Tíminn - 03.03.1994, Page 6

Tíminn - 03.03.1994, Page 6
6 KJFimmtadagun:3.hrnarsTlí!94 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM YESTFIRSKA | FRÉTTABLAP1Ö1 ISAFIRÐI Nýtt verkmennta- hús vib Fram- haldsskóla Vest- fjarba Allt stefnir í aö fyrsti áfangi verkmenntahúss við Fram- haldsskóla Vestfjaröa verði boöinn út snemma í apríl. Ný- lega voru byggingarnefnd og öðrum fulltrúum skólans kynntar hugmyndir ab bygg- ingu hússins, en Tækniþjón- usta Vestfjaröa hefur umsjón með verkinu í samvinnu við El- ísabetu Gunnarsdóttur arkitekt. í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir um 460 fermetra byggingu, að mestu á einni hæö, sem rúma á grunndeild, málmiðna- og vél- stjómardeild ásamt kennaraað- stöðu. Húsiö verður byggt upp á burðarvirki úr límtré, og er miðað við að byggingartími geti orðið skammur. Ef allt gengur að óskum er jafnvel bú- ist við að hægt veröi að flytja starfsemi inn í húsiö á þessu ári. Verkmenntahúsið verður stab- sett á lóö á milli Framhalds- skólans og fyrirhugaðrar tón- listarskólabyggingar og verður fyrsti áfanginn næst bílastæð- inu. Ráðgert er ab til viöbótar þessum fyrsta áfanga verbi byggð tvö hús á sömu lóð í framtíöinni. Aö sögn Björns Teitssonar skólameistara er gert ráb fyrir að öll kennsla í iðngreinum verði koniin í hús á Torfnes- svæðinu innan árs. Rafiðnaðar- deild verður þá flutt á neðstu hæö heimavistar, nánar tiltekið' í noröausturenda hússins. Útlitslega verbur tekiö mið af núverandi byggingum, m.a. varðandi lit og þakhalla. Bygging Verkmenntahússins er fjármögnuð aö 60% hluta af ríkinu en 40% af sveitarfélagi. Þegar er búiö ab veita vemlegri fjárveitingu til verkefnisins af báðum abilum, svo menn eru bjartsýnir á ab dæmiö gangi upp. An efa verður þetta mikil lyfti- stöng fyrir verkmenntanám í framtíöinni. Ódýrasti tónlist- arskóli landsins í tímaritinu Heimili og skóli, 1. tölublaöi þessa árs, er gerður samanburður á tónlistarnámi vítt og breitt um landib. Það vekur óneitanlega athygli aö ódýrast er ab sækja sér sér- menntun á þessu svibi hjá Tón- listarskóla ísafjaröar. Ekki er þá verið aö tala um einhvem titt- lingaskít, því munurinn er oft á tíöum allvemlegur. Samkvæmt könnun blaösins kostar veturinn hjá Tónlistar- skóla ísafjarðar 23.000 krónur og er afsláttur gefinn, sé um systkini aö ræöa. Dýrast mun hins vegar að afla sér þekkingar á tónlistarsviðinu hjá Nýja tón- listarskólanum, eða 43.000 krónur yfir veturinn. Þarna munar hvorki meira né minna en 20 þúsundum króna og er þetta nærri tvöfalt verð Tónlist- arskóla ísafjarbar. Sá skóli, sem næst komst þeim ísfirska, var Tónlistarskóli Hafnarfjarðar, en þar kostaði sambærilegt nám 26 þúsund krónur. Nýtt verkmenntahús verbur stabsett á lób Framhaldsskóla Vestfjarba í forgrunni myndarínnar. Misjafnt er þó á milli skóla hversu marga valmöguleika er um aö ræða í kennslunni, varð- andi hljóöfæri og abra þætti. Tekur tímaritiö reyndar fram að þessi könnun sé hvergi nærri tæmandi. Súgfirbingar í rútuferb um Vestfjarbagöngin Um næstsíðustu helgi fjöl- menntu Súgfiröingar í nituferð um nýju jarögöngin til ísafjarð- ar. Það voru Vesturís og Vega- gerö ríkisins sem bubu Súgfirð- ingum upp á skoðunarferö í rútum um nýju jarðgöngin undir Botnsheiði. Fyrr um dag- inn höfðu Súgfirðingar safnast saman í Sólarkaffi og þótti vel við hæfi ab fagna um leið þess- um merka áfanga í samgöngu- málum á svæðinu. Hver rútan af annarri, full af Súg- firbingum, fór um nýju Vest- fjarbagöngin. Hér er ein rútan á leib til ísafjarbar ab aka í gegnum gatnamót ganganna. Fjölmenni var í skoðunarferö- inni um göngin og fariö var á fjórum rútum. Um kvöldið var síban slegið upp balli og jarð- gangafagnaði haldið uppi langt fram á nótt í félagsheimilinu á Suöureyri meö þátttöku bor- manna. VESTMANNAEYJUM Japanir ánægbin Lobnan úr Eyjum sú besta Stærsti kaupandi á frystri loðnu í Japan er Michirei Co. Ltd. og hafa fulltrúar frá þeim verið í Eyjum ab fylgjast meb gæöum loðnunnar. Fulltrúamir heita Yasuno og Fujiya og vom þeir mjög ánægöir með gæði loönunnar sem var verið að frysta. Þeir sögöu að fyrirtækiö ætlaöi aö kaupa a.m.k. 1600 tonn af frystri loönu og 600 tonn af hrognum í Eyjum. Þeir gátu þess að lobnan frá íslandi væri óumdeilanlega sú langbesta sem þeir hefðu keypt, en hún væm fulldýr. Að sögn Yasuno og Fuyija fer markaöurinn í Japan fyrir frysta loðnu sífellt minnkandi, en þeir giskuðu á að hann væri nú um 21-25 þúsund tonn á ári. Samkeppnin um markaöinn væri mjög hörö og kaupendur yrðu aö treysta á góða lobnu. „Við kaupum bara frá Eyjum, því þaöan fáum vib besta hrá- efnið," sögðu þeir félagar. Pizzur á haf út Strákarnir á veitingastaðnum Pizza 67 létu sig ekki muna um aö senda pizzur um*borö í Bylgju VE, þegar ósk þar að lút- andi barst. Fengu þeir Leiguflug Vals Andersens í lið meö sér. Flaug hann meö pizzurnar og var þeim hent í sjóinn, þar sem áhöfn Bylgju hirti þær upp. Gekk allt að óskum og runnu pizzurnar ljúflega nibur. Munnleg frá- sagnarlist lifir Þaö var fjöl- menni í Safnahúsinu þegar Einar Kárason rit- höfundur og Þráinn Þóris- son skóla- stjóri fluttu fyrirlestur um munnlega frá- sagnarlist á dögunum. Hinir snjöllu fyrir- lesarar komust að því að munn- leg frásagnarlist væri enn fyrir hendi hjá þjóöinni. Eldri fyrir- lesarinn sagöi frá fömmönnum í Þingeyjarsýslu, sem fóru bæ frá bæ og sögðu sögur og jafn- vel framhaldssögur. Sá yngri vitnaði í Laxness og Bubba Morthens máli sínu til stuðn- ings. Þessi fyrirlestur var fyrsta uppákoman í Safnahúsinu í til- efni af 50 ára afmæli lýöveldis- ins og fór vel af stað. Vibar Elíasson ásamt Yasuno og Fujiya. Frambobslisti Alþýbubandalagsins í Hafnarfirbi: Magnús og Lúbvík í efstu sætum Framboðslisti Alþýðubandalags- ins í Hafnarfirði fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar hefur verið samþykktur. Magnús Jón Ámason bæjarfulltrúi skipar efsta sæti listans og Lúbvík Geirsson, blaðamaður og formabur Blaöa- mannafélags íslands, skipar ann- að sætið. Alþýðubandalagið á einn fulltrúa í bæjarstjóm Hafn- arfjarðar. Ingibjörg Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri SÍNE, skipaði ann- að sæti listans viö síðustu bæjar- stjómarkosningar. Vegna anna baðst hún undan ab vera áfram í því sæti, en samþykkti aö skipa sjötta sæti listans. í þriöja sæti framboðslistans er Guðrún Árnadóttir leikskóla- stjóri, Gunnur Baldursdóttir kennari í 4. sæti, Hörður Þor- steinsson viðskiptafræðingur í 5. sæti, Símon Jón Jóhannsson, framhaldsskólakennari og rithöf- undur, í 7. sæti, Lára Sveinsdótt- ir, starfsmaður Verkakvennafé- lagsins Framtíðar, í 8. sæti, Sigur- björg Sveinsdóttir baðvöröur í 9. sæti og Sólveig Brynja Grétars- dóttir bankastarfsmaður í 10. sæti. Ekkert forval var viðhaft við val á frambjóöendum á lista Alþýöu- bandalagsins og var listinn val- inn samkvæmt tillögum uppstill- ingarnefndar undir forystu ínu Illugadóttur húsmóður, sem skip- ar 14. sæti listans. Aðrir í nefnd- inni vom þau Þorbjörg Samúels- dóttir verkakona, sem veröur í 21. sæti, og Árni Björn Ómars- son. -grh Minnispening- ar afhentir Forseta íslands voru í síðustu viku afhentir þrír minnispen- ingar, sem Seðlabankinn gefur út í tilefni af 50 ára afmæli ís- lenska lýðveldisins. Peningarnir bera myndir af fyrrverandi forsetum lýðveldis- ins á annarri hlið, en á hinni hlið þeirra allra er skjaldar- merki íslands. Peningamir em slegnir úr silfri og hver þeirra er 30 gr að þyngd. Nafnverö hvers þeirra er eitt þúsund krónur. Upplag peninganna er tak- markað við níu þúsund af hverjum peningi, þar af eru þrjú þúsund í sémnninni gljá- sláttu með mattri mynd og allt að sex þúsund í venjulegri sláttu. Þröstur Magnússon, graf- ískur hönnuður, teiknaði minnispeningana, en sláttu þeirra annaðist Royal Mint í Englandi. Sala myntarinnar hófst 1. mars. Sölustaðir henn- ar innanlands eru bankar og sparisjóðir og helstu myntsalar um land allt. Þrír sérslegnir peningar í gjafaöskju kosta kr. 7.800, en meb venjulegri sláttu kosta þeir 5.200. Stakir pening- ar em seldir í afgreibslu Seöla- bankans á kr. 2.900 sérslegnir og kr. 1.900 með venjulegri sláttu. Kynningartexti á ís- lensku og ensku fylgir hverri öskju. Ágóði af útgáfu minnis- peninganna rennur í Þjóðhátíð- arsjóð, en hann veitir árlega styrki til varðveislu og vemdar þjóðlegra menningarminja. -GBK Lágmarks- verb á grásleppu- nrognum Utanríkisráðuneytið hefur ákvebið að lágmarksverð á sölt- uðum grásleppuhrognum til út- flutnings skuli vera 1300 þýsk mörk á hverja tunnu í ár. Verði verulegar breytingar á markaði fyrir söltuö grásleppu- hrogn, getur ráðuneytiö breytt lágmarksverðinu. Útflutningur á söltuöum grá- sleppuhrognum er háður leyfi utanríkisráðuneytisins og engin leyfi verða veitt fyrr en grá- sleppuvertíð hefst og þá aðeins til tveggja vikna í senn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.