Tíminn - 14.07.1994, Síða 1

Tíminn - 14.07.1994, Síða 1
SÍMI 631600 78. árgangur STOFNAÐUR 1917 Fimmtudagur 14. júlí 1994 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 130. tölublaö 1994 Stöð 2: Lítib út- lit fyrir sættir Eftir tilraunir til ab koma á sáttum milli núverandi og fyrrverandi meirihluta í ís- lenska útvarpsfélaginu í gær hófst hluthafafundur að Holiday Inn kl. sex í gær- kvöld. Töldu heimildamenn blaðsins þá litlar horfur á því ab samkomulag tækist. Ab meginefni mun inntak sáttaumleitana hafa verið að núverandi meirihluti félli frá þeim áformum sínum að höfða skaðabótamál á hendur fyrri meirihluta vegna söl- unnar á hlutabréfum íslenska útvarpsfélagsins í Sýn, svo og vegna samnings um starfslok Páls Magnússonar fyrrverandi sjónvarpsstjóra, gegn því að íslenska útvarpsfélagib fengi Sýnar- bréfin aftur. Þegar blaðið fór í prentun var hluthafafundinum ekki lokið en þunglega þótti horfa um sættir. ■ Mikil fundahöld og miklar samningaviörœöur Tímamynd CS áttu sér staö hjá aöstandendum Stöövar 2 ígœr, ekki síst í húsakynnum Holiday Inn þar sem hluthafafundurinn átti aö fara fram. Sigurö- ur C. Cuöjónsson stjórnarformaöur var í aöalhlutverki eins og vera ber og eins og sjá má brá hann sér annaö slagiö afsíöis til aö rœöa viö menn undir „ fjögur". Innganga Norömanna í Evrópusambandiö um áramót gœti haft alvarlegar afleiöingar fyrir íslendinga: Sitjum vib uppi meö ónýtt EES og tapaöa markaöi? Vinnuveitendasambandib og Verslunarráb íslands gera þá kröfu ab íslendingar njóti áþekkra tollafríbinda innan ESB og Norbmenn munu fá gangi þeir í Evrópusam- bandib. Fari allt á versta veg gætu íslendingar setib uppi meb tapaba markabi og ónýtan EES-samning um áramót. Forsvarsmenn VSÍ og VÍ kynntu forsætisráöherra og ut- anríkisráðherra í gær áherslur samtaka atvinnurekenda vegna væntanlegra vibræðna við forystumenn ESB og aðild- arríkja þess. Þar á bæ eru menn þeirrar skoðunar að hefja beri hið fyrsta viðræður við fram- kvæmdastjórn ESB, enda hafi íslendingar afar nauman tíma, þar sem búist er vib inngöngu EFTA-ríkja í Evrópusambandið um næstu áramót. í væntan- legum viðræbum verða tekin fyrir tengsl íslands og Evrópu- sambandsins í kjölfar væntan- legrar abildar annarra EFTA- ríkja að sambandinu. VSÍ og VÍ eru um þessar mundir ab láta gera úttekt á stöðu íslands í samfélagi Evrópuþjóða, eink- um með tilliti til hagsmuna at- vinnulífsins. Úttektin á ab liggja fyrir í lok mánaðarins, en stór þáttur í henni er könn- un á breyttri samkeppnisað- stöðu gagnvart Norbmönnum á helstu mörkuðum í Evrópu. í bréfi Vinnuveitendasam- bandsins og Verslunarráðsins til forsætis- og utanríkisráð- herra er einnig gerb sú krafa ab íslensk stjórnvöld kalli nú þeg- ar eftir tryggingum af hálfu framkvæmdastjórnar ESB fyrir eðlilegum og greiðum vöru- flutningum um landamæra- stöðvar ESB. í því sambandi er vitnað til reynslu af tæknileg- um vibskiptahindrunum á innflutningi fisks til Frakk- lands síðasta vetur og bent á að EES- samningurinn geti ekki komið í veg fyrir misbeit- ingu eðlilegra eftirlitsheimilda vib innflutning inn í lönd Evr- ópusambandsins. Megináhyggjuefnib er ab sem abildarþjób fá Norðmenn greiðari aðgang ab innri mark- aði Evrópusambandsins. Gangi önnur EFTA- ríki í ESB eins og flest bendir til, tapa ís- lendingar tollafrelsi í viðkom- andi löndum. í bréfi samtaka atvinnulífsins til forsætisráb- herra og utanríkisráðherra er bent á ab hætta sé á að íslend- ingar tapi tollfrjálsum mörk- uðum innan EFTA fyrir síld, svo og innflutningskvótum fyrir kjöt. Því til viðbótar má nefna unnar vörur úr laxi og silungi. Þessa markabi gætu Norbmenn hreinlega rústab njóti þeir betri kjara í Evrópu innan ESB en ísland utan þess. „Agavandamál í rábuneyti jóns Baldvins kemur mér ekki á óvart, þar sem hann er ekk- ert sérstaklega agabur mab- ur sjálfur." Páll Pétursson: Eftir höfðinu dansa limirnir Tíminn leit- abi eftir áliti Páls Péturs- sonar alþing- ismanns á u m m æ 1 u m Róberts Trausta Árna- sonar um ástand mála í utanríkisrábu- neytinu. „Mér kemur það ekkert á óvart þó ab upp úr sjóbi í ráðuneyt- inu. Utanríkisrábherra, hús- bóndi rábuneytisins, hefur stýrt því meb sínum hætti. Hann hefur rabab þar inn ný- krötum og hefur þar ekki alfar- ib farið eftir hæfileikum, en ég vil samt taka fram aö fjöldinn allur af starfsmönnum rábu- neytisins er mikib hæfileika- fólk, en ég er hræddur um að þab sé misjafn sauöur í þessu nýja fé," segir Páll Pétursson. Páll var spurbur hvernig bæri að túlka þaö sem kemur fram í máli Róberts Trausta Árnasonar um aö skortur á taumhaldi hafi leitt af sér agavandamál í ráðu- neytinu. „Eftir höfbinu dansa limirnir og utanríkisráöherra er nú ekk- ert sérstaklega agaöur maður sjálfur," sagði Páll Pétursson ab lokum. Sjá bls. 2 Jón Karlsson fylgir Guömundi Árna í félagsmála- ráöuneytiö: Snögg umskipti Jón Karlsson, abstoöarmaður Guömundar Árna Stefáns- sonar í heilbrigbisráðuneyt- inu, hefur fylgt Guömundi Árna í félagsmálaráöuneytib. Jón sagði í samtali við Tím- ann að hann væri nú að setja sig inn í mál hvað varöar fjár- lagagerðina auk ýmislegs ann- ars sem fylgir því að vera kom- inn í nýtt ráðuneyti. „Þetta voru snögg umskipti og talsverð viðbrigði, ég kunni ágætlega við mig í heilbrigbis- ráðuneytinu og ég vona að ég komi til með að kunna jafnvel við mig í þessu þegar frá líður. Þetta er að mörgu leyti við- fangsefni sem skarast í þessum ráðuneytum, að sumu leyti lík og að öðru leyti frábrugðin. Þau eru lík að því leyti að margt af þeim skjólstæbingum sem þyggja bætur og þurfa fé- lagslega abstob er jafnvel ab leita til beggja ráöuneytanna, samtök, félög og þessháttar. Margt af þessum mebferbar- stofnunum og eftirmeðferðar- stofnunum er á báöum þessum vígstöðvum eða þá mitt á milli," sagði Jón Karlsson, ab- stoöarmaður Guðmundar Árna Stefánssonar. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.