Tíminn - 16.02.1994, Qupperneq 5
Mibvikudagur 16. febrúar 1994
5
Arthur Bogason:
Urrdan
Kristján, bítt'ann
Dagana 1. og 2. febrúar s.l.
birtust hér í Tímanum
tvær greinar eftir Áma
Benediktsson, formann Vinnu-
málasambands samvinnufélag-
anna, undir heitinu „Vakna
Kristján, vakna þú". Greinamar
ritar Ámi sem „opið bréf til
Kristjáns Ragnarssonar", for-
manns LÍÚ, og em þær örvænt-
ingartilraun höfundar til að siga
Kristjáni Ragnarssyni á íslenska
trillukarla.
Skrif bréfritarans era án vafa
einhver þau svæsnustu sem sést
hafa í langan tíma á opinberam
vettvangi. Undirrituðum komu
þau þó ekki á óvart. Frá því ég
hóf störf viö réttindabaráttu
smábátaeigenda hefur mér ekki
dulist að Árni Benediktsson hef-
ur trillukarla „á heilanum" og
kennir þeim um alla óáran sem
sækir að íslenskum sjávarútvegi.
Hugmyndaflug Áma í þessu
opna bréfi er þó meira en ég hef
átt að venjast og afleiöingar
þess að trillukarlar gangi yfir-
leitt lausir era í hans augum
orönar svo miklu alvarlegri en
áður, aö ekki dugir minna en
tvær breiðsíður í dagblaði til að
siga formanni LÍÚ á þá.
Þó fagna ég skrifum Árna
Benediktssonar.
Þau kortleggja nákvæmlega
þá formyrkvuðu blindgötu, sem
alltof margir áhrifamanna sjáv-
arútvegsins era komnir í, og ör-
væntingarfulla leit þeirra að
undankomuleið. Hana hafa þeir
nú fundiö. Hún heitir trillukarl-
ar.
Löng þvara í lítilli grýtu
Tilgangur skrifa Áma er tví-
þættur.
Annars vegar vill hann sanna
almenningi hvers konar þjóðar-
böl trillukarlinn sé og hins veg-
ar að siga Kristjáni Ragnarssyni,
formanni LÍÚ, eins og bitglöð-
um rakka á hann.
Uppistaða bréfanna er þessi:
1. Ástæða hnignandi afkomu
togara og annarra skipaflokka er
aukinn afli smábáta.
2. Ástæöur slæmrar afkomu
og minna framleiðsluverömætis
fiskvmnslunnar er afli smábáta.
3. Ástæða lægri launa (en ella)
hjá sjómönnum og fiskvinnslu-
fólki er aukinn afli smábáta.
4. Minni, ef þá nokkur arður
af hlutabréfum íslandsbanka,"
hundraða, ef ekki þúsunda
milljóna króna afskriftir hans
og jafnvel gjaldþrot, fái afli
smábáta að haldast.
5. Fiskveiðasjóður mun tapa
fé, hækka verður vexti svo allt
verður á heljarþröminni hjá
viðskiptavinunum, fái afli smá-
báta að haldast.
6. Ástæða þess að ekki tókst
að hafa hemil á fiskveiðunum
var fjölgun smábáta.
7. Erfiðleikar viö að halda
uppi stöðugri atvinnu í rfysti-
húsum stafa af veiðum smábáta.
Furðulegt að Ámi skuli ekki
r?kja ástæður jarðskjálftanna í
Kalifomíu til þess að skakmenn
íslands vora samtímis að lemja
landgrunniö með sökkum sín-
um.
Kjami upptalningarinnar er
þessi:
Ami fullyrðir aö afli smábáta
undanfarin ár hafi valdið
ómældum erfiöleikum í sjávar-
útvegi og fái hann að halda sér,
fara útgerðarfyrirtæki, fisk-
vinnslur, bankar og í beinu
framhaldi þjóðarbúið beint á
hausinn. Amen.
íslensk störf skipulögð
til útlanda
Vandræði fiskvinnslunnar í
landi vegna minnkandi hráefn-
is stafa af allt öðram ástæðum
en Árni sveitist viö að sanna.
Fyrst og fremst era ástæðum-
ar þær að flotanum, sem land-
aði „stöðuga hráefninu", hefur
að stóram hluta verið breytt í
verksmiðjuskipaflota, sem legg-
ur engan afla til landvinnslunn-
ar ásamt stórauknum útflutn-
ingi á óunnum fiski.
Lítum á tölur áranna 1982 og
1991, en það tímabil tekur Ámi
Benediktsson sem sönnun þess
að aukinn afli smábátaflotans sé
að rústa sjávarútveginum og
þjóðarbúinu:
Árið 1982 var bol- og flatfisk-
afli verksmiðjuskipa: 3.366
tonn (Útvegur 1982).
Árið 1991 var bol- og flatfisk-
afli verksmiðjuskipa (út-
hafskarfi ekki mebtalinn):
113.236 tonn (Útvegur 1991).
Útflutningur óunnins ísaðs
fisks hefur þróast á eftirfarandi
hátt á sama tímabili:
Árið 1982: 38.341 tonn (Út-
vegur 1982).
Arið 1991: 95.667 tonn (Út-
vegur 1991).
Þögn Áma um þessa feikna-
legu tilfærslu hráefnis frá fisk-
vinnslunni í landi á sér auðvit-
að góðar og gildar skýringar.
Flest verksmiðjuskipanna
vora áður hráefnisöflunartæki í
eigu fiskvinnslunnar og hún því
sjálf að færa frá sér hráefni land-
vinnslunnar. Þá era fiskvinnslu-
fyrirtækin sjálf einn helsti út-
flutningsabili óimnins ísaðs
fisks.
Ámi kærir sig ekkert um að
kryfja þetta, enda hefur verk-
smiöjuskipavæðingin farið fram
undir vemdarvæng þess er
hann nú ákallar sér til fulltingis
til að berja á trillukörlum.
Breytt útger&arform
veldur atvinnuleysinu
Staöreyndin blasir vib. Sé mið
tekiö af þessum tveimur áram,
er hráefnisfærslan hátt í
160.000 tonn frá landvinnsl-
unni. Til að menn geti glöggvað
sig á umfanginu, þá jafngildir
þessi afli öllu hráefni eftirtal-
inna fiskvinnslufyrirtækja í
landi á árinu 1991:
ÚA Akureyri, Grandi Reykja-
vík, Norðurtangi ísafirði, I04SK
(nú Borgey) Höfn, Þormóður
VETTVANCUR
rammi Siglufirði, Fiskiðjan
Sauöárkróki, Tangi Vopnafirbi,
Hraðfrystihús Grandarfjaröar,
Þorbjöm Grindavík, Vinnslu-
stöðin og Fiskiöjan Vestmanna-
eyjum (nú sameinuð), Fiskiðju-
samlag Húsavíkur, Síldarvinnsl-
an Neskaupstað (utan loðnu og
sjófrystingar), Hjálmur Flateyri,
Frystihús KEA Dalvík og Miðnes
Sandgerði (Útvegur 1991).
Til að hnýta þetta upp skulu
afla- og ráðstöfunartölur sömu
ára hjá smábátunum tíndar til:
Á árinu 1982 veiddu smábátar
u.þ.b. 17.000 tonn (nákvæma
tölu er erfitt að fá, vegna þess
skýrslufyrirkomulags sem var í
Útvegi Fiskifélags íslands 1982).
Á árinu 1991 veiddu smábátar
53.521 tonn (Útvegur 1991).
í Útvegi 1982 er engar tölur
ab finna yfir útflutning smábáta
á óunnum fiski.
í Útvegi 1991 kemur hinsveg-
ar í ljós að af smábátum vora
flutt út óunnin 1.844 tonn, eða
rúm 3% af heildarafla hans það
árib.
Mismunurinn, tæp 52.000
tonn eöa um 97% aflans, fór
beint til fiskvinnslunnar innan-
lands.
Smábátarnir, plástur á
svöðusár stórútgerðar-
innar
Því blasir þab við að aukinn
afli smábátaflotans hefur bein-
línis komið í veg fyrir að land-
vinnslan ýmist missti eða sendi
sjálf í sjófrystingu enn meira af
hráefni sínu en nú er.
Eða treystir einhver sér til
þess að halda því fram af alvöra
að hefði stórskipaflotinn veitt
aukninguna á smábátaaflanum
tímabilið 1982 til 1991, hefði
þeim afla verið ráðstafað í ein-
hverjum öðram hlutföllum en
hinum afla stórskipaflotans?
Rök fiskvinnslunnar fyrir því
að hún er einn helsti útflytjandi
óunnins fisks era að þannig geti
hún losað sig vib óhagkvæmt
hráefni, jafnvel fyrir sæmilegt
verð. Um þettá deili ég ekki. En
í tilraun sinni til að siga for-
manni LÍÚ á trillukarla hikar
Ámi Benediktsson ekki vib að
halda því fram að „... afli smá-
báta, sem bætist við venjulega
hráefnisöflun fyrirtækis yfir
sumarið, skilar litlu eða engu í
tekjur, en veralegri kostnaðar-
aukningu". Og: „... reksturinn
árið 1991 hefði verið allur ann-
ar og betri ef smábátamir hefðu
ekki verið búnir að taka hluta
afla togarans, eða jafngildi
hans".
Alveg er meb ólíkindum að
fiskvinnslan skuli þá ekki nota
þennan öryggisventil, útflutn-
ing á óunnum fiski, til að losna
við drasliö sem Ámi telur smá-
bátana færa ab landi.
Trillukarlinn er
gulls ígildi
En samræmast fullyrðingar
Áma um fánýti smábátaaflans
veraleika dagsins í dag?
Þann 19. janúar s.l. birtist í
sjávarútvegsblaöi Morgunblabs-
ins, Verinu, frétt um fisk-
vinnslufyrirtækib Fiskkaup hf. í
Reykjavík. Fyrirtækið sérhæfir
sig í framleiðslu saltfisks handa
Katalóníuhéraði Spánar, dýrasta
og kröfuharbasta saltfiskmark-
aði heims.
í fréttinni segir: „Fiskurinn
veröur að vera mjög hvítur og
þeir vilja einungis línufisk og
helst af dagróðrabátum. Þetta
era kröfuharðir kaupendur, en
þeir borga líka fyrir gæðin."
Einnig segir að Fiskkaup keyptu
rúm 6000 tonn af fiski úr sjó á
síðasta ári og miðað við meðal-
afla smábáta þurfi yfir 200 trill-
ur til að veiða þann afla. Orörétt
segir forstjórinn: „Samtals era
þetta um 270 manns sem hafa
lifibrauð sitt af veiðunum og
vinnslunni. Þetta er afli tveggja
skuttogara sem era meb 20
manns um borð hver."
Stóra söluaðilunum í saltfiski
er fullkunnugt að hágæðasalt-
fiskurinn er unninn úr hand-
færa- og línufiski og að sá fiskur
hefur skapað okkur forskot á
dýrastu saltfiskmörkuðunum.
Enda sitja þeir ekki uppi með
Áma Benediktsson.
Einhverskonar bilun
Ég vil að endingu víkja að
meginforsendu þeirri, er Ámi
Benediktsson gaf sér viö út-
reikninga þá er hann lagði fyrir
Tvíhöfðanefnd á sínum tíma.
Hún er sú að reikna heildaraf-
komu togara, fiskvinnslu og
viðkomandi launþega út frá
þeirri forsendu að togaraflotinn
hefði veitt aflaaukningu smá-
bátaflotans og smábátaaflinn
staðið í stað.
Með öbram orðum: Ámi gef-
ur sér ab stórskipaflotinn hefbi
veitt enn meira en þau 400.000
tonn af þorski, sem hann veiddi
umfram tillögur fiskifræðinga á
áratugnum 1982 til 1991!
Samt ritar hann: „... meb til-
komu þeirra [smábátannaj var
verið að vinna gegn því mark-
miði laga um fiskveibistjóm að
hafa hemil á veiðunum og
reyna fremur að byggja upp
fiskistofnana en ab stuöla að of-
veiði" (!).
Afsakið, mig sundlar, en ég
spyr þó: Er Vinnumálasamband
samvinnufélaganna einhvers-
konar hæli?
Höfundur er formabur Landssambands
smábátaeigenda.