Tíminn - 25.03.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.03.1994, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. mars 1994 WMmu 5 Tómas Eiríksson og Árni Sigurjónsson: F j ölmiblafár að hefur vakið furðu okkar undirritaðra, hve áhuga- leysi fjölmiðla er mikið gagnvart jákvæðum hlutum sem unglingar fást við þessa dagana. Síðasta dæmi þess er þegar árs- hátíð Réttarholtsskóla var hald- in þann 17. mars sl. Þar sáu unglingar um alla framkvæmd og stór hluti nemenda lagði hönd á plóginn með ýmsum hætti, dag og nótt, svo að árshá- tíðin yrði einhver sú glæsileg- asta í sögu skólans og sú 'varð raunin. Hún hófst með for- drykk, óáfengum að sjálfsögðu, í félágsmiðstöðinni Bústöðum. Síðan var farið upp í safnaðar- heimili Bústaðakirkju og þar snædd þríréttuð máltíð. Radíus- bræður litu inn og skemmtu fólki með gamansögum. Eftir allt þetta var fólkinu ekið í rútu upp í Réttarholtsskóla og þar voru nemendur, kennarar og starfsmenn Bústaða með vel heppnuö skemmtiatriði. Að því loknu tók Páll Óskar Hjálmtýs- son viö og hélt uppi fjörinu með sínum hætti. Arshátíöinni lauk svo með balli, þar sem Syn- ir Raspútíns spiluöu og gömlu dansarnir voru stignir öðru hverju. Það eina sem um var deilt var söngatriði Páls Óskars, þar sem hann hneykslaði surna með „eggjandi skemmtun", eins og Árni Sigurjónsson. VETTVANGUR „En hingað og ekki lengra. Við höfum fengið okkur fullsadda á leið- indasögum sem fylla Ijósvakamiðlana alla daga. Hvemig vœri að fá að heyra einhverjar gleðifregnir afjákvœðu unglingastarjfi hér á ís- landi. íslenskt, já- kvætt." Tómas Eiríksson. það var orðað í þessu blaði um síðustu helgi. Það er spuming hvort æskilegt sé að þessi ágæti maður eigi að skemmta í gmnn- skólum. Það ber að hafa í huga að á þessum þremur áram, þ.e.a.s. í 8.-10. bekk, sem Réttar- holtsskóli býður upp á, tekur þroski fólks miklum breyting- um og þar af leiðandi bregst fólk misjafnlega við svona lög- uðu. Samt sem áður skemmti meirihluti nemenda sér kon- unglega og fannst þetta atriöi vera hápunktur árshátíðarinn- ar. Sú kjaftasaga hefur gengið um bæinn að kennarar og foreldrar bama í Réttarholtsskóla hafi hafið málssókn á hendur Páli Óskari vegna þessa tiltekna at- riðis. Hér með leiðréttist þetta og enginn þessara aðila hyggst leggja fram kæra. Skólastjóri Réttarholtsskóla hafði samband við báðar sjón- varpsstöðvamar fyrir árshátíð og bauð þeim aö koma og sjá já- kvætt unglingastarf fara fram. En auðvitað haföi hvorag stöð- in tíma né myndavélar til taks, sem sagt greinilega áhugaleysi. En okkur þykir skrítið hve fjöl- miðlar era alltaf fljótir að skýra frá því neikvæða. Strax daginn eftir var haft eftir foreldram nokkurra bama hve ósæmilegt atriði Páls Óskars hefði verið. Og enn versnaði það. Nú átti víst að kæra hann fyrir athæfið, en það er auðvitað út í hött. Og það er svona slúður sem hefur farið illa með margan góðborg- arann og með þessu ætlar fólk sér að koma óorði á skólann okkar. En hingað og ekki lengra. Við höfum fengið okkur fullsadda á leiðindasögum sem fylla ljós- vakamiðlana alla daga. Hvemig væri að fá aö heyra einhverjar gleðifregnir af jákvæðu ung- lingastarfi hér á íslandi. ís- lenskt, já-kvætt. Höfundar eru framámenn í félagslífi Réttarholtsskóla. Magnús H. Císlason: Verslunarrábiö brýnir busann Fyrir nokkra lét félagsskap- ur, sem nefnist Verslunar- ráð íslands, frá sér fara plagg, sem ráð þetta kallar „Raunhæfan niðurskurð ríkis- útgjalda". Og þessi „raunhæfi niðurskurður" er hreint ekkert smáræbi, enda meðlimir Verslunarráðs menn hárra talna og mikilla upphæöa. Hann á að nema hvorki meira né minna en 12,5 milljörðum króna. Þaö hefur veriö hljóð- ara um þessa skýrslu en ætla hefbi mátt, því hún er óneit- anlega merkileg á sinn hátt. Og hvemig ætla nú fjármála- snillingar Verslunarráðs að lækka útgjöld ríkisins um tólf og hálfan milljarð? Jú, þab vefst nú kannski ekki fyrir þeim. Heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu er ætlað að taka á sig bróðurpartinn af þessum „spamaði". Það á að lækka útgjöld sín um 8,2 millj- arða á ári. Þetta á að gerast með lækkun á rekstri sjúkra- „Hér er hressilega tekið til hendinni. Og er nú ekki ónýtt fyrir Verslun- arráð að eiga sinn eigin pingmann. Sýnist hann eiga œrinn starfa á nœst- unni við að koma þessum merku hugsjónum niður á jörðina, klæða sumar þeirra sjálfsagt í frum- varpsform og afla þeim fýlgis hjá þingi og þjóð." VETTVANGUR stofnana um 3,6 milljarða og Tryggingastofnunar um 3.155 milljónir. Útgjöld til lyfjamála eiga að lækka um 750 milljón- ir. Þar að auki telja svo þessir spekingar að hægt sé að afla tekna með því að stunda fæð- issölu til sjúklinga í sjúkrahús- um. Þar á að næla í 460 millj- ónir. Útgjöld til menntamála era Verslunarráðsmönnum mikill þymir í augum. Þar er leikur- inn einn að þurrka út 1.000 milljónir með því að lækka greiðslur á hvem nemanda frá því sem nú er. Styrkir til ým- issa aðila era líka langt úr hófi fram, segja þeir hjá Verslunar- ráði. Þá má lækka um 170 milljónir. Er það m.a. miðað á leikstarfsemi, Rithöfundasjóð, Kvikmyndasjóö, Heiöurs- launasjóð listamanna, List- skreytingasjóð og Listasafn ASÍ. Og svo er stofnunum eins og Þjóðleikhúsinu, Sinfóníu- hljómsveitinni, Óperunni, Þjóðminjasafninu og öðram slíkum ekki minna ætlandi en að afla sér sértekna upp á einar litlar 120 milljónir. Hjá stjómsýslunni má spara 1,3 milljarða, segja Verslunar- ráðsmenn. Með því að fækka þingmönnum niður í 41 og rábherram í 7 má spara 275 milljónir. Með því að endur- skipuleggja Byggðastofnun og sendiráðin má spara hátt í 400 milljónir. Hjá ráðuneytum at- vinnuveganna vill Verslunar- ráð lækka útgjöld um 1,7 milljarða. Drjúgur hluti þeirr- ar upphæðar er lækkun á framlögum til rannsókna- stofnana. Til Framleiðnisjóðs landbúnaöarins og hafna- og flugmála má sækja 540 millj- ónir. Hér er hressilega tekið til hendinni. Og er nú ekki ónýtt fyrir Verslunarráð að eiga sinn eigin þingmann. Sýnist hann eiga ærinn starfa á næstunni viö að koma þessum merku hugsjónum niður á jörðina, klæða sumar þeirra sjálfsagt í frumvarpsform og afla þeim fylgis hjá þingi og þjób. Höfundur er fyrrum blabamabur. FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES PÁSKAHALD Á ÞILSKIPAÖLD í hönd fer blessub dymbilvikan og henni lýkur meb sjálfri páskahátíð- inni, þegar heilir þrir frfdagar bæt- ast vib venjulega helgi. Páskamir eru því kjörin ferbahelgi og hafa ís- lendingar ibulega brugbib undir sig betri fætinum um páska. Mikil umferb er því jafnan um páska- helgina og margir ferbalangar á flakki um landib. Þeir þurfa ab kaupa sér margs konar vöru og þjónustu. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Um páska og abrar stórhátíbar rísa svo deilur um hvaba þjónustu fólkið má kaupa sér þessa daga og eru reglur sveitarfélaga afar mis- jafnar eftir byggbarlögum. Þær byggja væntanlega á lögum um almannafrib á helgidögurp þjóð- kirkjunnar frá árinu 1926. Þessi sjö- tíu ára gömlu lög þrengja mjög skorbur manna í nútíma þjóbfélagi og rétt ab skoba þær nánar. Samkvæmt laganna hljóban er „bönnub öll sú vinna, úti og inni, sem hefur hávaba í för meb sér eba fer fram á þeim stab eba meb þeim hætti, ab hún raskar fribi helgidagsins." Þó er heimilt ab ferma og afferma skip á helgidög- um nema á föstudaginn langa og hinn fyrra helgidag stórhátíba. Strandferbaskip og bifreibar til fólksflutninga eru þó undanþegin þessu sérkennilega hafnbanni. Hvergi er hins vegar getib um leyfi vélflugna til ab hefja sig til flugs eba lenda, enda virbast lögin sam- in á seinni hluta þilskipaaldar. Kaup og sala er bönnub á helgi- dögum, en þó má selja fólki lyf, braub og mjólk, fisk og blöb. Á torgum má bjóba áríbandi naub- synjar á borb vib abgöngumiba ab kappleikjum, happdrættismiba og þess háttar fýrir spilafíkla. Þessar naubsynjar má þó ekki selja á milli klukkan ellefu og þrjú á daginn. Bannab er ab halda veislur á veit- ingastöbum eba abra hávabasama fundi fyrr en eftir mibaítan. Fundi um veraldleg efni má ekki halda fyrr en um nónbil og þá abeins nógu langt frá bænahúsum ab gubsþjónustur verbi ekki truflabar. Alþingi og byggbastjornir má ekki kalla saman nema brýna naubsyn beri til og ekki halda skiptafundi eba uppbobsþing og er þab nokk- ur bót í máli. Engan má svo draga fyrir dóm nema brýn sé naubsyn og ekki má lesa fólki stefnur meb- an á messu stendur. Öllum má vera Ijóst ab forsjá af þessum toga gengur ekki lengur í þjóbfélagi Islendinga, þegar heilu álfurnar opnast upp á gátt. Lítib dæmi um andóf landsmanna gegn opinberu forsjárkerfi er fjölmenn hreyfing sem nú rfs gegn afnota- gjöldum Ríkisútvarpsins. Kirkjan er mikilvægasta stofnun þjóbfélagsins og lögin um al- mannafrib em því mibur ekki til þess fallin ab auka hróbur hennar. Fólk setur skorbur laganna ósjálfr- átt í samband vib þarfir kirkjunnar og fær vonda niburstöbu. Kirkjan á frekar í vök ab verjast í dag og illt til þess ab vita ab hún bíbi hnekki vegna úr sér genginna laga. Pistilhöfundur leggur þess vegna til ab kirkjan sjálf hafi án tafar for- göngu um ab fá þennan lagabálk færban fram á tuttugustu öldina og opni þannig faðminn fyrir nú- tímafólki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.