Tíminn - 05.05.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.05.1994, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 5. maí 1991 13 Aðalfundur Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl. 20:30 í Átthagasal Hótel Sögu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Endurskoðaðir reikningar liggja frammi á skrifstofu fé- lagsins frá 3. maí 1994. Stjórn Dagsbrúnar. SÓKN Skrifstofur og heilsurækt Sóknar verða lokaðar föstudaginn 6. maí n.k. frá kl. 12.00 á hádegi, vegna minningarathafnar um Aðalheiði Bjarn- freðsdóttur, fyrrverandi formann Sóknar. Starfsmannafélagið Sókn. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Staða skólameistara á Laugum Laus er til umsóknar staða skólameistara Framhaldsskól- ans á Laugum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. júní n.k. Menntamálaráðuneytið. Eiginkona mln, móöir, tengdamóðir, amma og langamma Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir fyrrv. alþingismaöur og formaður Sóknar Kirkjuhvoli verður jarðsungin I Stórólfshvolskirkju laugardaginn 7. maí kl. 14.00. Minningarathöfn verður I Hallgrímskirkju föstudaginn 6. mal kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Styrktarsjóð Vifilsstaðasplt- ala. Guðsteinn Þorsteinsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona min, móðir, tengdamóðir, amma og langamma Margrét Jónsdóttir Ölkeldu II, Staðarsveit sem lést að kvöldi 1. mal verður jarðsungin frá Staöastaöarkirkju laugardaginn 7. mal kl. 14.00. Þórður Glslason Gfsli Þóröarson Ingibjörg Þórðardóttir Stefán Konráð Þórðarson Jón Svavar Þóröarson Haukur Þórðarson Signý Þórðardóttir Kristján Þórðarson Tama Bjarnason Snæbjöm Sveinsson Ragna fvarsdóttir Bryndís Jónasdóttir Rósa Eriendsdóttir Helgl Jóhannesson Astrid Gundersen barnabörn og bamabarnabam Sætaferð verður frá BSl kl. 11.00. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐfl VALDA ÞÉR SKAÐfl! USS™" Syrgir ennþá eiginmanninn. Ekkja Michaels Landon segist hafa átt erfitt síöan eiginmaöurinn lést: Þrjú löng ár ab baki Dceturnar, jennifer og Sean, hafa hjálpaö móbur sinni yfir erfiöasta hjallann. Michael Landon, sem lék hús- föburinn í „Húsinu á slétt- unni", er órofa tengdur mörgu sunnudagssíödeginu í huga Is- lendinga, sem oftar en ’ ekki fengu harösvíru&ustu glæpa- menn til ab beygja af á loka- mínútunum. Þótti mörgum nóg um tilfinningaflæbib og var þátturinn kallaður „Grenjað á gresjunni" af gárungum. Þó var það svo að hvort sem menn vib- urkenndu það eða ekki, var eitt- hvað vib þessa þáttagerð sem dró fólk að skjánum og naut þátturinn mikilla vinsælda. Nú eru þrjú ár síðan Michael Landon lést úr krabbameini og nýlega fékkst ekkja hans, Cindy Landon, til ab upplýsa hvernig henni og fjölskyldu hefði reitt af eftir áfallib. Það hefur farið tvennum sögum af einkalífi hennar síbustu árin og sögðu rætnar tungur m.a. að Michael hefði ekki verið orðinn kaldui er hún sló sér fýrst upp meb öbrum manni. Því hefur Cindy verið treg til ab veita viðtöl, en nýlega braut hún regluna og lýsti lífi sínu eins og þab er. „Michael sagbi okkur, er enda- lokin nálgubust, ab lifa lífinu og takast á vib nýja framtíb meb bros á vör, í stað þess ab syrgja hann. Þab er þó fyrst núna sem ég er far- in að ná mér upp úr því mikla áfalli, sem dauði hans varb mér og fjölskyldunni. Því er fáránlegt fyrir mig ab heyra þab frá ókimn- ugum að ég hafi tekið dauða hans létt og hafi hugsað mest um það hve rík ég yrði. Ég skil ekki illgirni fólks," segir Cindy. Fjölmiölar hafa fýlgst náið með hverju fótspori hinnar 37 ára gömlu auöugu og þokkafullu ekkju síðustu misserin. Hafa slúð- urbíöbin haldið því fram aö hún hafi verið ibin við að njóta lífsins og birt myndir af henni við ýmis tækifæri, í samkvæmum, skíba- ferðalögum og þess háttar. Þau Hamingjusöm fjölskylda skömmu ábur en Michael lést. I TIMAN S hafa reynt að spyrða hana við hina og þessa ástmenn, en Cindy segist þvert á móti ekki hafa litið á karlmenn ömvísi en sem vini eft- ir dauða Michaels. „Ég hef ekkert ab fela og skil ekki þessa forvitni í garð einkalífs míns. Ég hef vissu- lega farið út og reynt að skemmta mér, en förunautar mínir hafa að- eins veriö góðir vinir og þótt svo væri ekki, skil ég ekki hvab fólki kemur þaö við. Það slokknabi á einhverju innan í mér þegar Mi- chael dó, og mér hefur ekki tekist ab tendra þab á ný. Fyrst núna er ég hætt að kvíða morgundegin- um án hans." Þaö em bömin sem em líf Cin- dyar og yndi. Hún á tvær dætur, Jennifer 10 ára og Sean, sem er 7 ára gömul. ,Cindy segir ab þrátt fyrir að dætumar hafi lifaö erfiða tíma, séu þær einstaklega vel heppnaöar og yfirvegaðar stúlkur. Það, sem hún óttast helst, er ab hin mikla athygli, sem þeim hef- ur veriö sýnd, fari illa meö þær og því hyggst hún flytjast búferlum frá Bandaríkjunum. Eins og er býr hún í Malibu, en hún segist vel geta hugsab sér að búa á Ítalíu, ekki síst ef hún gæti leyft sér að drekka kaffibolla með kunningja sínum án þess að hún væri búin að trúlofa sig samkvæmt fjölmiðl- um! ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.