Tíminn - 11.03.1994, Side 5
Föstudagur 11. mars 1994
m>nitfvi
5
Friörik Jónsson:
Eflum íslenska utan-
nkisþj onus tu
Um tillögur Verslunarráös íslands
Atímum þrenginga í ís-
lenskum þjóðarbúskap er
eðlilegt aö lagðar séu
fram hugmyndir um spamað,
niðurskurð og hvar megi betur
fara í ráöstöfun ríkisfjár. Margar
slíkar tiUögur em af hinu góða,
en oft er þó farið offari. Sumar
tillögur verða beinlínis að teljast
varasamar og jafnvel vega beint
og óbeint að póUtísku og efna-
hagslegu sjálfstæði þjóöarinnar.
Verslunarráb meb
kutann
í Morgunblaðinu föstudaginn
25. febrúar á blaðsíðu 25 er sajjt
frá tillögum Verslunarráðs Is-
lands um spamað í ríkiskerfinu.
Þar er meðal annars kynnt til-
laga Verslunarráðsins um fækk-
un íslenskra sendiráða úr níu í
þrjú og ná þar með að lækka nú-
verandi kostnað við sendiráð og
fastanefndir íslands, sem sam-
kvæmt fjárlögum 1994 er 488,6
milljónir króna, um 200 miUj-
ónir. Taka þeir hjá Verslunarráði
ennfremur fram að endurskoða
þurfi hlutverk sendiráða íslands
á þann hátt að þeim „veröi fyrst
og fremst ætlað að greiða fyrir
milUríkjaviöskiptum íslands,
auk þjónustuhlutverks við ís-
lendinga erlendis. Sendiráðin
hafi umsjón með stærra svæði
en nú er og nýti nútíma fjar-
skiptatækni frekar til sam-
skipta."
Verslunarráð í villu
Þessa merkilegu umfjöllun og
tillögugerð Verslunarráös ís-
lands er nauðsynlegt að skoða
nánar. í fyTsta lagi má benda á
að íslensk sendiráð em einungis
í um það bil 4% af þjóðlöndum
heimsins, og veröa það að teljast
ansi takmörkuð umsvif. Væri
heldur réttara að huga að efl-
„Af framansögðu er því
Ijóst að Verslunarráð ís-
lands, þrátt fyrir að
meina eflaust vel, virðist
því miður einfaldlega
ekki búa yfir þeirri þekk-
ingu og skilningi á eðli og
hlutverki íslenskrar utan-
ríkisþjónustu sem þarftil
þess að geta fjallað um
aðhald, spamað og breytt
hlutverk hennar á trú-
verðugan hátt."
ingu og fjölgun sendiráöa en
fækkun.
í öðm lagi er rétt að líta á þá
fjárhæö sem fer í sendiráð og
fastanefndir nú þegar. Þessar
VETTVANGUR
488,6 milljónir em að öllu leyti
of takmarkaö fé til þess að halda
uppi öflugri utanríkisþjónustu,
og ef litið er á heildarkostnaö
við utanríkisráðuneytið sam-
kvæmt fjárlögum 1994 er ljóst
aö framlög í rekstur íslenskra ut-
anríkismála em skorin viö nögl.
í þriðja lagi er vert að fjalla lít-
ils háttar um þá hugmynd Versl-
unarráðsmanna aö breyta hlut-
verki sendiráða þannig aö þeim
veröi fyrst og fremst ætlað að
sinna viðskiptahagsmunum ís-
lendinga erlendis og gegna
þjónustuhlutverki fyrir íslend-
inga erlendis.
Hér mætti benda Verslunar-
ráðsmönnum á aö kynna sér
hlutverk sendiráða, en þaö geta
þeir gert meö því aö glugga í litla
bók eftir Pétur J. Thorsteinsson,
sem ber heitiö Meðferð utanrík-
ismála. í þeirri bók á síðum 24
til 28 er fjallað um hlutverk
sendirába og kemur þar fram aö
meginhlutverk þeirra er aö ann-
ast þjónustu við ríkisborgara
sendiríkisins í viötökuríkinu,
ásamt því að sinna viðskipta-
hagsmunum sendiríkisins!
Aö lokum má velta vöngum yf-
ir hugmynd Verslunarráðs-
manna um að sendiráð hafi um-
sjón með stærra svæði og nýti
sér betur nútíma samskipta-
tækni. Flest íslensk sendiráð sjá
nú þegar um mun stærra svæði
en þeim er með góðu móti kleift
og er erfitt að sjá fyrir hvernig
einungis þrjú sendiráð ættu að
sinna þeim verkefnum sem nú
er sinnt af níu. Reikna kannski
Verslunarráðsmenn með því að
þau þrjú sendiráö, sem eftir
væru, skiptu meö sér heimsálf-
um í stað ríkja?
í sambandi við betri nýtingu
nútíma fjarskiptatækni hjá
sendiráðum má benda Verslun-
arráðsmönnum á að öll okkar
sendiráð hafa bæði síma og
myndsendi, sem eru aö sjálf-
sögöu mikið notuð til sam-
skipta.
Af framansögðu er því ljóst aö
Verslunarráð Islands, þrátt fyrir
aö meina eflaust vel, virðist því
mibur einfaldlega ekki búa yfir
þeirri þekkingu og skilningi á
eöli og hlutverki íslenskrar utan-
ríkisþjónustu sem þarf til þess
aö geta fjallað um aöhald,
sparnaö og breytt hlutverk
hennar á trúveröugan hátt.
Lýðveldiö ísland og
umheimurinn
Öflug og góð utanríkisþjónusta
er einn af homsteinum sjálf-
stæðis þjóöríkja. Án skilvirks og
öflugs fulltrúanets gegnum
sendiráð og fastanefndir á er-
lendri grund, hvort sem er hjá
þjóðríkjum eða alþjóðastofnun-
um, er hættan sú að lítið eyland
í noröurúthöfum týnist og
gleymist í ölduróti heimsvið-
burða. Það er því ekki til sóma
að leggja til hálfgeröa útrým-
ingu utanríkisþjónustu íslands á
sjálfu hálfrar aldar afmæli lýð-
veldisins.
ísland á allt sitt undir góöum
samskiptum við önnur ríki, og
þá einkum sína nánustu ná-
granna í Evrópu og Noröur-Am-
eríku. Meö öflugri og traustri ut-
anríkisþjónustu er góðum sam-
skiptum viðhaldið og þau styrkt
og þar með greitt fyrir að íslend-
ingum öllum skapist aukin tæki-
færi á erlendri grund, hvort sem
em pólitísk eða efnahagsleg,
menningarleg eða menntaleg. í
stað vanhugsaðra tillagna um
samdrátt í utanríkisþjónustu ís-
lands væri réttara að styrkja og
auka umsvif utanríkisþjónust-
unnar, svo merki íslands verði
haldið víðar og betur á loft úti í
hinum stóra heimi til hagsbóta
fyrir alla íslendinga.
Höfundur er M.B.A. í alþjóbavibskiptum.
Matarlystarmissir
Svar til Gunnlaugs Júlíussonar við
grein í Tímanum 2. mars 1994.
Það er alveg útþvælt hvemig
þið hagib ykkur í samræöum
um EES og gæti gert hvem
mann brjálaðan að selja landið
og landbúnaðinn í hendur þess-
ara ráðríku manna sem skipa sér
á bekk þama vib Jjetta samn-
ingsborð ykkar. Eg er orbin
hundleiö á þessari þvælu um ís-
lenskan landbúnað. Maður
missir gjörsamlega matarlyst-
ina. Það væri nær ab láta ykkur
upp á hrísgrjón í marga mánuði
til að þið gætuð vitaö hve
lambakjöt okkar er ljúffengt ef
þab er rétt eldað.
Við þurfum ekkert jöfnunar-
gjald, hvorki á innfluttar né út-
fluttar búvömr. Fjallalamb ís-
lensku þjóðarinnar er hágæba-
vara og á eingöngu að seljast
sem slík. Við þurfum frekar
menn til að greiða götu þess á
fínustu stöðum heimsins, þar
„Landakaup skulu vera
samkvæmt þeim gömlu
samningum sem við höf-
um átt og eigum vafalaust
enn. Ég vona að Stéttar-
samband bœnda haldi
þeim til streitu."
LESENDUR
sem það sómir sér vel.
Þab á að afnema jöfnunargjald
alveg og gefa mönnum kost á aö
byggja innflutning eftir sínu
höfði, ef þeir halda upp á eitt-
hvað sérstakt. Annars fer allt í
graut. Þetta er þegar orðið graut-
ur.
íslendingar geta bara sneitt hjá
allri vöm sem ekki er holl og
gæti skaöað þá. Það er erfitt, en
það er hægt. Það væri nær að
láta fólk kynnast þeim vömm
sem bændur hafa upp á ab
bjóöa, bæði hér og erlendis, og
hlusta betur á hvers vegna það
er hverjum manni hollt að éta
sínar eigin afuröir. Hvert land
ætti að gera þaö sama og
skammast sín svolítið.
Þar ætti ekki að vera nein und-
anþága. Ekki einu sinni vib 9.
grein samningsins. íslenskir
stjómmálamenn eiga að ákveða
hvaða toll skuli leggja á vömr,
en ekki viðvaningar úti í bæ.
Innflutningur án tolla skal ekki
vera leyfilegur nema ef innlend
framleiðsla er ekki fyrir hendi.
Raforkusamninga ætti aö gera
við íslendinga og skapa mönn-
um tækifæri á að rækta hér
meira. Merkja skal vömmar
með íslenska fánanum, svo allir
megi sjá að það, sem valið er, sé
landi okkar til sóma.
Forseti landsins gæti gefib
mönnum þetta leyfi, sem yrbi
mjög strangt.
Landkaup skulu vera sam-
kvæmt þeim gömlu samningum
sem viö höfum átt og eigum
vafalaust enn. Ég vona að Stétt-
arsamband bænda haldi þeim
til streitu.
Þetta þarf að koma skýrt fram í
lögum. Hafa skal í hávegum og
heiöri hverjir byggðu þetta land
og búa hér enn. Það á ekki ab
vera auðsótt mál ab kaupa jarbir
hér nema ab uppfylla ákveðin
skilyrði, þ.e. að vera meb ís-
lenskan ríkisborgararétt. Það
þyrfti einhvers konar stjóm á
óstjóminni. Allt styrkjakerfi á
smám saman að fara út úr kerf-
inu. Skal sáttasemjari sjá um þá
sem ekki geta staðiö á eigin fót-
um. Frjálst vinnuafl milli landa
skal sérstaklega skoða.
Hafðu þökk fyrir furöulega
grein þína og vertu ævinlega
blessaður.
Steinunn Amórsdóttir
FÖSTUDAGS-
PISTILL
ÁSGEIR
HANNES
KEÐJUBRÉF
HÆSTARÉTTAR
Hverri þjóð er nauðsynlegt að eiga
táknræn gildi fyrir svokallað sjálfstæöi
lands og lýðs. Þjóðfáni og þjóðsöng-
ur eru helstu tákn íslendinga, en Al-
þingi og forseti lýðveldisins koma fast
á eftir ásamt Hæstarétti íslands. Pistil-
höfundur bar í bamæsku sinni skil-
yrðislausa viröingu fyrir Hæstarétti og
leyfði sér aldrei að efast. Stafaði jafn-
vel meiri lotning af dómstóli þessum
en þjóðsöngnum, sem reyndar að-
eins atvinnumenn geta sungið.
Lotningin entist pistilhöfundi út
gelgjuskeiðiö og allt fram til ársins
1976, en þá féll Noregur. í byrjun
ársins var saklaust fólk hneppt í
gæsluvarðhald vegna svonefndra
Geirfinnsmála og pistilhöfundur bið-
ur hér afsökunar það fólk, sem á um
sárt að binda vegna þeirra mála, að
nefna harmleikinn til sögunnar. Sak-
laust fólkið undi því að vonum ekki
að vera sett í varðhald og skaut úr-
skurðinum til Hæstaréttar, eins og
lög gera ráð fyrir, en átti ekki erindi
sem erfiði. Gagnrýnislaust tók Hæsti-
réttur vægast sagt hæpinn málstaö
Sakadóms góðan og gildan og stað-
festi þetta hörmulega gæsluvarðhald
oftar en einu sinni.
Dómstóllinn brást þama barnatrú
pistilhöfundar og með hruni Hæsta-
réttar laskaðist verulegur hluti af ís-
lenska þjóðfélaginu í vitund hans.
Hæstiréttur var ekki lengur hluti af
sannleikanum, eins og þjóösöngur-
inn og þjóðfáninn. Heldur aðeins
ósköp venjulegur opinber vinnustað-
ur þar sem breyskir menn gengu að
daglegum störfum samkvæmt
ákvöröun kjaradóms og fjáríaga.
Enda hefur það tekið landsmenn sárt
að fylgjast með úr fjarlægð þegar
breyskleikinn ber dómstólinn ofurliði,
hvort sem er vegna áfengis eða
launamála.
í dag virðast þáttaskil í sögu Hæsta-
réttar og verður ekki séð að þau auki
hróður réttarins sem dómstóls eða
rikisstofnunar yfir höfuð. Nú situr í
forsæti réttarins maður sem gaman
hefur af fjölmiblum og var eitt sinn
kallaður í fegurðarsamkeppni karia
hjá víðlesnu karlab'mariti, ef pistilhöf-
undi bregst ekki minnið. Forseti þessi
situr nú við skriftir og sendir frá sér
hvert bréfið á fætur öðru, líkt og um
sérstök keðjubréf sé ab ræba. Að vísu
hefur forsetinn látið fylgja bréfum
sínum að hér sé ekki um eiginleg bréf
ab ræba í alvöru, heldur eins konar
hugaróra mannsins á bréfsefni
Hæstaréttar í nafni forsetans. Nokk-
urs konar ávísanir á þanka forsetans
eða nýja útgáfu af ávísanakebju.
Efnib í bréfum eða ekki bréfum for-
seta Hæstaréttar er svona í almenn-
um nöldurstíl, eins og best þekkist í
lesendadálkum blaba og í þjóðarsál
Ijósvakans jafnt sem í pistlum á borð
vib þennan hérna. Forsetinn dundar
vib ab skamma lögfræðingastéttína
og vill nú rába hvemig hún um-
gengst abrar stéttír í þjóbfélaginu,
eins og blaðamenn.
Er nú ekki langt að bíða þess að for-
seti Hæstaréttar sendir frá sér ábend-
ingar um hvernig lögmenn eiga að
umgangast tannlækna og pípulagn-
ingamenn. Kannski stígur forsetínn
skrefib til fulls og semur almennt kver
um mannasiði á ári fjölskyldunnar.
Sorgbitinn fylgdist pistilhöfundur
meb frammistöbu Hæstaréttar í Geir-
finnsmálum og þóttí minna á færi-
band í verksmibju. Eftir að forseti
réttarins hóf ab skrifa keðjubréfin sín
hefur færiband Hæstaréttar tekib á
sig fasta mynd í huga hansog er þab
miöur.
I dag sér pistilhöfundur fyrir sér
færibandib í Nútíma Chaplins í hvert
sinn sem hann heyrir Hæstaréttar
getið.