Tíminn - 29.12.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.12.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. desember 1993 timlim 7 BÓKMENNTIR GRÓA FINNSDÓTTIR * Islensk Enid Blyton Þórunn Sigurðardóttir: Klukkan Kassíópeia og húsið í dalnum. Mál og menning, Í993. 140 bls. Þórunn 'Sigurðardóttir er fyrir löngu kunn fyrir vinnu sína við leiklist, bæði sem leikari, leikstjóri og leikritahöfundur, en sem bama- bókahöfundur þreytir hún nú frumraun síria. Halla er nútíma borgarbam, sem á stressaðan pabba sem stundar innflutningsverslun og .... má aldr- ei vera að því að tala í alvöm við nokkum mann' (10), og ekki al- veg eins stressaða mömmu sem vinnur sem „sminka' hjá sjónvarp- inu. Höllu finnst hálfvegis eins og þau vilji losna við hana þegar hún er síðan send í sveit „vestur" að Ytra- Vallholti, gegnum kunnings- skap föðurbróður hennar og fólks- ins á bænum. f vegamesti hefur hún afrit af bréfi sem gamall sjóari, langafi vina hennar, hefur skrifað fyrir margt löngu til ástmeyjar sinnar, sem bjó þá á Kvíslarhóli skammt frá Ytra-Vallholti, bæ sem nú er í eyði. Að áeggjan vina sinna er Halla staðráðin í að kanna afdrif þessarar ástmeyjar langafans og einnig klukku einnar portúgalskr- ar, sem afinn ætlaði að gefa kær- ustunni samkvæmt bréfinu. Inn í frásögnina af þessari dularfullu klukku fléttast síðan sögur af strönduðu skipsflaki og mörgum kynlegum kvistum mannlífsfló- runnar. Styrkur þessarar bókar felst fyrst og fremst í eðlilega uppbyggð- um samtölum og skemmtilegri persónusköpun (sérstaklega Ás- mundur og Eyrún), enda er bókin byggð á leikriti sem var flutt í Rflds- útvaipinu á liðnu hausti. Samtölin eru brotin upp með myndrænum og lifandi náttúrulýsingum þar sem sterk og dulúðug náttúra Vest- fjarða (?) skilar sér vel til lesand- ans. Sömuleiðis er frásögnin vel upp byggð með hæfilegri stig- mögnun fyrir unga lesendur, svo spennan helst alla söguna og í lok- in, þegar gátan er leyst, eru engir lausir endar. Heimspekilegs hliðar- stefs gætir einnig, þar sem fjallað er um tímann og hvemig hann leikur okkur mennina og hve smá við er- um gagnvart óravíddum alheims- ins og náttúruöflunum. Dular- mögn vestfirskrar náttúru eru hér þau leiktjöld sem hæfa vel efninu. Sem fullorðnum lesanda fannst mér samt eins og umbúðimar utan um kjarna sögunnar verði ein- hvemveginn ofvaxnar og leyndar- dómurinn kannski ekki alveg í samræmi við allt það ,dularfulla" sem kallað er til: Eyðibýli, skips- flak, óveður, gamalt fólk sem talar hálfkveðnar vísur úr fortíðinni, af- skekktur staður, hrikaleg fjöll, úf- inn sjór... Öll em þessi minni hér til staðar eins og lifandi komin úr bókum Enid Blyton, sem em þó vissulega ætíð ömggir leiðarvísar þegar gera á spennandi sögu. Ráð- gátan sjálf, um það hvort afinn hafi hitt stúlkuna sína og hvað hafi orð- ið af henni og klukkunni, verður á einhvem hátt hálf hjákátleg þegar lesandanum finnst eiginlega það hafi verið eðlilegast að spyijast bet- ur fyrir um þetta hjá afanum strax í upphafi, jafnvel þótt það kostaði eftirgangssemi og e.t.v. hjartveiki. Samt verður að telja þessa hnökra aukaatriði, því þótt sagan feti engar ótroðnar slóðir í frásagnartækni, þá er hún spennandi og gefandi þeim sem ekki em orðnir alltof miklir unglingar né heldur smá- böm lengur. Málfar er frjótt, skýrt og lifandi, í talsverðri andstæðu við teikningar Katrínar Sigurðardótt- ur, sem em fremur daufar og mis- jafnar að gæðum. Möguleikar íslenskra framleiðenda á lífrænum og vistvænum mörkuðum Væntanlegur er hingað til lands Carl Haest, einn virtasti sér- fræðingur í markaðssetningu líf- rænna og vistvænna afurða í heiminum í dag. Haest dvelur hér á landi frá 4. til 9. janúar í boði starfshóps Bænda- samtakanna, sem hefur verið falið að kanna markaðsmöguleika ís- lenskra matvæla á forsendum holl- ustu, hreinleika og gæða. Haest mun m.a. hitta að máli framleið- endur og úrvinnsluaðila í íslensk- um landbúnaði og matvælaiðnaði. Þá verður haldinn opinn fræðslufundur á Hótel Sögu, laug- ardaginn 8. janúar nk., þar sem Haest mun m.a. segja frá þróun h'f- rænna og vistvænna markaða og markaðshorfum á þeim, vöruþró- un fyrir þessa markaði, vottunar- og eftirlitskerfi og möguleika ís- lenskra framleiðenda á sviði h'f- rænnar og vistvænnar framleiðslu og markaðssetningu. Haest hefur frá árinu 1987 rek- ið eigin ráðgjafastofu, Haest Cons- ultancy, sem sérhæfir sig í mark- aðsrannsóknum og -ráðgjöf á sviði lífrænna og vistvænna afurða í Evrópu, Japan og Norður- og Suð- ur- Ameríku. Áður en Haest sneri sér alfarið að markaðsráðgjöf starf- aði hann við bæði framleiðslu, dreifingu og vöruþróun lífrænna og vistvænna afurða. Eftir hann liggur fjöldi greina og ritgerða og hann er eftirsóttur fyrirlesari um heim allan. Petta er í annað sinn sem Haest kemur hingað til lands, en hann ferðaðist fyrir nokkrum árum um landið á reiðhjóh. (Fréttatilkynning) Þessi nærtveggja alda eöalvagn meö Islenskum hestum fyrir erboöin Islendingum til aö skreyta hátíöahöld á 50 ára lýö- veldisafmælinu á Þingvöllum 17. júní nk. Verður Vigdís forseti ef til vill farþegi I honum ásamt erlendum þjóðhöföingja niö- ur Almannagjá 1 tilefni afmælisins? Ljósmynd: Dr. Dieter H. Kolb GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON Hestakerrur á þjóðhátíð Hinn kunni íslandsvinur og ís- landshestaeigandi, dr. Dieter H. Kolb tannlæknir í Saar- brúcken í Þýskalandi, hefur nú boðið framkvæmdanefnd lýðveldishátíðar- innar 17. júní nk. undurfagra 180 ára gamla biskupakerru frá Pýska- landi til afnota í sambandi við hátíða- höldin. Eins og fram hefur komið í Tímanum, koma Dieter og kona hans hingað til lands í maí með eina af léttakemim sínum og kaupa 5 til 6 hesta til þess að fara hringinn í kring- um landið á kerrunni og auglýsa Landsmót íslenskra hestamanna, sem fram fer á HeUu í júm', í leiðinni. Pau hjón eiga 20 íslenska hesta í Pýskalandi og er hún reiðkennari, en hann hefur sérhæft sig í tamningum íslensku hestanna fyrir þýsku létta- kerrumar, sem hann segir að eigi af- ar vel saman og fslendingar hafi reyndar notað þessar kerrur hér á landi áður fyrr. Dieter á margar kerrur, meðal annarra 180 ára gamla biskupakerm sem hann notar sérstaklega við há- tíðlegar athafnir, m.a. til að fara með brúðhjón í giftingu í Saarbrúcken. Nú býðst hann til að koma með þessa gersemi hingað til lands og gera eitthvað skemmtilegt með kerr- una á Pingvöllum 17. júm' nk., þegar íslenska lýðveldið verður 50 ára. Að sögn Mattlúasar Á. Mathiesen, formanns framkvæmdanefndar, hef- ur ekki verið tekin ákvörðun um einstök framkvæmdaatriði í sam- bandi við hátíðahöldin, en auðvitað séu allar hugmyndir vel þegnar og nefndin muni vissulega skoða tilboð dr. Dieters. Til greina komi að vera með fombflasýningu í anda Alþingis- hátíðarinnar 1930 og lýðveldishátíð- arinnar 1944. Þá geti svona gömul hestakerra passað inm'. Einnig komi fleira til greina, en ekki verði mikið pláss, því búist er við miklu mann- hafi á Þingvöllum á lýðveldishátið- inni. Ef til vill eiga landsmenn eftir að sjá Vigdísi forseta með einhveij- um erlendum þjóðhöfðingja fara um Þingvöll á tveggja alda gamalli bisk- upakerru, fagurskreyttri með ís- lenskum hestum fyrir. Fer vel á því að þarfasti þjónninn fái eitthvert hlutverk við hátíðahöld þar sem þjóðin minnist fimmtíu ára afmælis lýðveldisins. Virðisaukaskattur afmatvælum Frá og með 1. janúar 1994 lækkar virðisaukaskattur af ýmsum matvælum úr 24,5% í 14%. Lækkun nær ekki til drykkjarvöru, sælgætis og annarrar vöru sem fellur undir gjaldflokk D í lögum um vörugjald nr. 97/1987, né heldur til áfengra drykkja og ógerilsneyddrar mjólkur. Matvæli sem bera áfram 24,5% virðisaukaskatt eru m.a. ávaxtasafar, gosdrykkir, ölkelduvatn, kakóduft, kakómalt, kaffirjómi í duftformi, sætakex, smákökur, edik, marsípan, núggatmassi, skrautsykur og íssósur. Vítamín og fleiri vörur í töfluformi (s.s. lýsistöflur, hvítlauks- töflur o.fl.) bera einnig áfram 24,5% virðisaukaskatt. Um veitingahús, mötuneyti og aðra hliðstæða aðila gildir að á sölu þeirra á tilreiddum mat skal reikna 24,5% virðisaukaskatt sem endurgreiddur verður að hluta samkvæmt sérstökum reglum. Gefin hefurverið út reglugerð um virðisaukaskattsskylda sölu á vörum til manneldis o.fl. og kveður hún nánar á um framangreint efni. Virðisaukaskattsskrifstofa ríkisskattstjóra og skattstjórar veita nánari upplýsingar um virðisaukaskatt af matvælum. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.