Tíminn - 20.01.1994, Page 3
Fimmtudagur 20. janúar 1994
3
Slökkvilibsmönnum gekk fremurseint ab rába niburlögum eldsins í einbýlishúsinu vib Skólavörbustíg ígœrmorgun. Þab er talib ónýtt eftir brunann.
Tímamynd CS
Óvenjumikiö aö gera hjá Slökkviliöinu í Reykjavík:
96 útköll á 19 dögum
Bankamenn hafa náb nœr
einstökum árangri:
Fá greidda
rúma fimmtán
mánuði á ári
„Á árinu 1992 fékk fram-
kvæmdastjóri greiddar
632.216 krónur vegna starfsaf-
mælis. Greiöslan er í samræmi
viö kjarasamninga SÍB," segir í
fróölegri greinargerö Ríkisend-
urskoöunar um laun og starfs-
kjör yfirmanna rikisbanka og
sjóöa.
Af nánari skýringum má ráða,
aö umræddur framkvæmdastjóri
hefur 1992 fengiö greidda tvo
mánuöi til viðbótar viö þá 13
mánuöi sem bankamenn fá
greidda á hverju ári. Þannig aö
árið 1992 hefur teygst upp í
samtals 15 mánuöi hjá viökom-
andi. Þaö er þó ekki hámarkið,
því vinni umræddur fram-
kvæmdastjóri enn í fimm ár fær
hann greidda 15 og 1/2 mánuö
áriö 1997.
Ár bankamanna geta þannig
teygst vel fram yfir þá 13 mán-
uöi sem launþegar í öörum
starfsgreinum hafa löngiun öf-
undaö þá af. Og þaö em alls ekki
bara „stjórar" bankanna sem lifa
þessi feiknarlega löngu ár, held-
ur hafa þau veriö í samningum
allra ríldsbankamanna, a.m.k.,
síöan 1977. Fyrstu aukamánaö-
arlaunin (14. mánuöurinn) bæt-
ist viö á 15 ára starfsafmælisár-
inu innan sama banka. Fimm
árum síÖar fær viökomandi ein
og hálf aukamánaöarlaun (þ.e,
14,5 mánaöarlaun á árinu). Á 25
ára starfsafmælisárinu bætast
viö tvenn aukamánaöarlaun,
þannig aö hann fær greidda 15
mánuöi. Og þegar 30 starfsár em
aö baki veröa aukamánuöimir 2
og 1/2, til viöbótar þeim 13
mánuöum sem bankamir greiöa
ár hvert. Þessir traustu starfs-
menn fá því alls greidda 15 og
1/2 mánuö á 30. starfsafmælisár-
inu, og þaö munu þeir síðan fá á
fimm ára fresti svo lengi sem
þeir vinna í sama bankanum.
-HEI
Miklar annir hafa verib hjá
Slökkviliðinu í Reykjavík þaö
sem af er árinu, en samkvæmt
skýrslum hefur Slökkviliöiö
verib kallab 96 sinnum út á 19
dögum. Til samanburðar vom
tæplega 900 skýrslur gerbar fyr-
ir allt áriö í fyrra.
Inni í þessum tölum em útköll
vegna bmna í bílflökum og fleim,
sem ekki telst til eldsvoöa. Aö
sögn Jóns Friöriks Jóhannssonar,
varöstjóra hjá slökkviliðinu, hafa
húsbmnar veriö óvenjutíðir það
sem af er árinu. Snemma í gær-
morgun kviknaði í íbúðarhúsi viö
Skólavöröustíg. Húsið, sem er
bámjámsklætt timburhús, er tal-
iö ónýtt eftir brunann. Ovíst er
um hvaö olli eldiniun, en þó ligg-
ur fyrir aö upptök hans vom í
gólfi á milli hæöa. Rafmagn var á
húsinu þar til aö slökkviliðsmenn
slógu það út.
Engin var í húsinu þegar eldsins
varö vart laust eftir klukkan sex.
Slökkviliöinu sóttist starf sitt erf-
iðlega vegna eldfimrar einangr-
unar á milli veggja og eldfimrar
klæöningar á veggjum og tók
tæpa þrjá klukkutíma aö sigrast
aö fullu á eldinum. -ÁG
Utflutningur lifandi hrossa hefur
fimmtánfaldast á tíu árum
Einn helsti vaxtarbroddurinn
í landbúnaði undanfarin ár er
ræktun reiöhrossa til útflutn-
ings. Útflutningur lífhrossa
hefur tæplega fimmtánfaldast
á rúmum tíu árum. Útflutn-
ingm hrossa hefur fariö stig-
vaxandi á ári hverju frá 1982
og var aldrei meiri en á síöasta
ári.
Áriö 1981 vom flutt út á fæti
170 hross, en á síöasta ári var
þessi tala kominn í tæplega
2500. Söluverðmæti þokkalegs
reiöhests (geldings) á markaöi í
Þýskalandi er um 8000 DM, eöa
um 340 þúsund íslenskar krón-
ur og er þaö líklega vægt áætlað.
Verölag á íslenskum hrossum er
svipað í Svíþjóö. Ef þessi viö-
miöunartala er notuð má reikna
út aö söhiverðmæti íslenskra út-
flutningshrossa á markaði er-
lendis hcifi numiö um 850 millj-
ónum króna á síðasta ári. Þéssa
útreikninga ber að taka meö fyr-
irvara, því gæöingar og sér í lagi
þekktir graðhestar seljast á
miklu hærra veröi en átta þús-
imd mörk. Skilaverö til fram-
leiðenda á íslandi er einnig erf-
itt að meta, en þess má geta aö
uppgefið meöalverð fyrir líf-
hross flutt út til Þýskalands frá
janúar til október 1993, var
samkvæmt tollskýrslum tæpar
60 þúsund krónur.
Langstærsti markaöurinn fyrir
íslensk reiöhross er í Þýskalandi,
en þangað vom flutt um 1270
hross á síöasta ári. í næsta sæti
er Svíþjóð meö um 440 hross og
þar á eftir Noregur og Danmörk
með mn 220 hross hvort um sig.
Þetta kemur fram í samantekt
frá Félagi hrossabænda.
Síðasta ár sker sig einnig úr að
því leyti ab þá vom fluttir út
nær helmingi fleiri graðhestar
en árin þar á undan, eöa t.d. 86
áriö 1993 á móti 48 áriö 1992.
Þá vora á síðasta ári fluttar út
nokkuð fleiri hryssur en geld-
ingar (1235 á móti 1164), en
þróunin hefur verið sú undan-
farin ár aö þeim hefur fjölgað
hlutfallslega miðað við geld-
inga.
Margt bendir til aö þessi já-
kvæöa þróun haldi áfram.
Þannig hefur markaðsstarf í
Þýskalandi sjaldan eöa aldrei
verið öflugra. Aöilar innanlands
í samstarfi viö Félag hrossa-
bænda og fleiri em aö hleypa af
stokkunum kynningu á íslenska
hestinum í Bandaríkjimxun,
verið er að kynna hann meðal
Sama í Lapplandi og svo mætti
áfram telja. -ÁG
Útflutningur reiöhrossa eftir
löndum 1993
Þýskaland 1273
Svíþjóð 441
Danmörk 219
Noregur 222
Holland 42
Austurríki 59
Finnland 26
England 27
Færeyjar 9
Bandaríkin og Kanada 17
Sviss 22
Frakkland 14
Ítalía 10
Belgía 37
írland 2
Lúxemborg 2
Litháen 63
Reiöhestaútflutningur árin
1981-1993
ár alls - stóðh . nnerar geld- ingar
1981 ....251. .... 2 49 ... .200
1982. ... 170 3 62... ...105
1983 ....286 ...14. ... 106... ...163
1984 ....347. ....8 80.... ,.259
1985 ....279. ...10 81 ... ...188
1986 ....601. ...20 ....241... ...340
1987. ....609 ...22 ....236... ...351
1988 ....700. .. 28 ....194 ... ...478
1989 ..1019 ...42 ....397 ... ...580
1990 ..1130 ...28 ....426.. ...676
1991 ..1834 ...47 ....812... ...975
1992. ..2004 ...43 ....918... .1043
1993. ..2485 ...86 ..1235 .. .1164