Tíminn - 28.04.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.04.1994, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 28. april 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1917 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiðlunar hf. Mánaðaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 125 kr. m/vsk. Hin helgu vé Það orð hefur löngum legið á hérlendis, að fjár- málaheimurinn sé lítill og lokaður. Þar bregður sömu nöfnunum fyrir aftur og aftur, í stjórnum stórfyrirtækja á íslenskan mælikvarða, alls konar dótturfyrirtækjum þeirra, bankaráðum og víðar. Fræg er kenningin um að fjórtán fjölskyldur í landinu ráði í raun öllu í fjármálalífi landsmanna og raki að sér stöðugt meiri eignum. Aðalfundir ýmissa stórfyrirtækja fara þannig fram að stjórnarformaður og framkvæmdastjóri flytja sínar skýrslur, síðan eru veitingar og svo er farið heim. Þetta tekur gjarnan um tvær klukku- stundir. Aðalfundur íslandsbanka er með öðrum hætti, og það er vegna þess að hluthafar hafa vaknað upp við það að hægt er að hafa áhrif á stjórnarkjör, eða kjör í bankaráð í þessu tilfelli. Menn með umboð frá litlum hluthöfum hafa ruðst inn í hin helgu vé stórhluthafanna. Þetta er það sem er athyglisvert við þessa fundi, og er það sem kann að hafa mest áhrif. Verður það ef til vill svo að fyrir næsta aðalfund Eimskipafé- lags íslands, svo dæmi sé tekið, geti einhver, sem er ekki innvígður, safnað að sér umboðum lítilla hluthafa og komist í stjórn. Það breytir litlu um raunveruleg völd, en einhver skapraun yrði þeim, sem ráða, að slíku. Kosning Péturs Blöndal í bankaráð íslandsbanka mun varla breyta miklu um stjórn bankans. Hinir stóru hluthafar hafa þar tögl og hagldir. Það eina, sem skeð hefur, er það að uppreisnarmaðurinn síð- an í fyrra fellur út og annar kemur í staðinn. Full- trúar stórhluthafanna sitja sem fastast. Hins vegar sýnir þó kosningin sjálf og umræðurnar á fundin- um lífsmark í hlutafélaginu um bankann, sem vissulega getur haft áhrif víðar. Sú staðreynd ligg- ur fyrir að óánægjuöfl geta komið inn manni, ef þau standa saman. Afkoma íslandsbanka á árinu sem leið vekur hins vegar mikla athygli. Hún beinir sjónum að þeim mikla vanda sem útlánatöpin eru. Það er ekki lík- legt að kosning nýs manns í bankaráð skipti þar miklum sköpum. Hár fjármagnskostnaður síðustu ára og samdráttur í atvinnulífinu hefur valdið miklum gjaldþrotum og stórum framlögum í af- skriftasjóði bankanna. Það er ekki líklegt að nokk- ur banki hafi yfir svo hæfileikaríkum mönnum að ráða við að meta áhættu útlána, að hægt sé að kúpla þeim frá veruleikanum í þjóðfélaginu. Haldi samdrátturinn áfram og fari atvinnuleysi vaxandi, eykst hættan á töpum í bankakerfinu. Ástandið er keðjuverkandi. Versnandi afkoma einstaklinga kemur niður á hvers konar þjónustufyrirtækjum sem nærast á viðskiptum við þá. Bæði einstaklingar og fyrirtæki eru í viðskiptum við bankana. Þeir þurfa að ávaxta fé viðskiptavina sinna í útlánum. Þau viðskipti verða aldrei áhættulaus, þótt ekki sé hér ætlunin aö gera neitt lítið úr hæfileikum Péturs Blöndal til þess að meta áhættu útlána. Sjálfsagt geta þeir not- ið sín í íslandsbanka. Hins vegar eru engar töfra- lausnir til í þessum efnum, meðan atvinnuleysi og samdráttur vex. Bankarnir gjalda þess eins og aðr- ir. Músin sem læöist og sú sem stekkur Garra minnir endilega að Morgunblaöiö — „blaö allra landsmanna", eins og þaö heitir stundum — hafi veitt lesendum sínum þá þjónustu aö hafa sér- fræöinga á sínum snærum til að svara spurningum um tæknileg vandamál, sem upp hafa komiö í kringum gerö skattframtala í byrjun árs. Slíkirþjónustuþættir hafa mælst vel fyrir, enda vefst þaö fyrir bestu mönnum að fylla út skattframtalið svo vel sé. Lesendur Moggans hafa því vafalaust þegiö með þökkum aö fá aö koma spurningum á fram- færi viö skattstjórann eöa ein- hverja útlæröa skattalögfræð- inga, sem blaðiö hefur fengið til aö sitja fyrir svörum. Útfærslur af þessum þjónustuþáttum eru til staöar á fleiri fjölmiðlum líka. GarðyTkjuþættir eru t.d. vinsælir, en þá er garöyrkju- maöur fenginn til aö gefa fólki ábendingar um hvernig það á að rækta garðinn sinn. I mat- reiösluþáttum af sama tagi gefa meistarakokkar ábendingar um hvernig á aö elda, í kynlífsmála- þáttum er kynlífsráðgjafi feng- inn til að gefa ábendingar um kynlífiö o.s.frv. o.s.frv. Mogginn brýtur blað En nú hefur Morgunblaðiö brotið blað í þjónustu fjölmiðla við lesendur, því af einskærri þjónustulund og áhuga fyrir velferð lesenda sinna — sem að sjálfsögðu hefur ekkert með pól- itíska sannfæringu blaösins að gera — hefur blaðið nú tekið upp fastan dálk sem heitir „Spurt og svarað um borgarmál- efni". Mogginn segir að þessi þjónustudálkur í blaöinu sé tek- inn upp í tilefni borgarstjórnar- kosninganna og blaöið vilji „gefa lesendum sínum kost á að beina fyrirspurnum til borgar- stjórans í Reykjavík, Árna Sig- fússonar... Hehir borgarstjóri fyrir sitt leyti samþykkt að svara þessum fyrirspurnum." GARRI Það er ekki að spyrja aö þjón- ustunni sem veitt er í Morgun- blaðinu, og gott að sjá hversu málefnalega þeir meöhöndla borgarmálin síðustu vikurnar fyrir kosningar. Að vísu kallar þessi fyrirspurnardálkur á það að nýi borgarstjórinn verður í sviðsljósinu í Mogganum alla daga fram að kosningum, en við því er auðvitað ekkert að segja þegar þjónustan viö lesendur er annars vegar. Að vísu vill svo til að borgar- stjórinn er aðeins búinn að vera í nokkrar vikur í embætti og bráðvantar að festa borgar- stjóraímynd sína í sessi fyrir kosningarnar í vor. Embættismaðurinn borgarstjóri En borgarstjóri er nú alltaf borgarstjóri og Mogginn getur ekki gert að því þó hann sé jafn- framt pólitískur oddviti og einu spurningarnar, sem hann getur svarað lesendum betur en emb- ættismenn borgarinnar, snúist um stefnumál Sjálfstæðisflokks- ins í kosningunum. Hann getur þó alltaf gefiö fólki ábendingar um það hvað það á að kjósa, rétt eins og garöyrkjumenn þjón- ustuþáttanna gefa fólki ábend- ingar um hvernig það á að rækta garðinn sinn. Það, sem er merkilegt við þessa miklu þjónustu Morgunblaðs- ins, er hversu mikilli pólitík er lætt inn í hana. Undir yfirskini þjónustu við borgarbúa, sem embættismaðurinn borgarstjóri hefur „fallist á aö veita", opnar Morgunblaðið pólitískan ræöu- stól fyrir oddvita Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Pólitík- inni er semsé lætt inn á lesend- ur með því að kynna Árna Sig- fússon sem embættismann en ekki sem stjórnmálamann. Við þvi er í sjálfu sér ekkert aö segja og augljóslega veitir Árna ekki af öllum þeim pólitíska stuðn- ingi sem Mogginn getur veitt honum. Hins vegar er rétt að muna eft- ir því að hún er engu skárri mús- in sem læöist en sú sem stekkur, næst þegar umræöan í þjóðfé- laginu snýst um þaö hvaða fjöl- miðlar séu háðir flokkspólitík og hverjir ekki. Garrí Glundroði minnihlutans Enn eykur tætingsliöiö glundroð- ann í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Upplausnin fyrir borg- arstjórnarkosningamar hófst með því að sá sem flest atkvæöi hlaut í prófkjöri, Markús Öm Antons- son, hljópst undan merkjum og nýtt borgarstjóraefni var dubbaö upp í snarkasti. Ekki dugði það og endurteknar skoðanakannanir auka sífellt á ringulreiöina, því sýnt þykir að flokkurinn muni missa umtalsverðan fjölda kjós- enda sinna, miðað við síðustu kosningar, yfir til R-listans. Og enn aukast vandræðin, því boðað er aö sjálfstæðismenn í Reykjavík muni bjóða fram ekki færri en tvo lista. Ingi Bjöm Al- bertsson fer fremstur í flokki þeirra sjálfstæðismanna sem ekki munu kjósa D-listann. Eitthvað hefur hann látið í veðri vaka að framboöið sé ekki flokkspólitískt og er þaö í hæsta máta undarleg stjórnmálaskoðun. Forsprakkinn er þingmaður Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík og tveir menn aðrir, sem nefndir eru í sambandi við framboðið, em Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Björgúlfur Guðmundsson, sem tók þátt í prófkjöri Sjálfstæöis- flokksins í vetur. Ef þetta er ekki flokkspólitískt framboð, má allt eins halda því fram að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé ekki femín- isti. Tveir íhaldslistar Allar líkur em á að Sjálfstæðis- flokkurinn bjóöi fram tvo lista, eins og í Eyjum. Varla verður hægt að tala um framboð Inga Bjöms sem klofning, því hann og aörir þekktir frambjóöendur em fullgildir sjálfstæðismenn. Ingi Bjöm er til aö mynda eini þing- maður flokksins sem verður í framboði til borgarstjórnar. D-listinn er tæpast heldur klofn- ingsframboö og því er ekki hægt aö kalla framboösmál sjálfstæðis- Árni Sigfússon. manna í Reykjavík annað en glundroða. Hér em að veröa endaskipti í pólitíkinni. Fjórir flokkar bjóöa fram sameiginlega gegn íhaldinu og sjálfstæðismenn svara með því Á víbavangi að bjóða fram tvo lista. Valkost- irnir verða því aö kjósa samein- aða fjóra flokka eða einn flokk tvískiptan. Sjálfstæöismenn eiga því kost á að velja um tvo íhaldslista, en andstæöingar þeirra þurfa ekki aö velkjast í vafa um hvað þeir eiga að kjósa. Merk nýjung Glundroðakenningin í stjórn Reykjavíkur var sett fram af íhald- inu á sínum tíma og túlkuð í Mogga þegar íhaldsandstæöingar náðu meirihluta. Hún er á þá lund að allt fari í klúður og kalda- kol í borginni, ef henni er ekki stjórnað af einhuga meirihluta af D-lista. Samsteypumeirihluti get- ur ekki og má ekki stjórna borg- inni, og félagshyggjufólk alls ekki. Ingi Björn Albertsson. Eitt framboö fleiri flokka var ekki tekiö meö í útlistunum um glundroðann, enda em þar ný- mæli á ferð. Hitt er líka merk nýjung að íhaldiö bjóði fram tvo lista í borg- arstjórnarkosningum, og verður gaman að fylgjast með hvor glundroðalistinn stendur sig bet- ur þegar á hólminn er komiö. Einu sinni kvað vinnumaður fyr- ir vestan upp úr um þaö, að ekki væri lengi teymdur einn hestur af tveim mönnum. Kenningu sína skýröi hann með því að tveir menn væm helmingi skemmri tíma ab teyma hross tiltekna vegalengd en einn maður. Nú er eftir aö sjá hvort útfæra má hugsunina upp á framboðs- mál Reykjavíkuríhaldsins. Draga tveir íhaldslistar fleiri atkvæði sjálfstæðismanna að sér en einn? Það er ótrúlegt, en hitt er vissara að glundroðinn er fyrst og síöast í frambobsmálum sjálfstæðis- manna og hann mun halda áfram í þeim minnihluta, sem allt útlit er á aö frambjóðendur beggja íhaldslistanna veröi aö sætta sig við eftir kosningamar. Þá veröur enn uppi nýmæli í pólitíkinni: glundroöi minnihlut- ans. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.