslands þá ákvörðun
að veita stjóm félagsins heimild til
að leggja allt að 5% gjald á útflutt-
an æðardún til að standa straum af
sölu- og kynningarátaki á íslensk-
inga, bæði vegna þess ávinnings
sem hafi náðst varðandi útflutn-
ingsvörur og eins vegna lækkaðs
vöruverðs á landbúnaðarvörum í
framtíðinni.
„Með aukinni samkeppni er
nauðsynlegt að til komi hagræð-
ing í íslenskum landbúnaði. Við
erum sannfærð um að það sé
hægt að hagræða í landbúnaðin-
um og þá mun hann ekki ein-
um æðardún.
Sala á æðardún innanlands hef-
ur aukist síðustu ár og hefur það að
hluta vegið upp sölutregðu á er-
Iendum mörkuðum.
Nýr formaður Æðarræktarfé-
lags íslands er Zophonias Þorvalds-
son. -EÓ
ungis lifa af erlenda samkeppni,
heldur mun lækkandi ríkisstuðn-
ingur við landbúnað í heiminum
færa íslenskum landbúnaði sókn-
arfæri á erlendum mörkuðum.
Þess vegna áh't ég að samningur-
inn muni bæði færa íslensku at-
vinnulífi sóknarfæri og auk þess
skila sér í lækkuðu verði til neyt-
enda."
Jóhannes segist ekki óttast
innflutning á kjöti, sem hefur
verið framleitt með skaðlegum
lyfjum eða hormónagjöf. „Ég tek
ekki undir hræðsluáróður þeirra,
sem vilja halda íslenska landbún-
aðarkerfinu óbreyttu. Ég trúi því
ekki að allt kjöt, sem er framleitt
erlendis, sé meira og minna eitr-
að. Auk þess getum við gert
sömu heilbrigðiskröfur til vara,
sem við Dytjum inn, og þeirra
sem eru framleiddar hér. Það er
ekki brot á GATT-samningnum."
-GK
Sölutregða á æðardún
'f
I ‘a;?1 •*
MISSIÐ EKKI AF
S KATTA FS LÆTTIN U M!!
Hjón sem auka
hlutabréfaeign sína um
200 þúsund á árinu geta
lækkað tekjuskattinn
um rúmar 82 þúsund kr.
V&ISL
BÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS
»
SPARISJÓÐIRNIR
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9:00-16:00
OPIÐ Á GAMLÁRSDAG KL. 9:00-12:00
Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér skattafslátt fýrir árið 1993.
Hlutabréfasjóðurirm Auðlind er góður kostur fyrir þá sem vilja tryggja
sér skattafslátt. Hann fjárfestir í ýmsum hlutabréfum og skuldabréfum og
er því um góða áhættudreifingu að ræða. Auðlindarbréf eru skráð á
Verðbréfaþingi Islands og eru auðveld í endursölu. Þau fást í sparisjóðum,
Búnaðarbanka íslands, Kaupþingi Norðurlands hf., Akureyri og Kaupþingi
hf, Kringlunni 5.
KAUPÞING HF
Löggi/t verbbréfafyrirtœki
Kring/unni 5, sími 689080
í eigu Búnabarbanka íslands
og sparisjóbanna