Tíminn - 11.01.1994, Síða 5

Tíminn - 11.01.1994, Síða 5
Þri&judagur 11. janúar 1994 5 Jón Helgason: Þáttaskil í landbúnaöi Hinn 13. október s.l. var hald- inn í Bændahöllinni óformleg- ur fundur meö fulltrúum frá Stéttarsambandi bænda, Bún- abarfélagi íslands, Framleibslu- rábi landbúnabarins og Upp- lýsingaþjónustu landbúnabar- ins meb Baldvini Jónssyni. Ab- draganda hans má ab nokkru leyti rekja til fundar á vegum samtakanna Lífrænt samfélag í Mýrdal, sem haldinn var í Vík 2. september s.l. um lífræna ræktun. Fundarstjóri á þeim fundi var Baldvin Jónsson. Þar fluttu erindi mebal annarra framkvæmdastjóri Alþjóba- samtaka um lífræna ræktun og einn stjómarmanna þeirra, sem er frá Frakklandi. í niburlagi ávarps, sem ég flutti þar fyrir hönd Búnabarfélags ís- lands, lét ég svo um mælt ab ég vænti þess ab sá fundur og tilefni hans mundu marka nokkur þáttaskil í íslenskum landbún- abi, þó aö ekki sæi ég þá fyrir framvinduna sem þegar hefur oröiö í þessu máli. En hinir er- lendu gestir á fundinum í Vík í Mýrdal voru á leiö á ráöstefnu samtaka þeina, sem haldin ,var í Bandaríkjunum fáum dögum síöar. Á þá ráöstefnu mætti einn- ig Baldvin Jónsson og þaö var frá þeifri ráöstefnu og viöhorfum sínum aö henni lokinni sem Baldvin var að segja frá á fundin- um 13. október. Þegar Baldvin hafði skýrt fund- armönnum frá þeim möguleik- um, sem hann teldi aö lífræn ræktun og framleiðsla heil- næmra matvæla sköpuðu ís- lenskum landbúnaöi og einnig hvaöa upplýsingar á þessu sviöi væri unnt að fá hjá erlendum aö- ilum því til stuönings, þá ákvaö fundurinn aö stofna samstarfs- hóp bændasamtakanna til að styöja þetta málefni og fá einnig VETTVANCUR meö til þátttöku Rannsóknar- stofnun landbúnaöarins og land- búnaöarráöuneyti. Tilgangurinn er sá aö afla þeirra upplýsinga, sem fáanlegar eru og að gagni mega koma í þessu sambandi, og á grundvelli þeirra aö meta á hvem hátt viö getum sem best notfært okkur þá möguleika, bæði á innlendum og erlendum mörkuöum. Lífræn ræktun Kunnugt er aö nokkrir aðilar hafa veriö að þreifa sig áfram með lífræna ræktun á undan- fömum ámm og hafa þegar aflaö sér dýrmætrar reynslu. Auk Mýr- dælinga, sem ég minntist á í upphafi, má nefna Vorhópinn sem nokkrir áhugasamir rækt- endur stofnuöu. Þá hafa afuröa- stöðvar og útflytjendur veriö aö þreifa fyrir sér meö útflutning ís- lenskra búvara og þá möguleika sem hreinleiki þeirra getur gefiö. Til aö ná þar góðum árangri þarf aö gera sér gTein fyrir því hvaöa kröfur markaðurinn gerir til af- uröanna og hvað þarf til að ís- lenskar afuröir standist þær. Þar er um að ræöa mismunandi staðla og ólíkar skilgreiningar og kröfur, þó að unnið sé á alþjóða- vettvangi aö samræmingu þeirra. Innanlands hafa ýmsar athugan- ir og rannsóknir fariö fram og margvísleg vitneskja er því fyrir hendi. Þab er hins vegar mikil- vægt aö safna þessari vitneskju saman til þess aö þeir, sem á henni þurfa aö halda, viti hvar hana er aö finna, svo aö hún komi aö fullum notum. Það gagnar lítið, þótt þekkingin sé fyrir hendi, ef þeim sem vilja hagnýta sér hana er ekki kunn- ugt um þaö. Á sama hátt er þaö mikilvægt fyrir stofnanir, sem slíkrar þekkingar hafa aflað og þurfa aö kynna hana, aö fá til þess kjörinn vettvang. Þegar þessi upplýsingaöflun hefur fariö fram veröur hægara aö gera sér grein fyrir því hvaöa leiöir geta veriö raunhæfar, jafn- framt því hvaöa hindmnum þarf að ryðja úr vegi til að þaö megi takast. Meö slíkri samvinnu hlýt- ur þaö aö veröa margfalt auö- veldara en ef hver og einn er að bauka viö þaö af vanmætti hver í sínu homi. Það er því rétt aö undirstrika það, aö meö þessu samstarfi er ekki ætlunin að fara í samkeppni viö þá, sem að þess- um málum vinna hver á sínu sviði, heldur þvert á móti aö veita þeim stuöning og örva til dáöa. Við, sem aö þessu sam- starfsverkefni stöndum, væntum þess aö með því sé lagt drjúgt lóö á vogarskálina til að vonir veröi ' aö veruleika. Sem betur fer em bændur, afuröastöövar og út- flytjendur ekki þeir einu sem ala í brjósti vonir um árangur á þess- um vettvangi. Þaö sanna dæmin. Vistvænir búskaparhættir Hinn 2. des. s.l. bauð hópur úr landsliði matreiöslumeistara til dýrlegrar veislu aö Logalandi í Borgarfirði, þar sem fram vom bomir ljúffengir réttir úr íslensk- um afuröum, m.a. sumum sem ekki hafa veriö hátt metnar aö undanfömu. Og yfirmatreiöslu- meistaramir töldu ekki nægja aö láta verkin tala, heldur fluttu hvatningarræöur og dreiföu blaöi, sem bar yfirskriftina: Líf- ræn ræktun og framtíð íslensks landbúnaðar. I niöurlagi blaös- ins segir: „Taki íslenskur land- búnaöur í heild skref í átt til vist- vænni búskaparhátta á hann möguleika á aö varöveita sér- stööu sína, tryggja forskot sitt í gæöum og hreinleika og skjóta nýjum og traustari stoöum undir framtíöartilvem sína." Viö emm áreiöanlega öll sam- mála um þaö aö íslenskur land- búnaöur hefur nú brýna þörf fyr- ir aö skjóta nýjum og traustum stoðum undir framtíöartilvem sína. Og vona aö þetta samstarfs- verkefni leggi undirstööu aö einni slíkri. Höfundur er alþingismabur og formabur Búnabarfélags Islands. Cuömundur Jónas Kristjánsson: Griðland Jóns Baldvins Þann 21. desember s.l. ritar Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráöherra grein í Mbl. undir fyrirsögninni „Griö- land?", og sem Tíminn segir fra í frétt á Þorláksmessu. í þessari „jólahugvekju" sinni viröist utanríkisráöherra hafa mestar áhyggjur af þvi hversu íslendingar hafi staðið sig illa í því að flytja til landsins pólit- íska flóttamenn, og leggur til að ákveöinn lágmarkskvóti veröi settur á í þessu sambandi. Utan- ríkisráöherra talar mikið um mannúð og miskunnsemi í þessari „jólahugvekju" um leiö og hann fer hörðum oröum um íslensk stjómvöld síðustu ára- tugi, sérstaklega á stríðsámnum, þegar ekki allir sem hingað leit- uöu fengu landvistarleyfi. Ab bjarga öllum heiminum Nú er þaö svo að í heimi vor- um er mannanna bölið mikið. Stríð og hörmungar hafa því miöur fylgt mannkyni frá ómunatíð. Og enn í dag geisa styrjaldir og mannlegar hörm- ungar. Jafnvel í okkar eigin heimshluta, Evrópu, er háö VETTVANGUR grimmdarlegt stríð milli þjóðar- brota og trúarbragöahópa, sem enginn mannlegur máttur virö- ist hafa getaö stöövað til þessa. Þannig virðast hjálparverkefnin óþrjótandi, hvert sem litið er í heiminum. Þeir, sem vilja bjarga öllum heiminum, hafa því nóg að hugsa og starfa þessa daga sem aðra. Jón Baldvin ut- anríkisráöherra viröist þannig hafa miklar áhyggjur af mann- anna böli, hvaö heimsbyggðina varöar, og er það vel útaf fyrir sig. En hvemig er þá ástandið hér uppi á íslandi, á griölandinu sjálfu, sem á aö taka á móti hörmungum heimsins í enn rík- ara mæli en hingað til hefur ver- iö gert, aö mati utanríkisráö- herra? Mabur líttu þér nær! Einmitt þegar nær dregur jól- um, leitar hugur margra til þeirra sem eiga um sárt að binda. Hugur utanríkisráðherra og formanns „Jafnaðarmanna- flokks íslands" viröist um þessi jól hafa hins vegar flogiö mun lengra í burtu um loftin blá heldur en margir landar hans kunna honum þakkir fyrir. Því á sama tíma sem utanríkisráð- herra telur sig sérstaklega knú- inn til að skrifa grein um stór- aukna aöstoö íslenska ríkisins viö erlenda aöila í fjarlægum löndum, ráfa þúsundir íslend- inga atvinnulausir um götur og torg, og hundraö heimila á ís- landi leita á náöir hjálparstofn- ana til matar- og fatakaupa. Er þá ekki kominn tími til aö utan- ríkisráöherra fari frekar aö líta sér nær, áöur en hanri hugleiöir aö bjarga heiminum? Því aö „jólaboöskapur" hans í Mbl. 21. des. var nefnilega eins og köld vatnsgusa framan í þær þúsund- ir íslendinga, sem varla áttu til hnífs og skeiöar um þessi jól. Á meöan slíkt þjóöarböl ríkir á ís- landi er því réttast aö Jón Bald- vin, ásamt ööram íslenskum stjómmálamönnum, tali var- lega um aö bjarga heiminum. Aö minnsta kosti skulu þeir tala lágt um réttarstööu erlendra manna á íslandi, meöan réttar- staöa þúsunda atvinnulausra ís- lendinga er í rúst og fjölmörg- um, sem leita félagslegrar aö- stoðar hjá hinu opinbera, er nánast hent út á gaddinn. Þá eiga margir um sárt aö binda vegna mikils niöurskuröar í svo- kölluðu velferðarkerfi, sem ein- mitt Jón Baldvin og félagar hafa hvaö mest staðið fyrir á liönum árum. Á sama tíma er hins vegar þaö ákvöröun þessara sömu stjómmálamanna að veita t.d. himinháum fjárhæðum til hinna ýmsu gæluverkefna víöa um heim, nú síðast fyrir botni Miðjarðarhafs vegna einhvers friöarsamkomulags, sem hvergi sést þó enn í verki. Sýnum fyrirmyndina fyrst „Jólahugvekja" utanríkisráö- herra um griölandiö ísland lýsir ekki eingöngu skilningsleysi ráöherra og hroka gagnvart högum samlanda hans, sem í dag þurfa virkilega á hjálp og aðstoð að halda, heldur getur hugmyndin sjálf um griðlandib ísland einnig orðiö hættuleg ávísun á fjölmörg önnur vanda- mál, sem viö íslendingar höfum til þessa svo blessunarlega veriö lausir við, miðaö við margar aörar þjóðir. Þess vegna hefði Jón Baldvin betur mátt eftirláta hinum rússneska Vladímír Sjír- ínovskíj einum griölandshug- myndina um ísland, en þess í stað komið meö hugvekju um hvemig viö íslendingar gætum byggt upp betra og manneskju- legra samfélag, sem þegar fram líöa stundir gæti oröið að fyrir- mynd fyrir aörar þjóöir ab byggja á. Því þegar vlð getum sýnt fyrirmyndina aö mann- eskjulegu samfélagi, þá fyrst get- um við með sanni litið framan í heimsbyggð alla og sjálfa okkur og boðið fram aðstoð til handa sem flestum bágstöddum hér í heimi. Höfundur er bokhaldari.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.