Fréttablaðið - 03.03.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 03.03.2009, Síða 10
10 3. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Prófkjörin sem nú fara í hönd hjá stjórnmálaflokkunum eru þau fyrstu sem háð eru samkvæmt lögum um hámarks- kostnað frambjóðenda í prófkjörum, sem tóku gildi í júní 2007. Frambjóðendur í Reykjavík mega eyða mestu, eða um sjö og hálfri milljón króna, í prófkjörsbaráttu sína. Hámarksupphæðin er misjöfn eftir kjör- dæmum, eins og sjá má á kortinu, og tekur mið af fólksfjölda í kjördæminu og því hversu dreifð byggðin er. Séu haldin sam- eiginleg prófkjör í tveimur eða fleiri kjör- dæmum hækkar upphæðin sem eyða má í samræmi við það að frambjóðendur þurfa að ná til aukins fjölda kjósenda. Hverjum frambjóðanda er óheimilt að taka við hærri einstökum styrk en 300 þús- und krónum samkvæmt lögunum. Til slíkra framlaga teljast meðal annars lögum sam- kvæmt allir afslættir af markaðsverði aug- lýsinga, eftirgjöf skulda, óvenjuleg lánakjör og endurgjaldslaus lán vinnuafls, aðstöðu eða búnaðar, sem metin skulu til fjár og tilgreind í reikningum. Til heildarupphæðarinnar sem verja má í prófkjörið telst jafnframt allt það fé sem frambjóðandinn leggur því til úr eigin vasa. Frambjóðendur skulu svo lögum sam- kvæmt skila endurskoðuðum reikningum til Ríkisendurskoðunar ekki síðar en sex mán- uðum eftir kosninguna og verða þeir reikn- ingar gerðir opinberir. Þeir sem verja innan við 300 þúsundum í baráttuna eru þó undan- þegnir upplýsingaskyldunni. Ríkisendurskoðun hefur þegar útbúið upp- gjörsleiðbeiningar og komið þeim í hendur flokkanna, að sögn Lárusar Ögmundssonar skrifstofustjóra. Ríkisendurskoðun mun síðan kalla eftir uppgjörunum þegar þar að kemur. Lárus segir að eftirlit af einhverju tagi verði haft með eyðslu frambjóðenda og að stólað verði á utanaðkomandi ábendingar um frambjóðendur sem ekki kunna sér hófs. stigur@frettabladid.is Má mest kosta 7,5 milljónir Þátttakendur í prófkjörum eru í fyrsta sinn bundnir af lögum um hámarkskostnað. Í Reykjavík er þakið ríflega tvöfalt hærra en í Norðvesturkjördæmi. Ríkisendurskoðun mun fylgjast með eyðslu frambjóðenda. ■ Leiga á kosningamiðstöð í mánuð (miðað við um 100 fermetra í miðborginni): Um 200 þúsund krónur. ■ Prentun og dreifing á litlum kynningar- bæklingi í tíu þúsund eintökum: Um 200 þúsund krónur. ■ Launaður kosningastjóri í einn mánuð: Um 200 þúsund krónur. ■ Meðalstór úthringimiðstöð: 75-100 þúsund krónur. ■ Tvær heilsíðuauglýsingar í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu: Um 600 þúsund krónur. ■ Veitingar í móttökum og veislum: Um 150 þúsund krónur. Samtals: 1.425 til 1.475 þúsund krónur. Miðað er við heldur umfangsmikla kosningabar- áttu fyrir komandi prófkjör. Upphæðir eru þó hóflega áætlaðar og eflaust fjölmörgum kostnað- arliðum sleppt. Fyrir tveimur árum stóð baráttan talsvert lengur og var því líkast til mun dýrari. Hafa ber í huga að margir flokkar setja eigin reglur um kostnað við prófkjör eða mælast til þess að frambjóðendur gæti hófs. Nokkrir þingmenn svöruðu Fréttablaðinu í desember um prófkjörskostnað fyrir síðustu kosn- ingar. Helgi Hjörvar sagðist meðal annars hafa eytt fimm milljónum og Ágúst Ólafur Ágústsson á fimmtu milljón. Einungis tveir sjálfstæðismenn svöruðu. Þingmenn annarra flokka sögðust flestir hafa eytt tugum þúsunda eða jafnvel engu. NOKKRIR ALGENGIR KOSTNAÐARLIÐIR HVE MIKLU MEGA FRAMBJÓÐENDUR EYÐA? Hámarkskostnaður við framboð í prófkjöri fer eftir kjördæmi, eða kjörsvæði eins og segir í lögum, og mið- ast við íbúafjölda og hversu dreifð byggðin er. Séu prófkjör haldin sameiginlega í tveimur eða fleiri prófkjörum, eins og raunin er með öll prófkjör í Reykjavíkurkjördæm- unum tveimur, er miðað við samanlagðan íbúafjölda. Upphæðirnar á kortinu miðast við fólksfjölda á kjörskrá fyrir kosningarnar 2007. FRAMSÓKNARFLOKKUR Una María Óskars- dóttir býður sig fram í 2. sæti á lista Framsóknarflokks í Suðvesturkjördæmi. Helga Sigrún Harðar dóttir sækist eftir 1. sæti á lista Framsóknarflokks í Suðvesturkjördæmi. VINSTRI GRÆN Guðmundur Auð- unsson sækist eftir 3. til 4. sæti á lista VG í Suðvesturkjör- dæmi. ERLENTP ÓFKJÖR HÁTÍÐARBRENNA Í BÚLGARÍU Á sunnudaginn kveiktu íbúar búlgarska þorpsins Dobrinishte í þessari glæsilegu brennu í tilefni föstuinngangs, sem jafnan er haldinn hátíðlegur þar í landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.