Tíminn - 19.03.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. mars 1994
dmíiiw
9
Sr. Þór Hauksson, Arbœjarkirkju:
Fermingin
„Þaö á allt eftir aö gera!" Upp-
hrópun þessi er ef til vill ekki
óalgeng nú og næstu misseri á
mörgum heimilum þessa
lands. Gamla, slitna sófasett-
ið, er haföi dugað hingað til,
fær reisupa,ssann. Baðherberg-
ið, sem hingað til var fullboð-
legt með nöktum, hvítum
steinveggjum sínum, er klætt
dýrindis flísum. íbúðin mál-
uð, parket á stofugólfið,
gluggatjöld í stfl. Öllu því, er
setið hafði á hakanum undan-
farin ár, er kippt í liðinn á til-
boöum er ekki var hægt að
hafna og greiðslum er bíða
þolinmóðar síns tíma.
Fjölmiðlamir fara hamför-
um, með margsíðna gjafa-
handbókum, í nafni þjónust-
unnar. Auðvelda afa og
ömmu, frænku og frænda, val-
ið; spilað undir þýðum tón-
um,.að ef bamið fái ekki þetta,
akkúrat þetta merki, en ekki
hitt- þá! - já, þá er voöinn vís,
framtíð barnsins stefnt í voða.
Ábyrgðin er mikil. Það er af
sem áður var, hugsar maður
með sér, er maður var full-
sæmdur af armbandsúrinu
sínu vatnsþétta, merkið ekkert
merkilegt, eitthvað svissneskt.
Svo vom spumingamar dag-
inn eftir: „Hvað fékkstu?
o.s.frv." Einn blekpenni varð
að fimm pennum áður en dag-
ur leið, og armbandsúrið varð
að Borgundarhólmsklukku;
mátti ekki vera minni en fé-
lagamir.
Ekki má gleyma fötunum,
skónum og hárgreiðslunni,
línan er lögð mánuðum áður.
Snögglega rennur upp ljós fyr-
ir undrandi foreldrum, er sjá
dætur sínar í hælaháum skóm,
vasaútgáfa af „konum", og
drengina í jakkafötum, í fyrsta
skipti á ævinni, tákni „karl-
mennskunnar". Hvað árin
líða. Það er svo stutt síðan hún
var í dúkkuleik og hann í bíló.
Óþægilegar hugsanir læðast
hljóðlega um huga foreldris-
ins, hugsanir er verða ekki op-
inberaðar, nema í þröngum
hópi vina er staddir em í sömu
spomm - á sama aldri. Þetta er
sem draumur, bamið á að
fermast í vor, eitt af mörgum
ungmennum, er með vor í
huga ganga upp að altari
Krists og játa trúna á hann er
lagði líf sitt í sölumar fyrir þig.
En hverskonar fyrirbæri er
fermingin? Orðið ferming eða
confirmatio þýðir staðfesting,
staðfesting og jafnframt full-
komnun skímarinnar. Árið
1596 gaf Guðbrandur biskup
Þorláksson út tilskipun um
upptöku ferminga hér á landi,
„hin eina rétta konfirmation
eins og hún hefur verið tíökuð
frá upphafi í Krisminni". Þar
kemur m.a. fram að böm á
aldrinum 12-14 ára skuli
vinna það heit „að varðveita
trú sína, sem þau væm skírð til
í laug endurlausnarinnar".
Með konungsbréfi hinn 9.
júní 1741 er ferming leidd í
lög á íslandi. Á 19. öld kom
Daninn Gmndtvig til skjal-
anna. Lagði hann mikla
áherslu á, að fermingin væri
sáttmáli milli Guðs og manna,
en loforð bamsins í ferming-
unni haföi í hans huga minna
vægi. Þessi skoðun hefur ekki
átt fylgi að fagna hér á landi,
heldur hefur kirkjan frekar
hallast, sérstaklega í þessum
efnum, að píetismanum, er
var ráðandi á 18. öld og lagði
áherslu á það, að með ferm-
ingunni fengi unglingurinn
tækifæri til að endurtaka sjálft
skímarloforðið, sem foreldrar
hans höfðu gefið fyrir hann.
Enn þann dag í dag er litið á
ferminguna sem staðfestingu
unglingsins á skíminni. Árið
1907 var fyrst sett heildarlög-
gjöf um kennslu bama og
unglinga. Þar er sagt m.a. um
kennslu í kristnum fræðum:
„Hvert barn fullra fjórtán ára á
að hafa lært í kristnum fræð-
um það sem heimtað er eða
heimtað kann að vera að böm
kunni í þeirri grein ferming-
ar."
í sem fæstum orðum getum
við sagt að fermingin er stað-
festing eða yfirlýsing um aö
eitthvað sé rétt. Fermingin
staöfestir, lýsir yfir, að einstak-
lingurinn er skírður og tilheyr-
ir kirkju Jesú Krists, og kennir
þér hvað það merkir. Ferming-
in og athöfnin sem slík er ekk-
ert burtfararpróf eða enda-
punktur á eins vetrar nám-
skeiði. Þvert á móti! Hún er
upphaf þess að einstaklingur-
inn getur lifað og starfað sem
kristinn einstaklingur og
ábyrgur þátttakandi í lífi kirkj-
unnar og almennt í kristnu
Blóm, gjafavörur og
skreytingaþjónusta,
hvert sem tilefnið er.
Opiö alla daga
frá kl. 10-21
Líttu inn í leiðinni.
Glæsibæ.
sími 814200
þjóðfélagi.
Með fermingarfræðslunni
gefst kirkjunni stórkostlegt
tækifæri til að sá fræjum trúar-
innar í huga ungmenna. Eins
og allir vita, er hafa nálægt
ræktun komið, þá kemur af-
rakstur erfiðisins ekki í ljós
strax. Oft er maður spurður:
„Er þetta til nokkurs? Er ung-
lingunum ekki alveg sama um
Jesúm? Em það ekki bara
stereógræjurnar sem þau em
að hugsa um? Þaö er vel hægt
að leggja á sig vetramámskeið,
ef uppskeran er dúndurtæki
og seölar í tugavís." Ég sem
prestur fæ oft þesskonar
spumingar. Verð ég þá sár og
reiður fyrir hönd ungling-
anna, því mín reynsla er sú, að
yfirgnæfandi meirihluti þeirra
tekur námið alvariega og rækir
það af stakri trúmennsku. Trú-
in er kmfin til mergjar af fullri
einurð. Ein tilvonandi ferm-
ingarstúlka sagði við mig um
daginn: „Fermingarfræðslan
hefur hjálpað mér að hætta að
blóta." Það var einlægni í þess-
um orðum. Hvað gjafimar
verða, stórar eða smáar, og
veislurnar, auðvitað kitla þær,
en þær em ekki aðalatriðið.
Það má til sanns vegar færa að
þær em í sumum tilfellum
komnar út í öfgar, en mér seg-
Sr. Þór Hauksson.
ir svo hugur að í flestum til-
fellum séu þær látlausar, þar
sem nánustu skyldmenni og
vinir koma til að samfagna
fermingarbaminu á þess stóm
stund. Það þykir bara ekki
frétt.
Kristin kirkja væntir þess að
með fermingunni og undir-
búningstímanum fyrir hana
takist henni að vekja ung-
menni til umhugsunar um
það, sem í raun er mikilvægast
í lífinu, trúna á Drottin Jesúm
Krist. Leiða ungmennin inn á
veg kirkjunnar og þess sem
hún boðar, og læra að lifa eftir
boðoröinu: „Elska skaltu ná-
unga þinn eins og sjálfan þig."
Fermingamndirbúningnum er
ætlað að hjálpa unglingnum
að finna svar við spumingun-
um: „Hvað álítur kristinn
maður um Guð? Hvers vegna
þarf líka að trúa á Guð?" Lögð
er áhersla á það, að þessum
spurningum verður ekki svar-
að fræðilega fyrst og fremst.!
Heldur með því að rækja sam-
félagið við Guð. Það er með
trúarlífið eins og tónlistina.
Tónlistar getur enginn notið
nema hann hlusti á hana og
lifi sig inn í hana.
Ábyrgð foreldra í þessum efn-
um er mikil. Það er einu sinni
svo að bömin læra það sem
fyrir þeim er haft. Á foreldmn-
um hvílir ábyrgð uppeldisins
og flestum þeirra er ekki sama
um hvaða leið bamið þeirra
velur sér í lifinu. Það var þeirra
ákvörðun að bamið þeirra var
fært til skírnar, af umhyggju
og kærleika sem foreldmm er
gefinn. Á sama hátt sýna þau
barninu sínu umhyggju og
kærleika, er bamiö fermist til
að staðfesta ákvörðun þeirra,
að það tilheyri Jesú Kristi. Þá
umhyggju sýna þau með því
að halda fermingarbaminu
veislu eftir bestu getu.
Neikvæðar raddir munu allt-
af heyrast um ferminguna og
allt tilstandið kringum hana:
óhófleg eyðsla, unglingunum
gerðar upp annarlegar hvatir,
er sýna kannski oft best hugs-
unarhátt þess er heldur slíku
fram. Kirkjan hefur ætíö bent
á og varað við, ef efnisleg gæði
hafa verið sett ofar inntaki at-
hafnarinnar. Matið liggur hjá
foreldmm og aðstandendum
unglinganna, er nú næstu
misseri ganga upp að altari
Drottins og staðfesta það heit,
er foreldrar þeirra gáfu, að
fylgja Jesú á vegi lífsins. Ferm-
ingin er hátíðlegur viðburöur í
lífi einstaklings og fjölskyld-
unnar allrar og það er ekkert
athugavert að hún komi sam-
an og geri sér glaðan dag af því
tílefni.
Rúm m/springdýnu (tvöföld fjöðrun)
90x200 kr. 35.750,-
120x200 kr. 46.650,-
Kommóða kr. 9.500,-
Skrifborð kr. 9.500,-
SENDUM
UMALLT
LAND
105x200
kr. 43.150,-
Náttborð kr. 12.000,-
Halogenlampi kr. 2.900,-
FÁANLEGT í FLEIRI LITUM
TM ■ HÚSGÖGN
Sfðumúla 30 — sfmi 68-68-22
0PIÐ MÁNU DAGA-FÚSTU DAGA 9-18
LAUGARDAGA KL. 10-17
SUNNUDAGA KL. 14-17
fj