Tíminn - 08.07.1994, Page 10

Tíminn - 08.07.1994, Page 10
10 Föstudagur 8. júlí 1994 Taiwan undirbýr um- sókn um aöild ab S.þ. Taipei, Reuter í skoðanakönnun sem fram- kvæmd var af Gallup fyrir stjórn- völd í Taiwan, í sjö helstu iðnríkj- um heims, kemur fram að yfir helmingur aðspurðra var fylgj- andi því að Taiwan ætti fulltrúa hjá S.þ. á ný. „Það má lesa úr svörum íbúa helstu iðnríkja heims, ab þeir eru mjög fylgjandi umsókn okkar um abild aö S.þ," sagði varafram- kvæmdastjóri upplýsingaskrif- stofu stjórnar Taiwan, Yeh ien- hsing hershöfðingi. Könnunin sem var framkvæmd í Bandaríkjunum, Kanada, Japan, Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi og Þýskalandi sýndi að á milli 47.4 og 64.7 af hundraði aðspurðra voru fylgjandi umsókn Taiwan um að fá aftur aö taka sæti sitt hjá Sameinuðu þjóðunum sem Kína tók yfir árið 1971. Kína hefur litið á Taiwan sem óaöskiljanlegan hluta landsins frá lokum borgarastyrjaldarinnar árið 1949, og hefur frá árinu 1971 beitt sér gegn öllum tilraunum þjóðernissinna á Taiwan til að fá inngöngu í S.þ. Taiwan hóf her- ferð sína fyrir inngöngu í S.þ. á síðasta ári og vonast til aö fá aðild aö nýju innan þriggja ára. Árið 1993 felldi allsherjarráb SÞ tillögu 10 ríkja þess efnis aö viöurkenna bæri sjálfstæbi Taiwan til að tryggja því aðild að Sameinuðu Þjóðunum. ■ Spenna milli Bandaríkjanna og ESB á leibtogafundinum á Ítalíu: Bandaríkjastjóm vill aukib vibskiptafrelsi Brussel, Reuter Evrópusambandið hefur fengið vísbendingar um að Bandaríkja- stjórn ætli að nota fund leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims til að leggja til aukið frelsi í heimsviö- skiptum. Þetta fullyrðir heimild- armaöur Reutersfréttastofunnar í Brussel. Fulltrúi innan framkvæmda- stjórnar ESB, sem ekki vildi láta sín getið, segir hættu á að slík krafa gæti gert að engu mikla vinnu framkvæmdastjórnarinnar við að tryggja innbyrðis sam- komulag aöildarríkja sambands- ins um áframhaldandi viðræður um frelsi í heimsvibskiptum nú eftir ab Úrúgvæ-lotu GATT-við- ræðnanna er lokið. „Viðhorf okkar er það sama og Japana, nefnilega að fullgilda Úrúgvæ-lotuna og koma Alþjóöa- viðskiptastofnuninni, WTO, til starfa. Allt sem flækir málið er tímaskekkja," sagði heimildar- mabur fréttastofunnar. Taliö er að Clinton Bandaríkja- forseti vilji nota tækifærið á leið- togafundinum og sýna Banda- ríkjaþingi að áfram verði haldib á braut frjálsari heimsviðskipta þó að Úrúgvælotunni sé lokið. Þann- ig vonast hann til ab fá nýja GATT-samninginn samþykktan í báðum deildum þingsins. ■ Reykingar dýrkeyptar Atlanta, Reuter Reykingar Bandaríkjamanna kost- ubu heilbrigbiskerfi þjóðarinnar um 50 milljarða bandaríkjadala á síð- asta ári eftir því sem formælandi heilbrigbisráðuneytisins þar í landi greindi frá í gær. Þessi upphæö samsvarar því aö kostnaður heil- brigðiskerfisins af hverjum sígar- ettupakka se rúmir tveir dolllarar eða um 140 íslenskar krónur. Upp- lýsingarnar eru byggbar á skýrslu stofnunar til eftirlits og forvarna sjúkdómum. Taliö er að þessar nib- urstöður auki líkurnar á að Clinton Bandaríkjaforseti fái þvi framgengt að hækka skatta á reyktóbaki og þá sérstaklega sígarettum. ■ yf » Biliö brúaö Reuter Nýlega var dráttarbátur fenginn til ab draga Salhosbrúna frá Lonevogi þar sem hún var smíbub til Bergen. Brúin er 1246 metra löng og byggb á 10 fljótandi steypueiningum og 11 stálkössum. Henni er œtlab ab brúa bilib milli Knarvíkur og Stinistoe en hingab til hefur ferja gengib á milli þessara staba. Þjóbverjar viburkenna ósigur Bonn, Reuter Þýska stjórnin hefur viðurkennt að Bretum hafi tekist að koma í veg fyrir að Jean-Luc Dehaene, forsætisráðherra Belgíu, taki við starfi Jacques Delors sem forseti framkvæmdastjómar Evrópu- sambandsins. „Það er engin spurning, við verbum að finna nýjan fram- bjóðanda," sagði Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, í gær við fréttamenn. Á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna á Korfú í lok júní greiddu öll ríki sambandsins Dehaene atkvæði sitt að Bretlandi undanskiidu sem beitti neitunarvaldi til að koma í veg fyrir kjör belgíska forsætisráðherrans. ■ Bridqe UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Silfurstigamót BSÍ um helgina Næsta silfurstigamót BSÍ fer fram laugardaginn 9. júní og hefst kl. 12.00. Skráning og nánari upplýsingar eru á skrif- stofu BSÍ fyrir hádegi í síma 91- 619360. 13 skrýtnir slagir „Þetta er ljótt spil," sagbi aust- urspilarinn svekktur í spili 14 sl. sunnudagskvöld í sumar- bridge. Ofanritaður er sam- mála því. En ekki er það leiðin- legt. Subur gaf og allir voru á hættu: * ÁC96 y ÁDT864 4 xx * 7 N S A KT74 V S2 ^ ÁKD7 * 865 Þetta gæti verib úrspilsþraut í 4 spöðum en raunveruleikinn var allur annar og óhuggulegri: Þannig gengu sagnir: Suöur Vestur Norbur Austur 1« pass 2 v pass 2* pass 4* pass 4 ♦ pass 5* pass 6« allir pass (Norður fer og fær sér kaffi) NS spila precision, tvö hjörtu voru sterk (!?), 4 lauf splinter og 5 spaðar áskorun. Einhverra hluta vegna tók suöur henni og því varð hin vafasama slemma að veruleika. Útspil »3 (3ja 5.) Hvemig er best ab spila? Það er freistandi að svína hjartanu en lauftapslagurinn gæti horfið ofan í tígulinn og því er sennilega best að stinga upp hjartaás, taka tvo efstu í spaða og síöan þrisvar tígul óg kasta laufi í blindum. Sagnhafi dagsins drap með ás og fékk hjartakónginn í. Þá spilaði hann hins vegar strax tígli, gosinn hjá austri og nían hjá vestri. Þá kom tígul- kóngurinn og lítið hjá bæöi austri og vestri. Síðan drottn- ingin og eftir smáhik kastar vestur laufi og gerir með því mistök. Vörnin fær a.m.k einn slag ef hann trompar. Laufi er kastaö úr blindum og spaðaí- feröin næst á dagskrá. Vestur byrjaði með 4-lit í hjarta, hann átti aöeins tvo tígla og hefur sýnt eitt lauf. Af hverju trompaði vestur ekki tígul? Líklega vegna þess að hann á spaðadrottninguna, sennilega þribju. Þá er einnig til einföld regla sem hægt er ab beira gegn ákveðnum mönn- um; spili þeir ekki út trompi eftir sagnir sem þessar eiga þeir eitthvað í íitnum. Sagnhafi svínar því á gosann og það gengur. Þá kemur ás og kóngur, drottningin í hjá vestri og hjarta. Gosinn á síaginn og síð- an er hjarta trompað heim, tí- gull trompaður og 13 slagir í húsi. (Norður kemur aftur ab borðinu, sér 13 slagi og segir: „Já, fékkstu 13, ég var að spá...") Allt spilið: A ÁC96 V ÁDT864 4 xx * 7 A Dxx V G9xx ♦ 92 * KT83 N V A S * XX V K 4 CTxxx 4 ÁCxxx * KT74 V S2 4 ÁKD7 * 865 Óstuðið á AV var algjört. Út- spilið gaf í raun tvo slagi, því þab upplýsir hjartastöðuna og gefur möguleika á laufniður- kastinu. Síðan dottar vestur þegar þriðja tíglinum er spilað og auk þess finnur sagnhafi spaðadrottninguna. En samt held ég að sagnir NS séu þab ljótasta við borðið og merkilegt nokk (sem sýnir hvað íslend- ingar eru sagnglaðir) voru þrjú önnur pör í slemmunni. Tvær Nú fer spennan abeins ab aukast í Bikarkeppni BSÍ en stigahœstu sveitirnar eru nú mcettar til leiks eftir yfirsetu í 1. umferb. Sveit Björns Theódórssonar kemst jafnan langt og varb t.d. í 2. sœti árib 1993. þeirra stóbu slétt en ein fór niður. Svo voru sumir sem fóru niður á 4 spöbum! Bikarkeppni BSí Ábur óbirt úrslit úr Bikarkeppni BSÍ: Sveit Roche, Reykjavík, vann sveit Hall- dórs Aspar, Sandgeröi, 127-63. Sveit Karls G. Karlssonar, Sandgeröi, vann sveit Þrastar Ingimarssonar, Kópa- vogi, 89-60. Sveit Ólafs Steinasonar, Selfossi, vann sveit Brynjars Olgeirssonar, Tálknafiröi, 120-67. Sveit Estherar Jakobsdóttur, Reykjavík, vann sveit L.A. Café, Reykjavík, 93-33. Sveit Sigmundar Stefánssonar, Reykja- vík, vann sveit Gunnars P. Hallgríms- sonar, Höfn, 152-52. Sveit Sparisjóös Siglufjaröar vann sveit Haraldar Sverissonar, Reykjavík, 176-58. Sveit Georgs Sverrissonar, Reykjavík, vann sveit Þórólfs Jóssonar, Húsavík, 144-78. Búið er að draga í aöra umferð og spila eftirtaldar sveitir sam- an: Georg Sverrisson, Rvík,-Guömundur Ólafsson, Akranes Sparisjóöur Keflavíkur, Suöurnesjum- Karl. G. Karlsson, Sandgeröi Sigmundur Stefánsson, Rvík.-Jósep smiöur, Reykjavík Anna ívarsdóttir, Rvík.-Glitnir, Rvík Guöjón Stefánsson Borgarnesi-Magnús Magnússon, Akureyri Björn Theódórsson, Rvík-Landsbréf. FBM, Rvík-Ólafur Steinason, Selfossi SPK, Rvík.-S. Ármann Magnússon, Rvík VÍB, Rvík-Sparisjóður Siglufjaröar Dan Hansson, Rvík- Tryggingamiöstöö- in, Rvík. Halldór Sverrisson, Rvík-Birgir Ö. Stein- grímsson, Rvík. Hjólbaröahöllin Rvík-Roche, Reykjavík Ragnar T. Jónsson, Ísafirbi-BSH, Húsav. Gunnarstindur, Stöðvarfiröi-Kjöt og fiskur, Hafnarfiröi Esther Jakobsdóttir, Rvík-Eövarö Hall- grímsson, Bessastabahr. Halldór Svanbergsson, Rvík-Agnar Ara- son, Rvík.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.