Tíminn - 30.03.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.03.1994, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 30. mars 1994 5 Daníel Ágústínusson: Lengi getur vont versnað Sjónvarpiö endurtekur róginn um Mjólkursamsöluna Umræöuþættir Sjónvarps- ins flest þriðjudagskvöld í vetur hafa fyrir löngu gengið fram af öllu venjulegu fólki. Þann 22. mars s.l. var þátt- ur um viðskiptahætti Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík. Hann var framhald sjónvarpsþáttar sem sýndur var 20. mars. Höf- undur hans var aðstoöarmaður menntamálaráðherra. Sá þáttur var endurvakinn rógur um MS, sem andstæðingar og öfundar- menn hennar hafa smjattaö á í 60 ár, en sem betur fer án sýni- legs árangurs. I Heimdellingum afhent stjórnin Þriðjudagsþáttunum er ætlað það hlutverk að vera pólitískur áróður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans. Stjómendur em ungir sjálfstæöismenn — Heim- dellingar — sem eiga það sam- eiginlegt að hafa aldrei áður komið nærri fjölmiðlastörfum og eru gjörsneyddir þekkingu á þeim málum sem tekin em fyr- ir. Þættimir missa því marks sem áróður, þótt viðleitnin sé öllum augljós. Þeir vekja því upp andúð sjónvarpsnotenda, sem kunna glögg skil á fúski og fagmennsku. Mörgum sjálf- stæðismönnum er nóg boðið og telja þessi fíflalæti flokknum til skammar. Áróburinn gegn bændum Bændur — samtök þeirra og stofnanir — hafa verið uppá- halds skotmörk þeirra, sem þátt- unum hafa stjómað. Þar aö auki hefur Sjónvarpið látið gera marga þætti í þeim tilgangi ein- um að níða niður bændur og störf þeirra bæði fyrr og síðar. Þar kannast allir við þáttaröö- ina: Þjóð í hlekkjum hugarfars- ins, Bóndi er bústólpi og nú síð- ast um Mjólkursamsöluna og er þá margt ótaliö. í þetta hefur Sjónvarpið varið milljónatug- um af fé skattborgaranna, sem flestir þeirra hafa svo andstyggð á. Það mætti gera glæsilega sjónvarpsþætti um íslenskan landbúnað og gildi hans fyrir þjóðina. Framfarir hans og um- bótastarf á liðnum 60-70 ámm, sem orðiö hefur gmndvöllur að vexti bæja og kauptúna um- hverfis landið, eins og Borgar- nesi, Blönduósi, Egilsstöðum og Selfossi, auk margra annarra, þar sem atvinnulífið byggist á þjónustu við landbúnaðinn í sambandi við vinnslustöðvar og verslun. Þrátt fyrir mikla fækk- un bænda hefur framleiðslan aukist gífurlega og gæti auð- veldlega aukist enn, ef markað- ur væri til, sem síðar gæti opn- ast. Á síðustu ámm hafa bændur lagt meira af mörkum til að tryggja stöðugt verðlag en aðrar stéttir í þjóðfélaginu og búa nú við kjör sem engin önnur stétt myndi sætta sig við. Slík er þjóðhollusta þeirra. Saga bænda um aldir í félags- og menningar- málum er löngu viöurkennd. Henni verður ekki breytt, þótt miklu sé kostað til. Bændur geta því borið höfuðið hátt og þurfa ekki að biðja einn eða neinn af- sökunar' á tilvem sinni. „Þurfi menn að rekja raunir sínar og ræða per- sónuleg mál í Sjónvarp- inu, finnst mér að best fari á því að það sé gert innan fjögurra veggja, því sjónvarpsáheyrendur hafa ekki minnsta áhuga á slíku rausi." VETTVANGUR Minkurinn í Sjónvarpinu Fljótlega eftir að þriðjudags- þættimir hófust s.l. haust gaf dagskrárstjóri Sjónvarpsins þá yfirlýsingu aö þeir væm sér óviökomandi. Skrifstofa fram- kvæmdastjóra sæi um þá. Aldrei áður hafði það heyrst að fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins leyfði sér að taka þannig fram fyrir hendurnar á þeim manni sem ráðinn er dagskrárstjóri. Síðan notar hann fé útvarpsins til að láta vini sína úti í bæ gera myndir til að svívirða íslenska bændur og til áróöurs fyrir einkavæðingardeild íhaldsins. Einkafulltrúi menntamálaráð- herra í Sjónvarpinu hefur með þessum hætti verið sem minkur í hænsnagarði, sem enginn hef- ur þoraö að blaka við. Meira að segja haninn hefur aðeins depl- að augunum — bleikur að lit — dauöhræddur bak við kassa. Að- eins Arthúr Björgvin Bollason afhjúpaði hneykslið og fékk pokann sinn í staðinn. Hinsveg- ar fékk hann lof þjóðarinnar fyrir aö svipta hulunni af ósóma þessum með eftirminnilegum hætti. Alger vesaldómur hefur ríkt hjá stjómendum útvarpsins aö koma böndum á minkinn, svo sem bændur gera víða með góðum árangri og komast þann- ig hjá miklu eignatjóni. Út- varpsráð og aðrir, sem telja sig bera ábyrgð á stjóm útvarpsins og taka fyrir það góö laun af al- mannafé, ættu sem fyrst að taka bændur sér til fyrirmyndar. Annars bregðast þeir skyldum sínum. Sjálfstæ&isflokkurinn ber ábyrg&ina Afskipti menntamálaráðherra af málefnum Sjónvarpsins er grundvöllur að þeirri uppákomu sem þjóðin hefur hneykslast á í allan vetur. Sjálfstæðisflokkur- inn ber því ábyrgðina. Þetta hafa kjósendur löngum gert sér ljóst og munu svara fyrir í fyllingu tímans. Það hefur þegar komið fram í skoðanakönnunum í vet- ur að ein af ástæðum þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur minnkað verulega frá síðustu kosningum er hiö svonefnda Hrafnsmál. Eftir því sem um- ræddur ósómi Sjónvarpsins gengur oftar fram af þjóöinni þá fjölgar þeim sem eru reiöubúnir að mótmæla meö atkvæði sínu. Það mun aldrei hafa skeð áður að fé útvarpsins væri notað í heilan vetur til að þverbrjóta allar regl- ur útvarpsins um hlutleysi og heiðarlega starfsemi án þess að stjómendur þess geröu annað en að depla augunum. Þegar slíkt gerðist fyn á ámm var bmgðist hart við og þótti sjálfsagt. Sjónvarpsþátturinn um Mjólkursamsöluna 20. mars Umsjónarmaður hans var ungur Heimdellingur, Ólafur Arnarson, aðstoöarmaður menntamálaráð- herra. Var það í samræmi við allt það sem áður er sagt. Þátturinn var illa gerður og ómerkilegur um eitt myndarlegasta fram- leiöslu- og þjónustufyrirtæki í landinu. Á honum var nákvæm- lega sama handbragðið og á fyrri þáttum, sem áður er getið. Fram á skjáinn vom allir þeir kallaðir sem einhvemtíma höfðu átt í samkeppni viö samsöluna, eins og Þórður Ásgeirsson Baulufor- stjóri, fulltrúi frá Kjörís, brauð- gerö Myllunnar, að ógleymdum formanni Neytendasamtakanna, sem lét að vanda dæluna ganga, eins og skrúfaö væri frá krana. Allir kvörtuðu sáran yfir því að hafa orðiö undir í samkeppninni viö MS. Málflutningur þeirra var mest rógur frá löngu liðnum dögum, sem oft er búið aö svara áður. Reynt er að halda honum við í þeirri von að einhverjir fari að trúa óhróðrinum. Það mætti taka mörg fyrirtæki í landinu til umfjöllunar á sama hátt, ef vilji væri fyrir hendi. Forstjóri MS og fleiri starfs- menn vom síöan settir á nokk- urskonar sakamannabekk og látnir svara í stuttu máli. Svo gat hver trúað því sem hann vildi. Þannig var rógurinn kveiktur sem flestir könnuðust við frá liðnum ámm. Engin ný atriði komu fram, sem hefði þó mátt ætla að hefði verið kveikjan að þættinum. Ekki var rætt viö neinn úr stjóm MS. Ekki bændur sem selt hafa framleiðslu sína þangaö í áratugi. Ekki kaup- menn sem selt hafa vörur MS. Ekki neytendur um gæöi fram- leiðslunnar. Þó var þetta kallað- ur þáttur um viðskiptamál MS. Þetta lýsir best þeim ómerkilegu vinnubrögöum sem beitt er, þeg- ar tilgangurinn er sá einn að koma róginum á framfæri. Fag- mannleg vinnubrögb sáust hvergi. Mér finnst það Sjónvarp- inu til skammar ab kalla for- stjóra MS og fleiri starfsmenn á skjáinn til að svara því rugli, sem sett var fram, og fullkomiö virð- ingarleysi viö sjónvarpsnotend- ur. Að bíta hausinn af skömminni Umræðuþátturinn þriðjudaginn 22. mars var svo til þess að bíta hausinn af skömminni. Honum var ætlað að smjatta á róginum sem fram kom í sjónvarpsþætt- inum 20. mars með sama hætti og sá sem fylgdi þættinum „Bóndi er bústólpi" fyrr í vetur. Sumir þriðjudagsþættirnir hafa verið skemmtilega vitlausir, eins og þegar stjómandinn blaðraði sjálfur mest allan þáttinn. Þessi var hrein hörmung og hundleið- inlegur, svo margir munu hafa slökkt á tækjum sínum áður en honum lauk. Stjómandinn var valinn meb sama hætti og ábur. Varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, bóndi á Keldum, sjá- anlega reynslulaus í fjölmiöla- störfum og gat engu stjórnað. Þórður Ásgeirsson Baulumaöur tók því stjómina að sér og not- aði að mestu 45 mín. af þeim 60 sem þættinum vom ætlaðar. Hann hélt áfram ab rekja raunir sínar frá sunnudagsþættinum og kvartaði sáran yfir því að for- stjóri MS skyldi vera látinn svara honrnn þá. Virtist ekki eiga von á því. Nú ætlaði hann að bæta um betur og gerði það svika- laust. Var alveg sama á hverju var imprað. Alltaf greip Þórður orðið og hélt rugli sínu áfram. Þetta var næstum eintal hans, sem stjómandinn hlustaði á hugfanginn. Þar með drap Þórð- ur þáttinn og þann tilgang sem honum var ætlaður. Þurfi menn að rekja raunir sínar og ræba per- sónuleg mál í Sjónvarpinu, finnst mér að best fari á því að það sé gert innan fjögurra veggja, því sjónvarpsáheyrendur hafa ekki minnsta áhuga á slíku rausi. Það var augljóst aö stjómand- inn hafði fyrirmæli um hvemig leiða skyldi þáttinn, þótt allt færi úrskeiðis. Hann impraði á rógin- um í sunnudagsmyndinni, svo að hann kæmist í umræöuna. Einn bóndi var valinn í þáttinn, en komst varla að nema í 3-4 mín., en athugasemdir hans vom skýrar. Hann sagði að Baula hefði á sínum tíma verið dæmi um óþarfa fjárfestingu engum til gagns. Þá greip stjómandinn fram í og sagði: „Var þetta nokk- ub verra en fjárfesting MS?" Bóndinn svaraöi að bragði: „Hún var komin áður og alveg fullnægjandi." Þarna opinberaöi stjómandinn skoðun sína á um- ræðuefninu. Síðast í þættinum ítrekaði hann þá fyrirspum sína hvort MS hefði ekki lagt stein í götu Kjörís í Hveragerði, en und- ir það nennti enginn að taka og lognaðist sú umræða út af. Það er mikið dómgreindarleysi af varaþingmanni Sjálfstæðis- flokksins að láta véla sig til þess að gerast þátttakandi í rógsher- ferð gegn því fyrirtæki sem vel hefur dugað sunnlenskum bændum í 60 ár. Þetta hefur áður skeð, með sögulegum afleiðing- um. Hva& er Mjólkur- samsalan? Um hana mætti gera fróðlegan og skemmtilegan sjónvarpsþátt. Bæði starfið í 60 ár og þá baráttu sem um hana stóð fyrstu árin. Nú em allar deilur þagnabar. Framleiðsluvömr hennar, fjöl- breytni þeina og gæði hafa fyrir löngu hlotið almennt lof neyt- enda, enda boðlegar hvar sem er í heiminum og munu aðrar ekki finnast betri. Mjólkursamsalan er ljóst dæmi um þann árangur sem orðiö hefur af félagshyggju bænda og órjúfandi samstöðu þeirra í markaðs- og sölumálum. Fyrirtæki sem bændur eiga, hafa stjómað frá upphafi og haft af mikinn sóma. Hugmyndir þeirra snúast ekki um arð af fyrirtæk- inu. Ekki um að selja hlut sinn með góðum hagnaði til næstu kynslóöar. Heldur að því að tryggja hag og framtíð fyrirtæk- isins, sem svo lengi hefur verið gmndvöllur að lífsafkomu þeirra. Það er því að vonum að einka- væöingarpostular íhaldsins líti MS óhým auga og vilji grafa undan áliti hennar og tiltrú. Þrátt fyrir ítrekaöar tilraunir hef- ur það ekki tekist og rnvrn ekki takast meöan samstaða bænda helst. Sjónvarpsþættir þeir, sem rætt hefur verið um hér aö fram- an, vom vanhugsuö og illa und- irbúin tilraun, sem engan árang- ur gaf. Hér er um að ræða stór- pólitískt mál, sem ástæða er til ab ræða nánar. Höfundur er fymim bæjarstjóri á Akranesl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.