Tíminn - 11.03.1994, Qupperneq 8
8
Föstudagur 11. mars 1994
Carl Biildt og Ingvar Carlsson sammála:
Abild Norburlandanna ab Evrópu-
bandalaginu styrki Norburlandaráb
Ágúst Þór Ámason, Stokkhólmi
Umraeðum lauk í gær á þingi
Norðurlandaráðs og hafa þær
verið líflegri en oftast áöur.
Ástæðan er fyrirætlun ríkis-
stjórna Finnlands, Svíþjóðar og
Noregs um aö gera Norðurlönd-
in þrjú aö aðilum í Evrópu-
bandalaginu.
Nokkrar deilur urðu í almennu
umræðunum þegar nokkrir
þingmenn kröfðu stjómir land-
anna þriggja svara við því af
hverju ekki væri reynt aö koma
á nánara bandalagi Norður-
landa í stað þess að gerast aöilar
aö Evrópubandalaginu. Flestir
sem tóku til máls vom þó þeirr-
ar skoðunar aö Evrópubanda-
lagsaðild væri eini möguleikinn
til aö auka Vægi Norðurlánda-
samstarfsins og þá um leið
Norðurlandaráðs.
Bæöi Carl Bildt, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, og Ingvar
Carlsson, formaður sósíaldemó-
krata og forystumaður stjómar-
andstöðunnar, tóku þátt í um-
ræðunum. Norskir EB- andstæð-
ingar sökuðu þá um svik við
norræna samfélagsformiö og
hugsjónir Noröurlandaþjóð-
anna.
Carl Bildt svaraði fyrir sig með
því aö vísa til sögunnar um Ró-
binson Crúsó. Hann benti á að
Róbinson hefði verið sjálfstæð-
ur þar til Frjádagur kom. Þá
hefði hann afsalab sér hluta af
sjálfstæði sínu. Þegar þeim var
bjargað á skip „siðmenningar-
innar" afsalaöi hann sér enn
meira af því sjálfstæði sem að-
eins er hægt að njóta þegar
maður er einn og þarf ekkert að
sækja til annarra.
Menningin kjarni
norrænnar sam-
vinnu
Sænski forsætisráðherrann
gagnrýndi líka harölega þá sem
teldu eitthvað óeðlilegt við for-
gangsröðina í norrænu sam-
starfi. Norðurlandaráð hefur nú
tekið upp þá stefnu ab sinna
fyrst og fremst menningu, rann-
sóknum og menntun. Bildt
varði breytinguna og sagði að
menningin væri kjaminn í nor-
rænni samvinnu. „Sá sem hefur
ekki sterkar menningarlegar
rætur getur ekki verið sterkur
aðöðm leyti."
Bildt svaraði gagnrýni um að
norræn samvinna yrði í fram-
tíðinni alltof óformleg með því
að fullyrða að hingað til hefði
hún verið of formleg. „Við eig-
um að vera stolt af óformleg-
heitum í samskiptum okkar.
Meb þvi að vera í beinu sam-
bandi hvert við annað getum
við náð sama árangri og aðrir ná
aðeins með skriffinnsku og
formlegheitum."
Ingvar Carlsson tók undir með
Bildt og sagði systkinaást ekki
bera skaða af umgengni við
frændfólk.,
Slæmt ef Norður-
löndin verða ekki
„öll" aðilar að EB
Carlson viðurkenndi að það
gæti oröiö erfitt að stjórna Sví-
þjób ef þjóðin hafnaöi aðild að
Evrópubandalaginu. Hann
sagði að þó þýddi ekkert að fást
um slíkt, sósíaldemókratarnír
bæm óvenjulega ábyrgð vegna
stærðar sinnar og gætu ekki
staðið hjá þótt þróunin yrði
önnur en þeir vildu.
Margir þeirra sem töluðu í al-
mennu umræðunum lýstu yfir
áhyggjum sínum vegna hugsan-
legs „klofnings" Norðurland-
anna vegna fyrirsjáanlegrar Evr-
ópubandalagsaöildar sumra
þeirra. Esko Aho, forsætisráð-
herra Finnlands, sagði að það
mætti ekki gerast að ísland yrði
útundan í samstarfi Norður-
landanna, þótt það yröi eitt
Norðurlandanna utan Evrópu-
bandalagsins. Flestir hinna 70
þingmanna sem tóku til máls
lýstu því yfir að það mætti aldr-
ei verða ab Noröurlandaráð yrði
aö áhrifalausu „málfundafélagi"
um menningu þeirra þjóða sem
byggju á Norðurlöndum.
Stúdentamótmœli í París
í gær mátti sjá gamalkunna sjón á
götum Parísar, en námsmenn borg-
arinnar voru þá í miklum víga- og
mótmœlahug. Ástœba mótmœlanna
í gær var ákvörbun stjórnvalda um
ab lækka lágmarkslaun ílandinu,
laun sem námsmenn sögbu þegar
allt oflág.
UTLONP
í fréttum
var þetta
helst...
Dublin
írski lýðveldisherinn lýsti í gær
yfir ábyrgð á misheppnuðu
sprengjutilræöi á Heathrow
flugvelli í gær þegar sprengjum
var varpab inn á flugvöllinn en
vegna galla í sprengjunum
spmngu þær ekki. Vegna þess-
arar árásar, þótt hún hafi ekki
„heppnast", hefur slegið mikl-
um óhug á flugfarþega um
heim allan og taliö er nær úti-
lokað að friðarviðræður á Norð-
ur írlandi muni bera árangur
eftir þetta.
Caza
ísraelskir hermenn skutu til
bana paestínskan ungling í gær
í uppþoti sem varb á Gaza-
ströndinni. Elnnig bmmst út
átök í Hebron þar sem 15 Pal-
estínumenn særöust þegar á þá
varskotið gúmmíkúlum.
Tunis
Bandaríkjamenn skomöu í gær
á- Yasser Arafat, leibtoga PLO,
aö hefja á ný samningaviðræð-
ur við ísraelsmenn. Ef ekki,
myndu Bandaríkjamenn beita
neimnarvaldi á álykmn Örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna þar
sem fjöldamorðin í Hebron em
fordæmd.
Kjarvalsstofa í
París
Kjarvalsstofa I París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er til
dvalarfyrir íslenska listamenn. Reykjavikurborg, mennta-
málaráðuneytið og Seðlabanki Islands lögöu fram fé til þess
að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samningi
við stofnun, sem nefnist Cité Intemationale des Arts, og var
samningurinn gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miöborg
Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni.
Sérstök stjómamefnd fer með málefni Kjarvalsstofu, og gerir
hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjómar Cité Intema-
tionale des Arts, er tekur endanlega ákvörðun um málið.
Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir, en lengst er heimilt að
veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Vegna fjölda um-
sókna undanfarin ár hefur dvalartími aö jafnaði verið 2 mán-
uðir.
Þeir, sem dvelja i Kjarvalsstofu, greiöa dvalargjöld, sem
ákveðin eru af stjóm Cité Intemationale des Arts og miöast
viö kostnaö af rekstri hennar og þess búnaðar, sem þeir
þarfnast. Þessi gjöld em lægri en almenn leiga í Parisarborg
og er nú Fr. frankar 1400 á mánuði. Dvalargestir skuldbinda
sig til þess aö hlíta reglum Cité Intemationale des Arts varð-
andi afnot af húsnæði og vinnuaðstööu.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu,
en stjómin mun á fundi sínum í mars fjalla um afnot lista-
manna af stofunni timabilið 1. ágúst 1994 til 31. júlí 1995.
Skal stila umsóknir til stjómamefndar Kjarvalsstofu. Tekið er
á móti umsóknum til stjómamefndarinnar í skjalasafni borgar-
skrifstofanna í Ráðhúsinu, en þar liggja einnig frammi um-
sóknareyöublöö og afrit af þeim reglum, sem gilda um afnot
af Kjarvalsstofu.
Fyrri umsóknir þarf að endumýja, eigi þær að koma til greina
viö þessa úthlutun.
Umsóknum skal skila í síöasta lagi 28. mars 1994.
Stjómamefnd Kjarvalsstofu.
V I K I N G A
• T
Vinningstölur ,-------------
miövikudaginn: 9. mars 1994
a
m
VINNINGAR
6 af 6
5 af 6
+bónus
H
5 af 6
1
4 af 6
0 3 af 6
' '
+bónus
FJÖLDI
VINNINGA
272
935
UPPH/EÐ
Á HVERN VINNING
18.755.000
1.375.127
100.337
1.760
220
Aðaltölur:
6^rÍ2)fÍ6
19X21 )(32
BÓNUSTÖLUR
@(37)(40)
Heíldarupphæð þessa viku:
39.870.558
á Isl.:
2.360.558
jjhjjl Uinningur fár til: Danmerkur 09 Finnlands.
UPPLYSINQAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11
LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
LANDSSAMTÖK HEILSUGÆSLUSTÖÐVA
Ráðstefna um stöðu
og horfur í heima-
hjúkrun 22. apríl 1994
Landssamtök heilsugæslustöðva standa fyrir ráðstefriu um
stöðu og horfur f heimahjúkrun föstudaginn 22. april n.k. í
Borgartúni 6, Reykjavik.
Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Starfsfólk í
heilbrigöisþjónustu og annað áhugafólk um heilbrigðismál er
sérstaklega hvatt til að sækja ráðstefnuna.
Þátttökugjald verður kr. 4.000,-, innifálinn matur og kaffi.
Ráðstefnustjóri verður Ásta Möller, formaður Félags ís-
lenskra hjúkmnarfræðinga.
Ráðstefnan hefst með setningu formanns samtakanna og
ávarpi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
Fjallað verður um framkvæmd heimahjúkrunar, helstu breyt-
ingar á undanfömum missemm og horfur á næstunni á höf-
uðborgarsvæðinu, í öðm þéttbýli og í strjálbýli. Gerð verður
grein fyrir framkvæmd heimilishjálpar á vegum sveitarfélag-
anna og tengslum við heimahjúkrun, samvinnu heilsugæsl-
unnar og sjúkrahúsanna og kostnaöi við framkvæmd heima-
hjúkmnar meö samanburði við legukostnað.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og landlæknisemb-
ættið munu fjalla um stefnumótun i málaflokknum til framtíð-
ar. Fyrirspumir verða milli einstakra þátta og umræður i lokin.
Þátttaka óskast tilkynnt í síma 91- 22400 fyrir 15. apríl n.k.