Tíminn - 30.06.1994, Page 1

Tíminn - 30.06.1994, Page 1
Þaö var ekki annaö aö sjá en mótsgestir yndu hag sínum vel á Caddstaöaflötum ígœr. Á hádegi ígcer var fjöidi gesta oröinn á þriöja þúsund. Mynd þessi er tekin viö Brekkuvöll, en þar var keppt í B-flokki gœöinga. Tímamynd Pjetur Gestum fjölgar ört Óhapp á Landsmóti hestamanna: Stúlka varð undir fána- borg Það óhapp varð á Landsmóti hestamanna í gær að ung stúlka varð undir fánaborg, sem fauk á hliðina. Fánaborgin, sem sam- anstendur af sjö fánastöngum, stendur á milli aðalvallar og Brekkuvallar. Læknir kom strax á staðinn og félagar í Flugbjörg- unarsveitinni á Hellu fluttu stúlkuna á Heilsugæslustöðina á Hellu. Stúlkan meiddist á höfði og fæti, en ekki er talið að meiðsli hennar séu alvarleg. Talsverður strekkingur var á mótssvæðinu í gær og við þær aðstæður þurfa fánaborgir sem þessar að vera vel festar. Starfs- menn mótsins brugðust skjótt við og ekki voru liðnar margar mínútur þegar búið var að festa fánaborgina kyrfilega. yiðgerð á Ölfusárbrú Unnið er að viðgerð á Ölfusár- brú og er hún því lokuð frá kl. 22:00 til kl. 06:00 að morgni og verður svo fram að helginni. Þetta hefur tafiö menn nokkuð sem nú streyma á Landsmótið, en þeim er bent á að fara yfir Óseyrarbrú, ef þeir eiga leið um á þessum tíma. ■ Öðrum degi Landsmóts hesta- manna á Gaddstaðaflötum við Hellu lauk í gær. Að sögn Fann- ars Jónassonar framkvæmdar- stjóra mótsins hefur mótið gengið vel það sem af er. í gær- kvöldi má gera ráð fyrir að tala gesta hafi verið orðin á fjórða þúsund, en á hádegi í gær voru komnir rúmlega tvö þúsund gestir. Fannar er ánægður með aðsóknina og segir hana vera nokkuö í samræmi við vænting- ar mótshaldara. Ef framhaldið verði gott þá megi búast við miklum fjölda á staðnum um helgina. Mótshaldið hefur gengið óhappalaust ef frá er taliö að stúlka varð undir fánaborg, eins og lesa má til hliðar. Dagskráin hefur gengið samkvæmt áætl- un, en í gær var keppt í B-flokki gæðinga og í barnaflokki. Þá voru einnig hæfileikadómar og byggingardómar kynbóta- hrossa. ■ Timamynd Pjetur Erlendir hrossakaupmenn fylgjast gjarnan meb dómum á kynbótahrossum á landsmótum. Þrír þekktir hrossarœktendur í Þýskalandi, Andreas Trappe, Bruno Podlech og Klaus Meier spá hér í spilin, en meöal graöhesta sem þeir virtu fyrir sér ígær var fjögurra vetra brúnn stóöhestur undan Mekki frá Varmalœk í eigu Reynis Aöalsteinssonar á Sigmundarstööum í Borgarfiröi. Hestakaup Wird es ein Cescheft? Andreas Trappe, Bruno Podlech und Klaus Meier gucken sich ein Hengst an. Die waren z.b. intresiert fuhr ein 4 jahre alte Hengst von Mökkur von Varmalœk. Der Besitzter ist der gutbekannte Reiter Reynir Aöalsteinsson. Horsebusiness? Three men, who are famous in the business, Andreas Trappe, Bruno Podlech and Klaus Meier from Germany, are here watching the judging of breeding horses. What is going through their minds is hárdto say, a'tléa's't'theý were inter'ested. Þrír keppendur runnu til í sömu beygjunni í B-flokkinum í gœr: Hross og knapi í gegnum grindverk Keppni í B-flokki gæðinga fór fram á Brekkuvelli á Gadd- staðaflötum í gær, en nokkurr- ar óánægju gætti með völlinn. Aö minnsta kosti þrjú keppnis- hross runnu til í sömu beygj- unni á vellinum og þar af datt eitt á hliðina og braut grind- verk við keppnisbrautina. Það var Akureyringurinn Sig- urður Matthíasson, sem lenti í því óhappi að hryssu, sem hann reið, Kjarnorku frá Öngulstöð- um í Eyjafjarðarsveit, varð fóta- skortur í sýningu með þeim af- leiðingum aö hún hreinlega skautaði í gegn um grindverkið umhverfis völlinn. Hvorki hryssuna né knapann sakaði þrátt fyrir að þau væru á hrööu tölti þegar þetta gerðist. Óhappið átti sér stað í suð- austurhorni vallarins. Brekku- völlurinn er mjög vel þjappaður og brautin þess vegna hörð. Keppendur og áhorfendur, sem Tíminn ræddi við í gær, gagn- rýndu það, að beygjurnar á vell- inum væm of krappar og eins að skábrautir á honum skemmdu fyrir að þessu leyti. Margir telja að skábraut sem kemur inn í brautina nái of langt út og umrædd beygja verði krappari fyrir vikið. ■ Neisti frá Hraunbæ aldrei betri íslandsmeistarinn í 300 m brokki Neisti frá Hraunbæ sýndi það og sannaöi í Pé- ursey um síöustu helgi að hann hefur engu gleymt. Neisti bókstaflega stakk af aðra keppendur og kom sjö sekúndum á undan næsta hesti í mark. Þessi átján vetra hestur virð- ist því vera til alls líklegur á landsmóti en þar mun keppn- in verða á milli hans og Daða frá Syðra-Skörðugili, en Daði veitti Neista harða keppni á síðasta landsmóti. Guðmund- ur Jónsson, knapi og eigandi Neista segir klárinn vera í toppformi og óttist ekki keppnina við Daða, því Neisti sé fljótari í „startinu" og þegar hann sé kominn á undan þá hleypi hann engum fram hjá sér. En þab eru ekki allir sammála Guðmundi. Vignir Siggeirs- son á Stóðhestastöðinni hefur riðið báðum þessum hestum og hann segir aö Daði sé fljót- ari. Þannig að það stefnir í harða og spennandi keppni milli tveggja rýmstu brokkara landsins en úrslitakeppnin verður seinnipartinn á laugar- daginn. Three contesters ran afoul in the same turning during ca- tegories B yesterday: Rode through the fence The competiton of the favorit- es in categories B was held at Brekkuvellir yesterday amidst some discontent with the track. At least three of the competing horses ran afoul in the same turning of the track, one of them falling on its side, crashing the fencing along the track. Sigurður Matthíasson of Akur- eyri experienced the misfortune of the mare he was riding, Kjarnorka from Öngulsstabir, stumbling during the show. The disastrous results culminat- ing in her skating through the fence surrounding the track. Neither horse nor jockey were injured, despite the hot trot they were performing prior to the incident. The accident occurred at the south-east corner of the track. Brekkuvöllur is extremely sol- idified, resulting in a hardened track. Contestants and viewers unanimously criticize the turn- ings of the tracks as being to tight, and that tracks mnning sidelong on it did it damage. The general opinion is that the sidelong track, mnning into the main track, extends itself too far, resulting in the steepness of the turhing. ■'

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.