Tíminn - 16.02.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.02.1994, Blaðsíða 1
SÍMI 631600 78. árgangur STOFNAÐUR 1917 Miövikudagur 16. febrúar 1994 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 32. tölublað 1994 Búvörulagafrumvarpiö veldur enn titringi innan stjórnarfiokkanna: Þingmenn vilja breyta frumvarpinu Einar K. Gubfinnsson, alþingis- mabur og nefndarmabur í land- búnabamefnd Alþingis, segir ljóst ab landbúnabamefnd muni gera tillögur um breyting- ar á fmmvarpi til búvörulaga. Landbúnabarrábherra segist ekki gera athugasemdir vib þab þó ab frumvarpinu verbi breytt, en mikil andstaba er innan Al- þýbuflokksins vib allar hug- myndir um breytingar á fmm- varpinu. Landbúnaðarnefnd hefur farib ítarlega yfir búvömlagafmmvarp- ið umdeilda og er meirihluti nefndarinnar þeirrar skoðunar að gera þirrfi breytingar á frumvarp- inu. Nefndarmenn bæöi úr stjórn og stjómarandstöðu em þessarar skoðunar. Enn liggur ekki fyrir hversu víðtækar breytingamar verða, en það mun skýrast á fundi í nefndinni á morgun. Sú skoðun nýtur fylgis innan nefndarinnar að nauðsyniegt sé að gera breytingar á þeirri grein laganna sem fjallar um jöfnunar- gjöld. Fmmvarpið fjallar ekkert um. jöfnunargjöld, heldur ein- ungis um innflutning á búvömm. Ljóst þykir aö verði gerðar tillögur um breytingar á jöfnunargjöld- um, mun það valda titringi innan ríkisstjómarinnar, en alþýðu- flokksmenn telja það vera brot á samkomulagi stjómarflokkanna ef þessum þætti laganna verður breytt. Eins og kunnugt er, tók þaö ríkisstjómina tvær vikur að ná þessu samkomulagi. Einar K. Guöfinnsson sagðist ekki geta svarað því hvort nefnd- in muni leggja til breytingar á jöfnunargjöldunum, en þaö sé al- veg ljóst að nefndin muni gera einhverjar tillögur um breytingar á frumvarpinu. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráöherra sagði aö hann hefði lagt áherslu á það í framsöguræöu sinni að landbúnaðamefnd þyrfti að fara vandlega yfir þetta mál. Nefndin hafi að sjálfsögðu frelsi til aö gera tillögur um breytingar á fmmvarpinu, ef hún telji að hægt sé að ná markmiðum þess með öðmm hætti. -EÓ Crín á öskudaginn Halldór Blöndal segist vel geta hugsab sér breytingu á frumvarp- inu sem samþykkt var í ríkisstjórn. Öskudagurinn er í dag og því má búast vib miklum fjölda grímuklæddra barna á sveimi um borg og bí, syngjandi í verslunum og fyrirtœkjum í von um ab fá ab launum sælgœti. Víba um land munu verba skipulagbar uppákomur í tilefni dagsins og í Reykjavík verba t.d. auk annars skrúb- göngur frá Austur- og Vesturbœjarskólum kl. 71:00 nibur á Lækjartorg. Sumir krakkar gátu þó ekki stillt sig um ab halda smá „generalprufu" ígær og á myndinni má sjá sex ára krakka úr Sel- ásskóla undirbúa sig fyrir grímuball, sem var haídib í skólanum ígœr. Þeim til halds og trausts var kennarinn þeirra, hún Edda Kristín Reynisdóttir. rímamyndcs Atvinnuleysi á landinu var 7,7% í janúar. Um 10 þúsund manns hafa enga vinnu: Um 20% kvenna á Austur- og Noröurlandi án vinnu Atvinnuleysi á landinu í janúar var 7,7% og hefur aldrei mælst meira í einum mánubi síðan mælingar hóf- ust. Um 20% kvenna á Aust- urlandi og Norburlandi vestra voru án vinnu. Jó- hanna Sigurbardóttir félags- málarábherra segir þetta nokkrU meira atvinnuleysi en hún hafi fyrirfram búist vib. Hún segist svartsýn á ab spá Þjóbhagsstofnunar um 5% atvinnuleysi á þessu ári standist. Verkfall sjómanna í janúar á mestan þátt í þeim gríðarlega háu atvinnuleysistölum sem Kennarafélögin HIK og Kl: Sameining á vinnslustigi „Vib erum meb þing strax eft- ir páska, 6.-8. apríl n.k., og vib munum ekki táka neinar ákvarbanir um framhaldib fyrr en á því þingi, þar sem stefnan Verbur mótub. Þab hafa því engar ákvarbanir ver- ib teknar af okkar hálfu og allt málib er í raun á vinnslu- stigi," segir Eiríkur Jónsson, varaformabur Kennarasam- bands íslands. Svo kann ab fara ab kennarafé- lögin tvö, Hib íslenska kennara- félag og Kennarasamband ís- lands, verði sameinað í eitt kennarafélag. Á abalfundi HIK sl. haust kom fram mikill vilji félagsmanna um að félagið verði sameinað KÍ. Helsta rök- semd HÍK fyrir sameiningu fé- lagarina í eitt félag er að það muni styrkja kennarastéttina, bæði faglega og kjaralega. Hinsvegar mun afstaða KÍ til sameiningar ekki skýrast fyrr en í byrjun aprílmánabar. Engu að síður er verið aö vinna að mál- inu og m.a. hafa fastanefndir fé- laganna fundað, formenn félag- anna hafa hist reglulega og í undirbúningi er ab halda al- menna félagsfundi run samein- ingarmálib. í þessari vinnu er t.d. verib ab kanna hvar snerti: fletimir em og hvar geti verib um hugsanlegan ágreining að ræða o.s.frv. Félagsmenn innan raba KÍ em eitthvað um 3900, en um 1200 hjá HÍK. Uppistaðan í HÍK em framhaldsskólakennarar, þar sem aðeins um 5% félagsmanna em gmnnskólakennarar. Af fé- lagsmönnum KÍ er mikill meiri- hluti gmnnskólakennarar, en eitthvab um 25% framhalds- skólakennarar. -grh birtast í janúarmánuði. Lokun fiskvinnsluhúsa olli því að þúsundir fiskverkunarfólks misstu vinnuna tímabundið. Þetta á ekki síst við um konur. Atvinnuleysi mebal kvenna á Austurlandi var 21,7% í janú- ar, 19,1% á Norðurlandi vestra og 16,8% á Norðurlandi eystra. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að þessar tölur væm hærri en hún hefði reiknað með að þær yrðu. Þetta sé sérstakt áhyggju- efni. Jóhanna lagöi hins vegar áherslu á ab staðan sé alls ekki svona slæm í dag. Mjög marg- ar konur hefðu fengið vinnu síðustu vikur og daga. Hún sagbist reikna með að ástandið skáni nokkuð þegar líður á vorið og átaksverkefni sveitar- félaganna fara af stað. Jóhanna sagði ab reikna megi með að atvinnuleysi næstu tvo til þrjá mánuði verði 6-7%, en fari síðan lækkandi. Jó- hanna sagði að það, sem valdi áhyggjum, sé að atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu sé að aukast, en það hafi ekkert með verkfallið að gera. Fólk í versl- un, þjónustu, byggingariðnaði o.fl. sé þar að missa vinnu sína. Þá sé atvinnuástand á Vestfjörðum áhyggjuefni, en þar gengur hratt á þorskkvót- ann. Jóhanna sagðist efast um að spá Þjóðhagsstofnunar um 5% atvinnuleysi á þessu ári stand- ist. Líklegra sé að atvinnuleys- ið verði nær 6%. Atvinnuleysiö í janúar jafn- gildir því að tæplega 10 þús- und manns séu án vinnu. Mest er atvinnuleysið um norðan- og austanvert landið, eöa á bilinu 12-15%. Á Vestur- landi, Suðurlandi og Suður- nesjum var atvinnuleysið 8- 9%. Minnst var atvinnuleysið á Vestfjöröum, eöa 3,1%, en þar jókst atvinnuleysi samt mjög mikið milli mánaða og flest bendir til að það eigi eftir að aukast þar mikið á næst- unni, ef þorskkvótinn verður ekki aukinn. Á höfuðborgar- svæðinu var atvinnuleysið 5,8% og jókst um 0,4% milli mánaða. 9,7% kvenna á land- inu voru án vinnu í janúar o; 6,2% karla. -E<

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.