Tíminn - 16.02.1994, Síða 11

Tíminn - 16.02.1994, Síða 11
Mibvikudagur 16. febrúar 1994 11 Ástríður Gróa Gubmundsdóttir Fædd 22. mars 1900 Dáin 8. febrúar 1994 Þegar œviröðull rennur, rökkvar yfir sjónum þér, hraeðstu eigi hel né fortjald, hinumegin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar. — Drottinn vakir daga og naetur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Okkur langar aö mirinast elskulegrar föðursystur okkar og mágkonu. Ásta var fædd á Haf- urhesti í Önundarfiröi, næst elst af ellefu systkinum. Er hún var um tvítugt missti hún móöur sína og fjómm árum síöar fööur sinn. Þá varö það hlutskipti Ástu að annast yngri systkini sín, þar á meðal fööur okkar Daníel. Þau vom alla tíö mjög samrýnd. Minningar tengdar Ástu frænku em margar, en þó helst þær stundir er hún og Ingi- mundur maöur hennar dvöldu hjá okkur á Efra-Seli, eöa í sveit- inni hjá Danna bróöur, eins og Ásta sagöi svo oft. Þá var tekiö til hendinni viö heyskapinn, fariö í gönguferöir, kýmar sóttar með okkur krökkunum, sagðar sögur, farið meö vísur, alltaf glens og gaman. Ásta kunni t MINNING nöfn á nánast öllum fjöllum, hæöum og hólum, fugla-, blóma- og jurtanöfn. Hún var afskaplega mikil útivistarkona, enda ferðuðust þau hjónin mik- iö um landið og höföu unun af. Ásta og Ingimundur reistu sér hús á Langholtsvegi 96 í Reykja- vík. Garöurinn hennar Ástu var sælureitur; þar undi hún sér við aö laga og fegra. Mikill gesta- gangiu var á Langholtsvegin- um, enda vinir og ættingjar margir. Alltaf var frændfólkiö úr sveitinni svo hjartanlega vel- komiö og móttökumar rétt eins og kóngurinn væri í heimsókn. Vinnudagurinn var langur, enda hjónin mjög atorkusöm og dugleg, eins og títt var um fólk af þeirra kynslóö. Ásta var ákaflega hlý og yndisleg kona, sem veitti mikið af sjálfri sér og mátti ekkert aumt sjá. Þegar aldurinn færöist yfir og veikindi herjuðu á Ástu og Ingi- mund, önnuöust bömin þeirra þau af einstakri hlýju og um- hyggju. Ingimundur lést fyrir nokkrum ámm, en Ásta hefur dvalið á Hjúkmnarheimilinu Skjóli undanfarin ár. Fyrir allt þaö, sem Ásta veitti okkur, þökkum viö af alhug. Nú em þau öll látin, systkinin frá Hafurhesti. Eftir lifa yndislegar minningar. Guösblessun fylgi þeim. Bömum Ásm og fjöl- skyldum þeirra vottum viö inni- lega samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ásta mágkona og böm, Efra- Seli Móttökustjórinn The Concierge 1/2 Handrit: Mark Rosenthal og Lawrence Konner. Framleibandi: Brian Grazer. Leikstjóri: Barry Sonnenfeld. Abalhlutverk: Michael j. Fox, Gabríelle Anwar, Anthony Higglns, Michael Tucker og Bob Balaban. Háskólabíó. Öllum leyfb. Doug (Fox) er móttökustjóri á stjömuhóteli í New York og sér um aö kúnninn sé gerður hamingjusamur meö öllum ráöum. Draumur hans er að eignast sitt eigið hótel, en hann vantar fjármagn. Andy (Anwar) er stúlkan, sem Doug er ástfanginn af, en hún á í sambandi við giftan milljónamæring (Higgins). Doug smjaörar fyrir honum meö hótelið sitt í huga, en eitt af verkum hans er að eyða tíma sínum meö Andy þegar milljónerinn er upp- tekinn. Doug verður enn ást- fangnari af Andy og veröur aö velja á milli peninga og ástar. Hvort skyldi hann velja? Þarf einhver ab hugsa sig um? Þessi formúlusaga er meö afbrigðum vitlaus og bama- leg. Það er hreint ótrúlegt aö hægt sé aö gera heila kvik- mynd sem hefur ekki eina ögöu af frumleika aö geyma. Það er ekkert í söguþræöin- um sem kemur á óvart og fyrir hlé em allir búnir aö sjá endinn fyrir. Myndin er frá- KVIKMYNPIR bært dæmi um þaö versta í bandarískri kvikmyndagerö. ÖIl fyrirbæri tilverunnar em einfölduö og síðan matreidd ofan í áhorfendur með til- heyrandi vellu og ofurham- ingjusömum endi, sem á ekki aö koma neinum á óvart. Barry Sonnenfeld, sem áöur hefur gert ágætar myndir um Addams-fjölskylduna, er hér á miklum villigötum. Hvaö var maðurinn að spá í? Eða Michael J. Fox (Back to the Future, Casualties of War o.fl), sem hefur sýnt að hann er frambærilegur Ieikari? Hann hefur ekki valið hlut- verk sín vel upp á síðkastið og áframhaldandi þátttaka í verkum eins og Móttöku- stjórinn ætti að tryggja hon- um fastan sess í B-mynda- flokknum. Fox leikur svo sem ekkert illa hér, heldur er það hvaö hann er aö leika sem er vandamálið. Gabrielle Anwar er með fallegustu konum þessa heims, en því miður er þaö sorgleg staöreynd aö hún er vitahæfileikalaus leikkona. Móttökustjórinn er alveg fjallleiöinleg kvikmynd, sem ber aö foröast. Þaö er skemmtilegra aö þvo bílinn en aö sitja undir henni. Öm Markússon „ Hong Kong 94" Asía er sífellt að koma sterkar inn í mynd ftí- merkjasöfnunar í heim- inum. Nú virðast safnarar þar hafa uppgötvað hin svoköll- uöu Vesturlönd og tekiö held- ur hressilega viö sér. Er það ekki aðeins um að safna heimafrímerkjum og selja þau, heldur hafa þeir þegar gert með nokkrum árangri út á þennan vestræna markaö og selt á honum. Má þar nefna Ævintýraútgáfu Norður-Kóreu og til dæmis frímerkjamynd- ina þar sem drottningin ríður smalamanni sínum til jóla- halds. Nú halda Asíuríki mikla frí- merkjasýningu og bjóða Vest- urlöndum til fagnaöar. Frí- merkjasýningin er haldin í njhrí funda- og sýningahöll í Hong Kong, sem er stærsta bygging þeirrar heimsálfu. Hún er haldin af Félagi frí- merkjasafnara í Hong Kong og póstmálastofnun þessarar bresku nýlendu. Helstu þátt- takendur og stuðningsaðilar eru svo Félag frímerkjasafnara í Hong Kong, Landssamband Merki sýningarínnar. FRIMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON kínverskra frímerkjasafnara á meginlandinu í Beijing, Landssamband frí- merkjasafnara á Taipei, frímerkja- safnarar á Macau, Samband frí- merkjasafnara í As- íu og félög á meg- inlandinu og í suö- austurhluta álf- unnar. Þá taka kaupmenn og póststjómir vítt of veröld þátt í sýn- ingunni. Central Plaza, byggingin mikla sem áður var minnst á, Hong Kong bankinn og Cathay Pacific flugfélagiö em svo stubningsmenn meö gagnkvæman áhuga, þar sem þessi félög og stofnanir fá mikil viðskipti af gestunum. Þetta er fyrsta svæðissýningin sem haldin er í Hong Kong. Þess vegna var búist viö miklu, bæöi í þátttöku og svo ekki síður í absókn og verslun. All- ar slíkar væntingar hafa hins- vegar fariö svo langt fram úr því sem ætlaö var, aö kalla hef- ir oröið til aðstoð hvaðanæva. Þetta sjá Asíubúar sem mjög jákvæðan þátt, þvi það eykur samstarf og samheldni og kynnir betur frímerkin þeirra. Sýningin „Hong Kong 94" verður svo haldin dagana 18. til 21. febrúar 1994 og em nýj- ustu áætlanir aö aðsóknin verði um tvö hundmö þúsund gestir. Þeir kaupmenn, sem hafa leigt sér bás í 7/F, Efri höll Wanchai í þing- og sýningar- höllinni, em orönir ýfir 130, erlendar póstmálastjómir em áttatíu og koma margir um Frímerkjasöguhefti póstsins í Hong Kong. Hildur álfadrottning þeysir á smalamanni sínum til jólafagnab- ar í álfheimum. langan veg á sýninguna fyrir þriggja daga sölu. Auk hinnar hefðbundnu sýn- ingar, sem dómarar úr F.I.A.P. munu dæma, verður innan- hússamkeppni milli hinna ýmsu asísku skipuleggjenda. Svo verður auðvitað ftímerkja- sala af öllu svæöinu og frá kaupmönnum víöa að, ásamt sérstöku homi fyrir börn, þar sem þau fá meðal annars byrj- endatöskur fyrir frímerkja- söfnun, sem póstmálastofnun Hong Kong hefir útbúið. Þá skulum viö koma aö nokkmm þeim útgáfum, sem koma í sambandi við sýning- una. Þar má fyrst nefna frí- merkjahefti, sem inniheldur eins konar sögu hinna al- mennu brúkunarfrímerkja í Hong Kong. Skiptast þar á 60 síöur með sögu og texta á ensku og kínversku og frá- sögnum ásamt 30 myndum gamalla málverka, ljósmynda og mynta, ásamt seölum sem segja prentunarsögu frímerkja landsins. Þrjár síöur mismun- andi frímerkja með samprent- unum og myndum annarra frímerkja, em einnig í heftinu. Þama em myndir frímerkj- anna sem notuö vom á póst dagsins, allt frá 1862. Þetta hefti kemur út í janúar 1994. Loks er svo ab nefna blokkina sem kemur út þann átjánda febrúar. í henni er í raun að- eins eitt frímerki, en jafnframt er prentun þess sýnd meö lita- pmfum frá upphafi til loka prentunar í fjómm litum. Ekki er mér kunnugt um aö ísland hafi þegiö aö vera með, né að nokkur umboðsmaður hafi veriö skipaöur eða nokkur íslendingur sýni þar. Því er nú verr, því að þarna hefðum viö margt getaö lært. Fulltrúi Póst- málastofnunar mun þó verða þama.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.