Tíminn - 30.03.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.03.1994, Blaðsíða 6
6 Hymínti Miþyikudagur 30. rpars. 1J??4 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM fEYBOR SAUÐARKROKI * Afengisverslun opnub á Blöndu- ósi Búiö er aö opna áfengisverslun á Blönduósi og heyrir það því sögunni til að Blönduósingar og nágrannar þurfi aö leita um lengri veg eftir veigunum, hyggist þeir fá sér borövín meö mat eöa gera sér glaðan dag. Undanfama mánuöi hafa staö- iö yfir framkvæmdir við inn- réttingu á húsnæði áfengisút- sölunnar, en hún er viö Aðal- götu 9 í gamla bæjarhlutanum, þar sem á8ur var tíl húsa Krútt kökuhús. Barnaskóli Sauöárkróks: Lús fundist þrisv- ar í skólanum í vetur í síðustu viku, þegar lúsar varö vart í þriöja sinn í vetur í Bama- skóla Sauðárkróks, var til bragös tekiö aö loka skólanum í einn dag og var skólinn sótthreins- aöur þann dag. Sömuleiðis var farið fram á aö foreldrar notuöu þennan dag til að þvo og kemba hár bama sinna og einn- ig þvo fatnað og rúmfatnað. Er vonast til aö þessar aðgerðir dugi til aö útrýma þessum óboöna gesti í skólantun. Þrátt fyrir ítrekaöar aögeröir hefur ekki tekist að ráöa niöur- lögum lúsar í skólanum í veur. Ekki hefur heldur tekist að rekja hvaöan hún kemur, þar sem ekki hefur veriö um tengd til- felli aö ræða. Þegar nemendur vom síöast skoöaöir, fannst nit í höfði átta barna, þar af 2-3 ný tilfelli. Þessi böm veröa skoöuð reglulega það sem af er skólaárs. „Viö teljum aö um smit sé aö ræöa og þetta sé venjuleg höf- uðlús. Það finnst sjálfsagt mörg- um skrýtið að þetta skuli koma upp eins og hreinlætiö er oröið í dag, en hafa ber í huga að greiðar samgöngur skapa aö fólk er mikiö á feröinni og því meiri hætta á alls konar smiti. Viö viljum alls ekki kalla þetta neinn faraldur," segir skóla- hjúkmnarfræðingur. Grásleppuvertíb- in hafin „Þaö eru og margir bátar komnir á þessar veiðar og því em menn ekki mjög bjartsýnir þótt verð á hrognum sé mjög Kalli Hólm tilbúinn á gráslepp- una. gott núna," segir Karl Hólm, sjómaður á Króknum, en hann á einn af 11 bátum sem fara á grásleppuveiðar frá Sauðárkróki í vor. 11 bátar gera nú út á veiö- arnar, sem er meira en undan- farin ár, og rótgrónir grásleppu- bændur óttast ofsókn í fiski- stofninn. Fyrir rúmri viku mátti fyrst leggja grásleppunetin, en tíðar- far hefur ekki verið mjög hag- stætt til veiða. Verð fyrir hrogn- in er mjög gott, enda brást síö- asta vertíð um allan heim. í fyrra vom greidd um 50 þúsund fyrir tunnuna, en nú er útlit fyrir 10% veröhækkun. Fæbingum fjölgar á Húsavík „Það er gott útlit meö fæöinga- fjölda næstu mánuði og ef fólk bregst skjótt við er ekki of seint aö vera meö á þessu ári," segir Lilja Skarphéöijisdóttir, ljós- móðir á Sjúkrahúsinu á Húsa- vík. Þar hafa fæðst óvenju mörg börn aö undanförnu. Alls eru fædd 18 böm á árinu, en allt ár- iö í fyrra fæddust aðeins 39 börn á deildinni. Aö vísu vom óvenjufáar fæðingar, nær helm- ingi færri en venja var tíl á ár- um áöur. Fyrir helgina vom fimm ný- fædd böm á fæöingardeildinni og er óvenjulegt síðustu árin aö svona mörg böm séu þar í einu. Lilja sagöi aö fæöingar yröu oft svona í tömum og átti hún von á nýrri töm um næstu mánaða- mót. Hún sagði að von væri á mörgum börnum næstu mán- uðina og ekki enn of seint fyrir viðbragðssnögga foreldra aö vera með á þessu ári. Lilja sagöi aö kalda sumarsins í fyrra væri ekki enn farið að gæta hvar varöar bamaf jöldann og taldi ekki að þaö ylli fjölgun fæöinganna á staönum. Öllu heldur sæi fólk betur hver mesti fjársjóöurinn í lífinu væri í raun. Kísiliðjan hf. í Mývatnssveit: Tíu missa starfib um mánaba- mótin Kísiliðjan hf. í Mývatnssveit tapaði 32 milljónum króna á síðasta ári. Nú þegar hefur verið gripið til aögerða til aö snúa taprekstrinum viö og er stefnt ?ö 25% fækkun starfsmanna eöa um 13. Tíu þeirra láta af störfum nú um mánaöamótin. Ennfremur em hafnar viöræður um lækkun flutningskostnaðar og fyrir dymm standa viðræöur viö orkusala um lækkun á orku- kostnaði. Nýir kjarasamningar viö starfs- menn em fyrirhugaöir, en þeir fela í sér nýtt vaktavinnukerfi þar seifi teldö hefur verið tillit til fækkunar starfsmanna. Meö aðhaldsaðgeröum á aö ná 15% lækkun rekstrargjalda og vænta forsvarsmenn félagsins þess að það skili fyrirtækinu í hagnaö- arrekstur á ný, en áriö 1992 var hagnaður Kísiliöjunnar 5,7 milljónir króna. Kísiliðjan hf. framleiddi á síð- asta ári 17,743 tonn, sem er 25% minna magn en aö meöal- tali síöustu fimm árin. Útflutn- ingurinn jókst þó frá 1992, en engu að síöur var hann mun minni en að meðaltali síðustu fimm árin. Á þessu ári er gert ráö fyrir aö framleiöslan verði rúm 19 þús- und tonn og salan verði 19.500 tonn. Á fyrstu mánuðum þessa árs hefur orðið 20% söluaukn- ing miðað viö sömu mánuöi í fyrra og er þaö í samræmi viö framleiösluáætlun, að sögn Friðriks Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Kísiliöjunnar. Hann telur aö fyrirtækiö sé aö komast í uppsveiflu á ný, en all- ar aðgeröir miöa að því að reksturinn standi undir 19-20 þúsunda tonna framleiöslu á ári. Öll sala umfram það mark á næstu árum veröi bónus fyrir fyrirtækiö. Rekstrartekjur Kísiliðjunnar voru rúmar 340 milljónir króna í fyrra og hækkuöu um 8% milli ára. Rekstrargjöld án fjármagns- gjalda voru 390 milljónir, en voru 332 milljónir áriö 1992. Hækkunin er 17%, sem aö sögn Friðriks skýrist aðallega af mun minna framleiöslumagni. Fimm börn á fæöingardeild Sjúkrahúss Húsavíkur fyrir skömmu. Þetta eru tvær dömur og þrír herrar — fjórir Húsvíkingar og einn Abaldælingur. Kvennablómi Suburlands. Leikið lausum hala á Selfossi Gamanleikurinn Leikið laus- um hala eftir Sigurgeir Hilm- ar Friöþjófsson er sýndur um þessar mundir á Selfossi. Sig- urgeir Hilmar er jafnframt leikstjóri, en tónlist er eftir Davíö Kristjánsson. Eins og vera ber er í gaman- leiknum fjallað um atburöi úr samtímanum, suma hverja mjög nærri okkur í tíma. Tveir fangar, Sveinn skuggi og Ketill skræki, skreppa út af Stóra- Steini og ásælast mjög verö- mætt frímerki í eigu banka- stjórans Siguröar ídals; meö því aö komast yfir það þurfi þeir litlar áhyggjur aö hafa af ver- aldargengi sínu. Strok þeirra vekur náttúrlega þjóðarathygli og er útvarpsstöð nokkurri kær- komið fréttaefni, svo að hún kemst ekki í bullþrot um sinn. Óvænt atvik og skondin drífur á daga piltanna sem og marglit- ar persónur af ýmsum sviðum þjóölífsins. Hent er gaman að öllu saman; nafngreindir Sunn- lendingar sem og fólk úr öör- um landshornum eru á milli tannanna á leikurum og fær hver sína góölátlegu gusu. Spaugilegar uppákomur og fyndið oröfæri væri þó lítils virði án góörar leikrænnar tján- ingar, sem gamanleikurinn hlýtíir fyrst og fremst aö þrífast á. Úr þessu hefur höfundi og leikstjóra tekist að vinna meö prýði. Frammistaða leikara til orös og æðis er hin besta og ná þeir góöu sambandi við áhorf- endur, framvindan er hröð og sjaldan slaknar á fyndninni. Tónlistin fellur með ágætum að leiknum og ekki brást hljómsveitin, sem náði aö spila meö þeim leikhúsblæ sem hæf- ir, enda þroskaðir og reyndir menn í sveitinni. Leikfélag Selfoss hefur lengi starfaö af fjöri og uppsker sann- arlega í samræmi viö það, þar sem til er orðinn nokkuö stór og breiður hópur góðra leikara í félaginu. Einhver helsta drif- fjöður þess undanfarin ár hefur einmitt veriö höfundur þéssa gamanleiks. í tengslum viö sýninguna bjóöa Hótel Selfoss og Kaffi- krús sérstök afsláttarkjör á veit- ingum og Gesthús og Hótelið slíkt hiö sama á gistingu. Reyk- víkingum og öðrum nágrönn- um vestan Hellisheiðar gefst því tilvalið tækifæri til að hleypa heimdraganum um stímd og njóta góörar skemmt- unar og vellíðunar á Selfossi. Ásm. Svenir Pálsson Sýning Félags íslenskra teiknara í Ráöhúsi Reykjavíkur: Umhverfib Um þessar mundir stendur yfir sýning FÍT — Félags íslenskra teiknara — í Ráöhúsi Reykjavík- ur. 30-40 veggspjöld unnin af fé- lögum í FÍT em á sýningunni og aö þessu sinni undir kjöroröinu UMhverfiö. Þeir teiknarar, sem vinna verk fyrir sýninguna, vinna hver og einn út frá sínum sjónarhóli og miðaö viö reynslu síðustu ára veröa án efa athyglis- verðar úrlausnir á ferðinni. Síð- asti sýningajdagur er á morgun, skírdag. Ráöhús Reykjavíkur er opið um helgar frá Id. 12-18 og á virkum dögum frá kl. 8-19. í fyrra stóö FÍT fyrir sýningunni Já — auglýst eftir bjartsýni, og fyrir hana unnu félagar auglýs- ingar sem snémst gegn bölmóöi og svartsýni og slógu á bjarta strengi. Árið þar á undan var í Gallerí G-15 lítil sýning þar sem Þjóðkirkjan var auglýst. Sú sýn- ing fór síðan í feröalag imi Balt- nesku löndin og Noröurlönd. FÍT fagnaði 40 ára afmæli á síö- asta ári. Þaö er fagfélag auglýs- ingateiknara, grafískra hönnuöa og myndskreyta. Félagiö stendur reglulega fyrir fundum um mál- efni teiknara, sýningum, fær er- lenda fag- og fræöimenn í heim- sókn, auk hefðbundinna starfa. FÍT er aðili að Nt — Norræna teiknarafélaginu, Icograda — al- þjóöasambandi teiknarafélaga og er einn af stofnaðilum MYND- STEFS — Myndhöfundasjóðs ís- lands. Innan FÍT starfar Næsta kynslóö (The Next Generation), sem er alþjóöasamstarf ungra teiknara og starfar nú í 18 þjóð- löndum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.