Tíminn - 08.07.1994, Side 8

Tíminn - 08.07.1994, Side 8
8 Föstudagur 8. júlí 1994 IÞROTTIR • KRISTJÁN GRÍMSSON • ÍÞROTTIR Hvaö orsakar slakt gengi Valsmanna til þessa í Trópídeiidinni? Sœvar Jónsson, fyrrum leikmaöur Vals: „Eins og menn nenni Reykjavíkurstórveldið Valur á þessa dagana í miklum erfiö- leikum í Trópídeildinni í knattspyrnu og er aðeins með 8 stig og nálægt botninum. Þessi staða liðsins kemur á óvart miðað við hvað sterkir leikmenn eru í liðinu. Þar nægir að nefna Guðna Bergs- son, Atla Helgason, Steinar Adolfsson, Ágúst Gylfason, Eið Smára Guðjohnsen, Krist- ján Halldórsson og markvörð- inn Lárus Sigurðsson. Tíminn innti gamla Valsmenn, sem fylgst hafa með liðinu í sumar, álits á gengi liðsins. Grímur Sæmundsen, sem lék með Val í fjöldamörg ár, varð fyrstur fyrir svörum. „Ég held að strákarnir þurfi bara að spila meira saman sem liðs- heild. Mér fannst eins og á móti UBK hafi Valsmenn vantaö alla trú á það sem þeir voru að gera. Ég er annars grautfúll yfir því að sigur fékkst ekki gegn Blikum, því þeir eru ekki meö það sterkt lið. Ég veit þaö að ef við hefð- um náð að skora fyrst, þá heföum viö unniö þennan leik vegna þess að Blikar þoia ekki slíkt mótlæti. Þetta er ekki spurning um getuna, því Valur er með sterkt lið; ég held að þetta sé þessu frekar spurning um andlegu hliðina. Þeir þurfa bara að taka sér tak hvað varðar einbeit- ingu og virkilega fara í leikina til að vinna. Því má ekki gleyma að margir nýir strákar eru í liðinu og það þarf hrein- lega bara meiri tíma til slípa liðið saman. Þeir misstu af mikilvægri slípun sem Reykja- víkurmótið var og þurfa því aðeins meiri tíma. Liðið er ómótað ennþá. Kristinn Björnsson þjálfari er enn að finna réttu blönduna og prófa menn í ýmsar stöður. Það er ekki til í mínum huga að Krist- inn verði látinn fara og það væri alveg út í hött af hálfu Valsmanna. Ég er sannfærður um að hann finnur rétta takt- inn og liðið skili þeim árangri seinni part mótsins sem búist er viö af því. Af þeim 30 stig- um, sem eftir eru í pottinum, myndi gamall Valsari eins og ég sætta mig við 75% árangur (22-23 stig). Við leikum gegn KR næst og ég er bjartsýnn og spái okkur 1-0 sigri á KR-vell- inum," sagði Grímur Sæ- mundsen. Sævar Jónsson lagöi skóna á hilluna hjá Val í fyrra. „Mér finnst ákaflega einkennilegt ab eftir átta umferðir í deild- inni sé ekki búið að finna rétta liðið sem á að byrja inná. Það er eitthvab að ef menn vita ekki hvernig á ab stilla upp lið- inu eftir 8 leiki í 1. deild. Þab segir sig sjálft að þeir sem eru að spila þekkja þarafleiðandi ekki inn á hver annan, því það er alltaf verið að hringla með stöburnar í liðinu. Þetta er ákveðið örvæntingarmerki frá minni hálfu séð. Ef þú trúir á eitthvað, þá heldur þú því áfram þangað til það smellur saman! Ég er búinn að sjá alla leikina nema einn og mér finnst hreint út sagt liðið ekki vera að spila neinn fótbolta. Liðið nær ekkert saman og því kemur þetta út eins og menn séu að spila hver í sínu horni, sem er m.a. afleiðing þess ab þab er verið að rokka með stöðurnar í liðinu. Það hafa fá- ir í Valsliðinu í dag gaman af því sem þeir eru að gera. Ég get alveg fullyrt það þegar ég sé þá spila, það vantar alla glebi í mannskapinn og það er eins og menn nenni þessu ekki. Þetta er lið sem á ekki að berj- ast við fall í 2. deild, því það er þab sterkt á pappírnum. Ég get ekki séb að það verði annað upp á teningnum hjá Val en barátta um fallið, nema það verði einhverjar breytingar," sagði Sævar Jónsson. ■ Heimsmeistarakeppnin í handbolta 1995: Danir bjartsýnir Gubjón Svansson skrifar frá Danmörku Dönum líst vel á riðilinn sem þeir koma til með ab leika í á HM í handbolta hér á íslandi, sem fer fram á næsta ári. Þeir telja mjög góöa möguleika á aö veröa meöal fjögurra efstu liöa í riölinum, sem í eru m.a. annars Frakkland og Þýskaland, og þar meö tryggja sæti sitt í 16-liöa úrslitunum. Danir eru bjartsýnir eftir aö hafa náö fjóröa sæti í Evrópukeppn- inni í Portúgal í sumar og ætla sér stóra hluti á íslandi næsta vor. Meö þessum góöa árangri í Portú- gal tókst dönsku landsliösmönn- unum aö narta í hæla landsliös- kvenna hvaö vinsældir lands- manna varöar, en öfugt viö þaö sem tíökast á íslandi, eru þaö handboltakonurnar sem baöa sig í sviösljósinu í Danaveldi vegna góös árangurs á síöasta HM-móti kvenna. ■ Hvaða fjölmiðlar eru málsvarar félagshyggjunnar? Hugsaðu þig um! mmm - félagshyggjublaðið. Sími 631-600 > ■faiUEtO^L1 Sœvar Jónsson, sem hérsést íleik meb landsliöinu, erekki mjög ánœgöur meb hvernig stabib er ab málum hjá Val þessa dagana. Burrel bætti metið í lOOm Hinn 27 ára gamli bandaríski spretthlaupari Leroy Burrel bætti heimsmetiö í 100 metra hlaupi á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Lausanne í Sviss á miðviku- dagskvöld. Hann hljóp vega- lengdina á 9.85 sekúndum og var þetta í annað sinn sem hann bætir metið í 100 metra hlaupi. Gamla metið átti Carl Lewis, sem hann setti árið 1991 á HM í Tókíó og var einu sekúndubroti meira, 9.86. „Ég var sannfærður um að ég færi hratt og tókst það," sagbi Burr- el eftir hlaupið og bætti því við að hann hefði á tilfinning- unni að hann gæti hlaupið að- eins hraðar. Annar í hlaupinu var Ezina frá Nígeríu á 9.99, en Dennis Mitc- hell var þriðji, einnig á 9.99 sekúndum. Metið er sætur sigur fyrir Burrel, því hann náði ekki lágmarki fyrir EM í Stuttgart í fyrra og var þá fjarri góðu gamni í 100 metrunum. ■ 8-liba úrslit bikarkeppni kvenna: ÍBA í undanúrslit Kvennaliö íþróttabandalags Ak- ureyrar tryggði sér sæti í undan- úrslitum bikarkeppni kvenna með því að leggja Sindra að velli í 8-liða úrslitum. Ragnhildur Pálsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir og Þorbjörg Jóhannsdóttir skor- uöu sitt markið hver í 0-3 sigri. UBK er einnig komið áfram eft- ir 0- 4 sigur á Stjörnunni, en síð- artalda liðið lék til úrslita í bik- arnum í fyrra. Olga Færseth gerbi tvö mörk og Kristín Lilja Dabadóttir einnig tvö mörk. KR-stúlkur unnu Hött 1-5 og UBK vann Breiðablik sigraöi Val í Trópí- deildinni á miövikudag, 1-3, að Hlíöarenda. Grétar Stein- dórsson og Lazorik gerbu mörkin í fyrri hálfleik, en Sig- urbjöm Hreiðarsson minnk- aöi muninn á 88. mínútu og Arnar Grétarsson skoraði þriöja mark Blika. gerbi Helena Ólafsdóttir m.a. tvö mörk fyrir KR. Valur burstaði Leiftur á Ólafs- firði 0-17. Þær sem gerbu flest mörk Vals voru Ásgerður Ingi- bergsdóttir og Erla Sigurbjarts- dóttir, báðar meb 4 mörk. ■ I kvöld Knattspyrna 2. deild karla Selfoss-HK ........kl. 20 KA-ÍR .............kl. 20 3. deild karla Dalvík-Höttur.......kl. 20 Haukar-UMFT ........kl. 20 Reynir S.-Víðir.....kl. 20 BÍ-UMFS ...........kl. 20 Völsungur-Fjölnir ..kl. 20 4. deild karla Ökkli-Leiknir.......kl. 20 SM-Magni............kl. 20 KS-Þrymur .........kl. 20 Einherji-Sindri.....kl. 20 KVA-Huginn.........kl. 20

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.