Tíminn - 28.04.1994, Síða 5

Tíminn - 28.04.1994, Síða 5
Fimmtudagur 28. april 1994 5 Árni Þormóösson: Almenningur vill frjálsa áskrift ab sjónvarpi Oánægja almennings meö skylduáskrift aö Ríkissjónvarpinu hefur fariö vaxandi aö undanförnu og hefur komiö berlega fram á síöum dagblaöanna í greinum og lesendabréfum. Fundir hafa veriö haldnir, undirskriftum safnað og stofn- að til samtaka gegn þessu meinta ranglæti, sem skylduá- skrift aö útsendingum Ríkis- sjónvarpsins er. Flestir, sem til máls taka, eru sammála um aö það sé ekki í samræmi viö nútímann og frjálsræði í ljósvakafjölmiðlun í landinu, að skylda alla þá, sem eiga tæki sem geta tekiö á móti útsendingum Ríkisút- varpsins, til að'greiða afnota- gjöld til þess. Það eigi að vera val wn áskrift að sjótivarpi þegar fleirum en ríkinu er leyft að starfrœkja sjónvarpsstöðvar. Hverjir vilja núverandi fyrirkomulag? Það em nánast ekki aðrir en þeir, sem með einhverjum hætti em tengdir Ríkisútvarp- inu, sem telja núverandi fyrir- komulag sjálfsagt og eðlilegt. Lögin séu svona og geri ráð fyrir þeirri framkvæmd sem er. Svona hafi þetta verið lengi. Ffelst má á þeim skilja að það sé helst ómögulegt að breyta þessum lögum. Núver- andi fyrirkomulag sé nánast lögmál. Það er mjög líklegt, nær full- víst, að meirihluti lands- manna er núverandi fyrir- komulagi skylduafnotagjalda til Ríkisútvarpsins andvígur og er ég einn þeirra. Kröfur tímans Þegar látið var undan þeim kröfum tímans, að leyfa fleiri ljósvakafjölmiðlum en Ríkis- útvarpinu að starfa, hefði það að sjálfsögðu átt að fylgja, í beinu framhaldi af þeirri breytingu, að landsmenn hefðu frjálst val á milli sjón- varpsstöðvanna. Ekki átti að neyða menn til að greiða áskrift að báðum sjónvarpsstöðvunum, ef þeir vildu eingöngu aðra stöðina. Eða þá menn væru neyddir til áskriftar að einni sérstakri stöð ef þær yrðu þrjár eða fleiri. Auövitað átti þá þegar að taka upp notkun myndiykla við Ríkissjónvarpið, eins og gert var á Stöð 2. í þessu réð skammsýni ráða- manna, óeðlileg og óþörf hagsmunagæsla vegna stofn- unar í eigu ríkisins. í stað þess að búa RÚV undir samkeppni við aðra á þessum vettvangi, var rekstur þess látinn danka í skjóli þeirrar aðstöðu sem stofnunin hafði, þ.e. að ef menn vildu eiga sjónvarps- tæki skyldu þeir greiða afnota- gjald til RÚV, jafnvel þótt það væri aðeins notað til þess að horfa á myndbönd í því. Heilbrigð skynsemi manna hlýtur að segja þeim að núver- andi fyrirkomulag er úr takt við tímann. Það brýtur í bága við hugmyndir flestra manna „Heilbrigð skynsemi manna hlýtur að segja þeim að núverandi fyrir- komulag er úr takt við tímann. Það brýtur í bága við hugmyndir flestra manna um frelsi og réttmæta viðskipta- hœtti í nútíma þjóðfé- lagi." VETTVANGUR um frelsi og réttmæta við- skiptahætti í nútíma þjóðfé- lagi. Vlö hvaö eru menn hræddir? Við hvað eru þeir hræddir, sem vilja halda í núverandi fyrirkomulag skylduáskriftar að Ríkissjónvarpinu? Eru þeir hræddir við það að áskrifendum muni stórfækka og að stofnunin muni skreppa saman, ef nauðunginni verður aflétt? Hafa þeir ekki meiri trú á stofnuninni, sem þeir vilja þröngva fólki til að greiða af- notagjald til, en það að þeir á- líti að hún verði strax undir í samkeppninni við aðrar sjón- varpsstöðvar? Sé ástæðan þessi, hljóta menn að halda að efnisval og stjórn Sjónvarpsins muni versna við það eitt að aflétt verði skyldugreiðslu af- notagjalda. En hvernig má það verða? Er einhver ástæða til að óttast það? Ef svo er, þá hvers- vegna? Miðað við núverandi vin- sældir Sjónvarpsins og þær töl- ur um áhorf, sem Sjónvarpið kynnir af og til, er engin á- stæða til að óttast áskrifenda- flótta í ríkum mæli. Nema þá einhverjir fagni frelsinu með því að hafna áskrift, sem þá yrði líklega aðeins um stund- arsakir. Að sjálfsögðu má reikna með því að einhver hluti sjón- varpsáhorfenda kjósi að vera aðeins áskrifendur að annarri stöðinni og þá eins Stöð 2 og Sjónvarpinu. Eða þá hvorugri stöðinni. Það er einfaldlega eðlilegt að í nútímaþjóðfélagi velji fólk sjálft þá fjölmiðla sem það vill nota. í rauninni undirgekkst ríkis- valdiö þetta sjónarmið frjáls- ræðis, þegar orðið var við þeirri eðlilegu kröfu að það léti af einokun í ljósvakafjölmiðl- un. Ríkisvaldið hefur hins vegar þrjóskast við og haldið áfram að troða á réttlætistilfinningu almennings með því að halda dauðahaldi í þessa úreltu skylduáskrift að Ríkissjónvarp- inu. Á sama tíma virðast flest málefni þessarar stofnunar vera í öngþveiti og langvar- andi ófriður hefur ríkt þar inn- anhúss, þótt líklegt sé að friö- ur hafi lagst yfir stofnunina að sinni. Afnotagjöldin em innheimt með hörku og lögmönnum sigað á skulduga skyldunot- endur, sem ef til vill þrjóskast við að borga vegna þessarar fráleitu löggjafar sem skyldar þá, „sem eiga tæki sem nýta má til móttöku á sendingum Ríkisútvarpsins, að greiða því afnotagjald, útvarpsgjald, af tækinu". Afnotagjöld innheimt meö valdi Innheimtudeild Ríkisút- varpsins er rándýrt bákn, sem verulega mætti draga saman, ef um frjálsa áskrift væri að ræða, og nota fé sem sparaðist við það í annað. Við eðlilegar aðstæður yrði einfaldlega lokað á notkun þeirra sem ekki greiddu, eins og gert er á Stöð 2, í stað þess að láta menn safna miklum á- skriftarskuldum til hagsbóta fyrir innheimtulögmenn RÚV. Það mætti reyndar spyrja hvemig á því standi að Ríkis- útvarpið láti svo góða tekju- lind sem vanskilainnheimtan er, eða a.m.k. 30% álag á van- greidd áskriftargjöld, framhjá sér fara nú í harðindunum þegar vanskil hafa aukist til mikilla muna. Almenningur er fyrir löngu orðinn þreyttur á þessu þving- unarkerfi Ríkisútvarpsins. Fólk vill vera frjálst að því hvað það kaupir eða kaupir ekki. Það hefur ekkert með vinsældir eða óvinsældir þess efnis, sem Ríkisútvarpið flytur þjóðinni, að gera. Það hefur heldur ekk- ert með skoðanir manna á hugsanlegri einkavæðingu RÚV að gera. Breyting nauösynleg Krafan um frjálsa áskrift að starfandi sjónvarpsstöðvum í landinu er alls ekki krafa um einkavceðingu á RÚV. Þær kannanir sem Ríkisút- varpið lætur gera á vinsældum sínum og birtir, sem em von- andi réttar, sýna meiri vin- sældir RÚV en Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Það er því full á- stæða tíl að ætla að yfirgnæf- andi meirihluti núverandi skylduáskrifenda verði það á- fram aö fengnu frelsi. Hvaö tefur? Nú telja allir stjórnmála- flokkar, sem eiga fulltrúa á Al- þingi íslendinga, sig málsvara frelsisins, þótt þeir leggi ef til vill misjafnan skilning í það hugtak. Sjálfstæðisflokkurinn, málsvari einkavæðingarinnar, hugar aðeins að því hvernig koma megi arðvænlegasta hluta RÚV úr höndum ríkisins til valdra einstaklinga. Þar á bæ er frjálsri áskrift að RÚV ruglað saman við einka- væðinguna og hugsanlega sölu RÚV eða hluta þess, sem hún á náttúrlega ekkert skylt við. Alþýðubandalagið, málsvari samneyslunnar, heldur að skylduáskrift að RÚV sé sam- neysla og eigi því þess vegna að vera áfram í sama formi. Sá flokkur virðist ekki átta sig á því að þegar ljósvakafjölmiðl- un varð frjáls í landinu, hætti RÚV að vera samneysla, a.m.k. ekki meiri samneysla en t.d. dagblöðin. Framsóknarflokkurinn vill hafa þetta svona eins og það er, af því að það hefur veriö svona lengi, ef marka má um- mæli fulltrúa flokksins í út- varpsráði í sjónvarpsviðtali í vetur. En öllum þingmönnum þessara flokka, líka þeim sem sitja í Útvarpslaganefnd, er vel kunnugt um viðhorf almenn- ings til þessa máls. I tillögum Útvarpslaga- nefndar um breytíngar á út- varpslögum var samt ekki gert ráð fyrir breytingu á gjald- skyldu til Ríkisútvarpsins. Enn einu sinni víkja fulltrú- ar fólksins sér undan því að fylgja vilja þess, tíl þess eins að hlífa ríkisbákninu við tíma- bundnum óþægindum sem yiðu vegna kerfisbreytinga. Þingmenn ættu því að virða almenning og breyta útvarps- lögunum hvað skylduáskrift- ina varðar strax á næsta þingi, þannig að frjálst val gætí orðið frá næstu áramótum. Höfundur er áhugamabur um útvarpsmál.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.