Tíminn - 11.01.1994, Qupperneq 9

Tíminn - 11.01.1994, Qupperneq 9
Þri&judagur 11. janúar 1994 9 Breskir kjötfram- leiöendur snúast til vamar Sarah Young, 17 ára menntaskólanemi, boröaöi ekki hátíðarmatinn sem var borinn fram heima hjá henni um síöustu jól, heldur næröist hún á allskyns jurtafæðu. í við- tali við breska dagblaðið Fin- ancial Times sagði Sarah að sér hafi lengi vel þótt kjöt vera herramannsmatur. Þetta hafi breyst eftir því sem hún frædd- ist meira um dýrahald og slátr- un þeirra. Sarah er ein af sex í 25 stúlkna bekk sem hafa hætt aö borða kjöt. Flestar hinna hættu aö borða kjöt vegna andúðar á þeim aðferðum sem beitt er við slátrun dýra og dýrahalds á stórbúum eða svokölluðum iðnaðarbúum. Samkvæmt nýlegri breskri skoðanakönnun eru stúlkumar dæmigerðar jurtaætur - þær em ungar, tilheyra millistétt lands- ins og búa í suðurhluta Eng- lands. í dag em fjórir af hverj- um hundrað Bretum jurtaætur eða tvisvar sinnum fleiri en fyr- ir 10 ámm. Hlutfallið er þó mun hærra meðal unga fólks- ins. Samkvæmt markaðskönn- un sem gerð var fyrir Asda verslunarkeðjuna em 11 af hundraði allra stúlkna á aldrin- um 13-15 jurtaætur. Eðlilegt væri að aukin neysla á jurtafæði þýddi samdrátt I kjötneyslu. Samkvæmt fyrr- greindri markaðskönnun keyptu Bretar grænmeti, ávexti og annað það sem telst vera jurtafæði fyrir sem nemur 1100 milljörðum íslenskra króna árið 1992 miöað viö 800 millj- arða 1988. Það vekin því nokkra furðu að samtök kjötframleiðenda virðast ekki kippa sér upp við þessar fréttir. Formælandi sam- Kjötát hefur aukist á und- anförnum árum, en sam- setning kjötsins hefur breyst takanna segir að unglingamir séu fyrst og fremst að sýna sjálf- stæði sitt með því að borða ekki kjöt. Tölur um kjötneyslu Breta benda til þess aö hún hafi staö- ið í stað eða jafnvel aukist nokkuð á tuttugu ára tímabili. Árið 1970 boröaði meðalbret- inn 64,2 kg af kjöti en var kom- inn í 65,4 kg árið 1990. Ambrose Landon blaðafulltrúi samtakanna segist viss um að framleiðendur annarra vöru- tegunda kynnu sér ekki læti ef þeir gætu státað af því sama og kjötframleiðendur að 97% allra heimila keyptu það sem þeir framleiddu. Þetta breytir ekki þeirri stað- reynd að kjötneysla hefur verið að breytast. Fólk leggur sér nú frekar fuglakjöt til munns en kjöt af nautgripum og svínum. Einnig kjósa æ fleiri að neyta kjöts til hátíöarbrigða þegar þeir fara út að borða en neyta annarra fæðutegunda heima hjá sér. Ambrose viðurkennir að fólk hugsi nú aðallega um það hvað sé þægilegast að mat- reiða og kjötframleiöendur þurfi að aðlaga sig breyttum markaði. Skoðanakannanir á vegum breskra stjómvalda sýna að neysla á hakki og pylsum hefur stóraukist á sama tíma og neysla á einstökum skrokkhlut- um hefur dregist saman. Ambrose bendir á að þegar Leiötogafundur NATO fjallar um Bosníu: Clinton varar viö innantóm- um hótunum REUTER Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær á leiðtogafundi NATÓ í Brussel að trúverðug- leiki NATÓ sem vamarbanda- lags væri í húfi gagnvart þeim vanda sem nú steðjaöi að í Bo- sníu. Clinton varaði banda- lagsþjóðir sínar við því að hóta því aöeins loftárásum á Bosníu ef þeir hygðust standa við slíkar hótanir. Forsetinn fagnaði hins vegar drögum að samkomulagi sem lagt hefur verið fyrir leiðtogafundinn, en í því samkomulagi er talaö um að Atlantshafsbandalagið sé tilbúiö til að standa að loft- UTLOND fólk segist hafa dregið úr kjötáti þá eigi það oftast við læri og hrygg. Margir átti sig ekki á því aö það er kjöt í pylsum og því síður að slíkt sé að finna í „spaghetti Bolognese". Glynne Steele, formælandi samtaka þeirra sem taka jurta- fæði fram yfir annan mat, legg- ur áherslu á að þeir sem hætti aö borða kjöt vilji með því sýna andúð sína á starfsháttum stór- búanna. Hann segir að þetta fólk sé aftur á móti opið fyrir því að borða kjöt af dýrum sem ekki hafa verið lokuð inni alla sína ævi og skilyrði sé að dýrin hafi nærst á ómengaðri nátt- úmfæðu. Sala á „náttúmlegu" kjöti jókst í Bretlandi úr sem svarar 100 milljónum íslenskra króna 1988 í 900 milljónir króna 1992. Steele segir að þessi aukning sé ótvírætt spor í rétta átt. Hann telur óyggjandi að aukiö upplýsingastreymi um meðferð og slátmn dýra snúi æ fleira fólki frá kjötneyslu. Það er alkunna að hegðun fólks mótast í bamæsku. Adam McNamara 10 ára hætti að boröa kjöt eftir að hafa séð hvemig háttaði til í bresku slát- urhúsi. Hann segist viss um að ekki þurfi margir að bætast í hóp jurtaæta til að bændur fari að umgangast dýrin með meiri virðingu. Breskir kjötframleiöendur em að sjálfsögðu ekki sérlega hrifnir af svona tilfinninga- semi. Þeir em fullvissir um að meðferö dýra sé hvergi betri en einmitt í Bretlandi. Hvað sem öðm líður þá snýst gagnsókn kjötframleið- enda aöallega um það. hversu heilsusamleg neysla gripakjöts (red meat) sé. Samkvæmt ný- legri skoöanakönnun Gallup- stofnunarinnar hefur þeim fjölgað mjög sem ekki borða kjöt. Rúmlega sex af hundraði fullorðins fólks í Bretlandi sneiöa hjá kjöti, en fyrir tíu ámm var þetta hlutfall innan við tveir af hundraði. Kjötframleiðendur telja að þessa breytingu á neysluvenj- um megi fyrst og fremst rekja til ónógrar upplýsingar. Dr. Michael Nelson, kennari í nær- ingarfræöi Við Kings College í Lundúnum og jurtaæta, tekur undir það að kjötneysla hafi sínar jákvæðu hliðar. Hann vill þó ekki viðurkenna að þær séu margar. „Fólk fær jám og B12 vítamín þegar það neytir kjöts, en ég mæli ekki með því að það sé borðað á hverjum degi," seg- ir Michael. Fyrir tveimur ámm gerðu samtök kjötframleiðenda í Bretlandi (The Meat and Livestock Commission) gang- skör að því að kynna málstað sinn almenningi. Þau ákváðu að nota sem svarar eitthundrað og fimmtíu milljónum ís- lenskra króna í herferð undir slagorðinu „Kjöt til að lifa". Herferðinni var fyrst og fremst beint að konum á aldrinum 20 til 35 ára en sá hópur hefur dregið úr kjötneyslu í meira mæli en meðalbretinn. Þegar árangur var skoðaður að ári liðnu kom í ljós aö hlut- fall þeirra kvenna sem höfðu minnkað kjötneyslu sína hafði lækkað úr 15 í 14 af hundraði. Og hlutfall þeirra kvenna sem ætluðu að draga úr kjötneyslu sinni í framtíðinni hafði lækk- að úr 7 í 5 prósent. í Ijósi þess hvemig til hefur tekist hafa samtök kjötfram- leiðenda ákveðið að margfalda framlagið til þessa kynningar- átaks. Það felst í því að sann- færa fólk um að kjöt sé alhliða fæða sem falli vel að þörfum nútímafólks. David Lewis sem sinnir al- menningstengslum á vegum samtakanna segir að erfiöasti hjallinn sé samt eftir, að hamla gegn þeirri þróun meöal ung- linga og ungs fólks að það snúi sér alfarið að jurtafæði - að berj- ast gegn þeirri hugmynd að nú- tíma landbúnaður taki ekki til- lit til velferðar húsdýra. Könn- un á viðhorfi skólasystra Sömh Young sýndi að flestar þeirra sném sér undan þegar þær áttu leið framhjá kjötbúö slátrara. FT/ÁÞÁ árásum á Bosníu undir stjórn Sameinuöu þjóöanna ef það veröi til þess aö koma í veg fyr- ir enn frekari hörmungar í Sarajevó. Á leibtogafundinum í Bms- sel, sem er sá fyrsti síðan Sov- étríkin féllu, kom fram tilboö NATÓ-ríkja til fyrrum Varsjár- bandalagsríkja um það sem þeir kölluðu „Félagsskap um frið", þ.e. aukna samvinnu en hins vegar var ekki talið tíma- bært að ræða frekar útþenslu NATÓ austur á bóginn. Á sama tíma og NATÓ-leið- togar ræddu málin í Bmssel bámst menn á banaspjótum í Sarajevó þar sem sprengjum rigndi yfir miðborgina. Skilafrestur launaskýrslna o.fl. gagna Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur skilafrestur eftirtalinna gagna sem skila ber á árinu 1994 vegna greiðslna o.fl. á árinu 1993 verið ákveðinn sem hér segir: 1. Tíl og með 21. janúar 1994: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 4. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Tll og með 20. febrúar 1994: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI 3. Til og með síðasta skiladegi skattframtala 1994: 1. Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölul. C-liðar 7. gr. sömu laga. 2. Gögn frá eignarleigufyrirtækjum þar sem fram koma upplýsingar varðandi samninga sem eignarleigufyrirtæki, sbr. II. kafla laga nr. 19/1989, hafa gert og í gildi voru á árinu 1993 vegna fjármögnunarleigu eða kaupleigu á fólksbifreiðum fyrirfærri en 9 manns. M.a. skulu komafram nöfn leigutaka og kennitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði sem eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.