Tíminn - 29.12.1993, Síða 6
6
ti minn íþróttlr
Umsjón: Krístján Grímsson
Miðvikudagur 29. desember 1993
Landsliðið fær erfiðan
andstæðing
Dregið í bikarkeppninni fyrir leik
íslenska karlalandsliðið í hand-
knattleik fær erfiðan andstæðing í
kvöld, þegar það mætir „stjömuliði"
sem lesendur dagblaðanna, þar á
meðal Tímans, sáu um að velja. 500
lesendur blaðanna sendu inn
„stjörnuliðið' sitt og er óhætt að
segja að landsliðið þurfi að sýna
áhorfendum toppleik, ef sigur á að
vinnast á sterku „stjömuliði'. Leik-
urinn fer fram í Kaplakrika og hefst
kiukkan 21, en flugeldasýning verð-
ur kiukkan 20.30 á „Hamrinum' og
sést hún vel frá Kaplakrika. Pá verð-
ur dregið í undanúrslit bikarkeppni
HSÍ í bæði karla- og kvennaflokki,
fyrir leik og hefst drátturinn um
ldukkan 20.20 í Kaplakrika.
Leikur liðanna er liður í undir-
búningi landsliðsins fyrir tvo mikii-
væga leiki gegn Hvít-Rússum í Evr-
ópukeppninni í byijun janúar, en
þeir leikir verða að vinnast ef mögu-
leiki á að vera á að komast í úrslita-
keppnina í Portúgal í sumar. Lands-
liðshópurinn, eins og hann er skip-
aður í kvöld, er engan veginn endan-
legur og það er því kjörið tækifæri
fyrir leikmenn „stjörnuliðsins' að
sanna sig fyrir Porbergi Aðalsteins-
syni landsliðsþjálfara. Þorbjöm Jens-
son, þjálfari Vals, mun stjórna
„stjömuliðinu", sem er þannig skip-
að: Sigmar Þröstur Óskarsson, KA og
Magnús Sigmundsson, ÍR em mark-
menn. Sigurpáll Ami Aðalsteinsson,
Selfossi, Konráð Olavsson, Stjörn-
unni, Bjarki Sigurðsson, Víkingi, og
Jón Þórir Jónsson, Selfossi, em
homamenn. Birgir Sigurðsson, Vík-
ingi, og Hálfdán Þórðarson, FH, em
línumenn. Páll Ólafsson, Haukum,
og Jón Kristjánsson, Val, eru leik-
stjórnendur. AJfreð Gíslason, KA,
Hans Guðmundsson, FH, Sigurður
Sveinsson, Selfossi, og Magnús Sig-
urðsson, Stjömunni, skipa skyttuhóp
liðsins.
Þorbergur Aðalsteinsson valdi
landsliðshóp sinni fyrir þó nokkru
síðan og er hann skipaður eftirtöld-
um leikmönnum: Bergsveinn Berg-
sveinsson, FH, og Guðmundur
Hrafnkelsson, Val, eru markverðir.
Aðrir leikmenn eru: Valdimar
Grímsson, KA, Gunnar Beinteins-
son, FH, Geir Sveinsson, Avidesa,
Júlíus Jónasson, Avidesa, Guðjón
Ámason, FH, Patrekur Jóhannesson,
Stjörnunni, Dagur Sigurðsson, Val,
Ólafur Stefánsson, Val, Gústaf
Bjamason, Selfossi, og Héðinn Giis-
son, Dússeldorf.
í kjöri á „stjömuliðinu" fékk Sig-
urður Sveinsson langflest atkvæði,
eða alls 360, en næstur kom Bjarki
Sigurðsson með 260 atkvæði. Páll
Ólafsson, Alfreð Gíslason og Sigmar
Þröstur komu næstir þar á eftir.
Páll Ólafsson verður I „stjörnuliðinu' og er eini leikmaður Hauka sem er i liðinu. Með
Páli I liði verður Sigurður Sveinsson, en hann hefur tekið vel i ósk landsliösþjálfar-
ans aö leika á ný með landsliöinu. Páll og Sigurður eru báðir gamlir Þróttarar og
léku siðast saman með landsliöinu 1989 i undirbúningi fyrir B-keppnina í Frakklandi.
Tímamynd Pjetur
Þorvaldur orðaður
við Celtic
Þorvaldur Örlygsson hefur
staðið sig mjög vel með Stoke í
ensku 1. deildinni í knattspymu
og skorað m.a. 6 mörk. Blöð í
Skotlandi greindu frá því að Lou
Macari, framkvæmdastjóri Celt-
ic, hefði mikinn áhuga á að fá
Þorvaid í sínar raðir. Macari var
stjóri hjá Stoke í bytjun keppnis-
tímabilsins, en var svo fenginn til
Celtic. Joe Jordan tók þá við
Stoke-liðinu. Þá hefur enska úr-
valsdeildarliðið West Ham Unit-
ed einnig sýnt áhuga á Þorvaldi.
Macari vill fá Þorvald í skipt-
um fyrir markvörðinn Gordon
Marshall, sem er í láni hjá Stoke
frá Celtic. Þorvaldur færi því til
Celtic, en Marshall yrði eftir hjá
Stoke. Þorvaldur hefur lýst því
yfir að hann sé ekki að hugsa um
að yfirgefa Stoke, heldur snúist
allt um að koma liðinu upp í úr-
valsdeildina. Stoke er nú ofar-
lega í 1. deildinni, sem er með
eindæmdum jöfn. Stoke mætir
Charlton í kvöld í deildinni.
Svali þjálfar Val
Chelsea sigraði
Newcastle
Svali Björgvinsson var í vikunni
ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs
Vals í körfuknattleik. Hann tekur
við af Franc Booker, sem þjálfaði
liðið fram að jólafríi, en var látinn
fara sakir slaks árangurs liðsins,
eins og Tíminn greindi frá ekki alls
fyrir löngu. Booker mun þó leika
áfram með Val. Svali er ekki
ókunnugur í herbúðum Vals, því
að hann lék með Val til margra ára
og þjálfaði liðið í fyrra, þá aðeins 25
ára gamall. í vetur hefur Svali leik-
ið með ÍS í 1. deild, en ákvað að
taka þessu boði Valsmanna, þegar
það bauðst.
Mark Stein færði Chelsea jóla-
gjöfina, sem liðið hefur langað svo
í í langan tíma. Hann skoraði eina
mark leiksins gegn Newcastle í
ensku úrvalsdeildinni í gær á 11.
mínútu og færði Chelsea þar með
fyrsta sigurinn frá því 25. septem-
ber eða í 12 leikjum samfleytt.
Þetta var fyrsta mark Stein fyrir
Chelsea síðan hann kom til liðsins í
október frá Stoke City fyrir 1,5
milljónir punda. Með sigrinum
lauk versta gengi Chelsea í ensku
deildinni í áraraðir, en þeim hafði
fram að þessum leik aðeins tekist
að innbyrða 2 stig af 33 möguleg-
um og þeir höfðu dottið úr sjötta
sæti í það næst neðsta á þeim tíma.
Sigurinn lyfti Chelsea úr fallsæti.
Tap Newcastle var hins vegar það
fyrsta í níu leikjum og fyrsti leikur-
inn síðan í fyrstu urnferð, sem liðið
skorar ekki mark. Andy Cole
brenndi af úr dauðafæri undir lok
leiksins.
Tottenham gengur upp og ofan í
ensku deildinni. Á mánudag tapaði
liðið fyrir Norwich, en vann svo í
gær West Ham á útivelli þrátt fyrir
að hafa lent undir í byijun Ieiksins.
Leik Coventry og Ipswich var
frestað vegna mikillar snjókomu.
Beckenbauer
til Bayern
Franz Beckenbauer hefur verið
ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeild-
arliðsins Bayem Múnchen. Erich
Ribbeck hefur verið sagt upp störf-
um hjá liðinu í kjölfarið og ástæð-
an sú sama og oft áður, þegar þjálf-
arar eru reknir: slakt gengi. Líklegt
þykir að Beckenbauer verði ekki
lengur hjá Bayem en til loka þessa
tímabils, þar sem þjálfari Mónakó,
Frakkinn Arsene Wenger, er efstur
á óskalista forráðamanna Bayem
Múnchen.
Kristján næsti þjálfari Bayer Dormagen?
Lýkur væntanlega leikferli sínum í vor
Góður árangur Kristjáns Ara-
sonar sem þjálfari pH-Iiðsins í 1.
deildarkeppninni hér heima í
handknattleik og í Evrópukeppn-
inni undanfarin tvö ár gegn þýsk-
um liðum hefur greinilega vakið
áhuga forráðamanna þýska úr-
valsdeildarliðsins Bayer Dormag-
en, því Kristján er ofarlega á óska-
lista þeirra sem þjálfari liðsins
næsta keppnistímabil. Eins og
kunnugt er, lék Kristján í fjölda-
mörg ár sem atvinnumaður í
Þýskalandi og ætti því að þekkja
þýskan handknattleik vel.
En hvemig stóð á því að for-
ráðamenn Dormagen höfðu sam-
band við Kristján? „Það hefur
sjálfsagt haft sitt að segja að við
höfum lent tvisvar í Evrópu-
keppnum á móti þýskum liðum og
komið ágætlega út úr þeim leikj-
um, þar sem FH-liðið spilaði vel."
Kristján segir að þeir hafi einn-
ig þekkt hann sem leikmann á sín-
um tíma. „Dormagen ræddi líka
við mig fyrir ljórum árum til að fá
mig til liðs við sig sem leikmann,
þannig að þeir vita af mér. Svo get-
ur líka verið að einhver hafi bent á
mig. Ég veit til þess að þýskur
þjálfari hafi bent Dormagen á að fá
sér íslenskan þjálfara. Þeir hafi síð-
an rennt yfir þjálfaralistann hér
heima og útfrá því kem ég inn í
dæmið. Þjálfun Jóhanns Inga
Gunnarssonar á sínum tíma í
Þýskalandi hefur líka haft mikið að
segja. Hann ruddi brautina að
mörgu leyti og stóð sig vel þama
úti."
Kristján sagði heiðurinn vera
mikinn. „Þetta er mjög spennandi,
en þetta er ekki einungis heiður
fyrir mig heldur líka fyrir íslenska
þjálfun. Menn þama úti em að
spyrja sig af hverju íslenskur
handknattleikur sé í fremstu röð í
gegnum svo langan tíma, þrátt fyr-
ir mannfæðina. Við hljótum því að
vera gera eitthvað rétt héma
heima. Það er ekki nóg að vera
Kristján Arason kemur til greina sem
næsti þjálfari þýska úrvalsdeildarliös-
ins Bayer Donnagen. Hann hættir llk-
lega I vor aö leika handknattleik.
Timamynd Pjetur
fæddur héma á klakanum! Síðan
er ég sannfærður um að bæði leik-
menn og þjálfarar, sem hafa verið
hjá erlendum liðum, hafa skilið
eftir sig gott orð. Liðin úti þurfa oft
að velja milli þess að fá þjálfara og
leikmann frá Norðurlöndunum
eða frá austantjaldsþjóðunum.
Þjálfarar frá Norðurlöndunum
verða æ eftirsóttari."
Dormagen er þessa stundina í 6.
sæti í þýsku deildinni og byggt á
jöfnum mannskap sem á framu'ð-
ina fyrir sér. Andreas Thiel, lands-
liðsmarkvörður Þjóðverja, er
þekktastur leikmanna liðsins, en
einnig leikur sænska stórskyttan
Robert Andersson með liðinu.
Kristján sagðist ekki ætla að
leika með Dormagen-liðinu ef af
samningum yrði, og þó svo að
samningar tækjust ekki, þá byggist
hann við því að ljúka ferlinum
sem leikmaður í vor með FH. „Það
kemur í sjálfu sér ekkert á óvart,
þar sem skothöndin er kannski al-
veg í lagi," sagði Kristján að lok-
um.
ÚRSLIT
England
Everton-Sheffield Wed...0-2
(Bright 35., Palmer44.)
Chelsea-Newcastle.......1-0
(Stein 11.)
Liverpool-Wimbledon.....1-1
(Scales 29. - sjálfsmark) - (Fashanu
40.)
Man. City-Southampton....1-1
(Phelan 29.) - Dowie (26.)
West Ham-Tottenham.......1-3
(Holmes 11.) - (Dozzel 34., Hazard
42. og Anderton 77.)
Staðan
Man. Utd....22 16 5 144-18 53
Leeds...........22 11 7 4 37-25 40
Blackbum.....21 11 6 4 29-18 39
Arsenal .....22 10 7 5 24-13 37
Newcastle ...22 10 6 6 38-21 36
Norwich .....20 9 7 4 33-22 34
QPR ........21 10 4 7 36-28 34
Liverpool.....22 9 6 7 34-27 33
AstonV.......21 87 6 24-23 31
Sheff.Wed.....22 7 9 6 37-29 30
Tottenham.....23 7 9 7 33-28 30
Ipswich .....22 7 9 6 21-25 30
West Ham ....23 8 6 9 20-29 30
Wimbledon ....22 7 8 7 25-29 29
Coventry......21 6 9 6 23-25 27
Everton......22 7 4 11 20-28 25
Man. City....22 4 8 10 20-28 20
Oldham ......22 4 7 11 16-34 19
Chelsea......21 4 6 11 14-25 18
Southampt. ...23 5 3 15 23-35 18
Sheff. Utd ..22 3 9 10 18-33 18
1. deild
Birmingham-WBA 2-0
Bristol City-Forest 1-4
Derby-Leicester 3-2
Portsmouth-Bolton 0-0
Sunderland-MiUwall 2-1
Watford-Peterboro 2-1
2-1
Staöa efstu liða
Cr. Palace 22 13 4 5 42 24 43 Tranmere 23 12 5 6 35 24 41 Millwall 24 11 7 6 33 28 40 Charlton 22 11 5 6 27 20 38 Leicester 23 10 7 6 38 26 37 Southend 22 11 4 7 38 29 37 Portsmouth 23 9 10 5 31 29 37 Forest 22 10 6 6 36 27 36 Detby 22 11 3 8 35 35 36 Bristol C 24 10 6 8 29 29 36 Stoke 22 11 3 8 34 35 36
Skotland
Dundee Utd-Aberdeen .... 0-1
Hibemian-Partick 5-1
Rangers-Hearts 2-2
NBA
Charlotte-Detroit ..109-94
Orlando-Sacramento 122-110
Mlwaukee-Washington .. ....87-96
Phoenix-Boston 118-102
Utah Jazz-Minnesota ....97-93
L.A. Clippers-Philadelphia ...96-86