Tíminn - 29.12.1993, Side 12

Tíminn - 29.12.1993, Side 12
 íÉtíliðífelfe FYRIR HESTA OG HESTAMENN MR búðin • Laugavegi 164 sími 11125-24355 NÝTT OG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFÉLU 13 -SlMI 73655 ÍSLENSKI HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF. Gó5 leið til að lækka skattana þina í ágúst síðastliðnum fengu mörg hundruð hluthafar í íslenska hlutabréfasjóðnum hf. endurgreiðslu á tekjuskatti. Ef þú kaupir hlutabréf íyrir áramót getur þú tryggt þér rúmlega 41.000,- kr. endurgreiðslu á tekjuskatti í ágúst á næsta ári. Hámarksfrádráttur miðast við 100.000,- kr. kaup. Hjón geta tryggt sér tvöfalda endurgreiðslu eða rúmlega 82.000,- kr. Fjárhæðir breytast í samræmi við skattvísitölu. Samkvæmt núgildandi skattalögum mun skattafrádráttur vegna hlutabréfakaupa verða afnuminn um áramótin 1997 - 1998. Kaupár Fjárhæð vegna fjárfestingar* Skattafrádráttur* Endurgreiösla frá skattinum 1993 kr. 100.000,- rúmar 41.000,- kr. ágúst 1994 1994 kr. 125.000,- rúmar 41.000,- kr. ágúst 1995 1995 kr. 125.000,- rúmar 41.000,- kr. ágúst 1996 1996 kr. 200.000,- rúmar 41.000,- kr. ágúst 1997 1997 kr. 200.000,- rúmar 41.000,- kr. ágúst 1998 * Mióaö er vlö bámarksíjárhæð sem breytist í samræmi við skattvísitölu Fjárfestingar í hlutabréfum geta verið áhættusamar. Hlutabréf eru í eðli sínu langtímafjárfesting og skattafrádráttur miðast við þriggja ára eignarhaldstíma. íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. dreifir áhættu með kaupum á hlutabréfum margra félaga í ólíkum atvinnugreinum og stuðlar að auknu öryggi hluthafa með kaupum á skuldabréfum. Gcngi hlutabréfa í íslenska hlutabréfasjóðnum hf. samanborið við Landsvisitölu hlutabréfa 1993 Eignasamsetning íslenska hlutabréfasjóðsins hf. 1. desember 1993 1% Bankainnstæður Hlutabréf 31% Skuldabréf 42% Hlutdeildarskífteini Hlutdeildarskírteini á erlendum grunni á innlcndum grunni Landsbréf eru viðskiptavaki hlutabréfa íslenska hlutabréfasjóðsins hf. og eru ávallt tilbúin að kaupa og selja hlutabréf sjóðsins. Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum okkar og umboðsmönnum í Landsbanka íslands um allt land. LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur meö okkur Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598 Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Veröbréfaþingi íslands. Fyrirtæki Fáskrúðs- firðinga sameinuð Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar og Kaupfélag Fáskrúðsfirð- inga munu sameinast um áramót- in í eitt félag. Ákvörðun þessa efnis var tekin í nóvember. Samþykktir Kaupfélagsins munu gOda um hið sameinaða félag. Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar hf. var stofnað 1940 af Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga og nokkrum ein- staklingum, en fljótlega varð Kaupfélagið nær því eini eigandi félagsins og hefur Hraðfrystihúsið frá upphafi verið rekið við hlið Kaupfélagsins. Kaupfélagsstjórar Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga hafa jafnframt verið framkvæmdastjór- ar Firaðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar hf. Samkvæmt samstæðureikningi Kaupfélagsins og Hraðfrystihúss- ins í árslok 1992 var bókfært eigið fé félaganna kr. 481,3 milljónir eða 47% af niðurstöðu efnahagsreikn- ings. Heildarvelta félaganna var um 1,2 milljarðar og komu 365 starfsmenn á launaskrá, en að jafnaði eru starfsmenn tæplega 200. Gísli Jónatansson hefur verið framkvæmdastjóri félaganna síð- astliðin 18 ár og verður áfram kaupfélagsstjóri eftir sameiningu. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga var stofnað 1933 og eru félagsmenn um 200. -EÓ Iðnnemar styðja sjómenn Launafólk hvatt til að vera á varðbergi Iðnnemasamband íslands lýsir yf- ir fullum stuðningi við fyrirhugað verkfall sjómanna vegna þeirrar sanngjömu kröfu að samningar séu haldnir og sjómenn séu ekki þvingaðir til greiðslu á hráefnisöfl- un útgerða. Sambandið hvetur allt launafólk til að vera á varðbergi, svo það verði ekki látið taka þátt í hráefnisöflun fyrirtækja, eins og sjómenn hafa verið látnir gera. í ályktun fundar kjaramálanefnd- ar INSÍ er skorað á verkalýðshreyf- inguna að rísa upp úr þeirri ,lá- deyðu og aumingjaskap', sem ein- kennt hefur athafnir hreyfingar- innar undanfarin ár, og sýna sam- stöðu með samtökum sjómanna og hrekja það arðrán, sem verið hefur á launafólki undanfarin ár. Jafnframt skorar fundurinn á stjómvöld að beita sér fyrir laga- setningu þess efnis að útgerðir, sem ekki nýta sér úthlutaðar veiði- heimildir, skuli skila þeim til baka, í stað þess að braska með þær að vild. Að mati fundarins hefur kvótakerfið gengið sér til húðar, þar sem útgerðarmenn geta stund- að kvótabrask að vild, þótt lögum samkvæmt sé fiskurinn í sjónum sameiginleg auðlind þjóðarinnar. -GRH

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.