Tíminn - 25.06.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.06.1994, Blaðsíða 5
Tímamynd CS Kristni dagsins, ekki fortíbarinnar Haraldur Ólafsson skrifar Enn um sinn geta menn jagast um lýðveldisafmæliö. Var það klúður eða ekki klúður? Hver bar ábyrgð á klúðrinu og hver bar ábyrgð á því sem vel tókst? Nefnd verður skipuð og hún mun komast að þeirri niðurstöðu að „ýmsir sam- verkandi þættir" hafi skapað þjóð- vegahátíðina miklu. Svo verður allt þetta gleymt og á endanum fer fólk að hlæja að öllu saman, því „allir komu þeir aftur" og það var fyrir mestu. En þó er eins og ýmsir hafi ekki fengið nóg af Þingvallaumferð. í nokkrum blöðum er rætt það sem sjálfsagðan hlut, að árið 2000 verði íslensku þjóðinni, fjórðungi hennar eða þriðjungi, enn einu sinn stefnt til Þingvalla. Tilefnið er að þá verða þúsund ár liðin frá því að á Lögbergi við Öxará var samþykkt þingsálykt- unartillaga um að kristni skyldi lög- tekin, og fylgdu vinsamleg tilmæli frá Noregskonungi um að hin nýi siður væri sér þóknanlegur. Þar með voru íslendingar komnir langleiðina í Evrópusamband þess tíma, hina al- mennu heilögu kirkju, sem er hið eina sem enn er eftir af hinu heilaga rómverska ríki. Sá er þetta ritar telur kristni á ís- landi hafa gegnt miklu hlutverki, og bæði hin rómverska kirkja og sú kirkjuskipan, er upp var tekin á 16du öld, hafa fært þjóðinni mikinn auð á hinu andlega sviði, þótt efast megi um mörg hin veraldlegu umsvif kirkjunnar fyrr og síðar. Þúsund ára kristni á íslandi vekur spurningar um hlutverk kirkjunnar. Hún er farvegur trúarlífs og helgun- ar, hún er félagsmálastofnun sem að- stoðar við að leysa persónuleg vandamál margra, og hún er aflvaki lista og menningar. Þúsund ára hátíð kristni á ekki að vera útisamkoma á Þingvöllum. Kirkjan á að minnast þessa atburðar úti í söfnuðum, á Hól- um og í Skálholti. Hún á að vekja söfnuðina til dáða og stuðla að sköp- un og vakningu fyrir þeim verðmæt- um sem hún berst fyrir. Það verður ekki gert með Þingvallahátíð í einn dag, og dugar ekki til þótt vegakerfið verði bætt eða undirbúningsnefnd starfi árum saman. Kirkjan á að gera árið að sínu ári, annast sjálf undir- búning og bera kostnað, en hún á ekki að verja tugmilljónum, hvorki frá sér né ríkinu, í útisamkomu. Ef ríkið vill vel gera, þá á það að af- henda Hjálparstofnun kirkjunnar þær milljónir, sem ella hefðu farið í hátíðahald með snobbveislum. 50, 60, 70 milljónir til þess að byggja skóla á Ind- landi, til að aðstoða Eþíópíumenn við að líkna hungruðum og sjúkum, til að draga úr hörmungum og neyð. Verkefnin eru óendanleg. Verkefni sem eru meira virði en orð í Al- mannagjá. Kirkjan á að vera hin stríðandi, líknandi kirkja, ekki stofn- un sem horfir aftur í litklæðum myrkra miðalda. Það er komið nóg af mirmingarhátíðum. Hér á borðinu liggur síðasta ein- takið af fréttabréfi Hjálparstofnunar kirkjunnar. Þaö ber hið yfirlætislausa heiti Margt smátt... I þessu litla fréttabréfi er sagt frá því sem Hjálpar- stofnunin er að gera, og hvað aörar kirkjulegar stofnanir eru að leggja af mörkum til að líkna. Margt smátt vinnur stórvirki í fátækum löndum þriðja heimsins. Hjálparstofnun kirkjunnar er í samvinnu við Hina sameinuðu kristnu kirkju á Indlandi um rekstur skóla á Indlandi. Hjálpar- stofnunin hefur fjármagnað smíði vatnstanks við lítið sjúkrahús í Konsó. Þá er verið að endurnýja heimavistir grunnskólanema á tveimur stöðum í Suður-Eþíópíu. Og í Mósambik er verið að grafa og end- urbæta brunna. Allt er þetta á vegum Hjálparstofnunarinnar. Orðrétt segir í fréttabréfinu: „Guðlaugur Gíslason húsasmiður sér um framkvæmdir, en hann er starfsmaöur Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og hefur verið við störf í Eþíópíu í nærri þrjú ár. í vatns- tankinn við sjúkrahúsið er safnað rigningarvatni, en regntíminn í Konsó kemur tvisvar á ári og stendur í tvo til þrjá mánuði í senn og er erfitt um alla vatnsöflun þess á milli. Þess vegna er nauðsynlegt, ekki síst fyrir sjúkrahús, að geta birgt sig upp í stað þess að vera háð því að kaupa vatn og þurfa að sækja það um langan veg." Svo mörg eru þau orð, og vekja vissu- lega til umhugsunar um hve mikið er hægt að gera fyrir þá sem allt skortir. Fimmtíu milljónir til hjálparstarfs eru auðæfi. Fimmtíu milljónir í veislur og hátíðahöld eru burtkastað fé. Tónlistarhús í Reykjavík Þeirri hugmynd hefur verið hreyft, að óska eftir því að Reykjavík verði menningarborg Evrópu um eða skömmu eftir næstu aldamót. Það hefur sýnt sig á undanförnum árum að unnt er að halda hér eftirtektar- verðar listahátíðir. Hér er mikill fjöldi tónlistarfóks, leikara, mynd- listarmanna og annarra þeirra sem fást við skapandi störf. Meðal lands- manna er mikill áhugi á listum. Ótrúlega margir sækja alls konar list- viðburði hér á landi. Tónlistarkennsla hefur stóraukist á undanförnum árum. Þegar valið var í Sinfóníuhljómsveit æskunnar á Norðurlöndum nú í vor urðu 17 ís- lensk ungmenni fyrir valinu. Það þarf ekki neina höfðatölureglu til að sjá hve vel er staðið að tónlistar- kennslu hér á landi. Reykjavík sem menningarborg Evrópu? Það er alls ekki svo fráleit hugmynd. En eitt vantar. Hér í borg er ekkert hús sem hýst getur hinar bestu hljómsveitir, einleikara og söngvara. Enginn salur í borginni fullnægir ströngum kröfum um tón- listarflutning. Um nokkurra ára skeið hafa Sam- tök áhugafólks um byggingu tónlist- arhúss unnið að því að láta teikna og hanna slíkt hús. Teikningar eru til, fullbúnar. Vilyrði eru fyrir lóð hjá Reykjavíkurborg, og safnað hefur verið fé til að greiða fyrir teikningar og hönnun hússins. Samtökum áhugafólks er ekki fært að reisa slíkt hús á eigin spýtur. Bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu verða að leggja sitt af mörkum, og aðrir opinberir aðilar. Tónlistarhús er hús allrar þjóðarinnar, allra þeirra þúsunda sem iðka tónlist, allra þeirra sem njóta tónlistar og allra þeirra sem búa í þessu landi, af því að tón- listin bætir og fegrar, gleður og lyftir huganum í hæðir. Fjöldi karla og kvenna hefur unn- ið gífurlegt sjálfboðaliðastarf að mál- efnum tónlistarhúss. Veit ég þó að þeir, sem komið hafa nærri þessum málum, eru sammála um að eigi að nefna einn, sem öðrum fremur hefur þokað málinu áfram af eldmóði, út- sjónarsemi og þrotlausu starfi, þá er það Ármann Armannsson. íslendingar hófu að reisa Þjóðleik- hús í kreppunni á fjórða áratugnum. Stríðið tafði fyrir því að unnt væri að ljúka við bygginguna. En Þjóðleik- húsið varð að veruleika. Á sumardag- inn fyrsta árið 1950 var tjaldið dreg- ið frá og við blasti heimur í undarleg- um töfrum ævintýrisins og þjóðtrú- arinnar. Tónlistarhús verður risið áður en hálf öld er liðin frá opnun Þjóðleikhússins. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.