Tíminn - 20.01.1994, Side 4
4
Wwwim
Fimmtudagur 20. janúar 1994
WfWlflÍI®
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Utgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210,125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmibja
Frjálsrar fjölmiblunar hf.
Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Fastlaunakerfi í
stað sporslukerfis
Eitt af því, sem talið hefur verið okkar litla þjóð-
félagi til gildis, er að hér sé lítill munur á ríkum
og fátækum, stéttaskipting sé minni en hjá fjöl-
mennari þjóðum.
Hafi þessi kenning verið rétt, er næsta víst að í
þessu efni sígur á ógæfuhliðina. Launamunur
hefur farið vaxandi og afleiðingarnar eru aukin
stéttaskipting, f
Þetta er uggvænleg þróun, vegna þess að þetta
er lítið þjóðfélag, sem rúmar ekki slíkar and-
stæður.
Það er langur vegur á milli þess að vera at-
vinnulaus eða lifa á milljón króna mánaðar-
launum með tilheyrandi fríðindum, eða þá á
fjármagnstekjum eða ávöxtun verðbréfa. Sýn
slíkra þjóðfélagshópa á lífið og tilveruna hlýtur
að vera ólík.
Skýrsla um laun bankastjóra ríkisbankanna og
bankaráðsmanna hefur vakið mikla athygli og
umtal. Mörgum hefur orðið hverft við að fá
fregnir af risalaunagreiðslum, sem þama koma
upplýsingar um. Spurt er hvernig við verði
bmgðist. Launaumræða sem þessi dregur úr því
trausti sem bankastofnanir verða að njóta í
þjóðfélaginu.
Hér er því ekki haldið fram að ekki eigi að
borga fólki í ábyrgðarstöðum laun í samræmi
við ábyrgð, hæfni, þekkingu og starfsreynslu.
Hins vegar er tífaldur launamunur of stór biti
fyrir lítið þjóðfélag að standa undir.
Það er ekki nægilegt að gefa út skýrslur og ræða
um þær. Spurningin er hvert næsta skref verður.
Það er breytinga þörf í launakerfinu og það á við
víðar en í ríkisbönkunum.
Það þarf að breyta launakerfi ríkisins á þann
veg að þeim, sem skipa háar stöður í embættis-
mannakerfinu, séu greidd föst laun. Fyrr verður
ekki hægt að koma böndum á alls konar auka-
greiðslur fyrir verk, sem unnin em í venjulegum
vinnutíma þeirra. Sama regla þarf að gilda í
bankakerfinu.
Þau laun, sem ákveðin em, eiga vissulega að
taka mið af þeirri ábyrgð sem lögð er á viðkom-
andi. Störf bankastjóra em vissulega ábyrgðar-
mikil og ákvarðanatökur geta verið afdrifaríkar.
Þrátt fyrir það er út í hött að bankastjórar geti
verið á þreföldum launum forsætisráðherra, svo
viðmiðun sé tekin.
Kjaradómur, sem ákvað æðstu embættismönn-
um föst laun og lækkaði suma þeirra í launum,
var brotinn á bak aftur og afnuminn með bráða-
birgðalögum. Að mestu var það vegna andstöðu
við launahækkun þingmanna, sem að mati
dómsins höfðu dregist aftur úr viðmiðunarstétt-
um. Embættismennirnir halda því sínum laun-
um og kerfið er það sama og áður.
Það væri rökrétt framhald af þeirri umræðu,
sem nú er, að brjóta upp það sporslukerfi sem
tíðkast hjá ríkinu, og sú regla næði einnig yfir
ríkisbankana. Fyrr en það verður gert er ekki
hægt að halda utan um launakerfi ríkisins. Það
er komið úr böndunum.
Hundamál Ólafs óheppna
Óbrigðul fluga og
hamingja við Hofsá
fig bekki marga veiðimenn | {~
Ólafur E. Jóhannsson frétta-
maöur hefur orð á sér fyrir að
vera einn öflugasti sportveiði-
maöur á landinu og gildir þá
einu hvort um stangveiöi eða
skotveiði er að ræða. Ólafur var
um síöustu áramót kosinn
óheppnasti maður ársins á Rás 2
fyrir að hafa skotið margrómað-
an verðlaunahimd í hálfrökkri
norður í landi, en hann taldi sig
vera að veita særöri gæs náöar-
höggið. Þessa ógæfu hefur Ólaf-
ur sjálfur rakið í landsfrægri
Morgunblaðsgrein, sem hann
kallaði „Ég skaut hundinn" eða
eitthvað því um líkt. Vitaskuld
er það slæmt til afspumar fyrir
þekktan skotveiðimann að vill-
ast á hundi og gæs, og þó Ólafi
hafi ekki fundist hann verð-
skulda nafnbótina „óheppnasti
maðxninn" þegar Rás 2 ræddi
við hann á gamlársdag, þá verð-
ur að túlka það sem skiljanleg
vamarviðbrögö hjá honum.
Maöur meö fortíÖ
En miðað við þessa forsögu Ól-
afs og verðlaunahundsins,
hljóta skrif hans í nýútkomið
veiðiblað annaö hvort að teljast
ótrúleg óheppni eða ótrúleg
karlmennska. Ljóst er að um-
rætt veiðiblað hefur tafist mikið
í útgáfu og verið lengi í vinnslu
af mörgum ástæðum. Greinilegt
er á ýmsu í því að það átti í það
minnsta að vera komið út vel
fyrir jólin, þ.e. áður en Ólafur
fékk nafnbótina „hinn
óheppni". Blaðið er þó ekkert
verra fyrir það og í því er t.d.
ágætis grein um stangveiði eftir
Ólaf óheppna þar sem hann lýs-
ir m.a. leit sinni að hinni einu
sönnu flugu. Ólafur viröist
hrifnastur af flugum úr hunds-
hári og eins og sannur veiði-
maður hnýtir hann flugur sínar
sjálfur. Til sögunnar nefnir
hann Collie Dog og Black Labra-
dor, en Ólafur er hrifnari af
þeirri fyrmefndu.
GARRI
Játning
fluguhnýtingarmanns
Um hundshársöflun til flugu-
hnýtinga segir Ólafur síðan:
„Tvennum sögum fer af því
hvar á kvikindinu taka skal hár-
in. Sumir segja að klippa eigi
hár af fótum hundsins, aðrir
tala um hár af hliðunum. Ég
veit ekki hvað satt er í því, best
er auðvitað að eiga nóg og það á
ég núna. Ég ætla ekki að segja
frá því hvemig best er að ná sér
í svona hér, eigi maður ekki
sjálfur hund af þessari tegund.
En eftir veiðiferðina í Hofsá get
ég játað að ég keypti mér skæri
sem fóru vel í vasa og gimilegt
bein. Ég hef líka, síðan í sumar,
verið tíður gestur á Geirsnefi og
í Heiðmörk, þar sem hundaeig-
endur sleppa dýmnum gjaman
lausum. Eg hef líka sést klappa
þessum dýmm, reyndar bara
einni tegund. Hundamir hafa
verið mjög ánægðir með beinið,
en viö eigenduma hef ég ekki
talað. Sektarsvipurinn gæti
komið upp um mig."
Hafi þessi orð Ólafs verið rituð
áður en óhappið með verð-
laimahundinn átti sér stað og
séu að birtast núna í blaði sem
seinkaði, er óhætt aö segja aö
Ólafur óheppni standi undir
nafnbótinni sem hann fékk hjá
Rás 2 um áramótin. Hins vegar
er það líka vel hugsanlegt að Ol-
afur sé með þessu einfaldlega að
drepa á dreif hundamálunum
hinum fyrri með því að koma
nú meö nýjan þátt í framhalds-
söguna um hundaævintýri sín.
Sé svo, þá er Ólafur ekld ein-
göngu óheppinn, heldur líka
mikill kjarkmaður og jafnvel
húmoristi gagnvart sjálfum sér,
því hann mátti vita að hunda-
sagan úr stangveiðinni yrði
beintengd hundasögunni úr
skotveiðinni og aö til samans
myndi hundafár hans allt öðlast
aukinn kraft og lengra líf. Því er
óhætt að fullyrða að nú muni
viðumefnið óheppni endanlega
festast við Ólaf og að hundaeig-
endur muni feta í fótspor Sant-
osar radíóvirkja og taka á sig
sveig, ef þeir mæta Ólafi á götu.
Garri
Markaössetning réttlætisins
Glæpur og refsing lúta mark-
aðslögmálum á íslandi í dag.
Eftir því sem framleiðni afbrota
er meiri, fæst meiri afsláttur á
refsingum. Glæpamaður, sem
kemst yfir að fremja nægilega
mörg afbrot á tilskildum tíma,
þarf ekki að svara til saka nema
fyrir örlítið brot þeirra og fær
þannig meiri magnafslátt en
nokkur útsala getur boðiö upp
á.
Reglulega duglegur afbrota-
maður, sem ekki lætur deigan
síga þótt veröir laganna og
vemdarar borgaranna hafi
hendur í hári hans annað slagið
og heldur áfram glæpaiðju
sinni, þarf ekki að óttast að
hann veröi tekinn úr umferð,
svo lengi sem hann tekur sér
ekki hvíld frá störfum. Ákæm-
valdið safnar nefnilega saman
skýrslum um glæpaferilinn og
bíður með að gefa út ákæmr þar
til honum lýkur, að mati yfir-
valdanna.
Hins vegar er undir hælinn lagt
hve gott úthald hver og einn af-
brotamaður hefur til að safna í
glæpaskjóðu sína áöur en hann
fer að slappa af og yfirvöldin
telja tímabært að gera eitthvað í
málum hans og gefa myndarleg-
an magnafslátt, þegar refsing er
ákveðin.
Bestu kaupin
Lýsingin á viðskiptaháttum
delinkventa og yfirvaldanna er
gefin af einum æðsta manni lög-
reglunnar í Reykjavík og veit sá
vel hvað hann syngur.
Markaðssókn afbrotamann-
anna er stöðug og markviss,
enda leitast þeir við að stunda
markaðsrannsóknir og gaum-
gæfa hvar kaupin gerast best. Á
meðan tíðni nauðgana og of-
A víbavangi
beldisglæpa stendur nokkum
veginn í stað, fjölgar innbrotum
og þjófnuðum, sem brjóta í bága
við lög, gríöarlega. Innbrots-
þjófar em sú stétt sem mestan
afslátt fær á refsingum, þegar
þeim þóknast að hætta og setj-
ast í helgan stein.
Sömu innbrotsþjófamir em
teknir aftur og aftur, ýmist á
innbrotsstað eða annars staðar
þar sem þeir uppskera laun erf-
iðis síns. En þegar þeir sýna
fram á aö þeir em önnum kafnir
í miðjum afbrotaferli sínum, er
þeim umsvifalaust sleppt til að
þeir geti haldið áfram að safna
prikum í afrekaskrá sína.
Duglitlir glæpamann fá aðra og
verri meöferð. Ef of langt líður á
milli innbrota og þjófnaða, em
þeir teknir og dæmdir fyrir einn
eða tvo glæpi og þá er enginn af-
sláttur gefinn. Þannig er hægt
að fá svipaðan dóm fyrir eitt
ræfilslegt innbrot, sem ekki gef-
ur annað í aðra hönd en ánægj-
una af því að brjóta allt og
bramla, og fyrir langa og farsæla
glæpastarfsemi, sem vörðuð er
fengsælum ránum og óborgan-
legum skemmdarverkum.
Jafnréttiö
Með allt þetta í huga þarf eng-
an að undra þótt glæpabrautin
sé bein og greið og freistandi
fyrir dugmikla athafnamenn og
-konur að leggja á hana.
Lögreglumaðurinn, sem Tím-
inn ræddi við um glæpamarkað-
inn, einskorðaði upplýsingar
sínar við innbrotsþjófa og þá
sem stunda lítilmótlegri glæpa-
starfsemi. En þar má ná góöum
árangri með elju og ástundun og
fá væga dóma í kaupbæti.
Sé litið til viðameiri auðgunar-
brota, er ólíklegt annað en að
koma megi auga á aö svipuö
markaðsstarfsemi ráði ríkjum
milli þeina, sem þar skunda
glæpaveginn, og þeirra sem
gæta eiga laga og réttar.
Sá, sem misstígur sig lítillega
eða jafnvel getur ekki borgað af
skuldabréfi, er tekinn á beinið,
eigur gerðar upptækar og dóm-
stólar em snarir í snúningum að
fullnægja öllu réttlæti. Séu brot-
in aftur á móti stór og mörg, er
meöferðin flókin og góður
magnafsláttur gefinn á refsingu.
Hér er því um ákveðið jafnrétti
að ræða. Ekki er gert upp á milli
tegunda auðgunarbrotanna,
heldur aöeins hvort verklega er
að þeim staðið eða ekki og hve
langur og skrautlegur afbrotafer-
illinn er. Ræfilslegt einstakt af-
brot er fyrirlitlegt og hegnt er
fyrir það af fyllstu hörku, en
verklagnir síbrotamenn fá allt
aðra og betri meðferð.
Það er nú einu sinni svo með
brautir réttlætisins að þær em
órannsakanlegar, eins og vegir
guðs, og viö þeim er ekki annaö
að segja en amen eftir efninu,
og þakka pólitíinu fyrir heiöar-
legar upplýsingar.
OÓ