Tíminn - 20.01.1994, Qupperneq 8
Fimmtudagur 20. janúar 1994
forsetaframb j óðanda
Forseti þýska stjórnarskrárdómstólsins gœti orð/ð nœsti forseti landsins
Leit þýsku stjómmálaflokkanna
aö forsetaefnum er lokið. Eftir að
Stefan Heitmann, sérlegur fram-
bjóðandi Helmuts Kohls kanslara
Þýskalands, hafði loks horfst í
augu við þá staðreynd að fram-
boð hans til embættisins var á
góöri leið með að kljúfa kristilegu
flokkana eftir endilöngu var ljóst
að næsta forsetaefni kristilegra
yrði að vera nær óumdeilanlegt.
Segja má að það hafi tekist. Ro-
man Herzog, forseti þýska stjóm-
arskrárdómstólsins, er einn virt-
asti framámaður Þýskalands um
þessar mundir og enn sem komið
er hefur ekkert verið fundiö hon-
um til lasts sem máli skiptir.
Starfsferill
forsetaefnisins
Roman Herzog er langt frá því að
vera dæmigeröur þýskur embætt-
ismaður. Hann hefur sinnt ólík-
um störfum um ævina og farið
víöa. Um hann hefur verið sagt,
að á hann sé ekki hægt „að stóla".
Það er meint sem hól, því að
hann hefur aldrei verið staðinn
aö því að hafa fylgt flokkslínu í
störfum sínum sem dómari, en
hann hefur verið meðiimur í
flokki kristilegra demókrata frá
1970 og sinnt fjölmörgum trún-
aðarstörfum fyrir flokkinn þar til
hann var geröur að dómara við
stjómarskrárdómstólinn í
Karisruhe árið 1983.
Herzog er mótmælendatrúar,
þrátt fyrir ættir og uppmna í Bæj-
aralandi. Hann las lög við háskól-
ann í Munchen og lauk þar prófi
undir handleiðslu Theodors Ma-
unz, þekktasta fræðimanns Þjóö-
verja meðal löglærðra frá stríðs-
lokum. Herzog vann með Maunz
að fræðilegum skrifum um stjóm-
arskrá þýska sambandslýöveldis-
ins þar til honum baubst kenn-
ÚTLÖND
arastaba í ríkisrétti og stjómmála-
fræöi við háskólann í Vestur-Berl-
ín árið 1965. Herzog flutti sig um
set 1969, þegar honum bauðst
staða við háskólann í Speyer. Þó
að forsetaefnið viröist ekki sérlega
viökvæmt, er talið að stúdenta-
óeirðimar í Vestur-Berlín og árás-
ir vinstri róttæklinga á kennara
lagadeildarinnar hafi átt sinn þátt
í að Herzog var ekki áfram við Die
Freie Universitát.
Árið 1973 varð Herzog landsfull-
trúi á sambandsþinginu í Bonn.
Þá lágu leiðir hans og Heimuts
Kohls saman, en kanslarinn var
þá fylkisstjóri í Rheinland-Pfalz.
Fimm áram síöar var Herzog kall-
aður til starfa fyrir stjóm kristi-
Launagreiðendur!
Launamiðum
ber að skila
í síðasta lagi
21. janúar
Allir sem greitt hafa laun á árinu 1993 eiga að skila launamiðum
ásamt launaframtali á þartil gerðum eyðublöðum til skattstjóra.
ATH! Þeir sem fengu tímabundna endurgreiðslu trygginga-
gjalds á síðastliðnu ári þurfa að endurgreiða þá fjárhæð ásamt
dráttarvöxtum skili þeirekki launaframtali og launamiðum
á réttum tíma.
RSK
RÍKISSKATTSTJ ÓRI
Skilafrestur
rennur út
21. janúar
Mandela
gagnrýnir
de Klerk
Þab vakti heimsathygli í gær
þegar Nelson Mandela, forseti
Afríska þjóðarráðsins, gagn-
rýndi F.W. de Klerk forseta
harðlega á fundi í Jóhannesar-
borg. Þessir menn hafa fram til
þessa átt samleið í umbyltingu
Suður-Afríku og afnámi abskiln-
aöarstefnunnar og fengu þeir
t.d. báðir friöarverölaun Nóbels
af því tilefni.
Mandela sakaði de Klerk um
að hann og ríkisstjóm hans
ynnu með ýmsum andstæðing-
um Afríska þjóðarráösins ab því
að efna til uppþota, ólgu og of-
beldis í blökkumannahverfum.
Á myndinni má sjá Mandela
þegar hann gagnrýndi de Klerk
í gær.
Mynd Reuter
legra demókrata í Baden-
Wurttemberg, þar sem hann var
gerður að menningarmálaráð-
herra, en síðar tók hann vib emb-
ætti innanfylkisráöherra, sem
hann gegndi þar til hann var
skipaður í embætti dómara vib
stjómarskrárdómstólinn.
Víst er, að líkumar á að Roman
Herzog verði næsti forseti þýska
sambandslýöveldisins era miklar.
Þau, sem keppa við hann um að
ná kjöri, era Hildegard Hamm-
Brúcher ,frambjóöandi frjálsra
demókrata, Johannes Rau, fram-
bjóðandi sósíaldemókrata, og
Austur- Þjóðverjinn Jens Reich,
sem telst óflokksbundinn.
Forseti Þýskalands er kosinn af
þingmönnum sambandsþingsins
og fulltrúum fylkjanna og fer
kosningin fram þann 23. maí í
Reichstag í Berlín. 1324 fulltrúar
hafa atkvæðisrétt og til að verða
kosinn I annarri af fyrstu tveimur
umferðunum þarf frambjóðandi
að fá meira en helming atkvæða.
Ef engum frambjóðendanna fjög-
rura tekst að ná því marki, nær sá
kjöri sem fær flest atkvæði í þriðju
umferðinni. Kristilegu flokkamir
hafa samtals 621 fulltrúa á kjör-
fundinum, sósíaldemókratar 499,
frjálsir demókratar 114, Bandalag
90 og grræningjar 39, PDS (leifar
austur- þýska kommúnistaflokks-
ins) 33. Aðrir, þ.á m. repúblikanar
(hægri öfgamenn), eiga 18 full-
trúa á samkundunni. Herzog hef-
ur sagt, ab hann taki ekki meiri-
hlutakosningu, ef hún byggist á
stuðningi öfgamanna. Sá mögu-
leiki er því fyrir hendi, að frjálsir
demókratar, B90/græningjar og
PDS, sameinist um að greiða Jo-
hannes Rau atkvæði sitt. Ef til
þess kæmi, væri ljóst að frjálsir
demókratar hefðu gefið stjómar-
samstarfið viö kristilega upp á
bátinn og ætluðu sér að söðla um
yfir á sósíaldemókrata eftir kosn-
ingarnar til sambandsþingsins
seinna á árinu.
Lítill munur á Rau
og Herzog
Johannes Rau, fylkisstjóri í
Nordrhein-Westfalen, hefur lengi
haft augastað á forsetaembætt-
inu. Um tíma virtist sem draum-
urinn ætlaöi ab rætast, því ab
Kohl kanslari hafði gefib í skyn ab
hann hefði ekkert á móti Rau í
embættið. Síðan kom framboð
Heitmanns, sem ekki hefur enn
sem komið er fengist skynsamleg
skýring á, og þar með var stubn-
ingur kanslarans viö Rau úr sög-
unni. Fylkisstjórinn gaf því enn
einu sinni kost á sér til að leiða
sósíaldemókrata í Nordrhein-
Westfalen, þegar gengib var til
kosninga um formannsembættið
þar á bæ fyrir skemmstu. Ef Rau
hefði ekki verið búinn að ganga
með forsetadrauminn svo áram
skipti, má reikna meb því að sósí-
aldemókratar hefðu getað fallist á
að greiða Herzog atkvæbi sitt.
Keppinautamir þykja um margt
líkir. Hvoragur þeirra telst deilu-
gjam, bábir era kenndir við
miðju stjómmálanna og þykja aö
auki hafa svipað viðhorf til
stormasamrar fortíðar þýsku
þjóðarinnar. Þó að engum detti í
hug að Hildegard Hamm- Brúcher
og Jens Reich eigi möguleika á að
ná kjöri, þá era þau ekki talin síð-
ur frambærileg til forsetaembætt-
isins en Rau og Herzog. Þjóbverj-
ar, hvar í flokki sem þeir standa,
geta því í þaö minnsta glaðst yfir
því einvalaliöi, sem hefur gefib
kost á sér til að leiða þjóbina á
næstu áram. Sennilega kemur
næsti forseti til meb að njóta al-
mennrar lýðhylli, þó að hann eba
hún verði ekki eins vinsæl og Ri-
chard von Weiszacker, núverandi
forseti, hefur veriö.
Ágúst Þór Ámason