Tíminn - 11.03.1994, Qupperneq 4
4
Wiwsiwu
Föstudagur 11. mars 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Utgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
^ Prentun: Prentsmiöja
Frjálsrar fjölmiölunar hf.
Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö f lausasölu 125 kr. m/vsk.
Börnin í brennidepli
Frelsi einstaklingsins til að ráða sjálfur gjörðum sín-
um og athöfnum telst til mannréttinda. Að hver og
einn fái að leita hamingju sinnar eftir eigin leiðum
og bera ábyrgð á sjálfum sér þykir sjálfsagt meðal
lýðfrjálsra þjóða. Þangað er sóttur sá skilningur nú-
tímamannsins sem leyfir honum að staðhæfa at-
hugasemdalaust: Ég á mig sjálfur.
En taumlaust einstaklingsfrelsi leiðir iðulega til þess
að gengið er á rétt annarra og hagsmunir þeirra fyrir
borð bornir. Samfélag fær ekki staðist nema réttind-
um fylgi einnig skyldur og þegar jafnvægið þarna á
milh raskast óhóflega, verður úr ýmist einræði eða
upplausn.
Slíkt upplausnarástand sýnist nú vera í svo hraðri
uppsiglingu að ábyrgir aðilar eru famir að hafa
áhyggjur af. Sú ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að
efna til árs fjölskyldunnar er af þessum toga. Hér á
landi hafa stjómmálaflokkar sett fjölskylduvernd
inn í stefnuskrár sínar, en hafa óljósar hugmyndir
um hvernig á að framfylgja henni. Látið er sitja við
þokukenndar ályktanir.
Stjórnvöld í Bretlandi reka mikinn áróður fyrir því
að gömul gildi varðandi trúmennsku og skyldurækið
fjölskyldulíf verði innleidd í huga landsmanna á ný.
En ekki tekst betur til en að sömu stjórnvöld verða að
athlægi, þegar áhrifamenn og -konur gera sig ber að
léttúð og taumleysi og skeyta hvorki um skömm né
heiður í hamingjuleitinni.
í Bandaríkjunum hafa verið kveðnir upp stefnu-
markandi dómar um réttindi barna. Böm, sem em
vanrækt af foreldrunum eða þurfa að búa við óþol-
andi fjölskylduástand, geta losnað undan áhrifavaldi
foreldra, og kosið sér aðra uppalendur eða heimili í
þeirra stað. Þetta þýðir að bregðist foreldrar skyldum
sínum, eiga' þeir á hættu að missa umráðaréttinn yf-
ir börnum sínum. Þeim er afneitað.
Hér á landi hafa deilur og dómar um umráðarétt
fjögurra barna vakið mikla athygli og eru fjölmiðlar
og fólk ófeimið við að taka afstöðu. Það má rekja til
þess að við útlendinga er að eiga og em dæmin öðr-
um þræði milliríkjamál.
En á hverju ári verða 500 íslensk börn að ganga í
gegnum skilnað foreldra með öllu því rótleysi og
hugarvíli sem því fylgir. Barnaverndaryfirvöld fá ár-
lega 1300 ábendingar um að eitthvað sé athugavert
við barnauppeldi og verða að hafa afskipti af 800
börnum.
Þessar upplýsingar koma fram í grein sem Jóhanna
Sigurðardóttir félagsmálaráðherra skrifar til að
kynna fmmvarp um að stofnað skuli embætti um-
boðsmanns barna. Hann á að tryggja að hagur og
réttindi barna sé í heiðri hafður.
Hér er á ferðinni mál sem ekki á að valda togstreitu
milli stjórnmálaflokka. Virðing Alþingis mun síst
minnka við það þótt þingmenn láti af þeim vana sín-
um að rífast og þrefa hver við annan með lítt rök-
studdum ásökunum, þegar fmmvarpið um umboðs-
mann barna verður tekið á dagskrá.
Það mun aftur á móti gefa tilefni til mikilla um-
ræðna um stöðu bama í þjóðfélaginu og það um-
hverfi sem þeim er skapað. Þar hljóta fjölskyldumál
að vera í brennidepli og þá hvernig þjóðfélagið býr
að fjölskyldunni og hvaö má verða henni til varnar á
tímum upplausnar og breytilegra siðferðisviðhorfa.
Og sú umræða á að ná langt út fyrir veggi Alþingis.
Ef það er nokkuð sem kemur allri þjóðinni og fram-
tíð hennar við, þá er þaö hvemig við búum að böm-
um okkar og tryggjum velferð þeirra.
Umhverfisráöherra-
veibitímabiliö
Svo virðist sem veiðimenn séu
búnir að finna sér eitthvaö til
dundurs milli veiðitímabila.
Enn eru nokkrir mánuðir til
sumars, þegar stangveiðin byrj-
ar, og bæði gæsaveiðitíminn og
rjúpnaveiðitímabilið eru nú að
baki. Seinni hluti vetrar hefur
því löngum veriö tilbreytinga-
lítill hjá sportveiðimönnum:
ekkert til að veiða, nema e.t.v.
að dorga í gegnum ís. Stang-
veiðimenn hafa raunar komist
upp á lag með aö nýta þennan
árstíma til fluguhnýtinga á
meðan skotveiðimenn hafa lát-
iö sér nægja að lesa skotveiði-
blöð og elda veiðibráöina sem
þeir náöu síöastliöið haust.
Gamalkunn vopn nú
veiöivopn
En samkvæmt frétt í Tímanum
í gær hafa veiðimenn nú fund-
ið sér nýja bráð til að beina
spjótum sínum að og virðist
veiðitímabilið á því sviði ein-
mitt vera í hámarki um þessar
mundir. Þetta eru pólitískar
umhverfisrábherraveiðar og
vopnin sem béitt er, eru gamal-
kunn bókaþjóðinni — þetta er
stílvopnið sjálft, penninn.
Veiöiaöferöin er keðjubréf þar
sem þátttakendur senda áskor-
anir til formanns Alþýðuflokks-
ins, þess efnis að hollast væri
fyrir flokkinn að losa sig við
Ossur umhverfisráöherra sem
fyrst. Þessar umhverfisráð-
herraveiöar eru ólíkar öðrum
veiöum, sem stundaðar eru í
sportmennskunni hér á landi,
því þær krefjast mikillar sam-
vinnu veiðimannanna og
minna að því leyti jafnvel frek-
ar á breskar heldrimannaveið-
ar, þar sem margir menn sam-
einast um að smala bráðinni á
GARRI
einhvern ákveðinn stað þar
sem síðan „veiðimaöurinn"
bíður tilbúinn meö veiðivopn
sportveiðimannsins, tvíhleyp-
una. Einhverjir íslenskir veiði-
menn hljóta að stunda um-
hverfisráðherraveiðamar, þó
tæplega séu þeir margir, enda
vafamál hversu mikil sport-
veiöimennska felst í keöju-
bréfaveiðunum. Hitt er annað
mál að sú staðreynd ein og sér
að umhverfisráðherraveiði-
tímabilið er nú þegar í fullum
gangi, bendir eindregið til þess
aö veruleg brotalöm sé í sam-
skiptum ráðherrans við veiði-
menn. Tónninn í keðjubréfinu,
þar sem umhverfisráöherra er
sakaður um að hafa skoriö upp
herör gegn veiöimönnum al-
mennt, bendir einnig í þessa
átt.
Samskiptamál í
ógöngum
Á sama hátt og draga verður í
efa að þessar pólitísku keðju-
bréfaveiðar samrýmist þeim
sportveiðianda, sem almennt
hefur einkennt sérstaklega
prúðmannlegt starf skipulagðr-
ar skotveiðimennsku hér á
landi, verður að draga I efa að
samskiptahættir umhverfis-
ráðuneytisins og umhverfisráð-
herrans sérstaklega gagnvart
veiðimönnum veiti ráðherran-
um einhvem rétt til að lýsa
sjálfan sig alfriöaðan. Því miöur
virðist hér á ferðinni enn eitt
dæmið um það hvemig ráð-
herrar í ríkisstjóminni hafa
leitt mál í ógöngur vegna þess
„töffara"-starfslags, sem tekið
hefur verið upp í Stjómarráð-
inu eftir að Viðeyjarbræöur
tóku þar völd. Gani
Þjóöararfurinn
Nú, á tímum alþjóðahyggju og
sammna þjóða á efnahagssvið-
inu, óttast margir að þjóðar-
einkennin hverfi. Þessi ótti
kemur einnig í ljós, þegar rætt
er um áhrif sjónvarps og þess
mikla magns af efni frá hinum
enskumælandi heimi, sem
blasir við augum dag hvern.
Þjóðemistilfinning er lífseig,
þótt vissulega geti steðjað
hættur að þjóðmenningunni.
Sjötíu ára alræði einræöis-
stjómar í Sovétríkjunum
megnaði ekki að brjóta þjóð-
ernistilfinninguna niður í ríkj-
um þeim sem vald Kremlar
náði til.
Vandinn er ab beina þessari
þjóbemistilfinningu í jákvæð-
an farveg. Hún á ekki að bein-
ast að einangrun eöa yfirgangi,
heldur að því að varöveita
þjóðleg verðmæti.
Menningararfur
Fyrir smáþjóð eins og íslend-
inga er alveg lífsnauösyn að
leggja rækt við þjóðmenning-
una. Raunar verður heimurinn
miklu fátækari ef sérkenni
þjóða á menningarsviðinu fá
ekki að njóta sín eða hverfa,
þar á meðal sérstæb menning
smáþjóða.
Söfnin
Til þess að varðveita menn-
ingararfinn og gera hann lif-
andi í samfélaginu ber brýna
nauðsyn til að undirstaðan sé
traust. Sú undirstaða er að
varðveita menningarverðmæt-
in og skila þeim til komandi
kynslóða. Blómlegt menning-
Á víbavangi
arlíf hvilir á þeim gmnni.
Því miöur er það langt í frá aö
ástand safnamála sé viðunandi
hér á landi. Á sumum sviðum
hefur verið myndarlega staðið
ab verki, en langt er í frá að
söfn séu almennt þær lifandi
stofnanir sem þörf er á.
Tónlistardeild
„ þ jóö bó kasaf n s "
Tilefni mitt til þessara hugleið-
inga er þingsályktunartillaga
Þuríðar Pálsdóttur, sem til um-
ræðu var í Alþingi í gær, um
varðveislu tónlistararfs íslend-
inga. í rökstuðningi með til-
lögunni kemur fram að skipu-
lag þessara mála er í furðu
óskipulögðum farvegi, sem
verður til þess að þjóðin er
ekki meðvituð um tónlistararf-
inn á sama hátt og ella. Þessi
þjóðararfur er þó miklu meiri
að vöxtum heldur en fram
kemur í opinberri umræðu, og
tónlistariðkun íslendinga
stendur miklu dýpri rótum en
flestir gera sér grein fyrir.
Afmælisár
í ár er 50 ára afmæli íslenska
lýðveldisins. Ekki er óeðlilegt
að um það verði umræður
hvemig skila skuli þjóðmenn-
ingunni til næstu aldar. Það
verður áreiðanlega ekki gert á
betri veg en þann að efla söfn-
in og gera þau að lifandi
menningarstofnunum. Þau
gætu þannig oröiö undirstaða
náms og listalífs á þjóðlegum
grunni og aðdráttarafl fyrir er-
lenda gesti, sem vilja kynnast
íslenskri þjóömenningu. Söfn-
in em einnig nauösynleg und-
irstaða dagskrárgerðar í fjöl-
miðlum, en það er afar mikil-
vægt að efla innlendan þátt
hennar.
Jón Kr.