Tíminn - 11.01.1994, Page 2
2
Þri&judagur 11. janúar 1994
Tíminn
spyr...
Heldur þú ab Albert Guö-
mundsson bjóöi sig fram til
borgarstjórnar Reykjavíkur?
Ólafur Þ. Þóröarson
alþingismáöur
„Já. Mér þykir líklegt aö hann
verðj forseti borgarstjórnar
Reykjavíkur næsta kjörtíma-
bil. Hann mun líklega gera
kröfu um það embætti í krafti
oddaaðstöðu í borgarstjóm.
Albert mun hins vegar ekki
tilkýnna um framboð sitt fyrr
en að loknu prófkjöri sjálf-
stæðismanna í Reykjavík. Þá
verða sjálfstæðismenn búnir
að bítast hæfilega mikið og
nógu margir óánægðir."
Ámi Sigfússon
borgarfulltrúi
„Já, ég hef trú á að hann geri
það. Eg byggi það á þeim frétt-
um að hann sé að afla sér fy lg-
is.aÉg vil hins vegar engu spá
um það hvort hann nær ár-
angri. Það er ekki málefnaleg-
ur ágreiningur sem hefur
komið fram. Það er fyrst og
fremst persónufylgi sem hann
væri að fá. Þaö benda hins
vegar ýmsir á aö það geti verið
tímabært fyrir hann að ljúka
sínum pólitíska ferli og ég geri
ráð fyrir að það muni togast á
í honum hvort hann eigi að
gera það."
Júlíus Sólnes,
prófessor og fyrrverandi
formaöur Borgaraflokksins
„Ég tel líklégt að hann fari í
framboð. Ef hann fer fram
geri ég fastlega ráð fyrir aö
harin nái góðum árangri í
kosningunum."
Davíö Oddsson forsœtisráöherra:
í gær hófst fundur leiðtoga að-
ildarríkja Atlantshafsbanda-
lagsins í Brussel. Fundarins
hefur veriö beðib meö mikilli
eftirvæntingu, ekki síst af ríkj-
um mið-Evrópu sem óskað
hafa aðildar að NATÓ. Davíb
Oddsson forsætisráöherra, sem
situr fundinn fyrir íslands
hönd, sagðist ánægður meö
samkomulagið sem náðist í
gær og hefur fengið heitið Fé-
lagsskapur um frið.
Davíö sagði samkomulagið
opna leið fyrir fyrrverandi
kommúnistaríki til ab starfa meb
Atlantshafsbandalaginu þó að
uppi væm mismunandi túlkanir
á því hvort þessi samvinna tákn-
aöi raunvemlegan áfanga að NA-
TÓ-aðild eða ekki. Forsætisráð-
herrann sagði að flestir leiðtog-
anna vildu fara varlega í sakimar
að draga nýja varnarlínu í Evr-
ópu. Það væri ástæöan fyrir því
að ekki væri gefiö loforð um
fulla aðild aö ákveönum skilyrð-
um uppfylltum. Davíð sagði
eðlilegt aö miö-Evrópuríkin
æsktu aðildar þó að þau viður-
kenndu aö Rússland ógnaði ekld
öryggi þeirra eins og stendur. Á
það bæri að líta að aöildarríkin
hefðu á sínum tíma nefnt
ákveðna þætti eins og lýðræðis-
lega stjómarhætti og markaðs-
búskap sem aðgöngumiba aö
bandalaginu. Það mætti því
segja aö dymar hefðu verið opn-
aðar í hálfa gátt ef menn næbu
samkomulagi um frib sem leiö
að fullri aðild.
Davíð sagði ekki rétt að Rússum
væri eftirlátið einskonar neitun-
arvald í málefnum Mið- Evrópu-
ríkjanna en leiðtogamir væm
sammála um aö ekki væri rétt ab
ögra Rússum að óþörfu. Forsæt-
isráðherra taldi aö aðild Rússra
sjálffa að NATÓ kæmi ekki til
greina. Mikill munur væri á
löndum eins og Póllandi, Tékk-
landi, Slóvakíu og Ungverjalandi
og ríkjunum fyrir utan þau.
Maið-Evrópuríkin ættu tvímæla-
laust menningarlega samleið
með Vestur-Evrópuríkjunum
þótt þau hefðu lent austan járn-
tjaldsins um tíma.
Bosnía rædd á lokub-
um kvöldverbarfundi
Davíð sagði ljóst aö þolinmæði
aðildarríkjanna gagnvart friöa-
spillunum í Bosníu, færi nú ób-
um minnkandi. Hann sagbist
samt ekki eiga von á aö leiötoga-
fundurinn myndi senda frá sér
sterkari yfirlýsingar um málið en
þegar hafa komiö fram. Á það
bæri að líta að innan Atlants-
hafsbandalagsins væru ríki eins
og Grikkland og Tyrkland sem
hefðu í grundvallaratriðum ólíka
afstööu til borgarastyrjaldarinn-
ar. Forsætisráðherra sagði að
ræöa ætti um ástandið í Bosníu
yfir kvöldmatnum í gær en ekki
væri við því að búast að niður-
staöa yrði eftir þann fund. Davíð
sagöi að sér fyndist mikill munur
á andanum á fundinum í Brussel
og síðasta leiðtogafundi aðildar-
ríkjanna sem haldinn var í Róm
fyrir tveimur árum. Þá hefði
framtíðarhlutverk bandalagsins
verib mjög óljóst en nú væri
sýnt að krefjandi verkefni biðu
þes að NATÓ sýndi hvað það
hefði fram að færa.
Bandaríkjaforseti
ítrekar mikilvægi
tengsla vib Evrópu
Davíð taldi yfirlýsingu Clintons
Bandaríkjaforseta um mikilvægi
tengsla Bandaríkjanna við Evr-
ópu sérlega ánægjulega. Það
hefðu verið uppi efasemdir um
áhuga stjórnarinnar í Washing-
ton á gamla heiminum. Forsæt-
isráðherra sagðist hafa rætt stutt-
lega við Clinton og þá hefði
komiö fram aö forsetinn væri vel
heima í því samkomulagi um
varnir íslands sem gert var í síö-
ustu viku.
-Sjá einnig frétt á bls. 9
Fjármálaráöuneytiö: Mjólkurvörur; kjötvörur, egg, fiskur og innlent grœnmeti lœkka lítiö:
Sætar neysluvörur lækka
helmingi minna en aðrar
Yfirlit fjármálaráðuneytisins
um verðbreytingar vegna
lækkunar vsk. á matvöm vek-
ur gmn um að sú 8,4% verð-
lækkun sem af henni átti að
hljótast nái í raun aðeins til
minnihluta þess sem algengast
er í innkaupakörfum almenn-
ings. Þannig verður ekki nema
3-5% verðlækkun á fjölmörg-
um algengum matar- og
drykkjarvömm, t.d. flestum
sykmðum vömm. Og þar á of-
an segir ráðuneytið litla sem
enga verðlækkun á mörgum
matvömm sem áður hlutu
niðurgreiðslur á vsk. eða verði,
svo sem; mjólkurvörum (öðr-
um en smjöri), kjötvömm,
eggjum, flestum tegundum
fisks og innlendu grænmeti.
Lækkun matarskattsins virðist
því ekki öll þar sem hún er séð.
Á sama tíma og virðisauka-
skattur á flestar matvömr var
lækkaður (úr 24,5% niður í
14%) vom nefnilega afnumdar
endurgreiðslur virðisauka-
skatts og niöurgreiðslur af inn-
lendum matvömm. Jafnframt
var lagt 6% vörugjald á fjöl-
margar matvömr. Á hinn bóg-
inn var vömgjald lækkað úr
25% niður í 18% á nokkmm
vömm sem áfram bera fullan
matarskatt. Helstu verðbreyt-
ingar sem ráðuneytið segir
fólki aö gera ráð fyrir em sem
hér segir:
Lítil sem engin verðlækkun
verður á vörum þar sem vsk.
var áður endurgreiddur eða
niöurgreiddur í 14%. Mjólkur-
vömr (aörar en smjör), kjöt-
vömr, egg, neyslufiskur og
innlent grænmeti tilheyra
þessum flokki. Unnar kjötvör-
ur eiga aö vísu aö lækka nokk-
uð og því meir sem þær em
meira unnar.
Og aðeins 3-4% verðlækkun
veröur á þeim vömm sem á er
lagt 6% vömgjald á móti lækk-
un matarskattsins. Þetta á við
um fjölda algengra neysluvara
svo sem; kaffi og te ásamt sykr-
uðum vömm, t.d. sultum,
grautum, niðursoðnum ávöxt-
um, snakkvömm og ís. Og
sama máli gegnir um sykur (á
honum hækkar vömgjald úr
25% í 30%).
Um 5% verðlækkun verður á
gosdrykkjum, ávaxtasafa, sæl-
gæti og sætu kexi, sem áfram
bera fullan matarskatt, en
vömgjald var lækkað úr 25%
niður í 18%.
Ráðuneytið nefnir síðan
kom- og brauðvömr, ferska
ávexti, innflutt grænmeti og
feitmeti sem helstu dæmi um
vömr sem njóta óskertrar
lækkunar matarskattsins og
áttu því að lækka um 8,4% um
áramótin.
Varla mun heldur að vænta
mikillar verðlækkunar hjá
veitingahúsum. Sala þeirra
verður með 24,5% vsk. sem
þau eiga að fá endurgTeiddan
að því marki að skattlagning á
matarþáttinn í sölunni svari til
14%. En bæði er, að þau hafa
átt þess kost að kaupa innlent
hráefni sem bar raunverulega
aðeins 14% vsk. og gefur að
því leyti ekki tilefni til lækkun-
ar. Og einnig, að hráefni er að-
eins í kringum þriðjung sölu-
verðsins.
Ráðuneytið bendir á, að verð-
breytingar vegna lækkunar
vsk. áttu að koma í ljós strax I
ársbyrjun en endanleg áhrif af
breytingum vömgjalds geti
frestast nokkuð vegna birgða.
Verðlag getur því verið að
rokka upp og niöur næstu vik-
umar. - HEI
-Óhlu Ö£ jtirf
imi: