Tíminn - 05.05.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.05.1994, Blaðsíða 5
r Fimmtudagur 5. maí 1994 fiyjtlffTtfiSlfilflStlftft 5 Þórarinn Þórarinsson: Hans G. Andersen og ab er tvímælalaust rétt, sem komið hefur fram í sambandi við lát Hans G. Andersen, að hann hafi verið einn frábærasti samningamað- ur sem íslendingar hafa haft á að skipa síðan þeir tóku sjálfir við stjóm utanríkismála sinna. Það sýndi sig best þegar Bretar undirrituðu samninginn í Ósló 1976. Bretar vom mjög ófúsir að viöurkenna 200 mílna landhelgi íslands og stób þar í löngu stappi uns Hans G. Andersen fann orða- lag sem fól í sér fulla viður- kenningu á 200 mílunum án þess að það væri beinlínis neftrt. í niburlagi bókar minnar, Sóktt og sigrar, er sagt frá fund- inum í Osló, er Bretar viður- kenndu 200 mílna lögsögu ís- lands árið 1976. Upphaf hans var það að þeir hittust í Ósló, Einar Ágústsson þáverandi ut- anríkisráðherra og Anthony Crosland utanríkisráðherra Breta. Kom í ljós að Bretar vom nú tilbúnir ab ræða samkomu- VETTVANCUR lag til 6-7 mánaða og draga vemlega úr veiðum á þeim tíma með því að fækka togur- um og sætta sig við minni veiðisvæði en þeir höfðu áður fariö fram á. Þá myndu þeir vinna að því ab bókun sú í við- skiptasamningnum við Efna- hagsbandalagið, sem fjallaði um tollalækkun á íslenskum sjávarvömm, kæmi sem fyrst til framkvæmda. Geir Hallgrímsson forsætis- rábherra var um þessar mundir staddur í Kaupmannahöfn og eftir að Einar hafði skýrt hon- um frá stöðu mála símleiðis, fór Geir til Óslóar og ræddu þeir síðan báðir við Crosland. Einar Ágústsson hafði strax sett það skilyrbi, að því aðeins kæmu viðræður við Breta til greina að þeir létu herskip sín fara út fyrir 200 mílna mörkin. Eftir að þeir Einar og Geir komu heim skýrðu þeir ríkis- stjórninni og utanríkisnefnd frá þessum viðræðum, og var samþykkt í þingflokkum stjórnarflokkanna að rætt yrði við bresku ríkisstjómina á þessum gmndvelli, en lögð áhersla á að full viðurkenning fengist á 200 mílna fiskveiði- lögsögunni. Samkomulag varð um að ráðherrafundur yrði haldinn um málið í Ósló 31. maí og 1. júní. Anthony Cros- larid mætti þar af hálfu bresku stjómarinnar, en Einar Ágústs- son og Matthías Bjamason af hálfu íslensku stjómarinnar. Auk embættismanna mættu þeir Guðmundur H. Garðars- son og Þórarinn Þórarinsson sem fulltrúar stjórnarflokk- anna. Samkomulag nábist fljótt um flest atribi sem snertu tak- markanir á veiðum Breta. Samningurinn skyldi gilda í sex mánuði, eða til 1. desem- ber 1976. Verst gekk að fá við- urkenningu Breta á 200 mílna fiskveiðilögsögunni og algera höfnun þeirra á svonefndum 200 mílurnar Hans C. Andersen. sögulegum rétti. Reyndi þar mjög á hæfni Hans G. Ander- sen, sem var manna færastur á orðalag, hvort heldur var á ís- lenskri eða enskri tungu. Hann hafði verið hægri hönd Einars Ágústssonar í viðræðunum við Breta og Vestur-Þjóðverja í öllu því sem laut að þessum samn- ingum og reynst frábærlega vel. Niðurstaðan varð sú, eftir langt þóf, að sættir náðust um eftirfarandi orðalag: „Eftir að samningur þessi fellur úr gildi, munu bresk skip aðeins veiða á því svæbi, sem greint er í hinni íslensku reglugerð frá 15. júlí 1975 í samræmi við það, sem leyft kann ab verða af íslands hálfu." í raun þýddi þetta fulla viður- kenningu, þar sem Bretar myndu hér eftir ekki stunda veiðar innan 200 mílna mark- anna, nema að fengnu leyfi ís- lendinga. Fáir munu átta sig á því nú að í þessu orðalagi felist viöur- kenning Breta á samningnum um 200 mílna landhelgi ís- lands, en það sýndi hyggindi Hans G. Andersen að hann skyldi finna orðalag sem báöir aðilar gátu sætt sig við og fól jafnframt í sér fulla viðurkenn- ingu. Höfundur er frv. ritstjóri Tímans. Jón Þór Jóhannsson: Vinnum saman, verndum hjartab Eitt af stóru verkefnum Landssamtaka hjartasjúk- linga er nú framundan. Landssamtökin standa fyrir fjár- öflun um helgina, 7. og 8. maí, með því að selja merki samtak- anna, „Rauða hjartað". Aðalmarkmiðið með þessari fjáröflun er að standa á bak við fjármögnun á kaupum á búnaði fyrir hjartadeild Landspítalans, til endurnýjunar á tækjum í sambandi við Holterrannsókn- irnar. Holterrannsókn er hjarta- ritun í heilan sólarhring, sem framkvæmd er með sérstökum búnaði sem festur er á sjúkling og tengdur við lítið upptökutæki sem sjúklingurinn ber. Síðan er lesið úr þessum upptökum með tölvubúnaði. Er þessi rannsókn talin mjög áreiðanleg og auð- veldar sérfræðingum ab greina sjúkdóminn og bregðast rétt við. Landssamtökin hafa frá upp- hafi staöið fyrir fjársöfnunum til ab greiða fyrir tækjakaupum VETTVANCUR sjúkrahúsanna og það vibur- kennt að ef ekki hefði komið til kröftugur stuðningur Landssam- takanna við hjartaskurðdeild Landspítalans í upphafi, þá hefðu hjartaskurðabgerðir ekki hafist hér á árinu 1986, en stór hluti tækjabúnaðar deildarinnar hefur frá upphafi komið frá Landssamtökunum. Þá hefur verið unnið markvisst ab því að aðstoða hjartasjúklinga á ýmsan hátt og meðal annars hafa Landssamtökin keypt sjúk- lingaíbúð í Reykjavík með Rauða krossinum og er hún til mikils gagns fyrir þá sjúklinga, sem koma þurfa til rannsókna eða skurðaðgerða og dvelja í Reykja- vík um lengri eða skemmri tíma. Það hefur komiö í ljós og verið staðfest af starfsfólki sjúkrahús- anna að hjartasjúklirigar bregð- ast í flestum tilfellum öðmvísi vib sjúkdómi sínum en flestir aðrir sjúklingar. Þeir em yfirleitt mjög bjartsýnir og tilbúnir til þess að takast á vib sjúkdóminn og endurhæfinguna í formi lík- amsþjálfunar, sem oftast fylgir á eftir, með opnum huga og þeim krafti sem til þarf svo að fólk nái verulegum bata og geti notið sín í starfi og við tómstundir. Því að í brjósti okkar allra leynist sú von að lifa við góða heilsu fram á elliár, þó að við höfum orðiö fyrir einhverjum tímabundnum skakkaföllum. En að sjálfsögðu hrýs okkur eins og öðmm hugur við því að þurfa að horfast í augu við elli kerlingu. Við hjá Landssamtökunum verðum líka varir við það aö þeg- ar leitab er til félaganna og þeir beðnir að leggja sitt af mörkum í söfnunarátaki eins og nú stend- ur fyrir dymm, þá er yfirleitt bmgðist vel við. Ber að þakka þeim sérstaklega fyrir dugnað og ósérhlífni, enda sýnir árangur samtakanna á þessu svibi ljós- lega að þar er fýrir hendi stór hópur félagsmanna sem tilbú- inn er að leggja á sig vemlega fyrirhöfn til þess að ná fram markmiðum samtakanna. Viö emm þess einnig minnugif að samtökin hafa mætt velvild og skilningi hjá almenningi, sem tryggir enn frekar góðan árangur af sjálfboðastarfi félaganna. Við verðum að vera þess minn- ug að þrátt fyrir miklar framfarir og mjög góðan árangur í hjarta- lækningum á undangengnum árum, em hjartasjúkdómar enn einn allra skæðasti sjúkdóma- flokkur sem barist er vib og er því ljóst að starfi okkar, sem vilj- um sinna velferöarmálum hjartasjúklinga, er hvergi nærri lokið. Við hjá Landssamtökum hjarta- sjúklinga viljum því enn á ný heita á alla félagsmenn okkar og velunnara, að bregðast nú vel við þegar leitab verður til ykkar meb kaup á „Rauða hjartanu". Vinnum saman — vemdum hjartað. Höfundur er formabur Félags hjartasjúk- llnga á Reykjavíkursvæblnu. 4- DÝRALÆKNISPISTILL Stöndum vörð um heilbrigði íslenskra dýra Strangar reglur hafa veriö í gildi Það er alþekkt staðreynd, að mun ódýrara er að fyrirbyggja sjúkdóma en útrýma þeim. Hér hefur um langt skeið verið talið tryggast - vegna bimrrar reynslu - að takmarka, og eftir atvikum banna alveg, innflum- ing á afuröum dýra, sem gæm verið mengaðar smitefnirm, óþekkmm á íslandi. Innflum- ingur lifandi dýra hefur einnig verið takmarkaður eða alveg bannaður. Þetta veldur því, að einhverjir heilbrigðusm dýra- stofnar í heimi em á íslandi, þrátt fyrir ýmis óhöpp. Mikið er að verja, en breytingar em framundan. Verða varnir gegn búfjársjúk- dómum brotnar nibur vegna fá- visku? Nú virðist með ýmsum ráðum vera unnið að því að brjóta nið- ur vamir gegn innflutningi smitandi dýrasjúkdóma til ís- lands. Þar eiga í hlut einstakir valdamiklir stjórnmálamenn, kaupsýslumenn og - þótt ótrú- legt megi virðast - líka neyt- endasamtök landsins. Þessir að- ilar kannast ekkert við að þeir séu að brjóta niður, en telja of mikið gert úr hættunni og að öllu verði hægt að bjarga. Neyt- endasamtökin hafa gert ýmis- legt gott, en í þessu máli svíkja þau lit. Þau standa ekki vörö um hagsmuni allra neytenda. Flytja skal inn meira af landbúnaðar- vömm með góbu eða illu. Þetta er orðin eins konar „fastagrilla" Sigurður Sigurbarson, dýralœknir á Keldum. hjá ofangreindum aðilum. Haldiö er fram, að þannig fái fá- tækt fólk ódýran mat. Hvílík fá- viska! Ekki virðist hugsað út í vömgæði. íslensk matvæli em yfirleitt hágæðavara, en ódýrar erlendar vömr em mjög mis- jafnar aö gæðum. Barátta gegn innflutt- um smitsjúkdómum hefur kostaö stórfé Vegna strangra sjúkdóma- vama hefur tekist að nokkm leyti að bæta fyrir ógætni lands- manna sjálfra og útrýma pest- um, sem bámst nær alltaf eftir að látið var undan þrýstingi um innflutning. Baráttan hefur þó kostað þjóðina stórfé hvað eftir annað. Urslitum réði, hve langt var á milli áfalla. Ég nefni að- eins þrjá sjúkdóma af nokkmm sem eÚd hefur tekist ab upp- ræta: garnaveiki og ribuveiki í jórturdýmm og smáveimsótt í hundum. Kostnaður vegna bólusetninga og beint tjón er vemlegt á hverju ári vegna inn- flutningsins. Það er eins og mönnum hafi gleymst þetta nú. Stóraukinn innflutningur á landbúnaðarvömm gæti orðib til þess að nýjar pestir bæmst hingað ein af annarri og breidd- ust út um landið. Slík öfugþró- un blasir nú við í Evrópu sem af- leiðing af hinu nýja „frjálsræði" í flutningum dýra og afurða. Bú- skaparhættir hér á landi og næmi íslenskra dýra gera okkur erfiðara um vik en öðmm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.