Tíminn - 20.01.1994, Side 2
1
Tíminn
spyr...
Ertu sammála þeirri skob-
un Halldórs Ásgrímssonar
aö forystumenn sjómanna
og útvegsmanna hafi stab-
ib sig illa í því ab leysa sjó-
mannaverkfaliib?
Arnar Sigurmundsson, for-
mabur Samtaka fískvinnslu-
stöðva:
„Nei, ég held að deilan hafi
einfaldlega fljótlega komist í
hnút sem varö sífellt erfiðari
að leysa. Samningamenn
höfðu einfaldlega ekki tök á
að semja og síst eftir stóra sjó-
mannafundinn."
Hrafnkell A. Jónsson, for-
maöur verkalýbsfélagsins
Árvakurs á Eskifírði:
„Ég get ekki tekið undir þaö
að forystumenn sjómanna
hafi staðið sig illa, en ég er
hins vegar mjög ósáttur við
framgöngu útvegsmanna. Það
má hins vegar segja að ég hafi
ekkert leyfi til að segja að þeir
hafi staðið sig illa þvi að þeir
em auðvitað að gæta sinna
hagsmuna. Það er aftur á móti
rétt aö þessi deila var orðin
nokkuð persónuleg og það er
það skelfilegasta sem getur
komið fyrir í svona kjaradeil-
um. Ég er þess vegna þeirrar
skoðunar að það hafi ekki ver-
iö nein útgönguleiö úr þessu
nema sú að leysá deiluna með
lagasetningu. Menn geta svo
aftur deilt um innihald slíkrar
lagasetningar."
Pétur Sigurðsson, formabur
Alþýðusambands Vestfjaröa:
„Ég get ekki svarað þessari
spumingu. Ég er vanhæfur í
þessu máli."
HPlJflllfl
Fimmtúdagur 20.jánuár 1994
Horfur á oð nemar frá Noröurlöndunum stórauki feröalög til íslands:
80 milljóna skólasetur
á Hvalfjaröarströnd
Horfur eru á ab norræn ung-
menni muni hópast til Is-
lands næsta vetur til náms-
dvalar í Norræna skólasetr-
inu sem er ab rísa á Hval-
fjaröarströnd. Framkvæmdir
eru í fullum gangi vib bygg-
ingu húss undir setrib og er
gert ráb fyrir ab fyrstu nem-
endumir komi þangað 1. ág-
úst. Fyrsti mánuðurinn er
þegar fullbókaður.
Það er nýstofnaö hlutafélag,
Norræna skólasetrið hf., sem
stendur fyrir byggingafram-
kvæmdunum í hlíöinni fyrir
ofan Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd. Hlutafélagið er í eigu
nokkurra einstaklinga, fyrir-
tækja og sveitarfélaga á svæð-
inu, en forgöngumaður fyrir
stofnun félagsins er Sigurlín
Sveinbjamardóttir námsstjóri.
Áætlaöur kostnaður við bygg-
inguna er tæpar 80 milljónir.
50 milljónir em teknar að láni
frá Vesmorræna lánasjóðnum,
en afganginn fjármagna hlut-
hafar. Gert er ráð fyrir að tíu
stöðugildi verði við skólasetr-
ið. Framkvæmdir ganga sam-
kvæmt áætlun. Jarðvinnu og
byggingu undirstaða xmdir
húsið er lokið. Veggir verða
reistir í febrúar en húsið er
byggt úr steyptum einingum.
Gert er ráð fyrir að húsið verði
tilbúið í júlí og fyrstu nemend-
urnir komi 1. ágúst. Húsið er
rúmlega 1.100 fermetrar á
tveimur hæðum.
Fyrirhugað er að reka skóla-
setrið allt áriö. Frá ágúst og
fram í júní veröa skólakrakkar
á setrinu, en yfir sumarmán-
uðina verður það leigt út til
ferðamanna. Húsið rúmar 90
unglinga í einu. Þeim verður
boðið upp á fjögurra manna
herbergi með baði.
Nemendumir sem koma frá
Norðurlöndum koma til með
að njóta styrkja frá norrænum
sjóðum og sveitarfélögum.
Horfur em á að kostnaður
hvers nemanda verði um 45
þúsund íslenskar krónur, en
það fer reyndar eftir því hvort
tekst að ná samningum um
ódýrt leiguflug til landsins.
Nemendumir verða á aldrin-
um 13-19 ára. Miðað er við að
ungmennip verði í skólanum í
eina viku.
En er markaður fyrir svo rnn-
fangsmikil nemendaskipti?
„Ég hef haft yfirumsjón með
norrænum nemendaskiptum
síðustu tíu árin og þetta er allt-
af að aukast. Það koma nú þeg-
ar um 800 krakkar á ári til
landsins. Það er mjög mikill
áhugi á íslandi og með mark-
aðssetningu og kynningu er
ekki vafamál að það er hægt að
fjölga feröum norrænna ung-
menna hingað," sagði Sigur-
lín.
Sigurlín sagði að nemendum
yrði boðið upp á tvær skoðun-
arferðir, sund, leiki og
skemmtan, auk sjálfrar
kennslunnar.
„Við komum til með að
leggja áherslu á þrjú efni. Það
er í fyrsta lagi saga íslands og
þá verður gengið sérstaklega
út frá sögu þessa svæðis með
vísun til dæmis í Egilssögu.
Síðan munum við leggja
áherslu á umhverfisfræðslu.
Þama er mjög skemmtileg
fjara, jarðhiti, fjölbreyttur
gróður og landslag. Þriðja
þemað verður íslenskt þjóðfé-
lag nútímans. Ennfremur
veröur boðið upp á gestafyrir-
lestra eftir óskum hvers hóps."
Sigurlín sagði að hún hefði
fengiö jákvæð viðbrögð á
Norðurlöndum við Norræna
skólasetrinu og sagðist vera
mjög bjartsýn á að áætlanir fé-
lagsins gengju upp. -EÓ
Hreibar Crímsson, bóndi ab Grímsstöbum. Hús og hœnur voru tryggbar en hann missir tekjur sínar nœstu mánubi.
Tímamynd CS
Eggjabóndi missir 3000 varphœnur í eldi:
„Maður missir lifi-
brauð sitt í bili"
„Þetta er mjög sorglegt og mikið
áfall, þab er leibinlegt aö vita dýr-
in deyja svona þó aö þaö hafi
kannsld tekiö fljótt af, maöur
vonar þaö, en maöur missir sitt
lifibrauö í bili," segir Hreiöar
Grímsson, bóndi aö Grímsstöð-
um, en þar kom upp eldur í
hænsnahúsi um klukkan 18 á
þriöjudag.
TaÚö er aö kviknaö hafi í út frá
rafmagnsviftu í loftræstingu. All-
ur bústofninn, eöa um 3000 varp-
hænur, kafnaði af völdum reyks.
Heimilisfólk á Grímsstöðum var
að heiman þegar eldurinn kom
upp. Slökkviliöið í Reykjavík var
kallaö á staöinn og gekk greiðlega
aö slökkva eldinn.
Hreiöar segir aö ef hann þurfl aö
byggja upp hænsnabúin og ala í
þau ftá gmnni geti tekið um hálft
ár aö koma ftamleiöslunni í sama
horf aftur. Hann býst við aö verða
tekjulaus næstu vikur og mánuöi,
en mánaöarframleiösla á eggjum
á búinu var fimm tonn. Ekki
gert ráö fyrir aö þetta hafl áhrif I
markaösverö eggja. Eftirspum eft-
ir eggjum er ekki mikil á þessum
tíma árs og einnig er þetta ekki
stór hluti af heildarframleiöslu
eggja.
Hvort tveggja varphænumar og
húsið var að fullu tryggt. Endur-
nýja þarf töluvert af þaki og klæö-
ingu hænsnahússins, en tjóniö
hefur ekki verið metið að fullu
ennþá. -ÁG
Sviptingar hjá íslandsmeist-
urum IBK í körfubolta:
Jonathan Bow
látinn fara
„Hann er nýfarinn að búa ein-
samall og búinn að missa íbúb-
ina sína. Því fylgir oft frjálst líf-
emi og þab var allskonar vesen
í kringum hann, sem hafbi
slæm áhrif á stöðu hans í lið-
inu. Vib gátum ekki lengur
staðið í þessu, enda gemm viö
miklar kröfur til okkar manna,"
segir Hannes Amar Ragnarsson,
formaður Körfuknattleiksfélags
Keflavíkur.
Einn litríkasti og besti körfu-
boltamaður landsins, Jonathan
Bow, er hættur að leika með ís-
landsmeisturum ÍBK í körfu-
bolta. í tilkynningu félagsins
frá því í gær segir að stjórn þess,
þjálfari og Bow hafi komist að
samkomulagi þar um vegna
persónulegra ástæöna hans.
Jafnframt þakkar félagið hon-
um góða frammistööu sem leik-
maður og félagi. Þar segir einn-
ig aö Jonathan Bow muni leita
eftir samningum annars staðar í
Evrópu, en útilokar þó ekki að
leika á íslandi í framtíðinni,
enda hyggst hann sækja um ís-
lenskan ríkisborgararétt.
í stað Jonathans Bows kemur
Raymond Foster sem lék meb
Tindastól á síbasta ári. Hann er
2,06 á hæð og skoraöt f fyrra að
meðaltali um 30 stig# leik.
„Hann segist verí ájjetra lík-
amlegu formi nú eíflfi. Okkur
hefur alltaf vantað svona há-
vaxinn frákastara. Þannig ab
þetta getur allt eins styrkt liöið í
þeirri baráttu sem framundan
er og í bikarúrslitaleiknum gegn
Njarðvík. En þab verður bara aö
koma í ljós," segir Hannes Am-
ar.
Hann segir að það hafi verib
mikil samstaða innan stjómar
og liðsins um þá ákvörðun aö
láta Jonathan Bow hætta hjá fé-
laginu.
-grh