Tíminn - 29.12.1993, Síða 9

Tíminn - 29.12.1993, Síða 9
Miðvikudagur 29. desember 1993 9 í spegli tímans Urð og grjót upp í mót Þyrluflugmaður og Ijósmyndari fylgdust með afreki Alison, tveggja barna móður, sem kleif einn af sex hæstu tindum Alpanna og fetaði nýja slóð. Það eru líklega ekki margar tveggja barna mæður sem deila áhugamáli með bresku konunni Alison Hargreaves, sem hefur unnið hvert afrekið á fætur öðru í fjallaklifri. Það eru þó ekki neinir smátind- ar sem Alison glímir við og ekki er hægt að segja að hún klífi þá á auðveldan hátt. Sérgrein hennar er einklifur, en það þýðir að hún klífur tindana ein síns liðs í broddaskóm með íshaka á lofti. Að vísu varð hún að taka sér hlé í fimm ár á meðan hún eign- aðist tvö börn, en snéri sér af fullum krafti að áhugamáli sínu á þessu ári. Það eru orð að sönnu, því hún gerði sér lítið fyrir og kleif sex hæstu tinda Alpanna ein síns liðs í sumar sem leið, og var fyrsta konan sem það gerði. Þá er ekki allt upptalið, því auk þessa fór hún ótroðna slóð upp einn tind- anna, en slíkt þykir jafnan mikið afrek meðal fjallgöngumanna. Hér má sjá Alison við eftiriætisiöju sína, flallaklifur. Hún var þó ekki ein í allt sum- ar, því fjölskyldan dvaldi með henni í Ölpunum. Eiginmaður- inn Jim Ballard er einnig þekkt- ur fjallgöngumaður og saman eiga þau fimm ára dreng og tveggja ára stúlku. Alison lætur ekki deigan síga þó afrek sumarsins séu að baki, því í nóvember kleif hún norð- urhlið tinds nokkurs í Ölpunum, sem heitir Grandes Jorasses, og þótti með ólíkindum að hún skyldi ná á tindinn á aðeins sex klukkustundum. Hún er ákveðin í að feta áfram braut afreka í fjallaklifri, en er fáorð um framtíðaráform sín. „Það er svo mikil samkeppni meðal fjallgöngumanna í seinni tíð og þess vegna læt ég aldrei neitt uppi um fyrirætlanir mín- ar," segir Alison. Það skyldi þó aldrei vera að þau hjón hugsi með óþreyju til þess þegar tímabært er að mála þakið á húsinu þeirra, svo ekki sé minnst á sjálft þakskeggið, sem hlýtur að vera sérlega eftirsótt. aö sjá Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur eða fólk með uppeldismenntun óskast til starfa á neðangreinda leikskóla: Fálkaborg, v/Fálkabakka, s. 78230 Ösp, v/lðufell, s. 76989 Eingöngu í 50% starf e.h. á leikskólann: Rofaborg, v/Skólabæ, s. 672290 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Flutningshús til sölu Óskað er eftir kauptilboðum í íbúðarhús á lóðinni nr. 23 við Hverfisgötu til flutnings á lóðina nr. 5A við Vest- urgötu. Húsið er úr timbri, byggt 1903, ein hæð og ris auk kjallara. Grunnflötur þess er um 46 ferm. Nánari upplýsingar ásamt uppdráttum og söluskilmál- um fást á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, Reykjavík, en húsið verður til sýnis miðvikudaginn 5. janúar nk. á milli kl. 14:00 og 16:00. Kauptilboðum, sem greina tilboðsverð miðað við sölu- skilmála, skal skilað til skrifstofu borgarverkfræðings fyrir kl. 16:00 mánudaginn 10. janúar 1994. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík. ONNUMST ALLAR ALMENNAR VIÐGERÐIR Vetrarskoðun kr. 4.950,- m.vsk. fyrir utan efni. SÍÐUMÚLA 3-5 • SÍMI 681320 Jólatrésskemmtun 1993 Jólatrésskemmtun fýrir böm félagsmanna verður haldinn í Átt- hagasal Hótel Sögu, miðvikudaginn 29.12.1993, kl. 15-18. Miðar verða seldir við innganginn. Verð er kr. 500.00. Félag jámiðnaðarmanna - Bíliðnafélagið Félag blikksmiða - Nót, sveinafélag netagerðarmanna Iðja, félag verksmiðjufólks FRAMSÓKNARFLOKKURINN Jólaalmanak SUF Eflirfarandi viningsnúmer hafa veriö dregin út: Vinninga ber aö vitja innan árs. 1. des. 4964 3563 10.des. 2018 372 19. des. 1527 5658 2. des. 4743 1467 11. des. 650 5508 20. des. 887 730 3. des. 1464 5509 12. des. 5808 104 21. des. 370 5890 4. des. 1217 3597 13.des.2726 4705 22. des. 5364 5995 5. des. 1367 1363 14. des. 5087 3702 23. des. 4187 2544 6. des. 3983 1739 15. des. 719 1937 24. des. 3528 1171 7. des. 3680 1064 16. des. 2710 612 8. des. 1225 5819 17. des. 3262 4965 9. des. 2724 2019 18. des. 1109 649 Upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins í sima 91-624480

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.