Fréttablaðið - 03.03.2009, Page 8

Fréttablaðið - 03.03.2009, Page 8
8 3. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR KJARAMÁL Stóru lífeyrissjóðirn- ir standa sumir illa samkvæmt tryggingafræðilegri stöðu sem verið er að leggja lokahönd á. Sam- einaði lífeyrissjóðurinn og Gildi hafa til dæmis neikvæða stöðu upp á meira en tíu prósent og búast við því að þurfa að skerða réttindi. Stærstu lífeyrissjóðir landsins skila tryggingafræðilegri úttekt á stöðu sinni til Fjármálaeftirlitsins á næstunni og þá skýrist hvernig sjóðirnir standa eftir bankahrunið í fyrra. Sjóðirnir standa misjafnlega og fer staða þeirra fyrst og fremst eftir framvirkum gjaldmiðla- samningum við bankana og hvort þeir hafa farið í miklar afskrift- ir á eignum. Sjóðirnir mega hafa neikvæða stöðu upp á allt að 15 prósent án þess að þurfa að grípa til aðgerða en fyrirsjáanlegt er að margir þeirra munu skerða réttindi í vor. Gildi lífeyrissjóður hefur nei- kvæða stöðu upp á um tíu prósent og þarf að skerða réttindi en ekki hefur verið ákveðið hve mikið. Tryggingafræðileg staða Sam- einaða lífeyrissjóðsins er nei- kvæð upp á 13,2 prósent og stefn- ir í skerðingu réttinda. „Staðan gæti verið betri,“ segir Þorbjörn Guðmundsson stjórnarformað- ur og nefnir sem dæmi að skerða þurfi réttindi um sex prósent ef staðan eigi að fara niður fyrir tíu prósent. Heildarskuldbinding sem hlut- fall af eignum er neikvæð um 4,2 prósent hjá Almenna lífeyrissjóðn- um. Lífeyrisréttindi verða skert um fimm til tíu prósent. Staða Lífeyrissjóðs verslunar- manna mælist neikvæð um 7,2 pró- sent. Gunnar Páll Pálsson stjórnar- formaður segir að verslunarmenn hafi unnið tryggingafræðilegu útreikningana með þeim sam- ræmda hætti sem mælt hafi verið með. Sjóðurinn hafi verið í plús um 4,7 prósent um áramót 2007-2008 og það komi til góða nú. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er einn af þeim sjóðum sem standa hvað best en þar er staðan neikvæð um 1,4 prósent. Sigurbjörn Sigur- björnsson framkvæmdastjóri segir að fjárfestingastefna sjóðsins hafi verið varfærin. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur neikvæða stöðu upp á 4,8 prósent. Ekki er von á skerðingu. Festa líf- eyrissjóður er með 6-8 prósenta neikvæða stöðu og ekki er held- ur búist við skerðingu þar. Kjölur lífeyrissjóður er lítill og lokaður sjóður sem mun sýna erfiða trygg- ingafræðilega stöðu því að hann er einungis með áfallnar skuldbind- ingar. Þar er búist við skerðingu. ghs@frettabladid.is ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is KJARTAN GUÐMUNDS- SON staðgengill umboðsmanns neytenda 1. Hversu stór var skjálftinn undir Vatnajökli um helgina? 2. Hve margar heyrnarlausar konur útskrifuðust frá Háskól- anum á laugardag? 3. Frá hvaða landi er kassa- daman Francisca Mwansa? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 GUNNAR PÁLL PÁLSSON ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON Stórir lífeyrissjóðir skerða réttindin Stóru lífeyrissjóðirnir Gildi og Sameinaði lífeyrissjóðurinn reikna með að þurfa að skerða lífeyrisréttindi. Stærstu lífeyrissjóðir landsins skila tryggingafræði- legri úttekt til Fjármálaeftirlitsins innan skamms. Þá skýrist staða þeirra betur. Erla Magna sendi staðgengli umboðsmanns neytenda tölvupóst sem minnir á fyrirtaks fjölskyldumynd frá Disney-fabrikkunni á þann hátt að hann byrjar illa en endar dás- amlega vel. Gjörðu svo vel, Erla: „Það er fátt sem gleður íslenska neytend- ur þessa dagana og virðist verð hafa marg- faldast þótt gengið rúlli upp og niður. Við fáum bara hækkanirnar. En – svo fór ég í apótekið Lyfjaver á Suðurlandsbraut í gær og sótti þrjár gerðir lyfja. Þrátt fyrir lyfjakort hef ég undanfarið ár borgað um 4 til 5.000 krónur fyrir þessi lyf, hvar sem ég hef keypt þau. Í Lyfjaveri á Suðurlandsbraut borgaði ég 1.500 krónur, og þar af voru sum með 40 prósenta afslætti. Þar er hugsað um neytendur.“ Það er svo sem alls ekkert nýtt að Lyfja- ver beri höfuð og herðar yfir önnur apótek þegar kemur að ásættanlegu verði á nauð- synlegum lyfjum. En sjaldnast er góð vísa of oft kveðin. Staðgengill vonar að Lyfjaver standi áfram vörð um litla neytandann. NEYTENDUR: Heimsókn í nýtt apótek borgaði sig: Hugsað um neytendur!? LYFJAVER Tölvustýrða lyfjaskömmtunarferlið hjá Lyfjaveri er svalt. Það er líka svalt að vera með gott verð á lyfjum. Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Samvera í Fella- og Hólakirkju í kvöld kl. 20. Svavar Stefánsson ræðir um sjálfsvíg. Allir velkomir. Sorg og sjálfsvíg Auglýsingasími – Mest lesið LÖGREGLUMÁL Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur tekið skýrslu af Hauki Þór Haraldssyni, þeim sem millifærði 107 milljónir króna inn á eigin reikning í aðdrag- anda bankahrunsins. Málið mun vera langt komið í rannsókn, en deildin bíður nú eftir frekari gögnum frá Landsbanka. Haukur var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs gamla bankans. Þetta er eina málið, sem tengist bankahruninu beint, sem efnahags- brotadeild rannsakar. Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrota, segir þetta stafa af því að öllum slíkum málum hafi átt að beina til sérstaks sak- sóknara efnahagshrunsins, frá stofnun þess embættis, 1. febrúar. Í þá þrjá mánuði sem stofnun embættisins var til umræðu hafi efnahagsbrotadeild ekki farið út í viðamiklar rannsóknir á efna- hagshruninu, enda hafði þá verið boðuð stofnun embættis sérstaks saksóknara. Síðan hafi stofnun embættisins dregist í meðförum þings og eins hafi treglega geng- ið að finna saksóknara til að sinna því. En hvort fyrrgreint mál fari til sérstaks saksóknara, sé vafaatriði, enda barst það deildinni fyrir stofnun embættisins. Ríkissak- sóknari skeri líklega úr um þetta. - kóþ Saksóknari efnahagsbrota bíður eftir frekari gögnum frá Landsbankanum: Millifærslumálið langt komið HELGI MAGNÚS GUNNARSSON Saksókn- ari efnahagsbrota segir það ekki vera á hreinu hvort málið verði sent sérstökum saksóknara bankahrunsins, enda hafi það borist efnahagsbrotadeild fyrir stofnun þess embættis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hélt fyrir- lestra um íslenskt efnahagslíf fyrir sérfræðinga Harvard og Yale háskóla í lok febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá við- skiptaráðuneytinu. Í fyrirlestrum sínum lagði Gylfi áherslu á endurreisnar- starfið sem fyrir höndum er. Þá átti ráðherrann viðræður við ýmsa sérfræðinga skólanna um efnahagsáætlun íslenskra stjórn- valda, auk þess að ræða við fjöl- miðlamenn, íslenska útflytjendur sem starfa á Bandaríkjamarkaði og Bandaríkjamenn sem eiga eða fyrirhuga viðskipti við Ísland. - kg Iðnaðarráðherra á faraldsfæti: Heimsótti Yale og Harvard ELDRI BORGARAR Það styttist í að stærstu lífeyrissjóðir landsins skili tryggingafræði- legri úttekt á stöðu sinni til Fjármálaeftirlitsins. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.