Tíminn - 28.04.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.04.1994, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 28. apríl 1994 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Björgunarsveitinni voru færbar margar góbar gjafir. Bæjarfélögin gáfu rausnarlegar peningagjafir, svo eitthvab sé nefnt. Hér afhendir Sólveig Þórbardóttir gjöf frá Njarbvfkurbæ, 100 þúsund krónur. Kaffihús í Gamla bæinn Hjónin María Björk Ingvadótt- ir og Ómar Bragi Stefánsson hyggjast opna kaffihús í Gamla bænum. Væntanlegt kaffihús er þriöja veítingahús- iö í Gamla bænum og ætla má ab samkeppni veröi þar nægj- anleg. Fyrir eru Hótel Mælifell og pizzastaöurinn Pollinn, sem nýlega flutti þar inn sem Pálmalundur var áöur. Þau Ómar og María Björk hafa tekiö á leigu vesturhluta Aöalgötu 16, þar sem eitt sinn var til húsa byggingarvöru- deild kaupfélagsins. Hug- myndin hjá hjónunum mun vera aö koma þarna upp vist- legu kaffihúsi í notalegu um- hverfi þar sem fólk getur kom- iö saman í næöi og notaleg- heitum, aö sögn Maríu Bjark- ar, sem mun annast rekstur staöarins. Er stefnt aö opnun 24. maí nk., á afmælisdegi Króksins. Kaupfélag Húnvetninga: Slæm afkoma í fyrra „Afkoma félagsins er slæm og þaö er gert upp meö tapi aö upphæö 16,7 milljónir króna. Þetta er verri afkoma en áætl- anir félagsins gerbu ráb fyrir. Þeir þrír þættir, sem mest munar um, eru eftirfarandi: Framlegö lækkar mikið vegna mikils afsláttar og afskriftar á fatnaði, en verulegar áherslu- breytingar urðu í fataverslun kaupfélagsins á síðasta ári og var þar afskrifaö á annan tug milljóna. Þar var mikill birgöavandi, sem ákveðið var aö afskrifa aö mestu. Vaxta- gjöld voru nokkuö hærri en gert var ráö fyrir og síöast en ekki síst afskriftir á stofnsjóð- um og hlutafjáreignum fyrir- tækja tengdum Sambandinu." Svo segir m.a. í skýrslu fram- kvæmdastjóra Kaupfélags Húnvetninga, en aöaífundur félagsins var haldinn nýlega. Þrátt fyrir þetta tap á rekstri KH á síðasta ári var afkoman heldur skárri en áriö á undan, en þá var tapiö 19,3 milljónir. Velta KH minnkaði um 3,8% á síðasta ári, var 473,8 millj- ónir. Ástæðan er m.a. sú aö áburðarsala dróst saman og er þaö bein afleiöing samdráttar í framleiöslu heföbundinna landbúnabarvara. Vaxtagjöld námu 17 milljónum, sem þyk- ir nokkuö hátt hlutfall af veltu, en þrátt fyrir þennan mikla vaxtakostnaö er kaupfé- lagiö meö tiltölulega hagstæb lán. Víkuifréttir KEFLAVIK Ýldufýla í abflugi Fjölmargar kvartanir hafa borist til lögreglunnar í Kefla- vík vegna mikillar ýldufýlu og ólyktar, sem viröist leggjast yf- ir allt þessa dagana. Lyktin er af bræöslureyk úr Sandgeröi, en þar er m.a. veriö aö bræða síðustu loðnuna af þessari ver- tíb. Fjölmargar kvartanir hafa borist úr Sandgerði, en einnig hefur verið kvartaö úr öörum byggöum, bæöi viö lögreglu og eins hefur verið hringt á ritstjórn blaðsins. Starfsfólk í Flugstöö Leifs Eiríkssonar var ekki hresst meö lyktina, sem lagði inn um alla flugstöðina. Flugleiöavélar í aðflugi soguðu einnig bræðslureyk inn á loft- ræstikerfi í farþegarými meö tilheyrandi sælubrosi farþeg- anna. Malbikunarstöbin rís í Helguvík Nú er unniö að því aö reisa malbikunarstööina í Helguvík. Nýlega var um helmingurinn af búnaöinum kominn upp og menn búast við að geta farið að framleiba malbik í Helgu- vík í næsta mánuði. Stööin, sem nú rís í Helguvík, mun framleiða 100 tonn af malbiki á klukkustund. Ný björgunarsveit Björgunarsveitin Suðurnes var formlega stofnuö á hátíðar- fundi í Stapa laugardaginn 16. apríl. Sveitin verður til meö samruna Björgunarsveitarinn- ar Stakks og Hjálparsveitar skáta. Jón Marínó Jónsson veitir nýrri björgunarsveit for- mennsku. Sveitin er sú stærsta á Suöur- nesjum, meö vel á annað hundraö manns á útkallslista. Á stofnhátíöinni var fjöl- menni og margt góöra gesta. Þá voru margar gjafir afhentar hinni nýju björgunarsveit. Sæplast fékk Út- flutningsverb- launin Sæplast hf. á Dalvík fékk enn eina skrautfjöörina í hatt sinn á sumardaginn fyrsta, þegar forsvarsmönnum fyrirtækisins voru afhent Útflutningsverð- laun forseta íslands 1994 aö Bessastöðum viö hátíðlega at- höfn. Þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin eru veitt og í fyrsta sinn sem þau fara út fyr- ir höfuöborgarsvæðiö. Guömundur Magnússon pró- fessor er formabur úthlutunar- nefndar og sagði hann að verölaunin gætu þau fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar fengiö, sem þættu hafa náö góöum árangri í markaös- færslu íslenskra vara og þjón- ustu á erlendum mörkuðum. Hann sagöi að sjö mögur ár í íslensku atvinnulífi geröu þaö aö verkum aö nauösynlegt væri að leita meö logandi ljósi aö nýjum hugmyndum, verk- efnum, „smugum" og fram- leiðslu sem til framfara horfðu. Guömundur sagöi Sæplast hf. uppfylla þau skilyröi aö hafa rutt framleiðslu sinni braut í haröri samkeppni inn- an lands og utan, aö hafa fest sig í sessi, aö hafa sýnt hug- kvæmni við markaðssetningu nýrra vörutegunda þegar sala hafi dregist saman á öörum, að skila arði og gjaldeyristekj- um, auka umsvif gegnum árin og njóta mikillar viröingar. Þess má geta í lokin að Sæplast seldi vörur til ríflega 30 landa áriö 1993. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti ísiands, afhendir Kristjáni Aðal- steinssyni, framkvæmdastjóra Sæ- plasts á Dalvík, Útflutningsverí)- laun forseta l'slands. Á milli þeirra stendur Cubmundur Magnússon, formaður úthlutunarnefndar. Miöstjórnarfundur Framsóknarflokksins: Steingrímur hættir, Halldór tekur vib Miöstjómarfundur Framsókn- arflokksins verður haldinn dagana 29.-30. apríl n.k.. Fundurinn, sem haldinn er í tengslum við komandi sveitar- stjórnarkosningar, veröur aö mörgu leyti frábrugöinn hefð- bundnum miöstjórnarfundi, bæbi vegna þess aö sveitar- stjórnarmönnum Framsóknar- flokksins um allt land er boöiö til fundarins og líka vegna þess aö Steingrímur Hermannsson lætur af embætti formanns. Ráögert er aö fundurinn veröi haldinn aö Borgartúni 6 á föstudeginum, en í Sambands- húsinu, Kirkjusandi, á laugar- deginum. Á laugardagskvöld veröur árshátíö miöstjómar þar sem Steingrímur Hermannsson og frú Edda Guðmundsdóttir veröa heiöursgestir. Valgeröur Sverrisdóttir alþingismaöur verður veislustjóri og þaö er FUF í Reykjavík, undir stjórn Guömundar Gíslasonar mat- reiðslumeistara, sem skipulegg- ur árshátíöina. í forrétt verður laxaþrenna meö sinnepssósu, fersku grænmeti og ristubu brauöi. I aðalrétt veröur krydd- hjúpaö lambalæri meö koní- akspiparsósu, fondant kartöfl- um og grænmeti. í desert verð- ur konfektfrómas aö hætti framsóknarmannsins. Guömundur Gíslason sagbi í samtali viö Tímann aö ljóst væri að mikið af framsóknar- fólki, sem ekki á sæti í mið- stjórn, hefði mikinn hug á að koma á árshátíöina og nota tækifærib til að kveöja Stein- grím og þakka honum fyrir samstarfið. Guömundur vildi benda þessu fólki á aö síðustu forvöö væru aö panta miöa á skrifstofu flokksins, því búast má viö því aö það verði upp- selt. -ÓB Framsókn á Sauðárkróki Framboöslisti framsóknarmanna á Sauöárkróki hefur veriö lagður fram og skipa hann etirtaldir ab- ilar: 1. Stefán Logi Haraldsson skrifs.stjóri. 2. Bjami Ragnar Brynjólfsson mat- vælafræðingur. 3. Herdís Sæmundardóttir. 4. Gunnar Bragi Sveinsson verslunar- maður. 5. Guðrún Á. Sölvadóttir fram- kvæmdastjóri. 6. Sólveig Sigurðardóttir starfsstúlka. 7. Einar Gíslason tæknifræðingur. 8. Linda Hlín Sigurbjörnsdóttir fóstra. 9. Sigurbjörg Gubjónsdóttir kennari. 10. Gunnar Valgarösson bifvélavirki. 11. Edda María Valgarðsdóttir fisk- verkakona. 12. Ómar Bragi Stefánsson vömhús- stjóri. 13. Birgir Gunnarsson framkvæmda- stjóri. 14. Viggó Jónsson rafvélavirki. Kosningaskrifstofa B-listans á Sauöárkróki er ab Suöurgötu 3 og er opinn frá kl. 16-19 alla daga. Kosningastjóri er Magnús H. Rögnvaldsson. -ÓB H-listinn í Hvolhreppi H-listi áhugamanna -um málefni Hvolhrepps vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hefur veriö ákvebinn eftir skoðana- könnun meöal stuöningsmanna. Listann skipa etirtaldir aöilar: 1. Helga Ásta Þorsteinsdóttir skrif- stofumabur. 2. Guðmundur Svavarsson rekstrar- fræðingur. 3. Helgi Jóhannesson verkfræðingur. 4. Sæmundur Holgeirsson tann- læknir. 5. Ólafía Guðmundsdóttir banka- starfsmaður. 6. Ámi Valdimarsson bóndi. 7. Guðrún B. Ægisdóttir bankastarfs- maöur. 8. Ingi Guðjónsson verslunarstjóri. 9. Pálína Björk Jónsdóttir kennari. 10. Ágúst Ingi Ólafsson kaupfélags- stjóri. H-listinn er óháöur pólitískum flokkum og hefur fariö meö meirihluta í sveitarstjórn Hvol- hrepps á síðasta kjörtímabili. -ÓB Framsókn á Siglufirði Framboöslisti Framsóknar- flokksins á Siglufiröi hefur veriö valinn og skipa hann eftirtaldir aðilar: 1. Skarphéöinn Guðmundsson 2. Freyr Sigurðsson 3. Guðrún Ólöf Pálsdóttir 4. Kristinn Bogi Antonsson 5. Pétur Bjamason 6. Ásdís Magnúsdóttir 7. Sverrirjónsson 8. Páll Ágúst Jónsson 9. Herdis Erlendsdóttir 10. Aðalbjörg Þórðardóttir 11. Þorsteinn Sveinsson 12. Þorgeir Bjamason 13. Sigríður Björnsdóttir 14. Hilmar Þór Zóphoníasson 15. Sigurður Jón Gunnarsson 16. Þorsteinn Bjarnason 17. Karolína Sigurjónsdóttir 18. Ásgrímur Sigurbjörnsson -ÓB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.