Tíminn - 25.06.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.06.1994, Blaðsíða 3
Laugardagur 25. júní 1994 3 Finnur Ingólfsson, þingmaöur Framsóknarflokksins: Kratar hafa ekki mannskap til að manna ríkisstjómina „Þegar svo er komib aö annar stjórnarflokkurinn býr orbib svo illa ab mannskap á þingi ab hann getur ekki lengur mannab ríkisstjórnina, þá er aubvitab kominn tími til ab þetta lib fari frá," segir Finnur Ingólfsson, þingmabur Fram- sóknarflokksins í Reykjavík. Hann segir ab þab sé engin spurning um ab rábherrabreyt- ingar Alþýbuflokksins veiki ríkisstjórnina. Finnur bendir á aö þegar þeir Viöeyjarbræbur Jón Baldvin og Davíö Oddsson fóru af staö meö ríkisstjórnina, þá hafi veriö geng- iö út frá því aö flokkarnir yröu jafnáhrifamiklir í stjórninni. Þess vegna var tekin upp svokölluö helmingaskiptaregla þannig ab hvor flokkur fyrir sig fékk fimm ráöherra, þótt Alþýöuflokkurinn heföi mun færri þingmenn en Sjálfstæöisflokkurinn. „Nú hefur Alþýbuflokkurinn hvab eftir annaö á þessu kjör- tímabili, gengiö gegn jafnabar- stefnunni. Fylgib hefur veriö aö hrynja af honum, þingliöiö hef- ur aö stórum hluta verið á flótta í þinginu til þess aö tryggja sig í starfi á öðrum vettvangi. Þetta hefur leitt til þess að núna stend- ur Alþýöuflokkurinn frammi fyr- ir því að geta ekki lengur mann- að ríkisstjórnina." Finnur segir aö samkvæmt þessu sé helmingaskiptaregla stjórnarflokkanna ekki lengur í gildi. Ekki vegna þess að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi krafist breytinga á þessari reglu heldur sé fátæktin orðin svo mikil í Al- þýöuflokknum ab hann hafi ekki lengur mannskap til aö standa undir helmingaskiptareglunni. Seblabankinn: Bannar frjáls- ar verbtrygg- ingar Seölabankinn bannar verö- tryggingu óbundinna innlána frá næstu áramótum, sem virð- ist stinga nokkuö í stúf við sí- aukið frelsi á fjármagnsmark- aði. Þetta bann er meginbreyt- ingin í nýjum reglum sem Seðlabankinn hefur gefið út um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Verðtrygging veröur áfram heimil á innlánsreikn- ingum sem bundnir eru a.m.k. 12 mánuði í upphafi og síðan í minnst 6 mánuöi eftir þaö. í tilkynningu frá Seðlabank- anum er bent á aö ríkissjóður hafi smám saman aukiö útgáfu óverötryggöra veröbréfa. Telur bankinn brýnt aö slík útgáfa veröi aukin og óverötryggð bréf gefin út til lengri tíma. s Olafur Ragnar Grímsson, formaöur Alþýöubandalagsins: Áfall fyrir Alþýðuflokks- konur og jafnréttissinna Ólafur Ragnar Grímsson, for- maöur Alþýöubandalagsins, segir aö ráöherrabreyting Al- þýöuflokksins gefi til kynna vandræöagang, auk þess sem þaö hljóti ab vera mikið áfall fyrir konur í Alþýðuflokkn- um og jafnréttissinna. Hann segir aö þetta styrki rík- isstjórnina á engan hátt og það sé auðvitað veikleikamerki fyrir stjórnina aö þrír ráðherrar Al- þýöuflokksins, sem voru í stjórninni í upphafi, skuli hafa farið úr stjórninni á kjörtíma- bilinu. Þar fyrir utan treystir Al- þýöuflokkurinn sér ekki til þess aö manna ríkisstjórnina meö fimm ráðherrum. „Sighvatur flúði úr heilbrigðis- ráðuneytinu á miöju kjörtíma- bilinu og nú flýr Guömundur Árni þaðan líka eftir eitt ár. Sig- hvatur ætlar svo að sjá um iðn- aðinn í landinu, viöskiptin og öll heilbrigðismálin. Hann hef- ur greinilega nógan tíma," seg- ir Olafur Ragnar. Ólafur segir aö forysta Alþýðu- flokksins telji greinilega að eng- inn þingmaöur flokksins sé hæfur til að veröa ráðherra. Hann segir aö þetta sé gífurlegt vantraust á Rannveigu Guð- mundsdóttur, þingflokksfor- mann krata. „Þetta er í annað sinn sem gengið er framhjá henni til ráð- herradóms. Á rúmu ári hafa tvær konur flúið úr stööu vara- formanns í Alþýöuflokknum vegna ofríki Jóns Baldvins. Fyrst Jóhanna og síðan Rann- veig." Hann segir að í þessu sam- bandi sé vert að minnast þess aö Jón Baldvin lýsti því yfir fyr- ir ári aö ef embætti félagsmála- ráðherra væri laust, væri Rann- veig sjálfkjörin í þaö. Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir, þingflokksformaöur Kvennalista: Engan veginn í takt vib tímann „Mér finnst þessar ráöherra- breytingar engan veginn vera í takt vib tímann. Ríkisstjórnin þekkir greinilega ekki sinn vitj- unartíma og tíminn mun leiöa þaö í ljós ab Alþýbuflokkurinn mun síst af öllu græba á þessu," segir Jóna Valgerbur Kristjáns- dóttir, formaöur þingflokks Kvennalista. Hún segir aö þær tilfæringar, sem oröiö hafa hjá Alþýöu- flokknum, veiki ríkisstjórnina sem hefur örugglega átt meiri vinsældum aö fagna meö Jó- hönnu innanborðs, en eintóma karlmenn. Jóhanna hafi t.d. haldiö á lofti ákveönum félags- legum gildum og verið málsvari fyrir kvenleg sjónarmið og mýkri viðhorf innan ríkisstjórnar. Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir segir aö vegna ráöherrabreytinga Alþýöuflokks sé vert aö minnast þeirra oröa Jóns Baldvins frá því í fyrra þess efnis að ef stóll Jó- hönnu væri laus þá væri engin spurning um það aö Rannveig Guömundsdóttir ætti þann stól vísan. „í sjálfu sér skil ég Rannveigu vel, aö hún skuli ekki hafa viljað taka við embætti félagsmálaráð- herra, þó svo að hún heföi verið beöin um það. Því þaö hlýtur að vera leiðinlegt fyrir hana að vera sífellt að þurrka upp þaö sem Jó- hanna skilur eftir sig." Jóna Valge'rður bendir á að Petr- ína Baldursdóttir, þingmaöur krata í Reykjaneskjördæmi, hafi boðist til aö taka að sér ráöherra- embætti ef leitað heföi veriö til hennar. Hún segir að það hefði vel verið hægt aö fela Petrínu embætti félagsmálaráðherra, því hún hafi ekkert minni reynslu en t.d. Össur Skarphéðinsson þegar hann var geröur aö umhverfis- ráöherra. „Þannig aö forysta flokksins virðist ekki hafa lagt sig fram um að setja konu í stól fé- lagsmálaráðherra," segir Jóna. ■ Menningarsjóður útvarpsstöðva auglýsir Samkvæmt útvarpslögum og reglugerð um Menningarsjóð útvarpsstöðva er hlutverk sjóðsins m.a. að veita styrki til eflingar innlendri dagskrárgerð fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. í umsóknum skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram: 1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilisfang, ásamt upplýsingum um aðstandendur verkefnis og samstarfs- aðila og skriflegum staðfestingum allra aðila um þátt- töku í verkefninu. 2. Heiti verkefnis og megininntak. 3. ítarleg og sundurliðuð kostnaðaráætlun ásamt greinar- gerð um fjármögnun, þ.m.t. um framlög og styrki frá öðrum aðilum, sem fengist hafa eða sótt hefur verið um, eða fyrirhugað er að sækja um. 4. Fjárhæð styrks sem sótt er um. 5. Nákvæm áætlun um framvindu verkefnis og greinar- gerð um það til hvaða verkþátta sótt er um styrk. 6. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis. 7. Yfirlýsing útvarpsstöðvar um að fyrirhugað sé að taka dagskrárefni, sem sótt er um styrk til, á dagskrá. Umsóknum og öllum fylgigögnum ber að skila í þríriti á skrifstofu ritara stjórnar, Bjarna Þórs Óskarssonar hdl., Laugavegi 97, 101 Reykjavík, fyrir 1. ágúst n.k. Úthlutun- arreglur sjóðsins og umsóknareyðublöð fást afhent á sama stað. Ekki verður tekið tillit til umsókna sem ekki uppfylla öll framangreind skilyrði. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Landbúnaðartæki Til sölu lítið notað Dux baggafæriband. Er 8 metra langt, með rafmótor. Upplýsingar í síma 95-38081. @) Husqvarna og bfothsc saumavélar ★ Allir nytjasaumar ★ Loksaumur (overlock) ★ Auðveldar ★ Léttar ★ Fallegar Gefið gjöf sem endist og endist Verð frá 19.130 stgr. Ath. kennsla og íslenskur leiðarvísir fylgir öllum okkar vélum. A Völusteinn hf. BKVÍÉf Faxafeni 14, 108 Reykjavik Sími 679505 S Sérverslun með saumavélar,og föndurvörur 1ÖtU,.o«wo ~ »■'' ' ■ luov^vai i ia

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.